Lögrétta


Lögrétta - 10.11.1919, Síða 2

Lögrétta - 10.11.1919, Síða 2
LÖGRJETTK i LÖGRJETTA kemur út á hverjum mi8- vikudegi, og auk þess aukablöð við og við, Verð kr. 7.50 árg. á Islandi, erlendis kr. 10.00. Gjalddagi 1. júli. neita því Ukraine um rjett til sjálf- stjórnar. Síðustu frjettir. Símfregn frá 5. þ. m. segir, aö bandamenn hafi sent ÞjóðVerjum boð um, aS þegar þeir hafi fullnægt kröfum vopnahljessamninganna, verði friðurinn undirskrifaður. Ann- ars ætli bandamenn aó beita ýmsum ráöum til þess að þröngva Þjóðverj- um til fullnægingar vopnahljessamn- ingunum . Mun þetta einkum eiga við um heimkvaðning þýska hers- ins í Eystrasaltslöndunum, þvi tveimur dögum síðar kom fregn um, að þýska stjórnin hefði sett v. Golt7 hershöfðingja af. Hafði mikið ver- ið rætt að undanförnu í þýska þing- inu um þessi mál, og er helst svo að heyra af blaðagrcinum þaðan, sem þýska stjórnin hafi ekki ráðið við berinn þar eystra. En í blöðum bandamanna komu aftur á mót' fram raddir um, að hún ljeki þar tveim skjöldum, og þeim stóð stugg- ur af hinum mikla her Þjóðverja þar eystra, enda þótt hann sýndist vinna að sama marki og her sjálfra þeirra á vesturvígstöðvunum í Rússlandi þ. e. að bæla niður Bolsjevika. í Berl.tíðindum frá miðjum október er fregn um viðtal við v. Goltz hers- höfðingja. Segir hann þar, að í blöð- um óvina Þjóðverja sje dreift út miklum ósannindum um her þeirra þar eystra. Her þessi hafi varið og verji enn Þýskaland gegn innrás Bolsjevikaflokka að austan. Ef hann hefði ekki verið, heiðu Bolsjevíkar vaðið inn í Austur-Prússland. Her- inn hafi verið myndaður til þess að berjast gegn Bolsjevíkum og það sje eina takmark hans. Ef herflokk- ar Rússa í Eystrasaltslöndunum, sem myndaðir sjeu af heimsendum Rúss^ um frá Þýskalandi, sæki fram gegn Bolsjevíkastjórnarhernum, muni þýski herinn styrkja þá. En hug- myndir Englendinga um hernaðar- afstöðuna þarna telur hann rangar og hættulegt ef þeim væri fylgt. Ann- ars segir hann um heimsending hers- ins til Þýskalands, að þeir af þýsku hermönnunum, sem sjálfir óski að hverfa heim, geti farið og herstjórn- ir> ljetti fyrir þeim heimferðina. Eng- um sje haldið eystra nauðúgum. En þeir, sem hafi ráðið sig í herinn til þess að berjast gegn Bolsjevíkum, geti ekki snúið heim. Þeir mundu af verkamannafjelögunum heima verða útilokaðir frá allri vinnu og það sje hart fyrir menn, sem í alþjóða- þarfir hafi tekið þetta verkefniaðsjer, að þurfa fyrir það að hröklast á vergang. Þeir treysti loforðum nefndar þeirrar, sem ráðið hafi þá 1 herinn með skilyrðum, sem þeir sjeu fúsir til að uppfylla. Þriðjungur hersins vilji fara heim og geti farið heim. Hinn hlutinn sje nauðsynleg- ur til að verja Austur-Prússlandgegn Bolsjevíkum. Þýski herinn vilji alls ekki bregðast þeirri skyldu, að standa gegn valdi Bolsjevíka, þrátt fyrir allar hindranir og erfiðleika. — En afsetning v. Goltz mun merkja það, að þessi þýski her eígi nú að tvístr- ast. Það lítur líka út fyrir, að Eng- lendingar sjeu nú að hugsa til frið- ar við Bolsjevihastjórnina í Rúss- landi. Fregn frá 8. þ. m. segir, að komið sje fram uppkast að friðar- samningum og eigi eftir því öll rík- in, sem myndast hafi í Rússaveldi á síðustu árum, að fá að halda sjer, en viðskiftabannið að nemast úr gildi. Sama fregn segir, að Bolsje- víkar sæki fram á vígstöðvunum og Denikin og Judenitsch sjeu því af- buga, að ná á sitt vald Petrograd og Moskvu. í Frakklandi er sagt, að [-ingkosningar sjeu mest miðaðar við afstöðuna til Bolsjevíka. Clemenceau hefur nýlega haldið ræðu í Strass- borg, segir fregn frá 7. þ. m., og hvatt þar mjög til mótstöðu gegn Bolsjevíkum. Ákveðið hefur verið, að fyrsta þing framkvæmdanefndar þjóðabandalags- ins verði haldið i París. — Ríkjrun þeim, sem leyst hafa verið úr sam- bandi við Ausíurríki, hefur af stjórn- arráði bandamanna verið gert að greiða 1500 milj. franka til sigurveg- aranna. — Fregn frá 7. þ. m. segir, að Bretar sjeu að eignast ríkisjárn- brautirnar í Ungverjalandi. Danska stjórnin hefur viðurkent Austurriki 6. þ. m. Lundunafregn frá 9. þ. m. segir, að hálf önnur milj. manna taki nú þátt í verkföllum í Bandaríkjun- um. — Reglulegir póstflutningar í lofti er nú komnir á milli Lundúna og Parísar. Haase, foringi óháðra jafnaðarmanna í Þýskalandi, er dá- inn. Var skoiið á hann fyrir skömmu á götu, er hann var á leið til þing- fundar og átti að halda uppi svörum fyrir flokk sinn. Sjera Hmljir Úlafssin.1 Jeg undirritaður ætla að rita æfi- sögu sjera Arnljóts Ólafssonar, og er byrjaður á að safna gögnum til hennar. Er gert ráð fyrir, að hún verði eins rækileg og heimildir eru til. Mjer er því nauðsyn á að afla mjer sem mestra skilriícja um æfi hans og starf. Hver sönn frásaga af honum hvert smábrjef frá honum getur hjer að gagni komið, glætt skilning á upplagi hans og viðleitni, stjórnmála- stefnu og æfiferli. Fyrir því eru það vinsamleg til- mæli mín til allra þeirra, er brjef hafa undir höndum frá sjera Arnljóti, að þeir geri svo vel áð Ijá mjer þaú til afnota. Ennfremur eru mjer allar minningar um hann kærkomnar. Beini jeg hjer máli mínu einkum til s\eitunga hans, fermingarbarna og samverkamanna í þingsölum og hjer- aði. Getur ómetanlegt gagn orðið af shkum minningum, ef þær eru rit- aðar hlutdrægnislaust. Mjög mikils virði væri frásagnir af afskiftum hans af högum og málefnum sveitar hans. — Gaman væri og, að h e y r n- arvottar rituðu mjer skopyrði hans og svör, er þeir muna. Sjera Arnljótur Ólafsson kemur við sögu íslands um hálfrar aldar skeið. Hann stóð einatt á öndVerðum meið við áhrifamestu samtíðarmenn sina og „þjóðviljann" og sætti þ.ví stundum óvægum dómum. En allir hafa þó verið ásáttir um, að hann hafi verið hinn mikilhæfasti og átt í sumu fáa sína líka meðal hjerlands- manna. Það virðist því ekki alllítil 1 örf á, að ritað sje urn hann og leit- íð skýringa á pólitísku hlutskifti hans og framkomu í almennum mál- um. Jeg vona því, að þeir, er miðlað geta skilríkjum um sjera Arnljót, verði fúslega við tilmælum mínum á þann hátt, er jeg hef nefnt, og það hið ívrsta að þeir fá því við komið. Þökk væri mjer á, ef önnur íslensk blöð birtu þessi tilmæli mín eða gætu þeirra, ekki síst blöð Vestur-íslend- inga. % Reykjavík 3. nóv. 1919. Sigurður Guðmundsson, magister. því þennan minnisvarða, minningar- kirkju. Sálmar síra Hallgr. Pjeturs- sonar eru enn í svo miklum heiðri hjá hinni ísl. þjóð, að mjög líklegt er, að fjölda mörgúm mundi vera það ljúft, að leggja pening til minn- ingarkirkjunnar. Hjer, sem oftar, er mikið komið undir forgöngumönnun. urn, en það eru prestar landsins, sem Svnodus hefur tvívegis beint þeirri áskorun til, að gangast fyrir þessu máli, hverjum í sínu prestakalli, ann- aðhvort með opinberum samskotalist- um eða á annan heppil. hátt. Margir hafa brugðist vel við, og eru ýmist búnir að safná nokkru fje eða gera það nú í haust á húsvitjunarferðum og við önnur tækifæri. Vildi jeg með línum þessum leyfa mjer virðingar- fylst að minna presta og söfnuði á minningarkirkjuna, og vænti jeg hins besta af öllum góðum mönnum í þessu cíni. Ritað á dánardag Hallgr. prests Pjeturssonar, 27. okt. 1919. Einar Thorlacíus (prestur). Blöð landsins vinsamlega beðin að birta grein þessa. — E. Th. Enska þjóðin ogj friðarsamningarnir. Mjer hefur verið bent á, að Vísir hafi fundið ástæðu til að gera athuga- semd við grein eítir mig, sem birtist í Lögrjettu 13. ágúst s. 1., og væni mig um það, að hafa farið með rangt mál, er jeg sagði, að fleiri atkvæði hefðú fallið á móti ensku stjórninni, en með henni, við kosningarnar í ciesember í fyrra. Segir blað þetta, að hið gagnstæða hafi átt sjer stað. Jeg efast þó ekki um, að hver ein- asti ísl. blaðamaður, að undanteknum ritstjóra Vísis, viti, að atkvæðamagn við kosningar þessar skiftist á þann hátt, sem jeg sagði. En með því að Vísis-ritstjórinn virðist byggja á í- myndun einni saman, skal jeg, hon- úm til heilsusamlegrar leiðbeiningar, taka það fram, að alls fengu stjórn- arsinnar 5,123,240 atkvæði, en stjórn- arandstæðingar 5,447,970 atkvæði og höfðu þannig 324,730 atkvæði fram yfir hina. Þegar tölur þessar voru birtar, var i einu kjördæmi (Kennington) í London, ekki búið að telja atkvæði, vegna þess að frambjóðandi þar and- aðist rjett áður en kosningar skyldu tara fram, og varð fyrir þá sök að iresta þeim. Maðurinn telur grein mína óáreið anlega, en þetta er þó eina atriðið, sem hann reynir að leiðrjetta, og má slíkt hörmulegt kallast. Það þykir mjer vænt um að geta sagt, að enga ástæðu íinn jeg til þess„ að brigsla honum um ,,þekkingarrosta“. Hóg- værð og lítillæti eru kristilegar dygð ir, sem öllum fara vel; en allra best skarta þær á þeim, sem af litlu hafa að státa. Snæbjörn Jónsson. jÞannig er eðlilegt að margir spyrji, því að enn hefur ekki verið opinber- lega birt, hve samskotin eru mikil. Á síðustu prestastefnu las biskup upp, hve samskotin voru þá mikil og námu þau rúmum kr. 3500.00, aðallega úr íáum prófastsdæmum. Síðan hefur nokkuð bætst við og mun vera tilætl- un biskups að birta samskotin í heild við árslok. Surnir halda því fram, að samskot þessi sjeu einungis gerð fyrii sóknar búa Saurbæjarsóknar, en þetta er' misskilningur. í fyrsta lagi áttu Saur- bæjarsóknarbúar eigi upptök að sam- skotum þessum, en er málið var borið npp fyrir þeim af Þórhalli biskupi, lofuðu þeir. skriflega 5 þús. kr. til- lagi, til kirkjunnar, er hún yrði bygð. auk þess sem þeir nú eru búnir að gefa til hennar með frjálsum sam- skotum. í öðru lagi er núverandi kirkja í Saurbæ allsæmilegt guðshús, sem líkindi eru til að standi enn all- lengi og í þriðja lagi eru sóknarbúar vel færir um að sjá sjer fyrir guðs- húsi, við þeirra hæfi, er þar að kæmi og rnælast heldur alls ekki undan því Það, sem aðallega og eingöngu vak- ir fyrir forgöngumönnum þessa máls er: að heiðra menningu hins ágæta trúarskálds vor íslendinga, og láta það sjást í verki, með því að reisa Frjettir. Innflutningur á rúgmjöli. 30. f. m. er augl. í Lögb.bh, að innflutningur á rúgmjöli og sala á því hjer á landi sje frjáls frá 1. þ. m. En þeir, sem ætla að flytja hingað rúgmjöl írá Danmörku, verða að fá meðmæli for- stjóra skrifstofu stjórnarráðs íslands i Khöfn til útflutnings þar í landi. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þar var Brynleifur stúdent Tobíasson skipaður 3. kennari, í stað Þorkels Þorkelssonar, 10. f. m. Frá Austfjörðum. Frjett þaðan í „Vísi“ segir góða tið frá byrjun október. Heyfengur yfirleitt góður og verð á fje hærra nú en nokkru sinni áður. Talað er um þar eystra að flytja Eiðaskólann að Hollorms- stað. Vjelbátsferðir eru nú engar um Lagarfljót, því Ormurinn strandaði i fyrra sumar, og hefur ekki fengið viðgerð enn, eða nýr bátur komið i hans stað. Flutningabíllin á Fagra- dal er sagður hafa verið í ólagi allan síðari hluta sumarsins, svo að hann hefur ekki komið að notum. Tekur að sjer að gera samninga um byggingu eða kaup á mótorbátum og skipum til fiskveiða og flutninga. Hefur fyrirliggjandi mörg aðgengileg tilboð um byggingu og sölu á botnvörpungum bæði þýskum og enskum. Ábyrgist lægsta verð og góð skip. Útvegar skip á leigu til VÖRUFLUTNINGA, sjer um sjóvátrygg- ing hjá stærstu og áreiðanlegustu fjelögum. öll afgreiðsla fljót. Annast sölu á sjávarafurðum og öðrum afurðum. Mörg viðskifta- sambönd. Útvegar útlendar vörur, einkum til útgerðar; þar á meðal Salt frá Miðjarðarhafi, keðjur og akkefi fyrir mótorbáta, síldarnet, síldartunnur. Alt fyrsta flokks vörur. Útvegar bestan og ódýrastan sænskan og finskan trjávið í heilum förmum eða minna. öllum fyrirspurnum svarað greiðlega. Reference: Landmansbanken, Köbenhavn. Utanáskrift: Matth. Ihordarson, cir. m n u, Kellerup, Kiilieiiliaiiii. Þeir, sem óska, geta snúið sjer til hr. kaupm. Fridtjof Nielsen, sem nú er á ferð í Reykjavík. Hann tekur móti pöntunum og gefur frekari upplýsingar. Det kgfl. oktr. Söassurance-Compag>ni tekur að «jer allsknntir Bjóvátryg'SÍngai*. Umboðsmenn úti um land: á ísafirði: Ólafur Davíðsson kaupmaður á Sauðárkróki: Kristján Gíslason kaupmaður á Akureyri: Pjetur Pjetursson kaupmaður á Seyðisfirði: Jón bókhaldari Jónsson í Firði. Aðalumboðsmaður fyrir Island Eggert Claessen, yfirrj.málaflutningsmaður. Jón biskup Helgason fjekk í Kaup- mannahöfn tilmæli um, að hann kæmi til háskólans í Uppsölum, og flytti þar fyrirlestra, líklega þá sömu, sem hann hefur flutt við háskólann í K.- höfn, um kirkjusögu íslands. Verður h.inn við þeirri beiðni, og dregst þá heimkoma hans eitthvað. Gunnar Sommerfeldt, forstjóri danska kvikmyndaflokksins, sem hjer var í sumar, fór heimleiðis með Gullfossi síðast. Hann sagði, að myndin, sem hjer hefur verið tekin i sumar, mundi fyrst verða sýnd í Paladsleikhúsinu í Khöfn annan jóla- cíag næsta ár og þá að líkindum sam- tmiis hjer í Reykjavík. Sagðist hann hafa kunnað vel við sig hjer á landi, og búast við að taka hjer fleiri kvik- myndir síðar. Kemp Malone, dr. phil. heitir amer- ískur lærdómsmabur, sem dvelur hjer j vetur á Selfossi og lærir íslensku hjá sjera Guðmundi Helgasyni. Hef- ur um tíma að undariförnu verið í Kaldaðarnesi. Fornleifafjelagið átti fertugsaf- mæli 8. þ. m. Helstu forgangsmenn r.ð stofnun þess voru þeir Sigurður Vigfússon fornfræðingur og sjera Matthías Jochumsson. Fjelagið hef- ur unnið margt gott verk, og á skil- ið, að því fylgi velvildarhugur ísl. þjóðarinnar. HnrOir Verksmiðja EyviHdar Kmasoiar. i>ka þarft. 1 fyrstu stjórn fjelagsins voru þeir Tr. G., Chr. Zimsen og Björn ritstj. Jónson. Berklaveikin. Alþingi ákvað í sum- ?r, að milliþinganefnd yrði skipuð. til þess að ráðstafa vörnum gegri berklaveiki, og eru nú skipaðir í þá nefnd læknarnir Guðm. Magnússon prófessor, Sig. Magnússon á Vífils- sröðum og Magnús Pjetursson í llólmavík. Dánarfregn. Þau hjónin Eggert Claessen yfirrjettarmálaflm. og frú hans, sem nú velja í Kaupmannahöfn, hafa orðið fyrir þeirri sorg, að missa kjördóttur sína, 12 ára gamla, sem Gerða hjer. Fóru þau til Khafnar nxeð hana í sumar, til þess að leita henni lækninga , og hefur frú Claes- sen dvalið ytra síðan, en E. C. kom sc-m snöggvast heim í haust. Bana- meinið var heilabólga. fshúsfjelag Faxaxflóa átti 25 ára afmæli 5. þ. m. og hefur Jóh. Norð- dal verið forstöðumaður þess frá upphafi, en hann og Tryggvi Gunn- arsson beittust mest fyrir því, að koma fyrirtækinu á stofn. Það kom upp fyrsta íshúsi landsins og hefu/ verið mjög arðberandi fyrirtæki og Árni Jónssan kaupm. frá ísafirði dáinn. Hann andaðist hjer á Landa- kotsspítalanum, eftir langa legu, mprguninn 9. þ. m., kl. nál. 6. Verð- ur hans nánar minst síðar. Fjelígsprentsmiðjan.

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.