Lögrétta


Lögrétta - 10.11.1919, Blaðsíða 2

Lögrétta - 10.11.1919, Blaðsíða 2
LÖGRJETTa LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vikudegi, og auk þess aukablöð við og vi8, VerS kr. 7.50 árg. 6 Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi I. júlí. neita því Ukraine um rjett til sjálf- stjórnar. Síðustu frjettir. Simfregn frá 5. þ. m. segir, aS bandamenn hafi sent ÞjóSverjum boS um, aS þegar þeir hafi fullnægt kröfum vopnahljessamninganna, verSi friSurinn undirskrifaSur. Ann- ars ætli bandamenn ab beita ýmsum ráSum til þess að þröngva ÞjóSverj- i'm til fullnægingar vopnahljessamn- ingunum . Mun þetta einkum eiga við um heimkvaðning þýska hers- ins í Eystrasaltslöndunum, þv'í tveimur dögum síðar kom fregn um, að þýska stjórnin hefði sett v. Goltz hershöfðingja af. HafSi mikiS ver- iS rætt aö undanförnu í þýska þing- inu um þessi mál, og er helst svo aS heyra af blaSagrcinum þaSan, sem þýska stjórnin hafi ekki ráSiS viS herinn þar eystra. En í blöSum bandamanna komu aftur á mót' fram raddir um, aS hún ljeki þar tveim skjöldum, og þeim stóS stugg- ur af hinum mikla her ÞjóSverja þar eystra, enda þótt hann sýndist vinna aS sama marki og her sjálfra þeirra á vesturvígstöSvunum í Rússlandi þ. e. aS bæla niSur Bolsjevika. I Berl.tíSindum frá miSjum október er fregn um viStal viS v. Goltz hers- höfSingja. Segir hann þar, aS í blöS- öm óvina ÞjóSverja sje dreift út mikl'um ósannindum um her þeirra þar eystra. Her þessi hafi variS og verji enn Þýskaland gegn innrás Bolsjevikaflokka aS austan. Ef hann hefSi ekki veriS, heíSu Bolsjevíkar vaSiS inn í Austur-Prússland. Her- inn hafi veriS myndaSur til þess aS berjast gegn Bolsjevíkum og þaS sje eina takmark hans. Ef herflokk- ar Rússa í Eystrasaltslöndunum, sem myndaSir sjeu af heimsendum Rúss-, r.m frá Þýskalandi, sæki fram gegn Bolsjevíkastjórnarhernum, muni þýski herinn styrkja þá. En hug- myndir Englendinga um hernaSar- 0 fstöSuna þarna telur hann rangar og hættulegt ef þeim væri fylgt. Ann- ars segir hann um heimsending hers- ins til Þýskalands, aS þeir af þýsku hermönnunum, sem sjálfir óski aö hvecfa heim, geti fariS og herstjórn- in ljetti fyrir þeim heimferSina. Eng- vm sje haldiS eystra náuöugum. En þeir, sem hafi ráSiS sig í herinn til þess aS berjast gegn Bolsjevíkum, geti ekki snúiS heim. Þeir mundu af verkamannafjelögunum heima verSa útilokaSir frá allri vinnu og þaS sje hart fyrir menn, sem í alþjóSa- þarfir hafi tekiS þetta verkefniaðsjer, aS þurfa fyrir þaS aS hröklast á vergang. Þeir treysti loforSum nefndar þeirrar, sem ráSiS hafi þá 1 herinn meS skilyrSum, sem þeir sjeu fúsir til að uppfylla. ÞriSjungur hersins vilji fara heim og geti fariS heim. Hinn hlutinn sje nauSsynleg- tar til aS verja Austur-Prússlandgegn Bolsjevíkum. Þýski herinn vilji alls ekki bregSast þeirri skyldu, aS standa gegn valdi Bolsjevíka, þrátt fyrir allar hindranir og erfiSleika. — En afsetning v. Goltz mun merkja þaS, aS þessi þýski her eigí nú aS tvístr- ast. ÞaS lítur líka út fyrir, aS Eng- lendingar sjeu nú aS hugsa til friS- zx viS BolsjevíLastjórnina í Rúss- landi. Fregn frá 8. þ. m. segir, aS komiS sje fram uppkast aS friSar- samningum og eigi eftir því öll rík- in, sem myndast hafi í Rússaveldi á síSustu árum, aS fá aS halda sjer, en viSskiftabanniS aS nemast úr gildi. Sama fregn segir, aS Bolsje- víkar sæki fram á vígstöSvunum og Denikin og Judenitsch sjeu því af- buga, aS ná á sitt valcí Petrograd og Moskvu. I Frakklandi er sagt, aS þingkosningar sjeu mest miSaSar viS aístöSuna til Bolsjevíka. Clemenceau hefur nýlega haldiS ræSu í Strass- borg, segir fregn frá 7. þ. m., og hvatt þar mjög til mótstöSu gegn Bolsjevíkum. ÁkveSiS hefur veriS, aS fyrsta þing framkvæmdanefndar þjóðabandalags- ins verSi h.ildið í París. — Ríkjum þeim, sem leyst hafa veriS úr sam- bandi viS Austurríki, hefur af stjórn- arráSi bandamanna veriS gert aS greiða 1500 milj. franka til sigurveg- aranna. — Fregn frá 7. þ. m. segir, að Bretar sjeu aS eignast ríkisjárn- Brautirnar í Ungverjalandi. Danska stjórnin hefur viSurkent Austurríki 6. þ. m. Lundunafregn frá 9. þ. m. segir, aS hálf önnur milj. manna taki nú þátt í verkföllum í Bandaríkjun- nm. —¦ Reglulegir póstflutningar í lofti er nú komnir á milli Lundúna og Parísar. Haase, foringi óháSra jafnaSarmanna í Þýskalandi, er dá- inn. Var skotiS á hann fyrir skömmu á götu, er hann var á leiS til þing- fundar og átti aS halda uppi svörum fyrir flokk sinn. Sjera Hnlinr ÚIésí. Jeg undirritaSur ætla aS rita æfi- sögu sjera Arnljóts Ólafssonar, og er byrjaSur á aS safna gögnum til hennar. Er gert ráS fyrir, aS hún verSi eins rækileg og heimildir eru til. Mjer er því nauSsyn á aS afla mjer sem mestra skilríkja um æfi hans og starf. Hver sönn frásaga af honum hvert smábrjef frá honum getur hje? aS gagni komiS, glætt skilning á upplagi hans og viSleitni, stjórnmála- stefnu og æfiferli. Fyrir því eru þaS vinsamleg til- mæli mín til allra þeirra, er brjef hafa undir höndum frá sjera Arnljóti, að þeir geri svo vel áS ljá m]er þau til afnota. Enniremur eru mjer allar minningar um hann kærkomnar. Beini jeg hjer máli mínu einkum til z\ eitunga hans, fermingarbarna og samverkamanna í þingsölum og hjer- atii. Getur ómetanlegt gagn orSiS af shkum minningum, ef þær eru rit- aSar hlutdrægnislaust. Mjög mikils virSi væri frásagnir af afskiftum hans af högum og málefnum sveitar hans. — Gaman væri og, aS h e y r n- arvottar rituSu mjer skopyrSi hans og svör, er þeir muna. Sjera Arnljótur Ólafsson kemur viS sögu íslands um hálfrar aldar s-keiS. Hann stóS einatt á öndVerSum meiS viS áhrifamestu samtíSarmenn sína og „þjóSviljann" og sætti því stundum óvægum dómum. En allir hafa þó veriS ásáttir um, aS hann hafi veriS hinn mikilhæfasti og átt í sumu fáa sína líka meSal hjerlands- manna. ÞaS virSist því ekki alllítil ] örf á, aS ritaS s]e um hann og leit- íS skýringa á pólitísku hlutskifti hans og framkomu í almennum mál- um. Jeg vona því, aS þeir, er miSlaS geta skilríkjum um sjera Arnljót, verSi fúslega viS tilmælum mínum á þann hátt, er jeg hef nefnt, og þaS hiS íyrsta aS þeir fá því viS komiS. Þökk væri mjer á, ef önnur íslensk blöS birtu þessi tilmæli mín eSa gætu þeirra, ekki sist blöS Vestur-íslend- inga. % Reykj'avík 3. nóv. 1919. Sigurður Guðmundsson, magister. fmskirhju? ;Þannig er eSlilegt aS margir spyrji, því aS enn hefur ekki veriS opinber- lega birt, hve samskotin eru miki!. Á síSustu prestastefnu las biskup upp, Lve samskotin voru þá mikil og námu þau rúmum kr. 3500.00, aSallega úr íáum prófastsdæmum. SíSan hefur nokkuS bætst viS og mun vera tilætl- vm biskups aS birta samskotin í heild viS árslok. Sumir halda því fram, aS samskot þessi sjeu einungis gerS fyrii sóknar- búa Saurbæjarsóknar, en þetta er misskilningur. í fyrsta lagi áttu Saur- bæjarsóknarbúar eigi upptök aS sam- skotum þessum, en er máliS var boriS UPP fyrir þeim af Þórhalli biskupi, lofuSu þeir. skriflega 5 þús. kr. til- lagi, til kirkjunnar, er hún yrSi bygS. auk þess sem þeir nú eru búnir aS gefa til hennar meS frjálsum sam- skotum. I öSru lagi er núverandi kirkja í Saurbæ allsæmilegt guSshús, sem líkindi eru til aS standi enn all- iengi og í þriSja lagi eru sóknarbúar vel færir um aS sjá sjer fyrir guSs- húsi, vi'S þeirra hæfi, er þar aS kæmi og mælast heldur alls ekki undan því ÞaS, sem aSallega og eingönguvak- ir fyrir forgöngumönnum þessa máls er: aS heiSra menningu hins ágæta trúarskálds vor íslendinga, og láta það sjást í verki, meS því að reisa því þennan minnisvarSa, minningar- kirkju. Sálmar síra Hallgr. Pjeturs- sonar eru enn i svo miklum heiðri hjá hinni ísl. þjóS, aS mjög líklegt tr, aS fjölda mörgúm mundi vera þaS ljúft, aS leggja pening til minn- ingarkirkjunnar. Hjer, sem oftar, er mikiS komið undir forgöngumönnun, um, en þaS eru prestar landsins, sem Synodus hefur tvívegis beint þeirri áskorun til, aS gangast fyrir þessTi máli, hverjum í sínu prestakalli, ann- aShvort meS opinberum samskotalist- i;m eða á annan heppil. hátt. Margir hafa brugSist vel viS, og eru ýmist búnir aS safna nokkru fje eSa gera þaS nú í haust á húsvitjunarferSum og viS önnur tækifæri. Vildi jeg meS línum þessum leyfa mjer virSingar- fylst aS minna presta og söfnuSi á minningarkirkjuna, og vænti jeg hins besta af öllum góSum mönnum í þessu cfni. RitaS á dánardag Hallgr. prests Pjeturssonar, 27. okt. 1919. Einar Thorlacíus (prestur). BlöS landsins vinsamlega beðin aS birta grein þessa. — E. Th. Enska þjóðin ogí friðarsamningarnir. Mjer hefur veriS bent á, aS Visir i.afi fundiS ástæSu til aS gera athuga- semd viS grein eítir mig, sem birtist í Lögrjettu 13. ágúst s. L, og væni mig um þaS, aS hafa farið með rangt mál, er jeg sagði, að fleiri atkvæði hefðu falliS á móti ensku stjórninni, en meS henni, viS kosningarnar í desember í fyrra. Segir blaS þetta, aS hiS gagnstæSa hafi átt sjer staS. }eg efast þó ekki um, aS hver ein- asti ísl. blaSamaSur, aS uridanteknum ritstjóra Vísis, viti, aS atkvæSamagn viS kosningar þessar skiftist á þann hátt, sem jeg sagSi. En meS því aö Vísis-ritstjórinn virðist byggja á 'í- myndun einni saman, skal jeg, hon- úm til heilsusamlegrar leiðbeiningar, taka þaS fram, aS alls fengu stjórn- arsinnar 5,123,240 atkvæði, en stjórn- arandstæSingar 5,447,970 atkvæSi og höfSu þannig 324,730 atkvæSi fram yfir hina. Þegar tölur þessar voru birtar, var í einu kjördæmi (Kennington) í London, ekki búiS aS telja atkvæSi, vegna þess aS frambjóSandi þar and- aSist rjett áSur en kosningar skyldu tara fram, og varð fyrir þá sök aS íresta þeim. Maðurinn telur grein mína óáreið anlega, en þetta er þó eina atriSiS, sem hann reynir aS leiðrjetta, og má slíkt hörmulegt kallast. ÞaS þykir mjer vænt um aS geta sagt, aS enga ástæöu íinn jeg til þess,, aS brigsla honum um „þekkingarrosta". Hóg- værS og lítillæti eru kristilegar dygS • ir, sem öllum fara vel; en allra best skarta þær á þeim, sem af litlu hafa £ð státa. Snæbjörn Jónsson. Frjettlr. Innflutningur á rúgmjöli. 30. f. m. er augL i Lögb.bL, að innflutningur á rúgmjöli og sala á því hjer á landi sje frjáls frá 1. þ. m. En þeir, sem ætla að flytja hingað rúgmjöl frá Danmörku, verSa aS fá meSmæli for- stjóra skrifstofu stjórnarráSs íslands í Khöfn til útflutnings þar í landi. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þar \ar Brynleifur stúdent Tobíasson skipaSur 3. kennari, í staS Þorkels Þorkelssonar, 10. f. m. Frá Austfjörðum. Frjett þaSan í „Vísi'' segir góSa tíS frá byrjun október. Heyfengur yfirleitt góSur og verS á fje hærra nú en nokkru sinni áður. TalaS er um þar eystra aS flytja EiSaskólann aS Hollorms- siaS. VjelbátsferSir eru nú engar um Lagarfljót, því Ormurinn strandaSi í fyrra sumar, og hefur ekki fengiS viSgerð enn, eða nýr bátur komið í hans staS. Flutningabíllin á Fagra- cial er sagSur hafa veriS í ólagi allan siðari hluta sumarsins, svo að hann hefur ekki komiS aS notum. Tekur að sjer að gera samninga um byggingu eða kaup á mótorbátum og skipum til fiskveiða og flutninga. Hefur fyrirliggjandi mörg aðgengileg tilboð um byggingu og sölu á botnvörpungum bæði þýskum og enskum. Ábyrgist lægsta verð og góð skip. Útvegar skip á leigu til VÖRUFLUTNINGA, sjer um sjóvátrygg- ing hjá stærstu og áreiðanlegustu fjelögum. Öll afgreiðsla fljót. Annast sölu á sjávarafurðum og öSrum afurðum. Mörg viðskifta- sambönd. Útvegar útlendar vörur, einkum til útgerðar; þar á meðal Salt frá MiSjarðarhafi, keðjur og akkefi fyrir mótorbáta, síldarnet, síldartunnur. Alt fyrsta flokks vörur. Útvegar bestan og ódýrastan sænskan og finskan trjávið í heilum förmum eða minna. öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Ref erence: Laiidiiiaiisliaukeii, Köbenhavn. Utanáskrif t: fSOII, Chr. HOyrups ílllé U, lillini. Rilukiii. Þeir, sem óska, geta snúið sjer til hr. kaupm. Fridtjof Nielsen, sem nú er á ferð í Reykjavík. Hann tekur móti pöntunum og gefur frekari upplýsingar. Det kgl. oktr. Söassurance-Coiiipagni tekur a8 sjer allskonar sj<Svít"tryg'6íir»graT*. Umboðsmeinn úti um land: á IsafirSi: Ólafur Davíðsson kaupmaSur á Sauðárkróki: Kristján Gíslason kaupmaður á Akureyri: Pjetur Pjetursson kaupmaður á SeySisfirSi: Jón bókhaldari Jónsson í FirSi. Aðalumboðsmaður fyrir Island Eggert Glaessen, yfirrj.málaflutningsinaöur. Jón biskup Helgason fjekk í Kaup- mannahöfn tilmæli um, aS hann kæmi til háskólans í Uppsölum, og flytti þar fyrirlestra, líklega þá sömu, sem hann hefur flutt viS háskólann í K.- höfn, um kirkjusögu íslands. VerSur hann viS þeirri bei'Sni, og dregst þá heimkoma hans eitthvaS. Gunnar Sommerfeldt, forstjóri danska kvikmyndaflokksins, sem hier var í sumar, fór heimleiSis meS Gullfossi síSast. Hann sagSi, að myndin, sem hjer hefur veriS tekin í sumar, mundi fyrst verSa sýnd í Paladsleikhúsinu í Khöfn annan jóla- ciag næsta ár og þá aS líkindum sam- timis hjer í Reykjavík. SagSist hann hafa kunnaS vel við sig hjer á landi, (ig búast við að taka hjer fleiri kvik- myndir síðar. Kemp Malone, dr. phil. heitir amer- iikur lærdómsmaSur, sem dvelur hjer 1 vetur á Selfossi og lærir ísJensku lijá s.jera Guðmundi Helgasyni. Hef- ur um tíma að undariförnu veriS í KaldaSarnesi. Fornleifafjelagið átti fertugsaf- mæli 8. þ. m. Helstu forgangsmenn í.S stofnun þess voru þeir SigurSur Vigfússon fornfræSingur og sjera Matthías Jochumsson. FjelagiS hef- ur unniS margt gott verk, og á skil- ið, aS því fylgi velvildarhugur ísl. þjóSarinnar. fshúsfjelag Faxaxflóa átti 25 ára afmæli 5. þ. m. og hefur Jóh. NorS- dal veriS forstöSumaður þess frá upphafi, en hann og Tryggvi Gunn- arsson beittust mest fyrir því, aS koma fyrirtækinu á stofn. ÞaS kom upp fyrsta íshúsi landsins og hefur veriS mjög arSberandi fyrirtæki og Verksmiðja r Inuinr. L'ka þarft. 1 fyrstu stjórn fjelagsins voru þeir Tr. G., Chr. Zimsen og Ljörn ritstj. Jónson. Berklaveikin. Alþingi ákvaS í sum- ?r, aS milliþinganefnd yrSi skipuð. til þess aS ráðstafa vörnum gegri berklaveiki, og eru nú skipaSir í þá nefnd læknarnir GuSm. Magnússon prófessor, Sig. Magnússon á Vífils- sröðum og Magnús Pjetursson í llólmavík. Dánarfregn. Þau hjónin Eggert Qaessen yfirrjettarmálaflm. og frú hans, sem nú velja í Kaupmannahöfn, hafa orðiS fyrir þeirri sorg, aS missa kjördóttur sína, 12 ára gamla, sem GerSa hjer. Fóru þau til Khafnar n;eS hana í sumar, til þess aS leita henni lækninga , og hefur frú Claes- sen dvalið ytra síSan, en E. C. kom sem snöggvast heim í haust. Bana- meinið var heilabólga. Árni Jónssan kaupm. frá ísafirði dáinn. Hann andaSist hjer á Landa- kotsspítalanum, eftir langa legu. mprguninn 9. þ. m., kl. nál. 6. VerS- ur hans nánar minst síSar. Fj elí^sprentsmiC j an.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.