Lögrétta


Lögrétta - 21.12.1926, Blaðsíða 1

Lögrétta - 21.12.1926, Blaðsíða 1
[nnbttimta og afgreiðsla í Þingholtastræti 1 Sími 185. LOGRJETTA Útgefandi og ritatjór' Þorsteinu Gíslasttn Þingholtsstræti 17. Sími 178. XXI. ár. Um víða veröld. Síðustu fregnir. Yoshihiti Japanskeisari er dá- inn. — 1 Lithauen var nýlega gerð einskonar fascistabylting og komið á einræði. En nú er aftur komin þai- ný stjórn, líkrar stefnu. — 1 Italíu munu ávalt vera viðsjár undir niðri. Sagt er að nýlega hafi Mussolini gert 5000 manns útlæga. — Á Bretl. eru nú 850 þús. menn farnir að vinna í kolanáfnunum. Vikulega eru nú brotnar þar fjórar og hálf miljón smálestir kola, eða um 1 miljón minna en var fyrir verk- fallið. — 1 Bandaríkjaþinginu er komin fram tillaga um það að smíða 10 ný beitiskip. — Þýska stjómin fjekk nýlega vantrausts- yfirlýsingu og sagði af sjer og gengur treglega ný stjómar- myndun. ---e--- Hitaveita. Fyrir nokkru fór Þorkell Þor- kelsson eðlisfræðingur, forstjóri Veðurstofunnar, utan, eins og fyr hefur verið frá sagt í Lögrj. og kynti sjer þá m. a. notkun jarðhita, sean nokkuð hefur verið reyndur erlendis undanfarið. Flutti hann Um þetta erindi á Verkfræðingafjelagsfundi í haust og sömuleiðis Steingrímur Jóns- son rafmagnsstjóri, sem einnig hafði athugað þessi mál. Urðu síðan um málið nokkrar umræður. Virtist mönnum koma saman um það, að um merkilegt mál væri að ræða og sjerstaklega athyglis- vert fyrir Islendinga, en greindi nokkuð á um þær leiðir, sem heppilegast væri að fara. Var einkum um það talað, hvort nota ætti jarðhitann fyrst til raf- magnsframleiðslu aðallega, og rafmagnið síðan á venjulegan hátt til hita og ljósa, eins og frummælendur bentu helst á, eða hvort notá mætti jarðhitann beinlínis, og þá fyrst og fremst til upphitunar. Þeirri . skoðun hjelt Jón Þorláksson forsætisráð- herra fram, en hann hefur einn- ig fengist við athuganir þessara mála. Fyrir skömmu flutti svo for- sætisráðherra aftur sjerstakt er- indi um þessi mál í Verkfræð- ingafjelaginu og gerði þar grein fyrir skoðunum sínum. En þar sem hjer er um að ræða mál, sem margir munu hafa áhuga á að kynnast, verðu r skýrt hjer nokkru nánar frá því. Ennþá er þó að vísu aðeins um lauslegar áætlanir og ráðagerðir að ræða og þarf mikilla rannsókna við, áður en unt verði að fá sjerfræði- legan grundvöll á að byggja um framkvæmdamöguleika. En það, sem fyrir forsætisráð- herranum vaikir, er allsherjar hit- un húsa í Reykjavík (og Hafnar- íirði) með jarðhita. Hvera- eða laugavatnshitun einstakra húsa hefur verið reynd nokkuð hjerlendis og hefur Lögrj. áður sagt frá nokkrum slíkum tilraunum, sem vel hafa tekist, s. s. í Laugaskólanum, á Álafossi, á Reykjum o. v. Einnig hefur það komið til tals, að reyna að nota þvottalaugamar við Reykjavík til upphitunar Lands- Reykjavík, þriðjudaginn 21. öesember 192fi. 53. tbl. 1 Mynd þessi er frá alríkisráð stefnunni bretsku, sem sagt var frá hjer í Lögrjettu fyrir skömmu. Á henni sjást, frá vinstri til hægri, Mac Kenzie King, forsætisráðherra Canada, Baldwin, for- sætisráðh. Bretlands, Bruce, forsætisráh. í Ástralíu, Balfour jarl og Hertzog forsætisráðh. í Suður-Afríku. spítalans og nokkurra annara húsa. Hefur Ben. Gröndal verk- fræðingur unnið að rannsóknum á þeim efnum. Jón Þorláksson gerir ráð fyrir því, að til upphitunar á Rvík (um 25 þús. íbúar) megi fá hita úr jarðhitasvæðunum á Reykjanes- skaga, í Mosfellssveit (Varmár- dalverpinu) eða í Henglinum. Gerir hann ráð fyrir því að bær- inn þurfi um 50 milj. hitaeininga á klukkustund, en það samsvarar því, að hver bæjarbúi hefði eitt herbergi um 6X7 álnir með sæmil. stofuhita í alt að 20 stiga frosti. Til þess að fá vatnsmagn það, sem til slíkrar hitunar nægði, þyrfti veitu um hjer um bil 54 sm. víðar pípur, miðað við það, að vatnshraðinn megi vera 1.25 m. á sekundu (vatnsmegnið 278 lítrar á sekundu) og er það talsvert minni vídd en notuð er hjer í vatnsveitunni. Næsta spumingin yrði þá sú, hvort unt yrði að einangra svo heita vatn- ið, að ekki spiltist um of hitinn á langri leið, t. d. 36 km., ef mið- að væri við upptök í Henglinum. En þaðan mundi vatnið vei’ða, sbr. það sem fyr segir, 8 klukku- stundir á leiðinni. Er talið svo, að verkfræðin þekki sæmil. ör- uggar aðferðir til svo góðrar ein- angrunar, að vatnið ætti ekki að þurfa að kólna um nema 5 stig á leiðinni til bæjarins og um önn- ur 5 í götuæðakerfinu, eða koma um 90 stiga heitt í húsofnana, ef það er 100 st. við upptökin. Ofan úr Hengli er gert ráð fyrir því, að vatnið geti runnið sjálf- krafa til bæjarins. En yrði það tekið t. d. nálægt Reykjum á um 50 m. hæð yfir sjávarmál í 18 km. fjarlægð frá bænum, þá þyrfti að dæla því til bæjarins. Þær 50 milj. hitaeininga á klukkustund, sem hitaveitan á að láta bænum í tje eiga að sam- svara hitanum af 10 smálestum kola, sem brent er í sæmilegum miðlungseldfærum. Ef unt væri að nota til fulls hita veitunnar allan ársins hring, samsvarar hann 87600 smál. kola á ári. En allan þennan hita yrði ekki unt að nota. Er gert ráð fyrir því, að notaður yrði hiti, sem gæfi veit- unni 1 milj. kr. arð árlega. Til samanburðar er þess getið, að rafmagnsstöð, sem ljeti í tje sömu tölu hitaeininga, og hjer er gert ráð fyrir, þyrfti að vera alt að 100 þús. hestöfl og mundi kosta uppundir 50 milj. kr. En vatnshitaveitan ætti ekki að kosta nema lítið brot þeirrar upphæðar, ef sæmil. tekst til með hana, eins og J. Þorl. gerir ráð fyrir að verða mætti, þó jafn- framt bendi hann á ýmsa örðug- leika, sem fyrir muni geta orðið. En hvað sem úr verður, er hjer um svo merkilega möguleika að ræða, að sjálfsagt er að almenn- ingur viti um málið, jafnframt því sem sjerfræðingar athuga það. Því það er, eins og forsætis- ráðherra segir í erindi sínu, svo, að fyrirtæki sem á vísa 1 milj. kr. í ljúflega goldnar árstekjur, og ef til vill kostar ekki nema ör- fáar miljónir króna, það er þess vert, að rannsókn sje um það gerð. Hjer er hvorki að ræða um skýjaborgir nje fjarlæga framtíð- ardrauma, heldur er þetta næsta verklega viðfangsefni Reykjavík- urbæjar“. ■■■ o—- ■ Úr gömlu jólakvæði Eftir sjera Einar Sigurðsson í Heydölum. (Ur vísnabók Guðbrands biskups). Hirðarar sjá og heyrðu helga nótt engla drottins. Fögnuð fengu megnan, fæddan Krist þar með ræddu. Heiður guði á hæðum, hjer friðr á jörðu niðri, mönnum mjúklátt sinni, mæla englar fullsælir. Sæti faðir, jeg þakka þjer þína elskuna hreina, son þinn góðan að gafstu mjer, græðarann allra meina. Gef þú, jeg finni fögnuð þann, framar sem aldrei bregðast kann, fyrir þá elsku eina. ----o---- Gin- og klaufnasýkin. Hvernig fer, ef hún berst hingað? Þeir, sem þekkja best gin- og klaufnasýkina, vita að hún er hin allra skæðasta veiki, sem í hús- dýrum geysar, hættulegasti sjúk- dómur vegna þess, að menn vita eigi hvemig- hann berst, og hinn skæðasti vegna þess, hve margar tegundir húsdýra fá tekið hann, og hrynja niður úr honum. Dýr- in, sem veikjast, líða óbærilegar kvalir og mjólk kúa verður t. d. blandin greftri, vilsu og blóði. Má því svo að orði kveða, að þau húsdýr, sem veiki þessa taka, sjeu um leið afsláttarskepnur, og ekk- ert af þeim má koma að notum. Og nú er það víst, að veikin er svo bráðsmitandi, að komist hún á eitt heimili, er víst, að þar sýkj- ast allar skepnur og viðbúið að hún berist um alt hjeraðið. Man nú enginn fjárkláðann mikla og hver vágestur hann var hjer landi? Þó var hann ekki neitt í samanburði við gin- og klaufna- sýkina. — — Undanfarna daga hefur verið hljótt um þennan skaðræðisfar- aldur í blöðunum hjer, fyrir utan grein þá, sem kom út í Tímanum á laugardaginn. Stjórnin okkar bannaði þá fyrst innflutning frá Noregi á heyi, er veikm hafði legið þar í landi hátt á annan mánuð. Mbl. segir stjóm- ina altaf hafa staðið í skeytasam- bandi við landdýralæknirinn norska, og virðist kenna honum um það, að eigi var baimaður innflutningur á heyi og hálmi hjer fyr en gert var. Þó náði bann stjórnarinnar ekki lengra en það, að Lyru var leyft í síðustu ferð sinni að flytja inn hey til Vest- manneyja. Hey, sem hingað átti að fara, var að vísu sent út aftur, en fjöldi manna hjer á landi nuddaði sjer upp við heyið um borð á skipinu. Vestmannaeyingar eru nú víst að gefa gripum sínum heyið, sem þeir fengu. Ekkert eftirht er haft með því, hverjir ferðamenn koma hingað frá útlöndum. Þó þykir sýnt og sannað, að veikin berst með mönnum. Þá ætti hún líka að geta borist úr heyi í skipi, með þeim mönnum, sem vinna þar um borð og nugga sjer upp við heyið. Mjer finst því ekki annað sýnna en að veikin geti komið hjer upp á hverri stundu, eigi aðeins hjer í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði, þar sem heyið hefur komið á land úr norsku skipunum, eða menn hafa getáð borið með sjer sóttkveikjuna úr heyi frá borði — jafnvel að hún sje þegar komin upp um allar sveitir. Menn hafa þar að auki komið frá heimilum í Danmörku, sem veikin var á. Við höfum heyrt hvað veikin berst óðfluga út í Noregi. Senni- lega hefur hún borist svo hratt þar út vegna þess að húsdýr Norðmanna hafa að undanfömu verið ósýkt af veiki þessari og þolað hana því síður — eru næm- ari fyrir veikinni — heldur en þau húsdýr, þar sem veikin hef- ur legið í landi, eins og t. d. í Danmörku. En hvað mun þá verða um húsdýrin okkar, sem aldrei hafa fengið snefil af veik- inni? Hvað verður gert? Jeg þarf ekki að taka það fram, hvað jeg vil að sje gert í þessu máli. Jeg hygg að jeg hafi tekið það nógu skýrt fram í greinum mínum áður. En það sem mig og fjölda manns langar nú til að vita, er þetta: Hvað ætlar stjórnin okkar nú að gera? Hverjar ráðstafanir hefur hún hugsað sjer til þess að fyrir- byggja það, að veikin komist hjer í algleyming, úr því að hún hefur nú fallist á það, að hætta geti verið á smitun frá Noregi? Hvað ætlar hún að gera ef veik- in kemur upp í einhverju hjer- aði hjer, til dæmis Kjós eða Mos- f ellssveit ? Ætlar hún þá að fara að eins og Norðmenn og láta fallvötn skifta samgöngum, til dæmis að láta Hvítá eystri og Hvitá í Borgarfirði skilja samgöngur manna og dýra milli landshluta? Og hvað ætlar stjórnin að gera ef veikin berst út fyrir þessi tak- mörk, eða kemur upp annarstað- ar sem engin hefur búist við? Þetta getur komið fyrir; svona fór í Noregi. V arúðarráðstaf anir. Jeg álít, að landbúnaði okkar stafi mikil hætta af öllu skeyting- arleysi í þessum efnum, og jeg hef margoft bent á, að vel geti svo farið, að veiki þessi gjósi hjer upp bráðlega. Og þá er jeg líka hræddur um hitt, að menn leyni henni von úr viti, og þama álít jeg að sje aðalhættan; með þann- ig lagaðri yfirhylmingu getur veikin borist bæ frá bæ, um heila hreppa og sýslur áður en nokkur veit af. Getur maður því búist við að kvikfjenaður okkar hrynji niður, og að bömin sýkist vegna óheilnæmrar og eitraðrar mjólkur. Mjer hefur dottið í hug, til að komast fljótt fyrir það hvort veikin hefur borist hingað, að læknum, sýslumönnum, hrepp- stjórum og yfirsetukonum væri falið, hverju í sínu umdæmi, að hafa nú fyrst um sinn glöggar gætur á því, hvort upp koma ein- hverjir kvillar í búfje manna; þetta eru alt opinberir embættis- menn og má því fela þeim þetta; þeir hafa líka góða aðstöðu til þess að vita um það fyrstir manna, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ljósmæður koma víða og þær sjá það hver mjólk ung- bömum er gefin. Læknar fara enn víðar og kynnast mörgu. Um hreppstjóra og sýslumenn vitum við, að þetta eftirlit ætti að heyra undir þeirra verkahring. Og þótt það komi fyrir að grun- samir menn geti laumast svo hjeraða milli, að landstjóm viti ekkert af t. d. frá Vestmanna- eyjum í vor upp í Landeyjar og sveitir þar í grend — þá er lækn- um, sýslumönnum og hreppstjór- um vel til þess ætlandi að taka í taumana. Lokaorð. Jeg ætla ekki að lengja mál mitt mikið úr þessu. Jeg vona, að allir sjái og hafi sjeð, hvað mjer hefur gengið til þess að skrifa um þetta mál svo sem jeg hefi gert. Það er ekki af pólitík, heldur af áhuga fyrir velferðarmálum lands- ins og hins íslenska landbúnaðar. Jeg hefi þótst sjá hættuna, er að okkur steðjar, og afleiðingar hennar, og alt sem fram hefur komið, hefur sannað mál mitt. Eitt vona jeg, að sýslunefndir taki mál þetta til meðferðar. Það liggur þeim næst. Jeg vil líka segja þeim sýslunefndum, er þessi orð mín lesa, og skilja hver hætta Islandi er hjer búin, að jeg skal vera þeim svo hliðhollur, sem unt er, með fleiri upplýsing- ar, um þetta stórvægilega mál, en þær, er komið hafa í greinum mínum. Reykjavík, 20. des. 1926. Ólafur J. Hvanndal. - ■»■■■■«—

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.