Lögrétta


Lögrétta - 07.12.1926, Qupperneq 2

Lögrétta - 07.12.1926, Qupperneq 2
I &0ORJBTTA Aðalfundur Fiskifjelags íslands verður haldinn í kaupþingssalnum í Eimskipafjelagshúsinu, laugardag- inn 12. febrúar 1927. DAGSKRÁ samkvsemt 6. gr. fjelagslaganna. Stjórnin. ribböldum, sem níðast á Sigurði saklausum og reka hann á rudda- legasta hátt frá því starfi, sem hann einn alLra núhfandi manna er maður til að vinna! Og Sig- urður er hinn mesti og brjóstum- kennanlegasti píslarvottur, sem um langt skeið hefur verið uppi 1 landinu. Að þessari eða þvílíkri niðurstöðu hlyti sá að komast, sem einungis hlustaði á loíræður Sigurðai’siimanna, eða læsi lastið um stjómina og ekkert vissi meira um málavöxtu þessa. Og jeg hef enda hitt að máh menn, sem auðfundið var, að svona htu á silfrið. Og það er alls ekki að undra, svo kappsamlega, sem sóttur hefur verið róðurinn af hálfu stjómarfjenda, bæði leynt og ljóst. Greinagerð stjómarinn- ar er það eina sem hún hefur lagt fram til vamar sjer í þessu^ þjarki. Og svo mun sumum sýn- ast að hún vegi vel á móti árás- arskrifum andstæðinganna, þó ónóg reyndist eðhlega, til að dreifa moldviðri því hinu mikla, er blásið hafði verið upp víða um land, löngu áður en greina- gerðin birtist. En að mínu áhti og sjálísagt margra annara, hef- ur stjómin farið laukrjett að ráði sínu, með því að svara ekki ádeil- unum öðm vísi en svona. Hún hefur vafalaust ýms þaríari verk að vinna, en að henda á lofti og senda til baka allar þær hnútur, sem að henni er kastað, en missa marksins. Og því er svo varið stundum að þögnin er það svarið, sem best á við. — Og það er ekki fyrir þá sök, að jeg telji stjóm Búnaðarfjelagsins vamar vant, að jeg skrifa þetta greinarkom. Og enn síður býst jeg við að hún kunni mjer nokkra þökk fyrir það. Mig langar einungis til að gera ofurhtla grein fyrir skoðun minni á ágreiningsatriðunum sumum, og ef kostur væri, um leið að hjálpa einhverjum til betri skilnings, en hann áður hafði á þessu margumsnúna mál- komi. Hjer, sem víðar, væri þess mikil þörf að leiða þá út í ljósið, sem viltir vaða reik í völundar- húsi vanþekkingarinnar. Og ekki síst, ef svo eru húsakynnin þar sem hjer virðist vera: að veggir eru úr vitleysu, rjáfur úr rógi og loftið lævi blandið. II. Mjög hefur þeirri kenningu verið að mönnum haldið, að Bún- aðarfjelagsstjómin hafi brotið lög þegar hún sagði Sigurði upp stöð- unni. Það hefur verið fullyrt með feitum orðum, að það væri ekki hún, heldur Búnaðarþingið, sem skera ætti úr því hvort skift yrði nú um búnaðarmálastjóra eða ekki. Búnaðarþingið í vetur á að skera úr því hvort brot Sigurðar sje svo stórt, að nægileg brott- rekstrarsök sje!! Þessu hefur víða verið haldið fram, bæði í ræðu og riti. En einna eftirminni- legast kemur það fram í áskor- unum þeim á Búnaðarfjelags- stjómina, sem aðalfundir búnað- arsambandanna, víðsvegar um landið, voru látnir samþykkja. Úr sekt Sigurðar hefur og ver- ið harla lítið gert. Og það hefur á marga vegu verið reynt að sýna fram á, hvað aðgerðir hans í áburðarmálinu hafi verið ákaf- lega meinlausar og þýðingar- litlar. Þær tilraunir hafa nú geng- ið upp og ofan og þó líklega fæst- ar ver en að vonum. Ef jeg man rjett, fer ekki fjarri því, að rök- in sum, sem fram hafa verið færð, til fulltingis þeirri kenning, sjeu bygð á orðaleik og skýja- glópsku, í meira en meðallagi. Það er, svo sem kunnugt er, stundum hægt að fara svo með rangt mál, að út geti litið eins og rjett væri. enda algengt að menn bregði slíku fyrir sig. En hollust er þeim hóf semin, er þann leik leggja í vana sinn. — Hvað er nú hið rjetta í þessu máli? veit jeg að margir vildu spyrja, ef von væri um gott svar. Og þannig hefur þúsund sinnum verið spurt í sumai’. — Tilgangur minn með greinarstúf þessum var nú einmitt sá, að reyna að svara þeini spurning, svö vel sem jeg veit og má. I lögum 'Búnaðarfjelagsins er það tekið skýrt fram, að það sje „stjórnin“, sem ráða á búnaðar- málastjóranum. En ráðanautana ræður hún og hann í sameiningu. Búnaðarþingið er ekki að neinu nefnt til þeirra ráðningastarfa. Enda væri slíkt varla heppiiegt. — Frá mínu sjónarmiði hggur þetta svona fyrir: Stjómin er húsbóndi fjelagsins og sam- kvæmt lögum ber formaður henn- ar ábyrgðina út á við, á öllu sem gert er í nafni þess! Búnaðar- málastjórinn er ráðsmaður fje- lagsins, sem stjómin felur fram- kvæmd og eftirlit hinna ýmsu mála og verkefna, sem fjelagið hefur til meðferðar. Hann ber ábyrgð ráðsmensku sinnar að- eins gagnvart stjóminni, svo lengi sem gerðir hans ekki ganga í bága við almenn lög landsins. Hann má ekkert gera í nafni fje- lagsins, nema í fullu samræmi sje við vilja meirihluta stjómarinnar. Og strangt fram tekið, því aðeins að honum hafi verið falið að framkvæma verkið svo. Ráða- naútarnir eru vinnumennimir Búnaðarfjelagsins, og framkvæma það eitt, sem þeim er falið. Stjórnin á að ráða Búnaðar- málastjóranum, — hún og enginn annar! — Af þessu leiðir aftur hitt: að það er hún, sem segir segir honum upp vistinni, þegar þess sýnist þörf. Geri búnaðar- armálastjóri sig sekan um bak- ferli og ótrúmensku við stjómina og fjelagið, þá lætur hún hann eðlilega fara frá starfi sínu og ræður til þess annan mann, sem hún trúir betur. Til þess hefur hún rjett án nokkurrar íhlutunar annarstaðar frá. En vanræki hún að fylgja fram þeim rjetti sín- um, hefur hún í raun og veru dæmt sjálfa sig sem skeytingar- lausa og ljelega stjóm. Núverandi stjóm hafði til þess fullan rjett að víkja fyrverandi búnaðarmálastjóra úr sæti. Hún hafði það samkvæmt ráðningar- samningi hans. Samkvæmt lögum Búnaðarfjelagsins. Og samkvæmt allri heilbrigðri skynsemi. Og hún hafði ekki aðeins rjett til þess, heldur einnig 'Skyldu við búnaðarfjelagið og sjálfa sig. Því nokkumveginn sannað mál má það kallast, að Sigurður fór á bak við stjómina og gekk í bága við yfirlýstan vilja hennar um merkileg mál. Það er einmitt hjema, sem þungamiðja sektar hans í áburðarmálinu liggur. Það er ekki aðalatriði þess máls, hvort bændumir og búnaðurinn íslenski skaðast eða hagnast á því, að norski saltpjeturinn eða kaupumboð hans, var svikið frá Búnaðarfjelaginu. Aðalatriði málsins er hitt, sem enginn rjett- sýnn maður getur gengið blind- andi fram hjá: Það var búnaðar- málastjórinn, æðsti trúnaðarmað- ur Búnaðarf jelagsins, sem lagði til meginþræðina í þann svikavef. Það er hið sorglegasta í sök hans. Það er brot, sem Búnaðarfje- lagsstjómin mátti ekki fyrirgefa. Ráðsmaður, sem sýnt hefur af sjer slíka ótrúmensku, er til svo margs vís, að það getur enginn vitað hvaða óhæfu hann fremur næst. Það er sama hvað góður hann er og gagnnýtur að öðru leyti. Forsjáll húsbóndi getur ekki haft hann lengur, — vegna sóma síns og vegna hættunnar, sem hann ætti þá sífelt yfir sér vof- andi. — Það hefur sitthvað verið fleipr- að um það, að Rúnaðarfjel. mætti ekki við því, að missa Sigurð. Það ætti á engum manni völ, sem jafnhæfur væri til þessa starfs sem hann. Þau ummæli em nú sennilegast svipaðrar ættar og önnur mörg um þessi mál: Öfgar og bull út í bláinn. Sú hlið máls- ins væri auðvitað vel þess verð, að tekinn væri til rækilegrar yfir- vegunar, og þá um leið á það lit- ið, hve skynsamleg ræktunar- málastefna Sigurðar, — með öll- um stóru vjelunum í raun og veru er — og hve heppileg hjer í voru strj álbýla smábænda landi!! Þó skal því nú slept að þessu sinni. Má vel vera að einhverjum gefist síðar tóm til að athuga það alvörumál. Hitt er vafalaust satt sem sagt er um dugnað Sigurðar, áhuga hans og kapp á að komast eitt- hvað áfram. En nokkuð virðist þeim hæfileikum hans stundum stefnt fram hjá marki. Ekki þarf dugnaður Sigurðar að fara for- görðum þó hann hverfi frá fyrra starfi sínu. Nóg eru verkefnin til handa þeim, sem duglegir eru. — Gæti jeg vel bent á verk handa honum í þágu lands og þjóðar, sem miklu væri honum sæmilegar og betur valið en bún- aðarmálastjórastaðan. Hann ætti að verða sandgræðslustjóri. Þar er mikið verk og veglegt að vinna. Og það getur vel átt sjer stað, að til þess starfs sjeu fáir menn öllu betur fallnir en einmitt hann. Og vel er hann þess verður að gefast kostur á því enn að vinna að græðslu landsins. Því það ætla jeg að honum sje hið hjartfólgn- asta starf, þrátt fyrir mistökin mörg. III. Hvernig endar nú þóf þetta? Það er ráðgáta sem enginn getur að svo komnu máli leyst til hlýt- ar. Og útlitið er alls ekki gott. í herbúðum Sigurðarsinna virðist sú hugsun töluvert heimarík að takast muni mega að lyfta hon- um aftur í ráðsmannshásætið, þegar búnaðarþingið kemur sam- an í vetur. Þeir munu hafa góð- ar vonir um, að á því þingi verði þeir menn í meiri hluta, sem meir meta vináttuna við Sigurð en heiður Búnaðarfjelagsins. Lík- lega gera þeir ennfremur ráð fyr- ir því, að formaður Búnaðarfje- lagsins verði til þess fús að setja yfirlýsta sannfæringu sína fyrir þökk og hylli þessa væntanlega þingmeirihluta. Og þegar svo vel er á veginn komið, er auðvelt að ljúka því sem á vantar: Að losa sig við þann stjómarmeð- liminn, sem búnaðarþingið hefur kosið og setja svo eitthvert þægð- arskinnið sitt í það rúmið. Þá er myndaður sá meiri hlutinn, sem þá vantar! Þá er Sigurður aftur kominn að. Svona eða sem næst þessu munu þeir sumir a. m. k. hugsa sjer að koma málinu í kring. Og hver veit nema þeim takist það? Það virðist hjer töiuverð ástæða til að vera við einhverju ótrúlegu búinn. En ótrúlegt er það næsta, að meiri hluti búnaðarþingsins láti binda fyrir augu sjer og leiða sig blindan í halarófu -fram að fótskör Sigurðar. En ótrúlegast miklu væri þó það, að sjálfur form. Búnaðarfjelagsins fylgdi þeim vesæla flokki. Það væri að mínu áliti hneixlanleg níðhyggja í hans garð, ef gert væri ráð fyrir slíku. Það besta, sem Búnaðarfjelags- stjómin gæti nú að mínu viti gert, til að greiða úr flækjunni, væri það að veita búnaðarmála- stjórastöðuna sem fyrst. Þá væri um leið lagður á málið lokadóm- urinn. Þá myndu andskotar henn- ar sjá, að þýðingarlaust væri að þvaðra meir um það, og þreytast brátt og þagna. Gætið þess allir góðir menn og málsaðilar, að heiður Búnaðarfje- lagsins liggur við, ef eigi tekst bráðlega að ráða þrætumálinu til þolanlegra lykta. Helgi Hanneeson. ----o----- Norskur sendiherra? I norsk- um blöðum er um það talað, að stofnuð verði norsk sendiherra- staða í Reykjavík, í stað aðal- ræðismannsstöðunnar, sem nú er hjer. Kosningarnai’ í Danmörku 2. þ. m. fóm svo, að stjómarflokk- urinn (Jafnaðarmenn) töpuðu 2 sætum, hafa nú 53, „radikalir", sem studdu stjómina, töpuðu 4 sætum, hafa nú 16, vinstri menn unnu 2 sæti, hafa nú 46 og hægri menn unnu 2 sæti, hafa nú 30.Um aðra flokka er þess að geta, að hinn nýi „Rjettarflokkur“ (aðall. Georgistar) fekk 2 sæti, Sljes- víkurflokkurinn svonefndi fekk 1 sæti, „sjálfstæðisflokkur“ Come- liusar Petersen í Suður-Jótlandi fekk ekkert sæti, og kommunistar ekkert.. Jafnaðaimannastjómin er því orðin í minnihluta, en hægri og vinstri menn hafa saman meirihluta, 76 sæti. Fyrirlestra fluttu hjer í bæn- um s. 1. sunnudag, Guðm. Finn- bogason landsbókavörður um bölv og ragn og þjóðnýtingu þess og frú Margrjet Símonardóttir frá Brimnesi um konur og menningu nútímans. Listsýningar nokkrar hafa ver- ið opnar hjer undanfarið, hjá Guðm. Einarssyni og Júlíönu Sveinsdóttur og svo minningar- sýning Guðm. Thorsteinsson. Verður þeirra getið nánar í næsta blaði. Heimilisiðnaðarsýningu hefur Heimilisiðnaðarfjelagið nýlega opnað og systurnar frá Brimnesi, sem kent hafa hjer hannyrðir, hafa einnig opna einkasýningu. Fjórir húsgagnasmiðir hafa einn- ig sýnt opinberlega „sveins- stykki“ sín. Siðfræði próf. Á. H. Bjama- son, önnur bókin, er nýkomin út. Undanfarna daga hefur verið vonsku veður og farist' bátur með tveimur mönnum í Isafjarðar- djúpi. Um Breiðabólstað á Rangárvöll- um eru 5 umsækjendur: sjera Gunnar Árnason frá Skútustöð- um, sr. Sveinbj. Högnason í Lauf- ási, sr. Eiríkur Helgason á Sand- felli, sr. Jónmundur Halldórsson í Grunnavík og sr. Stanley Melax á Barði. Vígsluneitun. Guðfræðikandi- datinn Þorgeir Jónsson hefur ný- lega farið fram á það að fá vígslu til eins safnaðar hins nýja kirkju- fjelags Vestur-Islendinga. En biskupinn neitaði vígslunni, þar sem sjer væri óviðkomandi söfn- uðir utan hinnar ísl. þjóðkirkju, sem hann væri settur yfir og þar að auki væri í þessu tilfelli um að ræða söfnuð, sem á öðmm grund- velli stæði en hún. Fjell málið þar með niður frá kandidatsins hálfu, sem fer utan vígslulaus. En út af þe^su hafa orðið allmiklar um- Fox-Normal nærfot ráðleggjast, öll úr sjerlega góðu og hlýju efni, til þess að vernda heilsuna. Fást aðeins í Kronprins- ensgade 2, Köbenhavn K. C. Jespersen. efófrL nvevU ___ máttíð WRKLEVS piparmyntu p!5tur 6-J» 11 4 bragðgóð stykki eftir mat f litlum fallegum pakka 12 aur. Sendið pakka til allra við borðiö eftir mat. P. K. er gott fyrir meltinguna — og fyrir tennurnar. Wrigley’s heidur munn- inum svölum og rökum og hreinsar andardráttin. P.K. er gott fyrir taugarnar. Radío verðlistí. Gefins og burðargjaldsfrítt sendum við okkar verðlista, sem sýnir margar fyrirmyndir af Radio, og rafmagnstækjum. Fyrsta ílokks vömr frá þektum framleiðendum, með heildsölu- verði beint til kaupendanna. Cyclekompagniet A|s. Nörregade 6. Köbenhavn K. Nýjar bækur. Eggert ólafsson eftir meistara Vilhjálm Þ. Gíslason. Itarleg frásögn um æfi E. Ó., rit hans og rannsóknir og jafnframt nokkur frásögn um suma sam- tíðarmenn hans, eins og Bjarna landlækni, Bjöm í Sauðlauks- dal og sr. Gunnar í Hjarðar- holti. Ódýr bók eftir stærð, 440 bls., verð 10 kr. Áður er út komin eftir sama höfund: Is- lensk endurreisn, Tímamótin í menningu 18. og 19. aldar, og segir frá menningarstefnum samtíma E. Ó. Vesalingamir, eftir V. Hugo, I. Fantina, II. Cosetta. Þýðing eftir Einar H. Kvaran og Ragn- ar E. Kvaran. Stórfengleg skáldsaga. Verð: kr. 5.00 og kr. 3.00. Dægurflugur. Nokkrar gamanvís- ur, eftir Þorstein Gíslason. Verð: kr. 3,00, innb. kr. 5,00. Hugur og tunga, eftir dr. Alex- ander Jóhanneisson. Fróðleg og skemtileg bók. Verð: kr. 6,00. ÍFt úr ógöngunum, eftir Guðmund Hannesson prófessor. Um núv. stjómarfyrirkomulag og bætur á því. Verð: kr. 2,00. Bókaverslun ÞORSTEINS GÍSLASONAR Þingholtsstræti 1. ræður manna á milli með og móti biskupi. En Lúðv. Guð- mundsson stud. theoL hefur flutt tvo fjölsótta fyrirlestra um málið til andmæla afstöðu biskupsins. Safnaðarfundur var nýlega haldinn hjer í Dómkirkjunni. M. a. var rætt þar um byggingu nýrrar kirkju hjer í Austurbæn- um, sem hefði sæti fyrir um 1200 manns. Var nefnd kosin til þess að undirbúa málið og helst gert ráð fyrir því, að reisa kirkjuna á Skólavörðuholtinu. Prentam. Acta.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.