Lögrétta


Lögrétta - 07.09.1926, Side 4

Lögrétta - 07.09.1926, Side 4
4 LÖGRJETTA Frh. af 1. síðu. danskra ríkisborgara: „Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama rjettar á Islandi sem ís- lenskir borgarar fæddir þar og gagnkvæmt“. Og í þriðja lið þess- arar sömu greinar stendur til frekari árjettingar: „Bæði dansk- ir og íslenskir ríkisborgarar hafa að jöfnu hvar sem þeir eru bú- settir frjálsa heimild til fiskveiða innan landhelgi hvofs annars“. Skýrar getur þetta eikki verið ákveðið. — Sjeu Grænlendingar danskir borgarar og landhelgin við Grænland dönsk, hafa Islend- ingar þar sama rjett til fiskveiða og Grænlendingar, en sje Græn- land ekki hluti úr veldi Dana, hafa dönsk lög þar ekkert gildi. Útkoman verður hvort heldur sem er sú, að íslendingar hafa alfrjálsa heimild tij fiskveiða við Grænland og fult jafnrjetti við Grænlendinga til þess að leggja aflann á land, verka hann þar o. s. frv. En setjum nú svo, að Danir virði hvorki lög nje ■ rjett og dönsk yfirvöld beiti íslenska menn ofbeldi á Grænlandi. Hvem- ig horfir þá málið við? íslenskum landnámsmönnum, fiskimönnum eða kaupmönnum, er verða fyrir lögleysi eða ójafn- aði af hálfu Dana, ber tafarlaust að kæra til íslensku stjómarinn- ar, og er íslensku stjóminni þá skylt að taka mál þeirra að sjer og heimta fullar skaðabætur ásamt fyrirgefningarbeiðni af Danastjóm. Vilji Danastjórn ekki fullnægja þessari kröfu, ber ís- lensku stjóminni að neita þeirra úrræða, sem þjóðarjetturinn heimilar henni til að koma máli sínu fram, og er þá vitanlega sú hagkvæmust og hendi næst, að gera upptækar danskar eða fær- eysikar eignir hjer á landi eða hjer við land, til lúkningar skaða- bótakröfunni. Danska stjómin á svo mikið í húfi á þessu sviði hjer við land, að henni væri fyrir bestu að vera varkár í breytni sinni við íslenska borgara á Grænlandi. Fyrir skömmu vom einhverjir af for&prökkum fiskveiðafjelags- ins að stæra sig af því í blöðun- um, að þeir eða þetta fjelag hefðu beðið Grænlandsstjóm um einhver fiskveiðaleyfi við Græn- land. Jeg sje engin ráð til þess að koma í veg fyrir það, að þeir menn skríði, sem era svo þræl- lundaðir, að þeim er eðlilegra og geðfeldara að skríða og biðja en ganga upprjettir og nota rjett sinn frjálsmannlega. Svona er ekki heldur lyndisfar meirihluta þessarar þjóðar. — íslenska rík- ið hefur eitt sinn glatað frelsi sínu, af því menn fjellu fyrir þeimi freistingu að skríða fyrir útlendingum og biðja náðarsam- lega, í stað þess að standa á rjetti sínum og breyta samkvæmt honum. En fyrst og fremst verður þjóðin að krefjast þess af stjóm- inni, að hún selji ekki svo fram- burðarrjett þessarar þjóðar, að hún biðji Danastjórn fyrir sína hönd eða fyrir hönd þegna sinna um nein fríðindi á Grænlandi og viðurkenni þar með yfirráðarjett Danastjómar yfir landinu. En okkur, sem eram íslenskir þegn- ar fýsir einnig að vita, hvað landsstjómin ætlar fyrir sjer í þessu máli, og væri einkarhægt að ítreka þessar fyrirspurnir við kosningar þær, er fara í hönd nú í haust. Jeg sje ekki, að landsstjóm vor geti tekið sjer neitt fyrir hendur í Grænlandsmálinu, meðan rjett- arstaða Grænlands hefur ekki verið rannsökuð. En hvað líður þá þessari rannsókn? Islenska stjómin getur ekki krafist, að Danmörk afhendi Is- landi Grænland, án þess að ís- lenska stjórnin hafi í höndum sönnun fyrir því, að Islendingar eigi Grænland, en á þessu verða sjerhver afskifti hennar í Græn- landsmálinu að byrja, ef hún vill komast hjá því að byrja afskifta- semi sína af málinu með því, að afsala vora ríki sjerhverjum rjetti til Grænlands. Það er ekki nema um þetta tvent að velja fyrir hana. Er ekki stjórnin sjálf í hafti, vegna fá- fræði sinnar um rj'ettarstöðu Grænlands ? Hvemig ætlar íslenska stjómin að snúa sjer í því að vernda rjett íslenskra borgara á Grænlandi næsta sumar, ef Grænlandsmálið er þá enn órannsakað og allar sannanir vanta fyrir rjettarstöðu Grænlands. Enginn skyldi halda að landsstjómin mundi vilja selja frumburðarrjett þessarar þjóðar fyrir baunir, en hvað ætlar hún þá fyrir sjer í þessu máli? Jón Dúason. -----o---- Þingkosningar eiga að fara fram fyrsta vetrardag. Framboðsfrest- ur til landkjörs er til 20. þ. m. Grænland. Lögrjetta hefur á liðnum árum, eins og menn munu kannast við, gert sjer meira far um það en nokkurt annað ís- lenskt blað, að fræða lesendur sína um Grænland, bæði land- kosti þar, sögu þess og afstöðu til umheimsins, með því að hún hefur ár eftir ár flutt hinar fjör- miklu og einbeittu greinar hr. Jóns Dúasonar um þessi efni. Nú um hríð hefur Einar skáld Bene- diksson skrifað um Grænlands- í ýms Möð hjer og telur hann víst, að í ráði sje að Danir selji Grænland. En fari svo, þá eigi I&- lendingar kröfu til meiri eða minni hluta andvirðisins og hljóti að gera rjett sinn þar gildandi. Hugsun Jóns Dúasonar er sú, að Grænland sameinist Islandi aftur sem fomt landnám Islendinga. Hann ætlar nú að skrifa enn nqfckrar greinar hjer í blaðið um þessi mál. Grýla heitir hver í Reykja- hverfi í ölfusi, allstór og hefir ekki gosið, svo menn muni fyr en nú nýlega. En hann nú farinn að gjósa, venjulega á 2ja stunda fresti, 25—30 feta hátt. Landskjörið. Sagt er, að aam- komulag sje nú fengið um það, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn bjóði fram lista með Jóni Sigurðssyni frá Ysta- felli og Jón Guðmundssyni frá Gufudal. Biskupinn og frú hans eru ný- lega farin til Danmerkur til þess að vera þar viðstödd kirkjuleg há- tíðahöld. Togaramir eru ýmsir farnir að vstunda veiðar. Skallagríkur kom nýlega inn með 1000 kassa og Hannes ráðherra með 150 tn. lifrar, eftir 13 daga. Sala hefur verið þannig, að t. d. Júpiter seldi nýleg afla sinn í Englandi fyrir 1413 pund og Belgaum fyrir 1327 pund. Bannlagabrot. Lögreglan á Isa- firði hefur kært lyfsalann þar og tvo lækna fyrir bannlagabrot. Iþróttir. Stjóm Iþróttasam- bands Islands hefur nýlega stað- fest þessi met. 100 stiku hlaup (G. S. Gíslason, I. R.) 11,4 sek. 20 st. hlaup (sami) 24 sek. Há- stökk með atrennu (Ósvaldur Knudsen, I. R.) 1,70 stikur. 100 st. sund (öskar J. Bergmann) 1 mín. 33,2 sek. 5 rasta hlaup (Jón Kaldal, I. R.) 15 mín. 23 sek. 3 rasta hlaup (sami) 9 mín. 1,5 sek. Langstökk með atrennu (Páll S. Scheving, Týr, Vestm.- eyjum) 6,37 stikur. Pjetur Helgason verslunarmað- ur er nýlega dáinn hjer í bænum. óðinn. Ýmsir af eldri árgöng- um hans, svo sem 4.—9. árg. fást með miklum afslætti, allir 6 á kr. 10,00. Síðustu árg., frá 17.—21. árg., fá nýir og gamlir kaupendur einn- ig með miklum afslætti,alls 5 á kr. 20,00. Allir árgangarnir frá upp- hafi, 21 árg., (inní vanta nokkur blöð af fyrsta árg. og fjölgar vantandi tölublö smátt og smátt) eru seldir á kr. 50,00. KENSLUBÆKUR Steingr. Arasonar: Landafræði, Reikningsbók, Litla skrifbókin, Lesbók fyrir byrjendur og Sam- lestrarbókin nýja. Afgreiðsla hjá Sveinabókbandinu Laugaveg 17B Reykjavík. Hann var sonur H. Guðmundsson- ar frá Hvítan. og Guðfinnu Steina- dóttur og aðeins þrítugur að aldri er hann ljetst. Pjetur var mjög mörgum Reykjavíkingum kunnur og hverventa vel látinn. Hann var söngelskur og hafði starfað í Lúðrasveit Reykjavíkur og í Karlakór K. F. U. M. og fór m. a. í Noregsferðina í sumar. Jarð- arför hans var óvenju fjölmenn. Töluðu þar sr. Fr. Friðriksson og Bj. Jónsson, en Karlakór K. F, U. M. söng. Heimland heitir rannsóknarskip norskt í breskri þjónustu, sem kom hingað nýlega frá Grænlandi, en hafði verið þar í sumar við rannsóknir, einkum kortagerð. Skipv- höfðu með sjer á skipinu moskuskálf og bjarndýr lítið, sem þeir náðu lifandi. Annars höfðu þeir skotið um 30 moskusnaut, 10 ísbirni, 2 rostunga, 3 úlfa og 2 seli, rjúpur og hjera. Yfir Ermarsund hafa nýlega synt tvær konur, og voru 15—16 klukkustundir á leiðinni. Sigurður Skúlason, höf greinar- innar um Þjórsárdal í Tímariti Þjóðræknisfjelagsins var af vangá talinn meðal Vestur- en ekki Austur-Islendinga, þar sem tíma- ritsins var igetið í síðasta blaði. S. Sk. er stúdent, sem stundar íslensk fræði hjer við háskólann, og hefur valið sjer galdrabók- mentir að aðalviðfangsefni, en þær eru fremur lítið kannaðar áður. Kartöflusýki hefur verið all- mikil í görðum víða í sumar, um- hverfis Reykjavík, í Gullbringu- sýslu, Biskupstungum og í Mýr- dal. Guðmundur G. Bárðarson nátt- Schafinong'i Uonnmanforretn. 0. Fnrimagignde 42, K.höfn. Stærstn og góðfrægnsta leg- steinasmiðja á Norðurlöndum. Umboðímaður á íslandi. Snæbjörn Jónsson, Holtsg. 7B (sími I93ti), Reykjavik Hin heimsfræga „DIABOLO“- skilvimla ásamt öllum nauðsynlegustu yarahlutum fyrirliggj andi. V er sl. Vaðnes Sími 228. Þakkarávarp. Jeg undirritaður, ásamt foreldrum og systkinum, þakka hjartanlega ungmenna- fjelaingu „Dögun“ fyrir þá miklu hjálp, er það veitti, með því að hefja samskot handa mjer, sömuleiðis þökk- um við öllum þeim, er gáfu og á einn eða annan hátt rjettu mjer hálparhönd í veikindum mínum. Biðjum við algóðan guð að launa þeim öllum. Lilta-Galtardal, 19. ág. 1926. Gestur S. Guðfinnsson. Skólasöng-var með þrem samkynja röddum eftir Friðrik Bjarnason. — Fæst hjá bóksölum. — úrufræðingur er nýkominn til bæjarims til þess að taka við kenn- araembætti sínu við mentaskól- ann. Pálmi Hanneson gegnir í vet- ur starfi því við Akureyrarkóla, sem G. G. B. hafði áður. Gengi erlendra peninga er skráð isvo hjer í Rvík í dag: Sterl.pund: kr. 22.15, danskar kr. 121.24, norskar kr. 100.200, sænskar kr. 122.21, dollar 4.57, frankar 13.70, gyllini 183.31, mörk 108.81. Prentsm. Acta. Aðeins einn hugsanleiki var til. Hann var orðinn, eins og vjer munum minnast, feikilega leikinn af öllum tilraununum í Toulon við að flýja, í þeirri ótrúlegu list að klífa upp lóðrjetta steinveggi, þó að þeir væru eins háir og fimm eða sex hæða hús, stigalaus, fótfestulaus, aðeins með vöðvaafli sánu, með því að nota axlimar, irjaðmimar og knjen og með því að nota hverja smá- örðu í veggnum. Hann mældi steingarðinn með augunum, sem króna linditrjesins gnæfði yfir. Hann varnálægt 18 fetum á hæð. Homið við gaflinn á stóra húsinu var fylt að neðan með grjóti, sem að líkindum hefur verið sett þar til þess að spoma við óhreinindum; þessii grjóthrúga var hjerambil fimm feta há; þaðan og efst upp á garðinn voru tæp fjórtán fet. Flatir steinar voru efst á garðinum; jámgaddar eða þessháttar var þar ekki. Vandinn var með Cosettu; hún kunni ekki að klífa steinveggi. Honum kom aldrei til hugar að yfirgefa hana, en ógemingur var að bera hana upp. Maður, sem átti annað eins vandaverk fyr- ir höndum og hjer var um að tefla, þurfti á öllum sínum kröftum að halda. Hvaða þungi sem var,gat breytt þyngd- ardeplinum, svo að hann dytti ofan. Hjer þurfti að nota kaðal, en Jean Valjean hafði hann ekki. Hvaðan átti hann að fá kaðal um miðnætti í Polonceaugötu ? Þá varð hon- um litið yfir á Genrotgötuna litlu, sem var lokuð öðra megin. Gasljós var ekki notað í þá daga á götum Parísar- borgar. Þegar dimma tók var. kveikt á Ijóskerum, ,sem vora nokkuð strjál, og voru þau dregin upp með kaðli, sem lá yfir þvera götuna og var féstur við álmu á Ijóskerastólp- anum. Kaðallinn rann eftir hjóli, sem var í litlum jám- kassa neðarlega á stólpanum, og hafði: kveikjarinn lykil- inn að honum, en kaðllinn var í málmhylki. Jean Valjean tók sprett yfir götuna, með þeim ákafa, sem barátta fyrir lífinu leiðir af sjer, hljóp inn í tröðina, braut kassiann upp með hnífi sínum og var á augabragði kominn aftur til Cosettu. Nú hafði hann kaðal. Menn eru snarir, þeg- ar barist er við forlögin. Eins og getið hefir verið um, var ekki kveikt á Ijóskeranum þessa nótt. Það var hægt að ganga alveg framhjá ljóskerinu í Genrotgötu án þess að taka eftir því, að það var ekki á sínum stað lengur. Tíminn, staðurinn, myrkrið, Jean Valjean annars hug- ar, einkennilegt látæðii hans>, er hann var á sífeldum ferli fram og aftur, alt var þetta tekið að gera Cosettu nokkuð óróa. Hvert annað bam hefði fyrir löngu verið farið að skæla; hún ljet sjer nægja að toga í frakkalöf hans. Fóta- takið frá varðflokknum heyrðist alt af greinilegar og greinilegar. „Pabbi“, hvíslaði hún, „jeg er hrædd. Hver er að koma?“ — „Hafðu ekki hátt“, sagði vesalings mað- urinn; „það er madama Thenardier“. Cosetta fór að skjálfa. Hann bætti við: „Segðu ekki eitt einasta orð. Truflaðu mig ekki. Ef þú hljóðar eða grætur heyrir ma- dama Thenardier til þín. Hún kemur að sækja þig“. Þá tók hann aftur til vinnu sinnar án þess að hraða sjer um of, en einnig án þess að þurfa að gera nokkuð upp aftur, og með þeirri nákvæmni og öruggleik, sem var því furðu- legri er hægt var að búast við varðflokknum og Javert á hverju augnabliki. Hann tók af sjer hálsklútinn og hnýtti honum um Cosettu undir handarkrikunum, gætti þess að hann væri ekki of fastur utan um hana, festi kaðlinum í hann með einskonar sjómannahnút, tók ann- an enda kaðalsins milli tannanna, fór úr skóm og sokkum og fleygði þeim yfir garðinn, fór upp á grjóthrúguna og tók að klifra upp í horninu milli garðsins og gaflsins, og var svo leikinn og snar, að því var líkast að hann hefði bæði fót- og handfestu. Hálf mínúta var ekki liðin er hann var kominn upp á garðinn og lá á hnjánum. Cosetta horfði forviða á hann og mæltii ekki orð frá vörum. Áminning Jeans Valjean og nafnið Thenardier hafði gert hana hrædda. Alt í einu heyrði hún að Jean Valjean kallaði undurlágt til hennar: „Hallaðu bakinu á þjer að veggn- um“. Hún hlýddi. „Segðu ekkert og vertu ekki hrædd“. Þvínæst fann hún að hún lyftist upp frá jörðinni. Hún var komin upp á garðinn áður en hún fjekk tíma til þess að átta sig. Jean Valjean þreif í hana, lagði hana á bakið, tók utan um litlar hendur hennar með annari hendi, lagð- ist á magann og skreið eftir garðinum að skotinu. Eins og hann hafði búist við, var hjer hús undir, og náði þakið upp að efstu borðunum en hallaðist nærri því til jarðar rjett hjá linditrjenu. Þetta var miikil hepni, því að garð- urinn var mikið hærri hjerna megin en út að götunni. Jean Valjean sá jörðina langt undir fótum sjer. Hann var að komast út á þakið og hafði ekki slept garðinum, þeg- ar hann heyrði hávaða mikinn og varðflokkurinn kom. Hann heyrði þrumurödd Javerts: „Leitið vandlega í tröð- inni. Vörður er við Drouit-götu, einnig viið Pirpus-götu. Jeg ábyrgist að hann sje í tröðinni“. Hermennimir flýttu sjer inn í Genrottröð’. Jean Valjean rendi sjer ofan þakið og studdi Cosettu, komst að linditrjenu og stökk niður á jörðu. Hvort sem valdið hefur hugrekki eða hræðsla, hafði ekkert heyrst í henni. Hún hafði aðeins hruflað sig dálítið á höndunum. Jean Valjean var staddur í einskonar garði. Hann var mjög stór og undarlegur útlits. Hann var ílangur, espi- viðargöng hinumegin í honum, nokkuð stórar trjáþyrp- ingar í homunum, autt svæði í miðju, þar sem var aðeins eitt stórt trje, auk þess voru á víð og dreif skökk og skæld ávaxtatrje, sem líktust þymi, grænmetisbeð, me- lónubeð og glitti í glerklukkumar í tungsljósinu, og göm- ul vatnsþró. Steinbekkir vora hjer og hvar, svartir af mosa. Göngin vora girt með lágum, laglegum hrísgirðing- um; helmingurinn af þeim var grasi vaxinn, hinn þakinn grænni myglu. Á aðra hönd Jeans Valjean var húsið, sem hann hafði komið ofan af, og hrúga af viðarsmælki, en bak við hana, við vegginn, var líkneski úr steini, og skein í brotið andlitið eins og ljóta grímu í myrkrinu. Húsið var mjög hrörlegt. Mörg herbergi vora í því, og eitt þeirra, sem var fult af allskonar drasli, virtist notað eins og geymsluskemma. Tvær framhliðar voru á húsinu stóra við Drouit-götu, sem einnig lá við Picpus-götu, og hom á milli þeirra, út að garðinum. Þær voru ennþá ver til reika en gaflamir út að götunum. Jámgrindur voru fyrir öllum

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.