Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 13
KVEÐJA: mur frá Skáholti Dauði sæktu mig heim. Ég vil sofna við brjóst þitt í kveld Og svífa í burt inn í fjarlægð ókunnra stranda Sjá tár mín, sjá tár mín, þau geyma allan þann eld, sem óttinn við lífið í mannlegu hjarta fær vakið. V.G. Það eru mörg ór síðan Vilhjálm nr orti þetta kvæoi. i'aó birtist í bók hans „Vort dagiega brauð“. Kvæðið allt, en þau e.u mörg er- jndi, lýsir þjáning hins lífsleiða manns, sem einskis hefur að yænta af lífinu og er á flótta. Nú hefur dauðinn sótt hann heim svo til á bezta aldri. Hann er fæddur 29. desember 1907 hér í bæ. En dáinn 4. ágúst 1963. For- éldrþr hans Guðm. Guðmunds- son og Sigurveig Einarsdóttir voru bæði ættuð úr Árnessýslu, komin af merkum bændaættum þar eystra. Vilhjálmur ólst upp hér í bæ og átti lieima hér alla ævi, nema hvað hann var eitt ár 1 á Askov á Jótlandi 1932-1933. •Hann fór snemma að yrkja. Árið ■1931 kom kvæðabók eftir hann, gem heitir „Næturljóð". Sú bók er nú með öllu ófáanleg. „Vort daglega brauð“, var svo næst. Hún kom út 1935. Hún vakti feikna athygli og aðdáun, enda seldist hún upp á svipstundu. Hún kom aftur út 1936. Loks var hún prentuð í þriðja sinn 1950. Þá kom bókin „Sól og menn“ 1948. Mörg- um þótti „Sól og menn“ bera af hinum bókum Vilhjálms. Höfund- ur fór ekki troðnar brautir. Kvæði hans voru nýstárleg og bóru vott um mikla hugkvæmni og skáldleg tilþrif. Auk þess eru þarna gull- vægar setningar, sem gleymast al- drei þeim, sem lesa kvæðin. Skal í því sambandi benda á niðurlags- orðin í hinu ágæta kvæði „Jesús Kristur og ég.“: Og úr því að þeir krossfestu þig Kristur hvað gera þeir við ræfil eins og mig? Vilhjálmur -er oft bölsýnn. Hon- úm finnst hann hafa farið halloka í lífinu. Skapgerð hans er ör og gengur í sveiflum. Hann er fljót- ur að gleðjast og fljótur að hryggjast. Hann talar oft við guð. Skriftar þá og vægir ekki sjálfum sér. Eftir á er eins og honum létti, því hann trúir á guð og náð hans, um það vitna kvæði hans. Þau eru full af tilbeiðslu ó æðri mátt og auðmýkt, sem ekki gætti mikið í dagfari hans. Vil- hjálmur er sonur Reykjavíkur og hann lýsir borginni í öllum veðra- brigðum. Hann þekkir skugga hennar og skin betur en flestir aðrir. Hann þ'ekkir ekki hvað sízt öreigalýðinn og þá, sem farið hafa halloka í lífsbaráttunni og hann gerist málsvari þeirra. Lýsingar hans eru víða meistaralegar. Vil ég í því sambandi benda á hið á- gæta kvæði „Herbergið mitt.“ Árið 1957 kom svo enn ný kvæða bók, sem heitir ,,31óð og vín.“ Mörg ágæt kvæði eru í bókinni £n ég held samt, að hún liafi tæp I lega náð þeirri hylli, sem hinar bækur hans og þó er hún ef til vill bezt unnin. í öllum þessum fjórum bókum heldur Vilhjálrhur sínum séreinkennum. Hann er vax andi skáld, skáld, sem ekki þarf að fá neitt að láni. Með viðtökum ljóðanna hjá lesendum og gagnrýnendum, hef- ir honum verið skipað sæti meðal fremstu ljóðskálda þessa tíma. Vilhjálmur Guðmundsson Þegar síðasta kvæðabókin hans kom út er Vilhjálmur að hugsa um að skrifa ævisögu sína. Hann byrjar á því að gera írumdrögin að bókinni. En honum er vandi á höndum, Þarna komá margir við sögu, en Vilhjálmur vildi ekki varpa skugga á neinn. Á því tíma- bili kom hann oft til okkar hjóna og ræddum við oft um þetta. Eggj aði ég hann á að halda áfram með bókina. Það er sannfæring mín að fengur hefði verið að fá þessa bók. Hún fjallar um þá hlið mannlífsins, sem allir ekki þekkja Að skrifa svona sögu, sem vera átti sannsöguleg, útheimti mikla vinnu og nákvæmni. En skáldið varð oft fyrir frátöfum. Stundum skorti hann skotsilfur og fór þá að vinna. í mörg ár hafði hann það starf í ígripum að selja blóm. Hann þráði birtuna blómin og yl- inn, og orti mikið um blómin. Þetta v_ar því heppilegt starf fyrir hann. Árið 1962 var hann kominn vel á veg með bókina. Hann kom oft heim til mín og las kafla og kafla. Undir lestrinum duttu mér í hug ummæli eins gagnrýnand- ans er bókin „Vort daglega brauð“ kom út með nýjum kvæðum í þriðju útgáfu. „Kvæðin eru bókmenntalegur viðburður," segir hann á einum stað. Útkoma þessarar bókar yrði líka bókmenntalegur viðburður. Vilhjálfur hafði nú fullan hug á því að Ijúka verkinu. Hann ætl- aði sér að fara upp í sveit um sum arið og taldi líklegt að bókin gæti verið fullgerð þá um haustið. „Bara að þeir vei'i mér hærri styrk en ég hef haft. Þeir vita það sumir í nefndinni hvað ég er með og ekki lifi ég á loftinu ein- tómu,“ sagði hann. En nú vildi svo óheppilega til að honum var enginn styrkur veitt ur. Vissi enginn hvað olli. Hann hafði látið frá sér fara fjórar ný- stárlegar kvæðabækur og auk þesg hafði kornið úrval úr Ijóð- um hans 1959 „Jarðnesk ljóð“ heit ir sú bók. Allar bækur hans höfðu hlotið góðar viðtökur og sumar be'rra alveg óveniulega góðar. Þetta var í sannleika sagt mjög óheppilegt og óverðugt gagnvart skáldinu, sem gefið hafði þjóð sinni kvæði, sem eru svo sérstæð að list og framsetningu að þau munu lengi þfa. Þetta verkaði svo á hans stórbrotna og næmu skap- aerð að hann hætti við bókina, liætti að skrifa og yrkja. Hugur hans fylltist beiskju og vonleysi og við þetta losnaði hann aldrei. Nú hefur dauðinn sótt hann heim. Ég veit að hann á góða heimkomu. Hann var góður mað- ur, vinafastur og tryggur og hann var merkilegt skáld. Hann hverf ur ekki í húmið eins og fjöldinn. Kvæði hans munu halda nafni hans á lofti, meðan íslenzk tunga er töluð og tll eru menn, sem unna Jjóðum. Blessuð sé minning þín. Elínborg Lárusdóttlr. HAVNAR HORNORKESTUR HIN nýlega sextuga lúðrasveit Þórshafnar, Havnar Hornorkestur, er stödd hér um þessar mundir í hljómleikaferð í tilefni afmælis- ins. Fyrstu hljómleikarnir voru haldnir í Háskólabíói 17. ágúst og var salurinn vel skipaður af eftir væntingarfullum áheyrendum. Havnar Hornorkestur er skipað 39 áliugamönnum undir stjórn og for mennsku Th. Pauli Christiansen. í upphafi hljómleikanna lék sveit- in þjóðsöngva íslands og Færeyja. Þar næst var tekið til við efnis- skráná sem ekki var af lakara taginu. Meðal verka sem lúðra- sveitin flutti, voru Capriccio ítali iano eftir Tchaikovsky, þáttur úr Horn konsert eftir Mozart og þætt ir úr tónverki eftir færeyska tón- skáldið Waagstein. Undir öruggri stjórn Christiansen var allur flutn ingur sveitarinnar einstaklega fág aður og hreinn og bar þess lítil merki að hér væri um áhuga — en ekki atvinnu hljóðfæraleikara að ræða. Enski cornetleikarinn Robert Oughton hefur þjálfað með limi sveitarinnar seinustu tvö ár- in og er hann aðal einleikarinn í þessari hljómleikaferð. Onghton er leikinn mjög á hljóðfæri sitt og bar öfl spilamennska hljóáfæraleik i aranna (sem margir hverjir eru i feikna blásarar) vott um ágætis | þjálfun. Euphonium leikarinn i Ludvig Breckmann sem haf'i með | höndum sóló hlutverkið í Mozart j konsertinum skúaði því með ágæt um •— silkimjúkur tónn og ná- kvæm spilamersnska. Leikur korn ettanna í Bugler's ííoliday, eftir i ameríkanann Leroy Anderson var ímjög lirífandi. Stjórn Lúðrasveit- ar Reykjavíkur, sem séð mun hafa um undirbúning þessarar heim- sóknar á miklar þakkir skilið og vonandi eigtim við eftir að njóta I fleiri heimsókna frá þessum á- gæta hornaflokk. Hljóðfæröleikur og söngur ÞÝZKI fiðluleikarinn Próf Wil- helm Stross og Sigurður Björns- son, tenor, héldn sameiginlega hljómleika í Gamla bíó 19, þ. m. Undirleikari var Guðrún Kristins dóttir. Próf. W. Stross lék þrjár á- gætis fiðlusónötur eftir Vivaldi, Mozart og Beethoven. Þrátt fyrir ágæta meðferð fiðluleikarans í verkum þessum, var það leikur undirleikarans sem hæst bar. í hinni yndislegu B-dúr sónötu Moz arts og Vorsónötu Beethovens, er hlutverk píanósins ekki fiðluverk inu síðara. Guðrún skilaði hlut- verki sínu af slíkri smekkvísi og nákvæmni að unun var á að hlýða Próf. Stross naut sín einkar vel í hægu þáttum sónatanna, en í hicum hraðari brá fyrir óná- kvæmni í tónmyndun. Samleikur flytjenda var undantekningalítið góður. i Sigurður Björnsson söng 7 þætti úr ljóðaflokknum Ástir skáldsins eftir Schumann og nokkur íslenzk lög. Flutningur Sigurðar á Schu- ; mann var mjög áferðarfallegur og j sannfærandi og af íslenzku lögun- j um var Vögguvísa Sigurðar Þórð j arsonar bezt flutt. Sigurður hefur örugga stjórn á rödd sinni og með höndlar hana mjög „músikalst" og kom það bezt fram í Ástum skáldsins, Guðrún skilaði hlut- verki sínu ekkert lakar hér en 1 samleiknum með Próf. Stross. Jón S. Jónsson. AliKIN ANDÚÐ DE GAULLE ÞAÐ hefur hvarvetna vakið, mikl'a athygli, að de Gaulle Frakk landsforseti hefur lagzt gegn þvi,, að Frakkar gerist aðilur a3 samn ingum um stoömn carsrsia nictf kjarnorkuvopn. Þetta sýnir hve mikla áherzlu hann leggur á að halda til streitu sjálfstæðri stefnu sinni í utanríkismálum án tillits til almenningsálitsins í heiminum. En fréttaritari sænska „Aften bl'adets“ í París telur hins vegar að kjarnorkusprengjan sé de Gaulle lifsliættuleg. Ekki vegna álits fólks í uinheiminum, held- ur sökum vaxandi andstöðu í Frakklandi sjálfu. Þess hefur nefnilega orðið æ meira vart, að franska þjóðin legst æ meir gegn ósveigjanlegri stefnu forsetans. Andstaðan gegn honum er orðin svo mikil, að de Gaulle minnir meira en nokkru sinni fyrr risa á leirfótum. Og andstaða þessi hefur upp- örvað pólitíska andstæðinga dc Gaulles. Sósíalistinn Julcs Moch hefur myndað bandalag manna, sem 'andvígir eru frönsku kjarn- orkusprengjunni, og samtökunum vex stöðugt fylgi. Því er haldið fram, að þróun mála geti orðið svo erfið viður- eignar, að de Gaulle neyðist til að flýta forsetakosningunum, sem fyrirhugaðar eru 1965. Hann hef ur áður sagt, að hann muni ekki bjóða sig fram í kosningum á ný, en nú er talið, að hann muni gera það engu að síður. Sagt er, að ef flokkur hans bjóði fram annan mann — sem bíða mundi ósigur Skipt um olíu Framli. úr opnu. mótorinn hafi ekkert slæmt af því þótt svona langt líði milli þess sem skipt er um olíu, er hér vissulega um mikinn sparnað að ræða fyrir bílaeigendur. Ilér væri alls ekki úr vegi, að annað hvort Neytendasamtökin eða Félags íslenzkra bifreiðaeig- enda bcittu sér fyrir kynningu á niðurstöðum erlendra rannsókna á þessum sviðum og gæfu íslenzk um bílaeigendum ráðleggingar varðandi hversu' oft væri hæfi- legt að skipta um olíu. í kosningunum — mundi ævistarf de Gaulles verða að engu. Til þessa hefur hann byggt valdaaðstöðu síma á klofningi stjórnarandstöðunnar. Hún hefur ekki getað komið sér saman um mótframbjóðanda, og því síður um sameiginlega stefnu. En í bar áttunni gegn kjarnorkusprengj- unni hefur hún í fyrsta sinn feng ið stefnuskráratriði, sem samein- að getur alla. Jafnframt má bú- Framh. á 14. síðu. ALÞÝÐUBLAOIÐ — 22. ágúst 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.