Lögrétta


Lögrétta - 27.07.1926, Blaðsíða 3

Lögrétta - 27.07.1926, Blaðsíða 3
LOGRJETTA 8 sem hann ætlaði að dvelja nokkuð. Iroke-höfðinginn svaraði, að ef til- vonandi konungnr þeirra Indíán- anna ekki vildi láta svo lítið, að heimsækja sig og sína þjóð, þá mundi enginn sinna ættmanna koma til hans í Hamilton. Tvenn boð fóru á milli og var prinsinn fastur fyrir í fyrstu, en er hann sá að Indíánunum var alvara, ljet hann undan oig heimsótti þá, enda fjekk hann hinar konungleg- ustu viðtökur á þeirra vísu og hafði gaman af. Sá sem hafði orð fyrir Indi- ánum, var hinn ungi Oranhy- atheka og hafði hann flutt boðin, sem á milli fóru, sem sendiherra höfðingjans og útlistaði skoðanir þeirra. Oranhyatheka var prins sjálfur á Indíána vísu, en frjáls- mannlegur sem Vesturheimsmenn eru og kátur vel. Gatst Játvarði prinsi vel að honum og bauð hon- ; um með sjer til Englands og til að kosta nám hans við Oxford- háskóla. Persónulega var Oron- hyatheka ekki drambsamur og þáði boð prinsins með þökkum. Valdi hann læknisfræði sem náms- grein og lauk prófi með besta lofi. Seinna varð hann Hátemplar allrar Goodtemplarareglunnar; kosinn á Hoit-þinginu í Edinborg 1891, þegar Wm. W. Tumbull, sem vai- Skoti, baðst undan endur- kosningu. Það var þessi rauðskinni, sem hafði samið miðlunartillögu þá, er samþykt var í Louisville og sem sprengdi Regluna. Joseph Malins ásamt Georg Gladstone og 16 öðrum sendu skorinort mótmæla- brjef inn á þingið, en þegar því var að engu sint, kvöddu þeir og fóru heim og þar með var Reglan kiofin í tvent. Malins tók stjórnina á Englandi og öðrum löndum utan Vestur- heims. Var sú grein hennar kend við hann og kölluð Malinska Reglan. J. J. Hickmann stýrði hinni nokkur ár, þangað tii 1881, en samt var sú greinn altaf kend við hann og köliuð Hick- manska Reglan. Báðar breiddust nú iþessar Reglur út um sömu löndin. Til dæmis voru Hickmansk- ar stúkur til í Danmörku áður en Malinska Reglan kom þangað 1880. Annars var það Malins og hans útsendarar sem áttu heiður- inn af útbreiðslustarfinu á Norð- urlönidum og Þýskalandi og sam- kepnin við hina bæði hjer og í Vesturheimi, einkum í Canada, dró ekki úr dug þeirra. í tíu ár áttust þessar Reglur þannig við og á þeim tíma tóku til starfa Stórstúkur af Malins Reglu á öllum Norðurlöndum og víðar. Frá Noregi barst Reglan til íslands með norskum sjómanni, sem í raun rjettri var skósmiður og enginn Reglumaður þegar til lengdar ljet. Á meðan Reglan var klofin og hlutarnir keptu um völdin sem fyr er sagt, dvínaði misklíðar- efnið smátt og smátt. Hickmann varð sáttur við negrana og vildi koma á samvinnu við Malins, enda gengu margir á milli og heimsókn- arrjettur var loks lögtekinn milli stúkna. Því næst var samkomu- lag um að báðar Reglumar hefðu Hástúkuþing á sama stað 1886 og var til þess valinn baðstaður í New York ríkinu 19 kílómetra frá Hudsonsfljóti, sem heitir Saratoga-Springs. Malins Reglan átti nú fjölda stúkna fyrir vest- an haf og fjölmentu báðir á þing- in. Eftir að nokkur grundvallar- atriði höfðu náð samþykki beggja slógu þær saman reitunum. Það þótti hátíðlegt og örlagaríkt augnablik, þegar andstæðingamir Hickmann og Malins tóku hönd- um saman og þar með var allri misklíð frá undanförnum árum gleymt og negramir höfðu fengið fult jafnrjetti aftur. íslenska Stórstúkan hafði full- trúa á þessu sameiningarþingi. Sá hjet Mungo Nasmith er kom fram fyrir vora hönd og, greiddi atkvæði með sameiningunni. Það var þáverandi Háritari Wm. W. Turnbull, sem gekst fyrir því, að vjer hefðum þarna fulltrúa Islend- ingar. Nasmith talaði kröftuglega með málinu og sendi síðan Stór- templar, sem þá var Jón ólafs- son, ágæta skýrslu um för sína að gang málsins á þinginu. Um það má lesa nánar í ísl. Good-Templar II. ár, nr. 1—2 og 3—4. P. J. ----o---- Ferð um Norðurþingeyjarsýslu 1925. Frá Hallbjamarstöðum fór jeg þann 25. júní og fylgdi bóndinn, Halldór, mjer útl að Máná, af því að jeg vildi fara í kringum Tjörnes. Þar er vondur vegur og grýttur, mestan part af leiðinni. Fór jeg að Baugastöðum, tafði þar lítið, og svo fram að svo kall aðri Auðbjargarstaðabrekku. En þegar jeg kom á brekkubrúnina, og sá tþar endann á nýruddum vegi, varð jeg forviða að sjá menn leggja þar veg, sem er hreint og beint lífsháski að fara, bæði vetur og sumar. Nær hefði verið, eftir minni meiningu, að leggja sniðskorna braut upp brekkuna fyrir ofan bæinn á Auðbjargarstöðum. Samt skruðl- aðist jeg þama ofan og svo suð- ur að bænum; en stutt fyrir utan bæinn, meðfram brekkunni, sá jeg nothæfar vatnslindir, einar 2 til 3, og skoðaði jeg þær. Jeg var þá einn. Á Auðbjargarstöðum voru margir gestir, því þeir voru að reka saman fje til rúnings. Þar býr Gunnar Sigurðsson frá Hóls- seli á Hólsfjöllum, og var honum víst áhugamál að koma þar upp silungsklakhúsi og sleppa seyðun- um í lónin, sem þar eru rjett hjá. Svo fór jeg ofan að Lóni til hreppstjóranis, Björns Guðmunds- sonar, og var þar nóttina í góðu yfirlæti. Um morguninn skoðaði jeg ströndina meðfram lónunum. Þar eru átgætar vatnslindir. En mjer var sagt, að lónin flæddu upp á bakkana, og rótuðu öllu þar meðfram, þegar stórviðri væru á norðan, og rifu og tættu alt sem laust væri á ströndinni, og væri því óhugsandi að hafa þar á floti silungskassa. Svo fór jeg upp í Víkingavatn og kom til vinar míns Björns Þórarinssonar, sem nú liggur alt- af 1 rúminu, sat hjá nonum nokkra stund, en allir piltar á bænum voru í sauðfjárleit til rúnings. Hjelt jeg svo áfram aust- ur að vallargarðinum á Grásíðu; þar vissi jeg af ágætri vatns- lind til að láta þar í kiakkassa, og var þar hiti 4 gr. á C. Þar er líka ágætt að ná hrognum í Bás- unum, og líka þar stutt frá í „holunni“ svo kölluðu. Svo fór jeg nú sem leið liigg- ur upp sandana og að Litlu-á. Þar yíir á ferju og í Ámanes. Þar býr Jóhann með sonum sínum, mjög myndarlegum. Gunnar son- ur hans vill endilega fá eitt klak- hús í sveitina, og ráðlagði jeg honum að reyna við „holubjarg- ar“-lindina, og er jeg þó hikandi við að það lánist, sökum þess að enginn vatnshalli er frá lindinni. Svo fór jeg sem leið liggur að Jökulsárbrúnni og að Austaralandi — þar býr Páll, sem margir kann ast við af gestrisni hans; tafði þar nokkuð, og fór sjvo fram í Hafursstaði, til bróður míns, Gunnlaugs, og var þar sem heima, því þar ólst jeg upp. Þar er sú mesta breyting á öllu, sem jeg hefi sjeð á einu heimili, enda er þar margt fallegt að skoða, því Helgi, sonur bróður míns, er besti smiður, og skortir mig orð til að lýsa því; en líka eru hin systkinin mikið myndarleg. — Teodór sonur Gunnlaugs er búinn nú í tvö ár að klekja út nokkr- um þúsundum af bleikjuhrognum frá Mývatni; sótti þau þangað og hefur lánast vel, enda er hann mesti hugvitsmaður. Jeg var áð- ur búinn að skrifa honum og segja, að hann gæti haft flot- kassa í miðlindinni, og hafði hann gjört það; en ómögulegt að byggja þar klakhús; afstaðan er svo- leiðis. — Við fórum svo að leita að vatnslind þar stutt frá, og á- litum, að þar mætti byggja klak- hús, ef lindin reyndist trygg. Svo fór nú Þeódór sonur Gunn laugs með mjer áleiðis til Kópa- skers, og komum við að Núpi. Þar býr Nikulás myndarbúi; töfð- um við þar nokkuð. Þar er ekkert hægt að gjöra, því Brunnáin er ómöguleg vegna sandbleytu og sandbburðar. Svo hjeldum við á- fram til vinar míns, Jóns Ingi- mundarsonar á Brekku í Núpa- sveit. Þar siagði jeg honum að vel mætti koma á mikilli silungs- veiði í Klapparósinn; enda heyrði jeg, að þar, á þeim ós, væri oft talsvert af fiskiöndum, sem bend- ir á, að þarna sjeu smá-síli, -en slæmt að varðveita þau. Á Brekku var jeg nóttina, fór svo um morguninn út að Snarta- stöðum; þar býr Ingimundur, sá mikli og góði gestgjafi, eins og fleiri þar um slóðir. Hann ljet son sinn, Guðna, fara með mjer ofan að stórum læk, sem rennur rjett fyrir neðan bæinn og út í sjóinn hjá Kópaskeri; enginn foss er í honum. Jeg sýndi Guðna, að vel mætti koma þar á veiði, ef lagaður væri ósinn, þar sem læk- urinn rennur í sjóinn, þannig, að frá brúnni væri ruddur farvegur ofan fyrir, þar til sandurinn kæmi og búinn til dálítill vatnsáll, til þess að sjóbirtingurinn eða sil- ungurinn gæti hiklaust með flóð- inu gengið þarna upp lækinn, því lækurinn væri ágætur til að ríða í. — Svo fórum við út að tveimur tjörnum; þær eru litlar, og veit jeg ekki um dýpt þeirra. Ekkert rennur úr þeim eða í þær, en svo var samt að sjá sem þar gæti þrifist bleikjusilungur, ef þær eru ekki of grunnar. En þar er feiknin öll af kríjum, sem. mundu nota sjer sílin óútreiknanlega mik- ið. — Þaðan hjelt jeg út á Skörðin og að Leirhöfn, skoðaði þar Bæjar- vatnið, og sýndi jeg Helga bónda þar talsvert af silungsátu, og leit svo á, að reynandi væri að flytja þangað bleikjusilungssíli, ef vatn- ið botnfrysi ekki. En þeir bræður höfðu ekki athugað það. — Svo fór Helgi með mjer út að Brunn- vatni. Þar sá jeg öllu meiri og betri silungs-átu, en ekki vissu þeir um dýpt vatnsins. Svo út að Hávarðsvatni. Þar eru góð skil- yrði öll. — Svo út að Grjótnesi til Björns Sigurðssonar frá Ær- lækjarseli, og var þar nóttina. Þar er alt mjög myndarlegt. Um morguninn fór Guðmundur sonur bóndans með mjer austur að Oddsstöðum; þar skoðaði jeg Steinbogalækinn, sem kemur úr vatni þar stutt sunnan við bæ- inn. Það þarf að ryðja farveginn, svo að sjóbirtingurinn igeti geng- ið hiklaust upp eftir læknum, þannig, að vatnið geti fallið með öðrum' bakkanum, og er það víst, að orðið gæti mjög mikil veiði í því vatni. Jeg sýndi þessa aðferð. Vatnið liggur vel við, og áta nóg í því. ' Þar næst kom jeg að Siigurðar- stöðum. Þar býr frú Guðrún (Bjömsdóttir frá Presthólum, og hafði jeg komið til hennar fyrri, og tók hún mjer sem fyrri höfð- inglega, sem er vani þess fólks; líka var hún einhuga, að fá rækt- aðan silunginn. Þar er stórt vatn, og fór jeg fram á það undireins með fylgdarmanni mínum, Guð- mundi frá Grjótnesi, og mældi hita vatnsins, og var hann 15 gr. á C. Vatnið er ekki djúpt og því mjög gróðurríkt, enda kom þar upp við borðstokkinn mikið stór silungur; rennur lækur úr vatninu, og er nauðsynlegt að laga farveg hans nokkuð, svo silungurinn geti gengið upp og ofan hann, því stutt er til sjávar og lítill halli, en þó nógur. Svo, eftir höfðinglegar veiting- ar, hjeldum við á stað austur að Blikalóni. Þar skoðaði jeg læk, sem rennur úr nokkuð stórri tjörn, og er þar ágætt vatn, en lítill halli, og þarf að leiða vatnið þar ofan eftir, 12 til 15 faðma, í pípu, til að fá nógan halla, og straum inn í klakhúsið og út úr því; 4 gr. hiti á C. var þarna. Það þarf að vera bæði stórt og gott klakhús til þess, að þessi mörgu otg góðu silungsvötn, sem eru á Sljettunni, gætu fengið það- an nægju sína. Á Blikalóni var jeg nóttina og fór svo beint austur á Raufarhöfn, og er þar ljóti vegurinn. Þar tók eitt við hliðina á mjer á ekilsætinu", sagði ökumaðurinn. — „Jeg tek það“. — „Gerið þjer svo vel að koma upp“. En ökumanninum varð litið á tötra ferðamannsina, áður en ekið var af stað, og heimtaði hann þá borgunina. „Ætlið þjer að fara alla leið til Lagny?“ spurði hann. — „Já“, svaraði maðurinn. Hann borgaði fyrir akstur til Lagny. Þá var ekið af stað. Þegar þeir voru komnir út úr hliðinu, reyndi ökumaðurinn að hefja samræður við manninn, sem sat hjá honum, en hann svaraði einungis með einsatkvæðisorðum. Þá tók ökumaðurinn að blístra og bölva klárunum sínum. Ökumaðurinn hnepti að sjer káp- unni. Veðrið var kalt, en ferðamaðurinn virtist ekki hirða neitt um það. Þannig komust iþeir til Chelles um klukkan sex. Ökumaðurinn nam staðar fyrir framan veitinga- krána í gömlum húsum hins konunglega ábótadæmis til þess að lofa hestunum að blása. „Hjer fer jeg úr“, sagði maðurinn. Hann tók prik sitt og pynkil og hljóp ofan úr vagninum. Augnabliki síðar var hann horfinn. Hann hafði ekki farið inn í veitingahúsið, og þegai- vagninn nokkur- um mínútum síðar lagði aftur af stað til Lagny, mætti hann honum ekki í aðalgötunni í Chelles. Ökumaðurinn sneri sjer að farþegunum inni í vagninum. „Þessi maður er ekki hjeðan úr hjeraðinu", sagði hann, „því að jeg þekti hann ekki. Hann sýndist ekki eiga grænan eyri, en þó er hann ekki spar á skildinginn, því að hann borgaði til Lagny en ekur ekki lengra en til Chelles. Það er orðið dimt, öllum húsum er lokað, hann fer ekki inn í veitinga- húsið, og ekkert sjest til hans. Það er alveg eins og hann hafi sokkið í jörð niður“. Svo var þó ekki; hann hafði flýtt sjer í myrkrinu gegnum aðalgötuna í Chelles, og þvínaost hafði hann beygt inn á veginn til Montfermeil; svo var að sjá, sem hann hefði komið þangað áður og þekti leiðina. Hann gekk hratt eftir Montfermeilveginum.’ Hann heyrði til einhversi þegar hann kom á mótin, þar sem þessi vegur og gatan með trjáröðinni frá Gagny til Lagny mætast. Hann flýtti sjer að fela sig í gryfju og beið þangað til fótatakið fjarlægðist. Þessi varkárni var annars alveg ástæðulaus, því að þetta var dimt desemberkvöld, eins og oss er kunnugt. Á himninum sáust varla tvær eða þrjár stjörnur. Eftir iþetta varð vegurinn nokkuð á fótinn. Maðurinn gekk ekki lengra eftir Montfermeilveg- inum, en beygði til hægri handar, gekk yfir grundimar og flýtti, sjer inn í skóginn. Þegar þangað var komið, hægði hann á sjer og tók að athuga trjen vandlega, eins og hann væri að leita sig fram eftir einhverjum leynivegi, er hann einn þekti. Eitt augnablik var svo að sjá, sem hann misti af leiðinni og hann nam ráðþrota staðar. Loksins komst hann, með iþví að þreifa fyrir sjer, inn í rjóður, þar sem lá hrúga af hvítum steinum. Hann igekk hratt að þessum ateinum og athugaði þá gaumgæfilega. Nokkur skref frá steinhrúgunni var dökt trje með mörgum hnúðum. Hann gekk þangað og þreifaði á berkinum með hendinni, eins og hann iþekti þessa hnúða og væri að telja þá. Beint á móti þessu trje — það var eskiviður — var kastaníutrje; börkurinn var að því kominn að detta af, sökum einhvers sjúkdóms, og hafði verið saumað zinkband um það, eins og sjúkraumbúðir. Hann lyfti sjer á tær og þuklaði á þessu zinkbandi. Þvínæst stappaði hann með fótunum nokkra stund milli trjesins og steinanna, eins og til þess að ganga úr skugga um, að ekki hefði verið grafið þar nýlega. Þá lagði hann aftur af stað gegnum skóginn. Þetta var maðurinn, sem hafði hitt Cosettu. Á leið smni gegnum skóginn í áttina til Montfermeil hafði hann komið auga á þennan litla skugga, sem andvarpaði, setti eitthvað, sem hann hjelt á, við og við niður, tók það upp aftur og hjelt áfram göngunni. Hann hafði gengið alveg til hennar og sjeð að þetta var ósköp lítil telpa, sem var að dragast með feiknastóra vatnsfötu. Og þá hafði hann tekið þegjandi í handarhaldið. , ♦ • Eins og vjer höfum getið um, varð Cosetta ekki hrædd við hann. Maðurinn gaf sig á tal við hana; hann talaði al- varlega og hægt. „Þessi fata er heldur þung fyrir þig, barnið mitt“, sagði hann. Cosetta leit upp og sagði: „Já“. — „Láttu mig fá hana og jeg skal bera hana fyrir þig“. Cosetta slepti fötunni. Maðurinn gekk við hlið hennar. „Hún er sannarlega mjög þung“, sagði hann í hálfum hljóðum. „Hvað ertu gömul, litla stúlka?“ — „Átta ára“. — „Hefur þú gengið langt með þessa fötu?“ — „Frá líndinni í skóginum“. — „Hvað er það langt?“ — „Rúm- lega stundarfjórðungs gangur hjeðan“. Maðurinn þagði augnablik. Þá svaraði hann nærri því hranalega: „Þú átt þá enga móður?“ — „Jeg veit það ekki“, svaraði barnið. Áður en maðurinn fengi tíma til þess að Segja nokkuð, bætti hún við: „Jeg held ekki. Önnur böm eiga móður, en jeg á enga. Jeg held að jeg hafi aldrei átt neina“, sagði hún eftir litla þögn. Maðurinn nam staðar. Hann setti fötuna niður, laut niður og setti báðar hendumar á axlir barnsins og reyndi að sjá framan í hana þó að dimt væri. Magur og vesaldarlegur líkami Cosettu bar óljóst við daufan himininn. „Hvað heitir þú?“ spurði maðurinn. — „Cosetta“. — Maðurinn hrökk við eins og rafmagns- bylgja færi í gegnum hann. Hann leit aftur á hana, slepti þvínæst höndunum af öxlum hennar, greip fötuna aftur og lagði af stað. Andartaki síðar spurði hann: „Hvar áttu heima, litla stúlka?" — „I Moirtfermeil, ef þjer vitið hvar það er“. — „Er það þangað, sem við erum að fara?“ — „Já“. Hann þagði aftur dálitla stund, og mælti síðan: „Hver hefur sent þig út í skóg til þess að sækja vatn um þetta leyti?“ — „Það gerði madama Thenardier“. Maður- inn hjelt áfram, og reyndi að láta svo sem ekkert væri um að vera, en mátti þó heyra einkennilegan skjálfta í röddinni: „Hver er madama Thenardier ?“ — „Það er hús- móðir mín“, sagði barnið; „hún hefur veitingahús“. — ,,Veitingahúsi?“ sagði maðurinn. „Jæja, jeg ætla þá að vera þar í nótt. Fylgdu mjer þangað“. — „Já, við erum á leiðinni þangað“. Maðurinn gekk nokkuð hratt, en Co- settu gekk vel að fylgjast með honum. Hún fann ekki leng- ur til þreytu. Við og við leit hún upp á þennan mann með óumræðilegri rósemi og trausti. Enginn hafði kent henni að snúa sjer til forsjónarinnar og biðja, en nú fann hún

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.