Alþýðublaðið - 21.08.1963, Síða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1963, Síða 1
Norska stjórn n er að falla EINHVEBJUM örlp.graríkusta og mest spennandi umræðum, sem fram hafa farið' í sögu norska þingsins, lauk eftir miðnætti í nótt á því, að Finn Gustavsen, leiðtogi vinstri-sósíalistaflokksins SF, lýsti yfir, að hann og félagi hans Asbjörn Holm mundu greiða at- kvæði með vantrauststillögu þeirri, sem borgaraflokkarnir hafa lagt fram. Var bví talið víst í nótt, að jafnaðarmannastjórn Einars Gerhardsens væri fallin, en óvíst um framhaldið. Þetta var hápunktur hinnar niiklu dcilu um námuslysiö í King’s Bay á Svalbarða, sem vald- ið hefur langvarandi stjórnar- kreppu í Noregi. Veltur allt á af- stöðu hinna tveggja þingmanna SF, þar sem jafnaðarmenn hafa 74 þingsæti af 150, borgaraflokk- arnir einnig 74, en hinir tveir SF menn ráða úrslitum. Þcgar Einar Gerliardsen for- sætisráðherra hafði lokið ræðu sinni í gærkvöldi, talaði Kjell Bndcvik, foringi kristilega þjóð- arflokksins á þingi. Næstur honum talaði Finn Gustavsen og var sein asti maður í umræðunni, þar sem beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir afstöðu hans. Flokkur Gustarsens er klofn- ingsflokkur úr jafnaðarmanna- flokknum, sem beitir sér fyrir Framh. á 11 síðu Herstöð afhent KENITRA 20.8 (NTB-Reuter). Bandaríkjamenn afhentu í dag Marokkó hluta af herstöðinni Ken itra, sem þeir hafa haft síðan í innrásinni í Norður-Afríku í nóv- ember 1942. Sá hluti stöðvarinn- ar, sem afhentur hefur verið Mar okkó, verður notaður sem höfn fyrir fiskibáta. SVOKALLAÐ sumarverff á nýj- um, islenzkum kartöflum hefur ver ið ákveðið kr. 13,90 í smásölu, að SNERU VhT VEGNA ÞOKU Um kl. 10 í gærkveldi voru all ir flugvellir á landinu lokaðir vegna þoku nerna Reykjavíkurflug völlur. Um miðnættið hafði þó eitthvað skánað á Keflavíkurflug- velli. Þrjár farþegaflugvélar voru á leið til landsins þegar þokan skall á og var þeim öllum snúið við, því þótt Reykjavíkurflugvöllur væri opinn höfðu vélarnar engan varaflugvöll. Tvær vélanna voru frá Flugfélagi íslands, en ein frá Loftleiðum. Vélarnar áttu að bíða í Prestwick í nótt. » því er Alþýðublaðinu var tjáð í Grænmetisverzlun landbúnaðarins í gær. Þetta verð mun standa a.m. k. þessa viku, en ekki er búizt við að það standi miklu lengur. Engar erlendar kartöflur eru lengur til hjá Grænmetissölunni, en birgðir þær, sem til eru í búð- um, ættu að endast fram yfir helg ina. Blaðið hefur hlerað, að kart- öfluverðið hafi verið sett svo hátt núna til þess að fá framleiðendur til að byrja svona snemma að taka upp, því að enn má búast við nokk urrri sprettu í kartöflum. Þetta hefur líka haft þau áhrif, að fram boð af kartöflum er nóg. Venjan er, að haustverð á kart öflum, þ. e. a. s. það verð, sem gildir yfir veturinn, sé sett á um miðjan september. Til samanburð ar má geta þess, að suniarverð í fyrra var kr. 8.60 en haustver l ið kr. 6,00. í sumar hefur kartöflu- verðið verið nokkuð mismunandi, var fyrst kr. 6,5Ó og síðan kr. 7,50. FJÓRIR í ÁREKST á leið inn Suðurlandsbraut, og ætlaði að beygja upp á Háaleitisveginn. Hægði hún töluvert ferðina, en þá kom Framhald á 5. síðu. MJÖG harður bifreiðaá- rekstur varð í gær skömmu eftir hádegi á mótum Suður- landsbrautar og Háaleitis- vcgar. Lenti þar saman fjór- um bifreiðum, og var ein þeirra lögreglubifreið. Nán- ari atvik voru þau, að lög- reglubifreið, sem þó var ekki ekið af lögreglumanni, var Flotinn er nú mílur undan Ger É3 NÚ er útlitið heldur að batna í sambandi við síl'dveiðarnar. í gær var síldin sífellt að færast nær Iandi og í gærkvöldi voru bátarnir að kasta 30-40 mílur und- an Gerpi og höfðu margir feug- ið dágóff köst. Annar hópur var 100-120 mílur undan og fékk einn ig sæmileg köst. Til kl. 7 í gærmorgun höfðu 43 skip tilkynnt veiði, 6amtals 29.700 tunnur. Frá kl. .7 í gærmorgun og til kl. 8 í gærkvöldi höfðu 13 bátar tilkynnt afla. Voru veiði- horfur mjög góðar í gærkvöldi, veður gott á miðunum en tals- verð þoka. í fyrradag voru flestir bátanna I að veiðum um 100 mílur undan I Gerpl, en á leið til lands í fyrri- nótt og í gærmorgun lóðu'ðu þeir á síld nær landi. Þó virtist síld vera á öllu þessu svæði, en hún var á hraðri ferð og kom saman í torfur af og til. Ægir tiikynnti í gær, að hann hefði fundið 10-15 faðma þykkar torfur á um 15 faðma dýpi út ef Héraðsflóa. Voru þetta sæmiieg- Framh. á 5. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.