Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.08.1963, Blaðsíða 16
Nýi vegurinn ÞESSI mynd, sem er tek- in úr flugvél, sýnir Ijóslega hvert hinn steypti kafli er kominn í Kúagerði. Þá sést hvar vegurinn liggur eins og hvítt strik með Hafnarfjörð í baksýn. Gamli vegurinn er í ótal hlykkjuni við hliðina. ©Dímo) 44. árg. — Miðvikudagur 21. ágúst 1963 — 177. tbl. Mun minma framboð er nú á kcnnurum við skóla gagnfræða- stigsins en verið hefur undanfarin ár. Runólfur Þórarinsson full- trúi á fræðslumálaskrifstofunni, gaf blaðinu þessar upplýsingar í gær. Runólfur gat þess t.d., að aðeins I umsókn hefði borizt uin 5-6 kenn 5-6 kennarastöður við Gagnfræða skói'a á Akureyri og hefði umsókn arfrestur þar verið framlengdur. Um 3-4 kennarastöður við Gagn- fræðaskólann í Kópavogi bárust 3 umsóknir, en í fyrra sóttu 14 um sams konar stöður í Kópavogi. Sýnir þetta, að jafnvel í þéttbýl- inu er mjög erfitt að fá kennara. Úti um land er erfitt að fá kenn- ar og hefur umsóknarfrestur um keniut'astöður víða verið fram- lengdur. LAGNING Keflavíkurvegar hef ur gengið stórvel í sumar og miklu betur en reiknað hafði ver :ið með. Þegar hafa verið lagðir um 8 kílómetrar af honum og eru l)á ckki eftir nema tveir og hálf ur kilómetri af þeim kafla vegar ins, sem steypa á í sumar. Verk- ið hefur unnizt hvað bezt síðustu , þrjár vikurnar og hafa, á þeim ; tíma verið Iagðir að jafnaði 1500 | metrar á viku. Þetta eru miklu meiri afköst en reiknað hafði ver | ið með. Ilafði verið gert ráð fyrir, að unnt mundi verða að leggja um 1100 metra á viku. Lokið verður við að steypa kafl- ann suður að Kúagerði um mán- TELLER TELUR BANN- SAMNING HÆTTULEGAN WASHINGTON 20.8 (NTB- Reuter). Dr. Edward Teller, sem hvað mestan þátt, átti í smjði vetnissprengjunnar, lagðist mjög gegn því að samningur-inn um bann við tilraunum með kjarn- prkuvopn yrði staðfcstur, er hann kom í dag fyrir utanríkismála- nefnd öldungadeildarinnar. Hann hélt því fram, að samningurinn væri skref í áttina frá öryggi og sennilega í áttina til stríðs. Hann hélt því fram að sú á- Framh. á 3. síðu aðamót og meira verður ekki steypt í sumar, þar eð ekki er bú ið að undirbyggja veginn lengra. Hin. stóryirku tæki, sem nú standa austan í Hvaleyrarholtinu í Hafnarfirði og framleiða steyp- una í veginn, verða tekin niður, þegar steypuvinnu lýkur um mán aðamót. Verða þau flutt á ein- hvern stað, sem nær er þeim veg arkafla, sem steypa á næsta sum- ar. Er búizt við, að þau verði flutt suður á Stapa. Við vegarlagninguna hafa í sum ar unnið 110 manns, en steypu- framleiðslutækin hafa að sjálf- sögðu verið á við mörg hundruð manns, ef hræra hefði átt steypu með gamla mótinu, og verkið raun ar verið algjörlega óframkvæman legt með því rrióti. Steypufram- leiðslan í hinum miklu tækjum í Hvaleyrarholti hefur komizt upp undir 200 tonn á dag, þ. e. a.s. 4000 pokar af sementi hafa verið notaðir, þegar mest hefur verið framleitt. Alls munu lausar stöðuj: við Gagnfræðaskólana vera 50-60. Þar af eru 20-25 nýjar stöður, vegna aukins nemendafjölda, en 30-40 kennarar hafa látið af störfum, af þeim sem skipaðir voru í fyrra. Auk þess e,ru nokkrir kennarar í ársorlofi án launa, og þarf menn í þeirra stað. Nokkrir kennarar eru í hálfu starfi í gagnfræða- skólunum — skipta starfinu þá á milli gagnfræðaskóla og barha- skóla. Á síðasta ári voru alls 400 kennarar við skóla gagnfræðastigs ins, en eins og fyrr segir þarf nokkru fleiri í ár vegna aukins nemendafjölda. skólaárið 1962- 1963 voru alls 9705 nemendur á gagnfræðastigi, þar rrieð taldir nemendur í einkaskólum, eins og. Hlíðardalsskóla. Árið þar áður voru nemendur 9192. í vetur má búast við að nemendum í skólum gagnfræðastigsins verði nokkuð á ellefta þúsund. Magnús Gíslason, námsstjóri, sagði, að talsvert hefði rætzt úr með kennara í Reykjavík er leið á sumarið. Þó er mikill skortur á fólki með réttindi til kennslu í gagnfræðaskólunum og verður á ári hverju að ráða stóran hóp fólks til.stundakennslu, þó að það hafi erigin réttindi. Berast jafnan margar umsóknir um kennarastöð ur frá slíku fólki. Magnús Gíslason kvað erfiðast aö fá kennara í stærðfræði, nátt- úrufræði og eðlisfræði. Þá er allt- af erfitt að fá dönskukennara. Staf ar það m.a. af því, að byrjað er að kenna dönsku þegar í 1. bekk gagnfræðaskólanna, en ensku ekki fyrr en í 2. bekk. Þarf því allmiklu fleiri dönskukennara en enskukennara. upp ur rúminu og handsamaði þjófinn SNARRÁÐUR Reykvíking- ur liandsamaði í fyrrinótt mann, sem hafði brotið rúðu í sýningarglugga Kornelíus- ar við Skólavörðustíg 8 — og tekiö þaðan þrjú úr. Vakn- aði liann við brothljóð, snar- aðist fram úr rúminu, út og á eftir manninum og hand- samaði hann í Bankastræti. Leigubílstjóri, sem var þar á ferð gerði lögreglunni að- vart og tók hún við mannin- um. ÍRÆF ÞJÓFAR BIRÆFNIR þjófar hafa verið á ferðinni hér í bænum að undan- förnu. Hafa þeir farið í íbúðir og herbergi og stolið peningum. Hef ur þetta jafnvel átt sér stað í íbúð þar sem allt lieimilisfólkið sat inni í stofu, en veski húsmóðurinnar var í anddyrinu. f gær kærði kona nokkur slíkan þjófnað. Býr hún í Hlíðunum. á fyrstu hæð. Þrennt af- heimilis- fólkinu var heima, en útidyr húss- ins voru opnar. Þjófurinn mun hafa læðst inn á tímabilinu milli klukkan 8,—10, og nælt í veski konunnar, sem var á ganginum. í því voru þó aðeins um 200 krón- ur í peningum, en tvenn gleraugu og fleiri hlutir, sem hún á erfitt með að vera án. Hefur þjófurinn því gert sér lítið fyrir, læðst inn á ganginn meðan heimilisfólk var í öðrum herbergjum, og stolið veskinu. Þá var annar líkur þjófnaður framinn fynir nokkrum dögum. Stúlka, sem býr í herbergi í húsi við Ránargötu, hafði brugðið sér fram á salerni, en skildi herbergi sitt eftir opið á meðan. Þegar hún kom aftur fram, sá hún á eftir manni niður stigann, en þótti það ekkert athugavert. Nokkru seinna er hún ætlaði að taka til seðla- veskisV sem var í tösku í herberg- inu, var það horfið. Fleiri lík til- Framh. á 5. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.