Lögrétta


Lögrétta - 09.03.1926, Page 1

Lögrétta - 09.03.1926, Page 1
[nnheimta og afgreiðsla í Veltusundi 3 Sími 185. Útgefandi og ritstjór’ o r s t, e i n n 0 í s 1 a s o n Þingholtsstræti 17. XXI. ár. Rejbjavfk, þriðjudaginn 9. mars 1926. 11. tbl. Síðustu frjettir. Á morgun koma saman 1 Genf ýmsir helstu stjórnmálamenn Evrópu og verður þá útgert um upptöku þýskalands í þjóðabanda- lagið. Víst er talið að þýskaland fái að skipa eitt eætið í ráði þess. 4. þ. m. var mynduð ný stjóm í Noregi. Forsætisráðh. og utan- ríkisráðh. er Lynge þingforseti, fjármálaráðh. Konow stórkaupm., dómsmálaráðh. Christensen amt- maður, fjelagsmálaráðh. Morell stórbóndi, verslunarmálaráðh.. Robertson kaupmaður, atvinnu- málaráðh. Venger bóndi, landbún- aðarráðh. Magelsen dómkirkju- prestur, hermálaráðh. Wefring yfirlæknir. Stjómin er hægrimannastjóm og hefir flokkur hennar ekki meirihluta í þinginu, en vinstri- menn og bændaflokkurinn hafa lofað stuðningi fyrst um sinn. Fregn frá Angóra segir, að þingið hafi samþykt skilnað ríkis og kirkju, bannað fjölkvæni og kvennabúrahald. Fregn frá París frá 8. þ. m. segir, að við atkv.greiðslu í full- trúaþinginu síðastl. laugardag um eitt atriði í skattalagafrv. stjóm- arinnar hafi hún orðið í töluverð- um minnihluta, án þess að fyrir- fram hafi verið búist við, að svo færi. Fjárlagafrumvörpin höfðu eftir hið langa þóf, sem um þau hefir staðið, verið samþykt í senatinu, og ætlun manna var, að þau mundi nú einnig ná samþykki fulltrúaþingsins. En Briand for- sætisráðherra sagði af sjer, þegar atkvæðagreiðslan gekk á móti stjóminni, og símfregnin segir, að alveg sje óvíst, hverjar afleið- ingar þetta hafi; það sje afar- óheppilegt vegna hins fjárhags- lega neyðarástands. ----o---- Tíðin. Nú um hálfsmánaðar- tíma, eða frá Góubyrjun, hefir snjóað töluvert um land alt, og em það fyrstu snjóarnir á þess- um vetri hjer sunnan lands. Tíð hefir verið umhleypingasöm og illar gæftir til sjósókna, en afli góður, er til hefir náðst. Snjóflóð varð nýlega manni að bana í Súgandafirði, Ingólfi þor- varðssyni frá Stað, syni sjera þorvarðs sál. Brynjólfssonar, ungu um manni og efnilegum. Með hon- um var á ferð Sigurður Greips- son glímukóngur og lenti hann í jaðri flóðsins og slapp óskemdur. O. Forberg símastjóri er nýlega orðinn Kommandör af Dbr. Útflutningur í síðastl. febrúar- mán. nemur 4229200 kr. í janúar nam hann 3514100 kr., eru það samtals 7743300 kr., eða 6323430 gullkrónur. I fyrra var útflutn- ingurinn til febrúarloka töluvert hærri, 11439719 seðlakrónur, sem þá voru þá ekki nema 7400773 gullkrónur. þetta er tekið úr skýrslu frá gengisnefndinni. Áður en sölu ís- fiskjarins er breytt í krónur, eru dregin frá 6% í sölulaun og 70 sterl.pnd. fyrir uppskipun í ferð. Frá Isafirði. þar er nú rætt urn að stofna bæjarstjóraembætti og á bráðlega að ganga til atkvæða- greiðslu um það mál. Jón Laxdal konsúll og frú hans eru nýfarin til útlanda og ætla að ferðast um Suður-Evrópu næstk. vor. “* lorgin eilífa Örfáar ferðaminningar. Eftir Gunnar Árnason frá Skúfustöðum. Frh. --------— þetta var nyrst í Forum, nú höldum vjer aftur í suðaustur. þá sjáum vjer móta fyrir Júlíu-basi- líkunni, en hún var 105 m. löng og 48 m. breið. Um sjálfan sal- inn, er var 82 m. á lengd og 16 m. breiður lágu þrjár fagrar súlna- raðir. Bygging: þessa ljet Cæsar gera að mestu og átti öldunga- ráðið þar sæti. Suður af henni lá musteri Castors og Polluxar, sem er áasmt Saturnusarmusterinu elst þessara bygginga, reist af Aulusi ræðismanni eftir sigurinn á Latverjum 496 f. K. Við austur- hlið þess á Fons og Lacus Jutum- usar að vera, sá er getið er um í kvæðum Virgils og Horazar. Er þar sagt svo að er Rómverjar og Latverjár börðust hafi tveir goðbomir unglingar sjest brynna hestum sínum á stað þessum. Og boðuðu þeir Rómverjum sigurinn. Áttu þetta að vera þeir Castor og Pollux, og voru þeim síðan vígð musteri þarna. Smávægilegar eru leifarnar af Vestumusterinu. Skýrar sjest hvemig Atrium Vestae, þ. e. bú- stað Vestugyðjanna hefir verið háttað. það hefir verið mikil bygg- ing og einkar fögur. 1 miðjunni sjást glögg merki blómgarðsins, sem var í flestum heldri manna húsum. Var þar vatni veitt eftir völundarvegum, fjöldi gosbrunna, og sægur líkneskja og manna- mynda. Hafa þar verið hinir mestu unaðsstaðir allra — en ekki síst elskenda. Norðan við Atrium Vestae er það ætlun rnanna,, að æðsti presturinn (Pentifex maximus) hafi átt íbúðarhús og embættisbústað sinn*). Ef farið er eftir Via Sacra, liggur leiðm frá Forum gegnum sigurboga Titusar, er reistur var til minningar um sigur hans yfir Gyðingum. Stendur hann vel þann dag í dag. Ekki er hann eins íburðarmikill og Severusarboginn, er öllu merkilegri þykja gróp- myndirnar á honum. Litlu spðaustar stendur svo Colloseum. þetta tröllaukna hringleikhús var reist á keisaratíð þeirra feðg- anna Vespasianusar og Titusar og nefndist upprunalega Amphi- theatrum Flavium. Gert var það eftir grískum fyrirmjmdum, en sá var munurinn, að grísku leik- húsin voru að mestu höggvin út í hæðir eða kletta, en hjer var alt hlaðið úr steini, og heill hringur í stað hálfs. Lítið eitt er bygg- ingin sporöskjulöguð, 188 m. lengd, 156 m. breidd, hæðin var var 48 m. Er talið að leikhúsið hafi rúmað um 50.000 manns. Hæðirnar eru fjórar og voru þrjár hinar neðri bogum prýddar, og tvær þær efri þeirra skrýddar standmyndum úr marmara. þá tók við breiður múr með mörgum gluggum, — járngrindur efst. Hið innra var fyrst leiksviðið mikla, en undir því villidýrabúr, leikendaskálar, fangageymsla og fleira. þá var áhorfendasæti í 4 miklum röðum og efst súlnapall- *) Nokkru neðar er einskonar hellis- skúti. þar er sagt að sje legstaður Cæsars. ur. Alt var þetta sem snotrast i og þægilegast, en einkum var keis- arasætið fagurt. Var það í neðstu röð, og mátti ganga til þess úr keisarahöllinni eftir jarðgöngum. Einnig var gengt milli allra áhorf- endabekkja og ýms hliðargöng til vara. Húsið var þaklaust en draga mátti yfir það tjald til vamar sól og reigini. Óþarft er að tala hjer um þær minningar sem Colosseum vekur hjá þeim, sem nú líta það. | Blóð kristinna píslarvotta hróp- j ar þar til himins frá hverjum steini. Og ekki er hægt að lýsa j þeim áhrifum, sem hvítu marm- : araplöturnar á útveggjunum, með krossinum og páfanöfnunum, valda. Tákna þær að nú er þetta furðuverk, er áður var vígt til manndrápa og sakleysingjamorða, helgað honum, er dó fyrir aðra og bað þeim fyrirgefningar til handa er tóku hann af lífi. Sann- ast hjer sem víðar lofsöngurinn forni: Kristur sigrar. Kristur rík- ir að eilífu.Eins og það líka sýndi sdg fyr meir, að blóð pislarvott- anna var útsæði kirkjunnar. Lítið er nú eftir af uppruna- legri dýrð Collosseum, en miklar eru rústir þess. Á miðöldum voru þær steinnáma Rómverja svo sem Forum, en Benidikt páfi XiV (1740—58) friðhelgaði þær og vígði þær Kristi. Var það vel far- ið. En betur væri, að menn endur- reistu kirkjuna, því að fátt myndi þá veglegra finnast í heiminum. Enn er það svo, að er maður lít- ur Colosseum í tunglsljósi, þá virðist það sem ægileg og þó undrafögur álfaborg æfintýra og hver draumleikurinn af öðrum svífur fyrir sjónir, en sumir vekia dýrustu gleði og óumræði- legan unað, aðrir þyngstu harma og sárustu angist og hrylling. En það þýðir lítið að tala um þá — hitt er mest um vert aðdreymaþá. Seint mun jeg gleyma þjer Colos- seum! 1 nánd við Cososseum er Kontantínusarboginn. Er hann æði íburðarmikill, en svo segja fróðir menn að auðsæ sje þar afturför* á listinni. Samanborið við gull- öldina. Sagnir herma svo, að vestan við Palatinhæð hafi ljónsholan verið, sem þeir bræður Romulus og Remus fundust í, og þar hafi Romulus gert kofa sinn. Á lýðveld- istímunum áttu höfðingiarnir heima þar á hæðinni og er Águst- us hófst til valda, þá reisti hann þar hallir sínar. Síðan kom hver keisarahöllin annari meiri, veg- legri og fegurri á Palatinhæð, uns keisararnir fluttu til Bysanz. Nú sjást aðeins tóftir þessara stór- hýsa, en svo miklar eru þær, að áhorfandinn á næstum bágt með | að trúa sínum eigin augum, og | hann sundlar við að hugsa um alt j það skraut og þá list, sem hjer hefir gefist á að líta, en undrar sig um leið á því siðleysd, sem hefir látið það viðgangast, að þess- ar æíintýrahallir fjellu í rústir. i Höll Ágústusar hefir verið einna mest, að minsta kosti eftir að Domitian hafði endurreist hana. þar má enn sjá steinmál- verk fögur á gólfum. Fyrirkomu- lagið er alveg ljóst. M. a. hefir verið þar mikil basilika, þar sem keisarinn kvað upp dóma sína. Að líkindum hefir Páll postuli verið dæmdur þar. Enn sjest hið mikla Stadium Domitians, en ólíkt fegurra hefir það áður verið. Rjett hjá því var bókasafn keisarans. Brú ein tengir hallarrústir Hadrians og Belvedere. Er þar útsýnispallur, sem reistur er á tíu tvílyftum bogahvelfingum. þaðan blasir Cirkus Maximus við. Nú eru þar nokkrir verksmiðju- kofar. Og sjást vart nokkur merki hins mikla leiksviðs nje áhorfendasætanna sem rúmuðu 200,000 manns. Steinstöplamir miklu, sem þar stóðu, eru fyrir löngu fluttir burt og stendur ann- ar á Piazza del Populo, en hinn fyrir framan Laterankirkjuna. Sagt er að Italir hafi í hyggju að hreinsa burt nýtísku-kofa- skriflin og koma Cirkusunum aft- ur í sína upprunalegu mynd. Væri betur að satt væri og úr því yrði. Á kapitolhæð var til foma sá helgidómur Rómverja sem allra helgastur var, en það var must- eri þeirra þriggja höfuðgoða, Júpiters, Juno og Minervu. En núverandi skipulagi á kapi- tol hefur Michelangelo að mestu ráðið. Gengið er upp eftir háum og breiðum tröppum og er þá til vinstri handar líkneskja af frels- ishetjunni Cola di Rienzi (myrt- ur 1354). Efst er stórt svæði autt skreytt líkneskjum, svo sem víða í Róm. þar em m. a. myndir tví- buranna (Kastors og Polluxar), Konstantinusar mikla og sonar hans eins. En á miðju svæði er risavaxið líkneski af Markúsi Aureliusi á hestbaki. það er eftir Michelangelo. Beggja vegna svæð- isins eru mörg stórhýsi. þar er öldungaráðshúsið, og ráðhúsið, og miikil listasöfn. En frægust bygg- inga þar er kirkjan Santa Maria in Aracoeli. Dregur hún nafn af „altari himinsins", sem Ágúst- inus á að hafa reist á þessum stað, er Guðsmóðir birtist honum með barnið í fanginu, í skýjum himins. Yfir dyrum kirkjunnar er að utanverðu steinmálverk (Mosaik) af hinni heilögu mey (frá því um 1200). Við aðalinn- ganginn er gröf Donatello. Kirkju- skipin era þrjú og skilin að með 22 fornum súlum úr stórhýsum gullaldarinnar. Margir frægir menn og ýmsir páfar eru þama grafnir, og hvert minnismerkið öðra merkara er þar. þar eru t. d. líkneski þeirra Gregoriusar XIII. og Páls III. Og í hliðarskip- inu hægra megin eru „freskó“- málverk mjög merk af lífi hins heilaga Bernardinusar frá S:ena. Á háaltarinu er æfagörrul Maríu- mynd, sem sögð er að vera eftir Lúkas. í þverskipinu er átthyrnd tjaldbúð, er það grafrcitur Helen- ar helgu (móðir Konstantínusar) og er sagt að bein hennar hvíli nákvæmlega á þeim stað sem „himinsaltarið“ var reist á. En það langsamlega allra helg- asta og merkasta í þessari kirkju er hinn heilagi Bambino. það er útskorin Kristsmynd úr olíu- viði frá Gethsemanegarði. Er hún 60 cm. á hæð og æði þrekin. Andlitið er forkunarfrítt og elskulegt, en í líkamann sjest ekki fyrir gulli og gimsteinum, perlu- festum, stjömum og gull- og silfurkrossum, og dýrðleg kóróna með krossi efst, er á höfði barns- ins. Eru þetta alt gjafir trúaðra. því á mynd þessari er átrúnaður mikill. Er hún geymd í skáp í sjerstakri kapellu og gæta henn- ar útvaldir munkar. Einkum er hún hjálpsamleg konum í barns- nauð og óbyrjum, en fús er hún að líkna öðram og er hún dag- lega borin til margra sjúklinga, að sagt er. Ekki þurftum við að borga neitt fyrir að sjá hana — en flestir gáfu henni gjafir. Fanst víst að hún væri vel að þeim kom- in, slík helgi stafaði um hana. Þórður læknir Edilousson og „Dægradvöl“. í 45. tölubl. „Lögrjettu“ f. á. hefur þórður læknir Edílonsson gert raun til að svara ritdómi mínum um „Dægradvöl“ Ben. skálds Gröndal. þykir lækni rit- dómurinn gassafenginn og óbil- gjam, en færir þó næsta lítil rök fyrir máli sínu. Ef dæma skal eft- ir orðum hans, lítur helst út fyr- ir, að hann telji Ben. skáld Grön- dal hafa átt einskonar einkarjett til að hrakyrða menn og undan því hafi enginn haft leyfi til að kvarta, — „honum hafi þolast, að segja á sinn einkennilega hátt margt það, sem öðrum hefði ekki verið þolað“. það kann vel að vera, að þetta hafi verið talin sjálfsögð skylda syðra og einskon- ar þegjandi samþykt, en hún hef- ur aldrei verið í lög tekin hjer norður í Skagafirði og hafði jeg hana því að engu. það er aðeins eitt atriði í grein þórðar læknis Edílonssonar, sem að mínu áliti þarf að takast til rækilegrar íhugunar. Hann heldur því fram, eftir því sem jeg helst fæ ráðið af grein hans, að ósak- næmt sje og fulldrengilegt, að bera í æfisögum hverskyns óhróð- ur á náungann, sje þess aðeins gætt, að gefa ekki æfisögur þess- ar út, fyr en hinir lastbomu og allir nánustu ættingjar þeirra sjeu látnir. I j Jeg ætla þá að athuga kenning þessa lítið eitt, hitt annað í grein læknisins tel jeg ekki svaravert. 1 fyrstu segist þórður læknir i hafa verið á báðum áttum, hvort j rjett væri, að gefa „Dægradvöl“ j út eins snemma og raun varð á, og í eftirmála bókarinnar minnir mig, að hann taki það fram, að rjettast kynni að hafa verið, að láta prentun hennar bíða um 50 ára skeið eða lengur, því þá myndu nánustu ættmenni hinna lastbornu hafa verið komin undir græna torfu. Ef það væri aðalat- riðið og mergur þessa máls, að • búa svo um hnútana, að engin andmæli gætu nokkra sinni komið fram, og að hinir lastbornu fengju aldrei rjettlátari dóm, þá væri þetta auðvitað fyrirtaks ráð, en fáir munu telja það drengilegt. Svo er guði fyrir þakkandi, að enginn góður drengur gleðst af því, að heyra órökstutt níð um náumgann, en á hinn bóginn munu allir sæmilegir menn fagna því, að hver og einn, sem fyrir rang- sleitni verður, nái rjetti sínum. það var því næsta heppilegt, að i „Dægradvöl“ skyldi koma svona fljótt út. Enn þá eru þéir fjöl- margir á lífi, sem gjörþekkja þá ágætismenn, lífs og liðna, sem hún ræðst á. þess vegna gafst ' einnig mjer kostur á að igagn- rýna bókina. Eftir 50 ára skeið mundi tæp- lega nokkur maður hafa haft ! nægan kunnugleik á mönnum þeim og málefnum, sem ,Dægradvöl“ fjallar um til þess að kveða þar upp rjettlátan dóm. það var því I bót í máli, að hún kom á prent með-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.