Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.08.1918, Blaðsíða 4

Lögrétta - 28.08.1918, Blaðsíða 4
Í5<3 LÖGRJETTX Samkepnin lifi. Eigendaskifti Island og versluninni Ný búð opnuð í Aðalstræti 9 (að eins 18 skrefnm snnnar i sömu götu). Feikna birgðir og fjölbreyttar, Viðskiftavinum fjölgar daglega, Allir verða að líta inn í Landstjörnuna. Með báli og brandi. Eftir Henryk Sienkiewicz. fitofustj., Jóh. Ögm. Oddsson kpm., Jón Björnsson & Co., Jón Gunnars- son samáb.stj., Júlíus Kr. Einarsson verslm., Kjartan Gunnlaugsson kpm., Kolbeinn Sigurösson sm., Kristín Björnsdóttir húsfr. Vallarstr., Krist- inn Sveinsson söölasm., Magnús M. Júlíusson læknir, Mímir gosdrykkja- verksmrðja, Ólafs Halldóra kaupk. Bankastr., Ólafur Þorsteinss, verkfr., Páll Halldórsson skólastj., Petersen- K,- C. pharm., Petersen Axel verkfr., Svavars Svavar verslm., Sveinn Jóns- son trjesm., Sörensen Gunnar vjelstj., Thors Jíaukur verslm., TóbakshúsiS I.vg, 12 T 'vður Jensson stjórnarráðs- ritari, Þorður Sveinsson Kleppi, Þor- steinn Guðmundsson yfirfiskimatsm., Þórður Jónsson úrsm. pessa hjer að ofan greindu 3 flokka vil jeg sameina í einn flokk. Jeg ætla mjer ekki að fara í sam- anburð á neinum þessara manna, en ekki get jeg fundið að það hefði verið stór\Tægilegt ranglæti, þótt þessir þrír, sem hafa 130 kr. og þeir fjórir, sem hafa 140 kr., hefðu allir haft 150 kr., og er mjer nær að ætla, að enginn þeirra hríði farið að kæra útsvarið sitt, og mjög efasamt hefði verið, hvort þeir hefðu haft nokkuð upp úr því, ef þeir eru bornir saman við ýmsa sem greiða 150 kr. Næst koma þeir, sem greiða í út- svar 160, 170, 175, 180, 190 og 200 kr. pessa gjaldendur vil jeg sam- eina alla saman í einn flokk — 200 kr. flokk. pessir greiða xóo kr. Guðm. Finnbogason próf., Rich. Torfason bankab. 170 kr. Þorl. H. Bjarnason kenn., Jón Hj. Sigurðsson hjeraðslæknir. 175 kr. Bríem Vilhjálmur bankarit., Frede- riksen T. kpm. Laufásv., Friðrik Ól- afsson skipstj., Jónas Þorsteinsson steinsm., Malmberg O. J. smiður, Þor- valdur Sigurðsson húsg.spi., 180 kr. Jón Magnússon fiskim.m., Þórunn Jónassen Lækjarg. 8, Sigurjón P. Jónsson skipstj., Westskov Aage A. kpm. 190 kr. Magnús Helgason skólastjóri. 200 kr. B. Stefánsson & Bjarnár skóversl., Bjarnhjeðinn Jónsson járnsm., Bjarni Bjarnason klæðsk., Bjarni Jónsson / dósent, Bjarni Þ. Magnússon veit.m., Bjarni J. Pjetursson blikksm., Eiríkur Briem próf., Defensor hlutafjelag, Eyjólfur Eiríksson kpm. Hafnarstr., Hjörtur Fjeldsted, Friðriksson Marí- us F. Hafnarstr., Friðrik K. Magnús- son framkv.stj., Gunnar Sigurðsson lögfr., Gunnar Þorbjarnarson kpm., Flannes Þorsteinsson skjalav., Morten Hansen skólastj., H.f. Herðubreið, Sigurður Hjaltested bakari, jens Eyj- ólfsson trjesm., Jóhannes Magnússon verslm., Jón Stefánsson skósm. Lvg., Jörgensen Rasmus vjelstj., Kofoed Hansen skógræktarstj., Krabbe Th. verkfr., Kristinn Jónsson trjesm. Frakkast., Lange Jens S. málari, Lúð- vík Lárusson verslm., Magnús Benja- mínsson * úrsrn., Norðmann Jórunn liúsfr. Kirkjustr., Ólafur Lárusson lögfr., Ólafur Magnússon ljósmynd., Pjetur Bjarnason skipstj., Poulsen F. V. járnsteypum. Klapparst., Jón Set- berg tr.jesm., Sigurður Kristjánsson bóksali, Sigurjón Jónsson verslm. Vesturg., Skúli Jónsson verslm. Vest- • urg., Sveinbjörnson G. skrifst.stj. Túng., $veinn M. Sveinsson framkv,- stj., Sæm. Bjarnhjeðinsson læknir, Thorarensen H. framkv.stj., Thor- steinsson Guðm. hm. Njálsg., Thor- steinsson Ingvar skipstj., Vilhjálmur Þorvaldsson kpm. Lvg., Zoega Geir G. verkfr., Zoega Sigríður ljósm., Þórarinn Kristjánsson verkfr., Þor- geir Pálsson útgm. þoð má ganga út frá, að sagt verði, að mennimir í þessum 6 flokkum sjeu svo misjafnt búnir að efnum og ástæðum, að ekki geti komið til mála að láta þá gjalda jafnt. Jeg skal ekki þrátta um það við neinn, en hitt vil jeg segja, að það verður erfitt að finna meira rjettlæti í að láta t. d. Bjarna P- Magnússon borga 200 kr., en Friðrik Ólafsson skipstjóra ekki nema 175 kr., og svo aðra þá, sem ekki borga nema 160 kr. Mjer er nær að ætla, að hefði virðuleg niðurjöfnunarnefnd lagt á eftir flokka-fyrirkomulagi mínu, þá hefðu flestir þeirra sem hafa undir 200 kr. (160—200) lent í flokki þeirra, er hafa 200 kr. útsvar. XIII. KAFLI. Loksins var konungsvalinu lokið. Karl Ferindard hafði dregið sig i hlje og Kasimir var þvi kjörinn. 1 dóm- kirkju Varsjár hljómaði: Te deum laudamus. Alment var búist við því að borg- arastyrjöldinni mundi brátt lokið. Var það sagt að konungurinn hefði veitt Kósökkum miklar rjettarbætur, Það spurðist og bráðlega að Kó- sakkar hefðu hætt umsátinni um Sam- ost. En borg sú hafði verið varin með hinni mestu hreysti. Konungurinn fór nú ásamt furstan- mn til Krakau, þar átti krýningin fram að fara. Þeir Volodyjevski og Zagloba hjeldu með riddaraflokk tu Samost að segja Skrjetuski frá afdrif- um Bohuns og áttu þeh síðan allir að halda á fund furstynjunnar. Zagloba var ærið daufur í dálkinn, er hann hjelt af stað frá Varsjá, sem hann hafði nú svallað í vikum saman. Hann gladdist reyndar við þá tilhugs- un að hitta aftur vini sína. Zagloba ljet mikið yfir sjer’ á leið- inni eins og hann átti vanda til. Var hann ávalt að tönglast á því, að „við" hefðum felt Bohun. Vildi hann sem fyrst hitta Longinus, að hann gæti farið að erta hann. Honum varð fyr að þeirri ósk sinni en hann bjóst við. Þegar þeir áðu i Kanskoval rákust þeir þar á hann, Varð þar mikill fagnaðarfundur. „En sú hepni að hitta ykkur,“ sagði hann hvað eftir annað. „Hvert er ferð þinni heitið ?“ spurði Volodyjevski. „Til Varsjár. Jeg fer með boð og brjef til furstans." „Furstinn er farinn úr Varsjá og lagður á stað til Krakau með konungi sínum. Hann á að bera ríkiseplið við krýninguna.“ „Nú, en yfirhershöfðinginn i Za- most hefur sent mig til þess að fá ákveðnar fyrirskipanir til hersins í Jav.“ „Þá getur þú snúið við; við flytj- um honum fyrirskipanir frá furstan- um.“ Longínus hýrnaöi eigi við þessi svör; hann hafði hlakkað til að sjá aftur hirðina, einkum þó eina hirð- meyjanna. Zagloba skotraði auganu til Volo- dyjevski og brosti i kampinn. „Jeg fer þá til Krakau,“ sagði Longinus. „Mjer hefur verið boðið að færa furstanum brjef þetta og því boði verð jeg að hlýða.“ „Við verðum sámt að fá okkur eitt glas áður en við skiljum," sagði Zag- loba. Þeir fóru inn í veitingastofuna og Zagloba bað um eina könnu af hit- uðu öli. „Hvert ætlið þið?“ spurði Lon- gínus. „Við ætlum til Zamost og hitta þar Skrjetuski.“ „Þið hittið hann ekki þar.“ „Hvar er hann þá?“ „Þeir Bogovski eru að friða hjer- uðin þar umhverfis fyrir ræningja- sveitum.“ „Heyrðu, Longínus,“ sagði Zag- loba. „Þú hefur víst ekki heyrt nýj- ustu tiðindi, Við Volodyjevski höfum unnið á Bohun.“ „Getur það verið?“ sagði Longínus og stökk á fætur. „Já, það er dagsatt.“ „Og þið hafið báðir unnið á hon- um?“ „Já, víst gerðum við það báðir.“ „En hvernig mátti það ske?“ „Taktu nú eftir! Fyrst gat jeg með lægni gint hann til þess að skora okk- ur á hólm, síðan barðist Volo'dyjevski við hann og feldi hann.“ „Þá hefur þú heldur ekki barist við hann.“ „Ertu geggjaður? Heldur þú aö jeg hafi barist við dauðan manninn?“ „Þá var ekki von til þess að þeir Skrjetuski og Bohun hittust við Za- most. Þið hafið víst heyrt að við urð- um að hrinda mörgum áhlaupum upp- reisnarmanna. Þeir fyltu grafirnar og komust alveg að múrunum, en við gerðum útrás og þá var barist af kappi. Þeir Skrjetuski og Bogovski sýndu þar mestu hreysti og börðust þá hvor við hlið annars, en sam- lyndið er annars ekki sem best milli þeirra, því að Bogovski er í ætt við Lasj þann, er rekinn var úr herbúð- um furstans eins og þið munið. Þeg- at Kmielnitski sá að hann gat ekki unnið borgina með áhlaupi, þá reyndi hann að múta yfirhershöfðingjanum til þess að gefa upp vörnina, en sú von brást. Hann skrifaði aftur kjarnyrt brjef og bað einhvern hinna fremri undirforingja að færa það Kmielnit- ski, en þeim var lítið um þá sendiför, svo að jeg bauðst til að fara. Kmielnitski varð óður af reiði, er hann hafði heyrt brjefið, og ætlaði að ráðast á mig og jeg fól önd mína guði, en hefði hann snert mig, hefði jeg rotað hann með hnefanum. Menn hans stöðvuðu hann og einn þeirra tók utan um hann og segði: ,Þú ert drukkinn, en stiltu þig sarnt/ — og það var Bohun.“ „Bohun!“ „Við þektumst frá því á Roslogi. ,Hann er vinur minn/ sagði hánn við Kmielnitski, sem alt vín rann af í eínni svipan. ,Fyrst hann er vinur þinn/ sagði hann, ,þá skal hann fá vegabrjef og fimtiu gullpeninga/ Jeg tók við brjefinu, en ekki peningun- um. Bohun náði mjer fyrir utan her- búðirnar og við mintumst þá fyrri tíða. Ljet jeg í ljósi undrun mína yfir því að hann fylti flokk Kmielnitskis.“ „Hann spurði hvort Skrjetuski væri í borginni og kvaðst vona, að fund- um þeirra bæri saman. „Daginn eftir gerðu Kósakkar á- hlaup og jeg átti ekki tal við Skrje- tuski fyr en nokkrum dögum síðar. „Þegar jeg sagði honum frá þessu var Bogovski og fleiri viðstaddir. Hann rjeð honum til, — bara af ertni, — að skora Kósakkann á hólm, ef hann treystist móti honum. Jeg skal skora á Kósakkann/ sagði Skrjetuski reiður, ,ef þjer þorið að færa honum áskorunina/ „Jeg þori það, en geri það ekki. Jeg er hvorki vinur yðar nje frændi/ svaraði hinn. „Bogovski varð að athlægi, svo að hann bauðst til að fara með áskor- unina. Hann kom aftur næsta dag og sagði að Bohun væri farinn úr her- búðunum. Við hjeldum fyrst þetta uppspuna einn, ,en frjettum síðar, að það var satt.“ „Hvar getum við náð fundum Skrje- tuski?“ spurði Zagloba. „Hann verð- ur undir eins að fylgja okkur, og leita Helenu. Nú hefur hann tíma til að annast sín eigin málefni.“ „Ætlið þið að leita með honum?“ spurði Longínus. „Auðvitað! En þú?“ „Jeg verð að fara ti! Krakau. Jeg er og með brjef frá Skrjetuski leyfis- beiðni til furstans/1 „Við erurn með leyfi fyrir hann.“ „En hin brjefin?" „Já, þú verður náttúrlega að fara til Krakau,“ sagði Zagloba. „En það hefði ekki verið lakara að hafa hend- ur þínar og hrygg með í ferð þess- ari. Annars ertu ekki vel til hennar iallinn, því að við verðum að taka Kósakkagervi og vera slægir sem höggormar. Þú ert líka of langur; mundi það vekja eftirtekt á okkur, og gæti orðið til trafala/1 „Vitið þið hvar mærin er falin?“ „Nei, Bohun vildi ekki segja okkur til hennar, en jeg skal grafa það upp. Jeg hef greitt úr verri flækju en þeirri. Farðnu nú ókvíðin til Krakau cg guð veri með þjer.“ „Guð fylgi ykkur.“ „Ef þú hittir Charlamp i Krakau, þá berðu honum kveðju okkar.“ „Hvaða maður er það?“ "„Það er afbragðs laglegur aðals- maður. Allar hirðmeyjarnar eru báskalega hrifnar af honum.“ „Þú ert að gera að gamni þínu,“ sagði Longínus, en varð sýnilega ó- rótt. „Vertu nú sæll,“ sagði Zagloba. „Fjárinn má í minn stað hæla ölinu hjerna.“ Hann drap titlinga framan t Volodyjevski. Eggert Claeasen yfirrjettarmálaflutning»ma8ur. Pósthúsatræti 17.. Venjulega heima kl. 10—xi og 4—5. Talsími 16. Fjelagsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.