Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.08.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIERIR: LUCII U ANDREWS Til þess a3 hætta að hugsa um Jake fór ég a3 leiða hugann a3 jólunum. Þa3 var einmitt að- fangadagur í dag og barnasam- kvæmið á móttökudeildinni yrði haldið eftir hádcgið. Ég sofnaði út frá tilhugsuninni um mörgæs- irnar mínar svifu fyrir sjónum mér í daumnum. Ég vaknaði nokkrum klukkustundum seinna við fölleitt skin desembersólar- innar inn um gluggann minn. Ég gat ekki sofið lengur en lá glað- vakandi og horfði á sólina síga til viðar. Brátt leið að kvöldi og koldimmt myrkrið settist að. Sólarlagið minnti mig á dálítið, sem kennslukonan okkar í for- skólanum sagði. Árin munu líða svo fljótt, að þið takið naumast eftir þeim. Námsárin eru liðin fyrr en þið takið eftir því, að þau eru byrj- uð. Þið verðið fluttar milli deilda og' hafið aldrei tækifæri til að sjá' aftur það fólk, sem þið skilj- ið við. Ég hafði hitt Jake, og nú lá leið in áfram. Kannski mundi ég aldrei hitta hánn aftur? En ég vissi, að ég mundi aldrei gleyma honum. Um leið efaðist ég um, að hann tæki éftir því, að ég var ekki leng ur á móttökudeildinni. 12. KAFLI. Það var stjörnumergð á deild- inni þessa nótt. Stórar, skínandi gylltar stjörhur héngu yfir hverju rúmi. Og á gólfinu stóð glitrandi jólatré með rafmagns ljósum. Ég dáðist að ljósadýrð- inni og gljáandi skreytingunn úr dyrunum. __En hvað þetta er fallegt! __ Systir Standing. Yfirhjúkr unarkonan á deildinni kom sigl- andi í áttina til mín. — Hafið þér hugsað yður að láta okkur njóta ánægjunnar af nærveru yðar í kvöld eða ætlið þér að halda kyrru fyrir þarna á þrepskildinum? — Flýtið þér yður, barn. Hvað er að? Hafið þér aldrei séð stjörnu áður? — Hvað? Það ættuð þér þó að hafa séð. Það er fjöldinn all- ur af stjörnum á öllum deildum — ekki aðeins jólastjörnum. í yðar starfi, systir, er um það að ræða að- vilja sjá eða ekki hjá hlutina. Leiðigjarnt strit og stjörnur. — Það er hvoru tveggja til. Það er yðar að velja. Komið þér nú og takið við fyr- irmælum fyrir nóttipa. Ég er önn um kafin, — þótt þér á hinn bóg inn virðist hafa góðan tíma. — Já, systir. Ég fylgdi henni að borðinu, sem stóð á miðju gólfi en þar sat systir Jones og beið. — Sjúklingarnir voru hrifnir af flóuðu mjólkinni, sem ég færði þeim, áður en þeir fóru að sofa. — Þetta hefur verið indæll dag- ur, systir. Þér getið ekki látið yður detta í hug, hvað hefur gerzt hér. Herra Ross stóð uppi í eldhúströppu allan morguninn. Hann og herra Linton, já, — þér gætuð ekki ímyndað yður, hvað þeir geta látið út úr sér — jafn grafalvarlegir á svip eins og þeir væru að framkvæma erfiaða læknisaðgerð. Það var eins og að horfa á grínþátt í sjónvarpinu, systir. Og hjúkrun arkonumar voru önnum kafnar við að hengja upp jólaskrautið. Þær bjuggu það til sjálfar. — Er það ekki fallegt? 29 Jones hjálpaði mér við að taka saman bollana. Við slökkvum Ijósið, en bjóðum ekki strax góða nótt. Forskólanemarnir hafa lofað að koma hingað áður en við göngum alveg frá fyrir nóttina vegna þess, að það eru svo margar veikar konur hérna á deildinni. Ég vona bara, að þær séu flestar nógu hressar til þess að geta notið þess. — Hvers? Hún sagðist hafa gleymt því, að þetta væru fyrstu jól mín á sjúkrahúsinu. É vil ekki held- ur vera að ljóstra neinu upp — þá getur kannski eitthvað kom ið þér á óvart. Sjáðu bara til þess, að allt verði tilbúið hér klukkan hálf tíu. Láttu allt ann- að en hið bráðnauðsynlegasta bíða þangað til seinna. í kvöld er eina kvöld ársins, þegar við erum ekki nauðbeygðar til þess að gæta klukkunnar. En láttu nú hendur standa fram úr erum, því að i morgunsárið verðum við að leika jólasveina. Við slökktum ljósið fimm mínútur fyrir hálf tíu. Ein sjúkl inganna, frú' Yates, kallaði til mín. — Systir, hvað er á seyði? Hvað . . . hún þagnaði og lyfti upp hendinni . . . Ó, heyrið þið. . . . Einhvers staðar í fjarlægð heyrðum við óminn af söng ungu stúlknanna. Svo komu þær gang andi ofurhægt tvær og tvær sam an itm á deildina. Þær höfðu snúið kápunum sinum við svo að glampaði á skarlatsrautt fóðr ið í skini litlu luktanna, sem þær héldu á. Þær stönzuðu, þegar þær komu að jólatrénu, mynd- uðu hring kringum það og sungu þrjá jólasöngva. Sjúklingamir störðu á sýninguna með tárvot- um augum. Ég tók eftir því, að frú Simmonds, sem var veikust af öllum á deildinni brosti líka. Jones hafði sagt mér nóttina áð- ur, að þetta yrðu áreiðanlega síð ustu jólin, sem frú Simmonds fengi að lifa og vafasamt væri, hvort hún lifði lengur en nokkr ar vikur til viðbótar. Hún var alltof ung til að deyja, —- að- eins 38 ára, en hjarta hennar var of gamalt. Hún var ellileg í morgun, — en nú var hún ung. Sjúklingarnir fóru að sofa, þegar nemarnir voru farnir, en ég hófst handa við skyldustöf- in. Klukkan tólf kom Jones fram í eldhúsið til mín. — Komdu fram Standing, mig langar til þess að sýna þér svoiftið. Ég fylgdi henni framfyrir. Inni í einu rannsóknarherberginu var borð hlaðið úttroðnum skurð- stofusokkum. — Ef ég hef ekki nægan tíma ætla ég að biðja þig að útdeila þessum hérna? Þeir eru allir greinilega merktir, svo að þú getur ekki gert mistök. Og reyndu að láta sjúklingana ekki taka eftir því, að það ert þú, sem kemur með sokkinn en ekki jólasveinninn, — það getur eyði lagt gleðina fyrir þeim, þegar þeir vakna í fyrramálið. Hún brosti til mín. — Þú hefur kannski misst af miklu niður á móttökudeildinni, en bíddu þang að til í fyrramálið. — Sjúkling arnir hafa ekki grun um, hvað til stendur og sjáðu, hvað þeir verða glaðir! — Fá allir sjúklingarnir sokka, spurði ég. — Já, við . . . síminn hringdi undir sokkahaugnum og Jones fálmaði eftir tólinu tautandi . . Hvað er nú?. — Margaretadeildin! Systir Jones hér . . . já, nei . . .ekk- ert laust rúm . . . já . . . hún leit á mig og benti mér að bíða. — Já, við getum fengið pláss á milli númer 18 og 19. — Lungna bólga . . . hvað er hún gömul . . . já, já, ég skil . . við skulum sjá um það. . . Hún lagði tólið á. — Skildir þú þetta, Standing? — Mikið til, systir. — Hvar eigum við að finna iaust rúm? — Inni í línherberglnu. Ég skal hjálpa þér. Hún kemur upp eftir tíu mínútur. Hafðu allt tilbúið. Sjúklingur inn er 25 ára, — búðu út sokk handa henni . . . Það eru nokk- ur sápustykki í neðstu skúffunni og nokkur box með baðpúðri í hillunnl . . . og gefðu henni eitt af lukkuarmböndunum í bláu öskjunni. Sjáðu hvernig hún lít ur út og gefðu henni það, sem þú heldur, að hún hafi gaman af að fá. Við verðum að gera allt, hvað við getum fyrir hana, ves alinginn. Hún er áreiðanlega .leið vfir því að vera send hingað í nótt. Nú, jæja, — ekki dugir að halda svona áfram. . . Og við hófumst handa. Við vorum einmitt að ljúka undir- búningnum, þegar hvítum börun um var ekið inn um dyrnar. Burðarmaðurinn rétti systur Jones bréfsnepil. — Frá herra Spence, sagði hann. Hann sagð ist verða hér innan skamms. Unga stúlkan með lungnabólg una hét Jean Mason. Jones horfði rannsakandi á hana, en sagði ekki neitt. Svo sagði hún við mig: Líttu eftir henni. — Systir, hrópaði frú Yates hinum megin í stofunni. — Syst ir, getið þér komið? — Ég kem, frú Yates, svar- aði Jones rólega. Hún leit aftur á mig. — Vertu hérna, Standing. Og svo hvarf hún í fikuggann. Ég horfði á sjúklinginn í rúminu og hún horfði á mig. —- Hafið . . . þið . . . mikið . . . að .. .gera . . hérna — syst ir? — Dálítið, sagði ég og brosti til hennar. Hún benti á brjóstið á sér. Mér er svo illt héma. — Mér var gefið eitthvað . . . mér líð- ur ekki eins illa núna . . . — Það er gott. Ég brosti aft ur til hennar og tók um slag- æðina. Hún hafði háan hita — og ég vissi, hvað ég átti að gera. Við urðum að bíða eftir herra Spence. Ég heyrði til Jones hin- um megin i deildinni, tvær aðr- ar konur höfðu kaliað til hennar og ég var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að fara og hjálpa henni. En hún hafði sagt: Vertu héma, — sVo að ég béið. Jean leit ekki af mér. — Fáið þér oft sjúklinga hingað um miðja nótt? — Ég tók eftir biðjandi hreimnum í rödd hennar. *— Ó, já, já, — það koma margir hing að um þetta leyti sólarhringsins. Blá augu hennar horfðu biðj andi á mig. — En þér eruð ekki hræddar . . . ég er hrædd. . .. Ég tók ósjálfrátt í hendina á henni. Er þetta- í fyrsta sinn, sem þér eruð á sjúkrahúsi? í»ér þurfið ekki að vera hræddar, — það er alveg satt. Hún þrýsti hönd mína. — Systir, sagði hún hátt. — Systir, — ætli ég deyi? Læknirinn, sem kom heim til okkar í kvöld sagði mömmu, að ef ég væri ekki lögð inn á sjúkrahús, þegar í stað . . . Þau héldu, að ég heyrði ekki til þeirra, en ég heyrði, að hann sagði. . . . Hún verður að fara á Martins, ef ekki . . . hún lauk ekki setningunni, en ég þurfti ekki frekar að spyrja. Ég hugsaði mig ekki einu einu sinni um, áður en ég svar aði, — ég bara sagði . . — Þú deyrð áreiðanlega ekki, Jean, á- reiðanlega ekki. Læknirinn hef- ur sagt þetta til þess, að láta móður yðar skilja, að það bar nauðsyn til að þér kæmust hing að sem allra fyrst. . . . þess vegna hefur hann ýkt. En þér — Finnst þér það nú ekki hafa verið fulí liarönesk.iuiegt hjá okkur að loka Dísu inni það sem eftir var dagsins. ALÞÝÐUBLAÐIO — 22. ágúst 1963 J.5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.