Lögrétta


Lögrétta - 19.10.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.10.1926, Blaðsíða 1
Innbeimta og afgreiöala í Þingholtsstræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritstjór* l’orsteinu Oíslason Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Keykjarík, þriðjudaginn 19. október 192«. 44. tbl. Um viða verftld. Hans E. Kinck. Eins og frá var sagt í síðasta 'olaði, er norski rithöfundurinn Iíans Ei. Kinck nýlega dáinn. Þar sem hjer er fallinn frá maður, sern efalaust var einhver sjer- kennilegasti og heisti rithöfundur Norðurlanda nú á tímum, er skylt að segja nokkuð frá honum. Rit hans eru að vísu lítið þekt á Is- landi og miklu minna en rit ann- ara öndvegishöfunda Norðmanna, en þau hafa ýms verið lesin hjer meira en flest eða öll önnur er- lend rit. Veldur sjálfsagt mestu um þetta það, sem einnig varð til þess að hamla viðgangi Kincks heima í Noregi og skilningi manna á iionum lengi vel, að rit hans mörg eru fremur óaðgengileg og jafnvel þunglamaleg að forminu til, ekki síst sum helstu skáldrit hans. H. E. K. fæddist 11. okt. 1865 norður á Finnmörku en er alinn upp í Seljadal og Harðangri. Fað- ir hans var læknir. Kinck las norræn fræði og tók próf í þeim 1890, en gat ekki, þrátt fyrir nokkrar tilraunir, notað það próf sitt til þess að fá ákveðið em- bætti. Gerðist hann þá eingöngu rithöfundur, enda hafði hann gef- ið út fyrstu sögu sína sama árið og hann tók embættispróf. Jafn- framt skáidskapnum fekst Kinck þó ávalt við rannsóknir ýmsra bókmenta- og menningarsögulegra efna.. Dvaldist hann löngum erl., mest á Ítalíu, og fekst aðallega við menningarsögu ítalska endur- reisnartímans, ásamt menningar- sögu Noregs, einkum á miðöld- unum svonefndu. Ýms yrkisefni sín sótti hann einnig í ítalskt þjóðlíf. Kinck hefur skrifað kynstrin öll. Af skáldritum hans eru helst ieikritin Driftekaren, Agilulf den vise, Brullyiæt i Genua, Mot Karneval og Den sidste Gæst. Tvö síðasttöldu leikritin eru um Are- tino hið fyrra og um Machiavelli hið síðara. Hefur Kinck einnig skrifað sjerstakar fræðibækur um þá, En penneknægt um þann fyrra, en Renæssance-mennesker um þann síðara, Hafði hann dá- læti á M. og taldi hann einhvem merkasta mann sinnar aldar. Af skáldsögum hans er helst að telja Sneskavlen brast og Emigranter og svo ýmsar smásögur. En þær eru sumar meðal þess besta, sem hann hefur skrifað. Eitthvert sjerkennilegasta skáldrit hans er Ðriftekaren, ljóðað leikrit (1908) og er nýkomið framhald þess. Af ritgerðum hans, öðrum en þeim, sem fyr eru nefndar, er helst að geta um söfnin: Mange slags kunst, Rormanden over bord og Stammens Röst. í fyrst- nefndu bókinni er m. a. ritgejð um íslendingasögur eða um „per- sónur, sem þær skildu ekki“. Aðra bók, Storhetstid, hefur hann skrifað um norskt (og íslenskt) andlegt líf á 13. öld. Um skáldskap Kincks hefur Just Bing m. a. skrifað svo, að Kinck og Hamsun væru bestu mannlýsendur norskra bókmenta, þeirra, sem komu fram um alda- mótin síðustu. Hamsun leggur megináhersluna á þrjótskuna gegn lífinu, en hjá Kinck ber mest á óttanum við lífið. Persón- ur Hamsuns gætu verið alstaðar, persónur Kincks eru bundnar við Harðangur. Kinck hefur sjeð norska bóndann í nýju ljósi. Hann ann frumeðli hans. Hann er nor- , ænn málfræðingur og norrænu fræðin voru runnin honum í merg og bein. Hann leitar aftur til hins frumlegasta, til tímans á undan kristninni, á undan goðafræði víkingaaldarinnar, aftur til ber- serkjaríns og trúar hans á huldu- fólk og haugbúa, til náttúrugeigs hans og ættardýrkunar. Hann hatar alt, sem hlaðist hefur ofan á þetta frumeðli, hatar hina er- lendu yfirborðsmenningu og hinn óegta bónda og hrossaprangara- eðli hans og lýðskólaskrum. En hann þykist sjá það, að hin frum- legu einkenni kynstofnsins sjeu að eyðast fyrir flysjungshætti og fíflsku. Þó margt sje spaklegt og fjör- legt í skáldritum Kinck’s eru þau oft óaðgengileg vegna formsins, sem stundum er stirt, eins og honum hefur oft verið fundið til foráttu, og þó ekki ávalt af sann- gimi. Eins er um fræðirit haps, að í þeim eru margar góðar og hnittnar athugasemdir og fram- setningin fjörleg og skarpleg. En þekking hans, eða meðferð henn- ar að minsta kosti, er stundum ónákvæm. Oft var deilt um Kinck, því hann kom allmjög við sum þjóð- mál. En öllum kom þó saman um það á síðustu árum, að hið besta í list hans og fræðimensku setti hann á bekk með fremstu mönn- um í andlegu lífi Norðurlanda. Síðustu fregnir. Frá Vín er símað, að Temek- stjórnin hafi beiðst lausnar vegna þess að embættismenn ríkisins hóti verkfalli út af launadeilu. — Sátt hefur nú tekist í deilunni inn kommunistaflokksins rúss- neska. — 1200 manns hafa ný- lega farist við skotfæraspreng- iftgu í iShanghai í Kína. ----o---- Frú [!íd Bries lúnssoi 70 ára. í dag á 70 ára afmæli ein af helstu merkiskonum þessa lands frú Elíft Briem Jónsson. Hjá for- eldrum sínum, sýslumanni Eggert Briem og konu hans Ingibjörgu Eiríksdóttur naut hún hins besta uppeldis og mentunar. 18 ára gömul byrjaði hún kenslustörf við Kvennaskóla Skagfirðinga á Flugumýri í Biönduhlíð og síð- ar kendi hún 2 vetur við kvenna- skóla Húnvetninga á Lækjamóti í Víðidal. Kennarapróf tók hún ár- ið 1883 frá frú Zahles-skóla í Kaupmannahöfn og það sama ár tók hún að sjer forstöðu hins sameinaða kvennaskóla Húnvetn- inga og Skagfirðinga á Ytriey og þeim skóla stjórnaði frú Elín í hjer um bil 20 ár með mesta skörungsskap og skyldurækni, enda var Ytrieyjarskólinn mjög vinsæll og í miklu áliti hjá lands- ins konum. Fyrsta hússtjórnarskólann hjer á landi stofnaði frú Elín og hafði hann húsnæði í Iðnó um mörg ár. Tvo sjóði hefur hún stofnað, ann- ar þeirra heitir Kvennmentunar- sjóður Ytrieyjarskóla, en hinn verðlaunasj óður hússtórnardeildar Reykjavíkur kvennaskóla. Ætti vel við, að sjóða þessara væri minst í sambandi við afmæli frú Elínar, og mundi fátt gleðja hana meira en að sjá þá njóta að ein- hverju leyti þeirra vinsælda, sem hún hefur áunnið sjer. „Kvennafræðarinn", sem frú Elín gaf út 1888, var mjög þarf- leg bók og náði miklum vinsæld- um. Hann hefur nú komið út í 1 útgáfum. | í Frú Elín er tvígift. Fyrri mað- ur hennar var cand. theol. Sæ- mundur Eyjólfsson, en seinni maður hennar var Stefán Jóns- son verslunarstjóri á Sauðárkrók. Eftir lát hans fluttist frú Elín hingað til Reykjavíkur. Hún hef- ur verið sæmd riddarakrossi Fálkaorðunnar. ---o-- Skírnir tíræður. Skírnir er nýkominn út og er sjerstök ástæða til þess að minn- ast hans nú vegna þess að þetta er hundraðasti árgangur hans og er þetta því jafnframt nokkur merkisatburður í sögu íslenskrar bókaútgáfu. Skírnir mun vera elsta tímarit á Norðurlöndum og hefur á ýmsan hátt og merkileg- an komið við sögu íslensks þjóð- lífs síðustu aldar. Fyrirkomulag hans hefur ekki ávalt verið hið sama og auðvitað upp og ofan að gæðum ýmislegt sem í honum hefur birst. En margir ritfærustu menn iandsins og aðsópsmestu hafa verið viðriðnir ritstjórn hans eða skrifað eitthvað í hann og hefur landsmönnum með hon- um verið fluttur mikill fróðleikur og margar frjósamar og skemti- legar hugsanir. Núverandi rit- stjóri, Ámi Pálsson bókavörður, hefur í afmælisheftið skrifað fróðlegt yfirlit um útgáfusögu hans og myndir eru í þvi af flestum ritstjórunum. En af upptalning þeirra má sjá það nokkuð, að Skírnir hefur haft góðum mönnum á að skipa frá upphafi og eru þeir flestir þjóð- kunnir menn. Fyrsti ritstjóri var Finnur Magnússon prófessor, sem áður skrifaði Sagnablöð Bók- mentafjelagsins. Aðrir ritstjórar hans hafa verið þessir: Þórður Jónasson, Baldvin Einarsson (1830), Konráð Gíslason og Jón- as Hallgrímsson (1836) Jón Sig- urðsson og Magnús Hákonarson (1837), Brynjólfur Pjetursson, Jón Pjetursson, Gunnlaugur Þórðarson, Grímur Thomsen (1846), Gísli Magnússon, Hall- dór Kr. Friðriksson, Jón Guð- mundsson, Arnljótur ólafsson, Sveinn Skúlason, Guðbrandur Vigfússon, Eiríkur Jónsson, Björn Jónsson, Guðmundur Þor- láksson, Jón Stefánsson, ólafur Davíðsson, Einar Hjörleifsson, Jón Ólafsson, Þorsteinn Gíslason, Guðm. Finnbogason, Bjöm Bjamason og Ámi Pálsson. Framan af voru nær eingöngu erlendar frjettir í Skími og oft- ast vel skrifaðar og sæmilega glöggar. Hafa þær sjálfsagt verið til mikils gagns og gamans í blaðaskortinum sem þá var. Smámsaman var farið að bæta við í ISkími ýmsu öðra efni sem að lokum rak hið upphaflega efn- ið alveg á dyr. Var það að nokkru leyti eðlileg afleiðing af auknum og bættum blaðakosti og má þó reyndar oft ennþá sakna erlendu yfirlitanna úr Skími, því flest blöðin gera of lítið að því að láta lesenduma fylgjast með því sem erlendis gerist. Allskonar „fagrar bókmentir“ voru lengi efstar á baugi í Skírni, þð stund- um harla ófagrar, eins og gengur. Annars hafa birtst í honum margvíslegar greinar. Á síðustu árum hefur hann komið út í einu hefti árlega, og það orðið efni hans til góðs á ýmsan hátt. I þessu síðasta heft; eru ýmsar fróðlegar greinar, þó ekki verði af því sagt nú. Þetta afmæli elsta íslenska tímaritsins gæti gefið ástæðu til ýmsra athugana um íslensk tíma- rit og blöð, sem í sjálfu sjer væri ekki vanþörf á og hefur áður verið vikið að ýmsu slíku hjer í Lögrjettu. Blöð og tímarit hafa verið mikill og merkur þáttur í ísl. bókmentum og þjóðlífi og eru enn. I tímarita-útgáfuna, í núver- andi sniði, hleypur þó stundum meiri vöxtur en sjeð verði að andríki skrifaranna og kaupgeta lesaranna þoli. Er þá hætt við því að ekki haldi öll ritin aldarafmæl- ið hátíðlegt. -----o---- Ferð í Noregi. ------ Nl. Það þekkjast ýmsar aðferðir til að vinna köfnunarefnisáburð úr loftinu og era þessar þær veigamestu: 1. Köfnunarefnið er sýrt svo að það myndar köfnun- arefnissýringar. Og er þeim síð- an breytt í saltpjetursýra og saltpjetur og saltpjetursúr sölt (Birkelands-Eides aðferð). 2. Köínunarefninu er breytt í syan- sambönd. Binst það þá kolefni. Þá er unnið kalkköfnunarefni og er það notað til áburðar og einn- ig sem vamarmeðul gegn illgresi. 3. Köfnunarefnið er látið samein- ast vatnsefni og mynda ammo- niak (Harbers aðferð). Auk þess binda ýmsar plöntur af ertublómaættinni köfnunarefni loftsins. Það myndast hnúðar á rótum þeirra og hefur það sann- ast að í þessum hnúðum era bak- teríur, sem fá sína næringu frá plöntunni — eru einskonar snýkju dýr — en jafnframt því hafa þær þann eiginleika að binda köfn- unarefni loftsins á þann hátt að ! jurtirnar geta notfært sjer það. ! Þama er einskonar samlíf — gagnkvæmur hagnaður. Þetta er í rauninn ekki skylt við verksmiðjuiðnað, en erlendis er það mjög vel þekt í landbún- aðinum. Ef til vill er fróðlegt fyrir menn að sjá hvaða tegundir köfnunarefnisáburðar eru einkum notaðar. Set jeg því tölu yfir heimsframleiðsluna og er það reiknað út í smálestum af köfn- unarefni: smál. Chilesaltpjetur.......... 363,000 Ammoniaksáburður unn- inn úr kolum........... 300,00 Ljanamid eða kalkköfn- unarefni...............115,000 Unnið með sýringarað- ferðinni (Norsk Hydro) 30,000 Unnið með ammoniaks- aðferðinni (Harbersað- ferð)................. 360.000 Alls ca. 1,168,000 Auk þess inniheldur beinmjöl og síldarmjöl köfnunarefni. Af þessu yfirliti sjest að köfnunarefnis- áburður er unninn á marga vegu og hver aðferðin muni eiga sjer mesta framtíð af þessum þremur fyrgreindu aðferðum, um vinslu áburðar úr loftinu, er ekki auð- velt að segja sem stendur. Ha- bersaðferð hefur eins og taflan sýnir rutt sjer mjög mikið til rúms nú á síðari árum. En alt útlit er á því að Birkelands- Eides-aðferðin, geti staðist sam- kepnina eða svo verður maður að álykta þar sem nú þessi síðustu ár er verið að stækka verksmiðj- urnar og byggja aðrar nýjar. Það væri tæplega gert, ef fram- leiðslan ekki bæri sig. Norsk Hydro notar um 370 þús. hestöfl til saltpjetursframleiðslu og auk þess er fjelagið að virkja tvo aðra fossa sem hafa að geyma um 140 þús. hestöfl. Fjelagið virðist því standa föstum fótum, enda þótt kreppa sje — ef til vill hjálpar gróði stríðsáranna til að komast fram úr mestu erf- iðleikunum. Það yrði langt mál ef fara ætti að lýsa verksmiðju- eða iðnaðar- bænum Rjúkan. En eigi að síð- ur vaeri það þess vert, því að mjög er lærdómsríkt fyrir oss Is- lendinga að kynna oss fossaiðnað Norðmanna vegna þess að ekki líða mörg ár þangað til að upp rís hjá oss iðnaður í stórum stíl, engu síður en nú hjá Norð- mönnum. Ýmsum þjóðlegustu mönnum Norðmanna stendur stuggur af vexti iðnaðarins og álíta að hann sje til stórhnekkis fyrir menn- ingarlíf þjóðarinnar. Þeir vilja leitast við að viðhalda sveitunum óbreyttum og geta ekki hugsað til þess að þær eigi eftir að breyt- ast í iðjuver. En ekki verður spyrnt á móti broddunum. Sveit- irnar hafa ekki getað veitt fólk- inu atvinnu; áður flyktist það til Ameríku, en nú er það iðnaður- inn sem tekur við því. En það er ekki alveg sama hvaða iðnaður er rekinn nje á hvern hátt hann er rekinn. Jeg hef verið svo hepp- inn að kynnast 2 norskum stór- iðjuverum, Karbidverksmiðjunum í Odda og svo Rjúkan. Og á þeim finst mjer sá stórkostlegi munur. Jeg get tæplega hugsað mjer óhollara iðjuver en Oddaverk- smiðjumai'. Þegar komið er í nánd við bæinn, finnur maður strax lykt af karbidsvælu, og þeg- ar verksmiðjurnar eru skoðaðar gefst manni ekki á að líta: sótið og rykið þekur alla veggi og glugga svo að alt er biksvart. Karbidrykið tekur svo í nefið, að manni íiggur við að svima, eða líður illa. En þessu má venjast. Mjer þótti þó verkamennimir slitlegir, einkum þeir sem skör- uðu glóðheita karbidinn út úr ofnunum. Jeg get tæplega hugsað mjer að þeir verkamenn endist

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.