Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 2
Rltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (SD) og Benedikt Gröndai,—A3sto?5arritstjórl Björgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 á mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnarskipti í Noregi í SÍÐUSTU KOSNINGUM til Stórþingsms í Noregi kom fram á sjónarsviðið nýr flokkur, sem kallaðist „Sosialistisk Folkparti“. Var þetta klofn- ingsflokkur úr röðum Verkamannaflokksins, sem byggði tilveru sína á því, að jafnaðarmenn væru orðnir of „hægri sinnaðir“, hefðu brugðizt hugsjón um verkalýðshreyfingarinnar og fleiri slíkum at- riðum auk hlutleysisstefnu í utanríkismálum. Eru. þetta eins konar norskir „hannibalistar". SF tókst að fá tvo menn kjöma á þing, og fá úr slitaáhrif í þinginu, því Verkamannaflokkurinn hlaut 74 þingsæti og hægriflokkarnir 74. Þrátt fyr- ir þetta sat jafnaðarmannastjórn undir forustu Ein ars Gerhardsens áfram við völd sem minnihluta- stjórn — eri augljóslega á náð hinna tveggja þing- manna SF. Nú hefur námuslys á Svalbarða orðið að stór- pólitískri deilu og leitt til þess, að hægriflokkarnir flytja tillögu um vantraust á ríkisstjómina. Sjálft er málið flókið mjög, en augljóst að hægriflokkarn ir notfæra sér það í pólitískum tilgangi — og er sú atlaga nú að heppnast. Það er athyglisvert um SF-menn, sem vom svo „vinstrisinnaðir“ að þeir gátu ekki starfað lengur í norska alþýðuflokknum, að þeir greiða nú at- kvæði með hægriflokkunum til að fella alþýðu- flokksstjórn og koma hreinni hægristjórn til valda! Augljóst er af þessum atburðum, að hinir svoköll uðu „vinstrimenn“ eru ekki einlægir verkalýðsinn ar, heldur tækifærissinnaðir valdabraskarar. Má af þessu sjá, að lítið er að marka hvernig slíkir menn túlka orðin „vinstri“ eða „róttækur“, sem þeim eru isvo töm í munni. Ráðherrar félagsmála í GÆRDAG komu hingað til lands .félagsmála ráðherrar eða fulltrúar þeirra frá öllum Norður- löndum. Stigu þeir í fegursta veðri beint upp í bif reiðar og héldu um Þingvöll og Reykholt til Bif- rastar, þar sem þeir munu halda fundi næstu daga. Norðurlönd eru lengra komin í félagslegum málum en nokkur annar hluti heims. Þau hafa inn an ramma lýðræðisþjóðfélags skapað þegnum sín- um meira öryggi og meiri raunhæfan rétt en aðrar þjóðir hafa getað. íslendingar hafa í þessum efnum mikið lært af frændþjóðum sínum og reynt. að standa þeim ekki að baki. Þess vegna er gleðiefni, að slíkur fund ur skuli vera haldinn hér á landi. 2 22. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Húsgagnaverzlun Austurbæjar SJÓNVARPSSTÓLLINN er kominn a markaðinn STÍLHREINN - ÞÆGILEGUR Skólavörðustíg 16 — Sími 24620. HANNES Á HORNINU Birta skal nafn þegar dómur fellur. | Þa5 á að vera ófrávíkjanleg regla og eðli afbrotsins á ekki að \ i hafa nein áhrif. i Hvað er að vera blaðamaður. i ie Blaðamennska fyrr og nú. jj ÍMilH"""" "II ll"IM"llilliili"l"l""i"l"""IIIIIÍMI """•"" ll"llli"l"ll"t"ii<l"lt"li""ililM""l""lmHMIMIMmií AF TILEFNI bréfs frá Páli, sem ég birti hér í gær — og ég lofaði aff svara, víl ég segja þetta: Þa5 er alveg rétt hjá Velvakanda, aö birting nafna á afbrotaJiönnum, hvort eigi að birta þau og hvenær eigi aff birta þau, er stöðugt vanda mál og menn eiginlega í hálfgerff- um vandræffum meff þaff. Þetta snertir fyrst og fremst tvo aðiia, það er að segja hvort og hvenær eigi að birta nöfnin: blaffamenn og lögregiumcnn. Menn hafa mis- jafnar skoöanir á þessu. EN MÉR ER engin launung á því hver mín skoðun er. Hún er þessi: Það á að birta nöfn allra afbrotamanna þegar búið er að dæma þá — og þá á ekki að fara eftir neinu öðru en dómnum, ég á við, að svokölluð smáafbrot eigi ekki að draga úr nafnbirtingu. Ég álít til dæmis, að undantekningar- laust eigi að birta nöfn þeirra, sem aka drukknir. Ég álít það margfalt meiri glæp heldur en þó að einhver bjálfinn brjótist inn og steli einhverju. ÞAÐ ER DEILT um það, hvort birta eigi nöfn manna um leið og lögreglan tekur þá fasta. Ég álít | að það sé stórhættulegt — og al j veg eama hvers eðlis afbrotið er. Lögreglunni getur skjátlazt hrap allega og henni hefur sannarlega skjátlazt, ekki aðeins hér heldur og í öðrum löndum þar sem lög- reglan er mikið afl og talin mjög hæf. Það eru ekki nema nokkrar vikur liðnar síðan maður í Engl- andi játaði á sig morð, sem annar hafði verið " líflátinn fyrir að íremja. ÉG VIL EKKI verða til þess að birta hér í pistli mínum nafn á manni, sem lögreglan hefur tekið grunaðan fyrir afbrot — og elga það á hættu, að hann reyndist svo saklaus. Þá hefði ég framið ör- lagaríkán glæp gagnvart mann- inum. Mér er það vel ljóst, að yfir- leitt er ríkjandi of mikil linkind í lögreglu- og dómsmálum — og þó sérstaklega þegar um er að ræða ölvun við akstur, ökuníðslu og • líkamsárásir drukkinna dóna. En nafnbirting áður en rannsókn . er lokið og dómur hefur verið I kveðinn upp, er hættuleg og rang- I lát. Þarna eru íslenzkir blaða- menn til fyrirmyndar. PÁLL SPYR hvað sé að vera blaðamaður og hverjir séu blaða- Uienn. Þessum tveim spurningum verður aðeins svarað með einni setningu: Þeir eru blaðamenn, sem vinna að því að afla efnis í blöð og skrifa það eða búa til prentunar. Páll talar um sendla í þessu sambandi. Allir blaða- menn, sem sendir eru í fréttaöfl- un skrifa fréttirnar sjálfir. Þeir fá ekki öðrum efnið í hendur. HITT ER SVO allt annað mál, að þegar bornir eru saman hæfi- leikar og geta þeirra, sem Páll nefnir frá fyrri tíð og mjög margra, sem nú starfa við blöð, þá er þar mikill munur á. Margir blaðamenn kunna ekki íslenzkt mál — og hefðu alls ekki verið teknir í stéttina íyrir 10-15 árum hvað þá fyrr. En þetta er ekki sér kenni blaðamanna, hvað málið snertir, þetta er mýnd af ástand- inu eins og það er. Það er engin trygging fyrir því, að pilturinn eða stúlkan geti skrifað sæmilega ís- lenzku, að hann eða hún hafi stúdentspróf eða stundi nám við háskólann. Það sýnir reynslan. Hannes á liorninu. SHVRST0ÐII Sætúni 4 - Sími 16-2-27 Bíilinn er smurffur fljótt og vel. Eeljum allar íegundir a£ smuroiílb

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.