Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 01.01.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 01.01.1927, Blaðsíða 2
LÖQRJBTTA Má [ilerí kmúm íæddur á Akureyri 20. ág. 1878, dáinn á Vejleí'jord-heilsuhæii 19. sept. 1926. „pað er svo kalt að kúra í jörð ei kærleikstár ei væta svörð". Ólöf Sigurðardóttir. Evald Sæmundsen, svo var hann ætíð nefndur, var sonur merkishjónanna Pjeturs Sæmund- sens, sem frá 1884 til 1913 var versiunarstjóri Carl Hóepíners verslunar á Blönduósi .og konu hans Magdalenu, fæddrar Möller, dóttur „gamla Möllers" á Akur- eyri. Var hann einn af 4 systkin- um, sem upp komust. Ari dó um tvítugt, en hin eru Sigríður kona Hallgríms Davíðssonar verslunar- stjóra á Akureyri og Carl stór- kaupmaður í Kaupmannahöfn. Evald fluttist til Blönduóss meö íoreldrum sínum árið 1884 og dvaldi þar upp frá því allan aidur sinn, að undanteknum þeim tíma, sem hann varði hjer heima til náms utan heimilis og við verslunarnám í Kaupmannahöfn, þar tii hann seint á árinu 1924 fór utan að leita sjer heilsubótar. Árið 1917 giftist Evald eftir- lifandi konu sinni, Þuríði Sigurð- ardóttur frá Húnsstöðum, sem reyndist honum í hvívetna hin ágætasta kona; eignuðust þau 4 börn: Ara, sem dó á 1. ári, Þor- gerði, Magdalenu og Pjetur. Þegar „gamli Sæmundsen" ljet af forstöðu verslunarinnar árið 1913 tók Evald sál. við því starfi og hjelt því þar til sumarið 1923, að hann fór frá því, og var hann þá farinn að kenna veiki þeirr- ar, sem nú hefur lagt hann í gröfina á besta aldri og svo löngu fyr en allir, sem til þektu, hefðu búist við. Eins og fyr segir, fór hann ut- an síðla árs 1924 til þess að leita sjer heilsubótar, var lengi tví- sýnt um batann og vinir hans stöðugt milli vonar og ótta um afdrifin. Þó var Ioks svo komið að batinn þótti einsýnn og var hann farinn að búa sig til heim- ferðar, en þá tók hann alt í einu veikina aftur, sem dró hann til dauða á svo skómmum tíma, að kona hans, sem brá strax við og fór utan, náði aðeins að sjá hann og ljetta honum þjáningarnar Sigbjörn Obstfelder: Krossínn. G. A. Sveinsaon þýddi. Og þetta einurðarleysi hennar og blygðunarsemi óx dag frá degi. Augu hennar voru hætt að leiftra þegar náttaði. Þegar jeg kom nálægt henni titraði hún eins og hún væri hrædd við mig. Og þegar við fjellumst í faðma var hún svo undarlega hrædd og feimin og skalf eins og hrísla. Jeg varð um tíma yfirkominn af hugsýki. Hugsanir mínar voru margar og sárar, en jeg var eins og viltur maður, sem altaf fer í hring og kemst ekkert áfram. Og kvíði og þungur harmur kramdi hjarta mitt. Stundum sat jeg og las án þess að veita því eftirtekt, að hún var inni hjá mjer. Stundum liðu heilir dagar án þess, að við yrtum hvort á ann- að — en svo mættumst við stund- um í fordyrinu og gripum hvort annars hendur, þjett og innilega, án þess að líta hvort á annað. Á kvóldin var eins og við yrð- um að kyssast, en þá bar það við, að mjer fundust kossarnir óþolandi. Því að milli okkar sá jeg hann, og hárin risu á höfði honum af kvölum. síðustu æfidagana. Hrundu þar til grunna á svipstundu allar þær giöðu vonir, sem fjöldi manna var farinn að gera sjer, að sjá hann aftur heilan heilsu. Frú Þuríður sneri þá skjótt heimleiðis .með brotnar allar sín- ar fegurstu og ljúfustu vonir og framtíðardrauma, en fiutti með sjer lík síns ástkæra eiginmanns og var hann jarðsunginn á Blönduósi 21. þ. m. að viðstöddu ailmiklu fjölmenni. Gamlir versl- unarþjónar hans báru kistuna úr íbúðarhúsinu til kirkju, en til kirkjugarðs báru kistuna gamlir viðskiftavinir og kunningjar. Var kirkja og kista fagurlega skreytt og jarðarförin að öllu hin hátíðlegasta. Var auðsjeð á öllu, að hjer var á bak að sjá hjeraðs- prýði og göfugmenni. Strax og Evald kom til vits og ára varð hann önnur hönd föður síns við verslanina. Var það hvorttveggja, að gamli maðurinn mun hafa ætlað honum þessa stöðu og viljað láta hann vaxa upp í starfinu, enda hneigðust menn mehi að hinum glaða og ljúfmannlega ungling, heldur en gamla manninum, sem hafði það til að vera þur á manninn, þurfti þar að brjóta hnetuna til kjarn- ans, en tækist það fundu menn að kjarninn var góður. „Gamli Sæmundsen", hinn mikli vit- og fjármálamaður, vildi sjá hag sinna viðskiftamanna borgið í hvívetna. Því var það eitt vorið, er matarskortur var — vorið 1902 — en hann að venju sæmilega birgur, og aðrir báðu hann um mat í'yrir peninga, að hann sagði þessa gullfallegu setn- ingu, sem lýsir trölltrygð hans og öryggiskend, meir en langt mál: „Mínir menn jeta ekki pen- inga". En hann var maður hins gamla tíma, kærði sig ekki um að færa út kvíarnar og vildi kenna sínum mönnum að spara. Neitaði því oft nýjum viðskifta>- mönnum og sínum eigin við- skiftamönnum neitaði hann um það, sem hann áleit að þeir þyrftu ekki með, hann bókstaf- lega skamtaði þeim svo að þeir hefðu nægta nóg af nauðsynjum, en vildi afstýra þvi, að þeir eyddu fje sínu, eða hleyptu sjer í skuld- ir fyrir það, sem hann áleit óþarfa. En þetta kunnu menn ekki að meta svo vel, sem vert var. Þegar það kom fyrir varð h ú n náföl. Sá hún þá sömu sýnina? Jeg fór að verða mikið að heiman. Stundum saman ljek jeg að knetti í gildaskála einum í bænum. Jeg varð ágætur knatt- borðsleikari. Það hefur víst verið af því að höfuð mitt var fult af öðrum hugsunum, að mjer mis- hepnaðist aldrei. Líkt og þegar vjer klífum standberg í svefni. Þeir, sem umhverfis mig voru, hurfu eins og bak við ský, jeg sá þá eins og höfuð í málverki. Innan úr veitingastofunni heyrði jeg glösin klingja. En jafnan þráði jeg heitt að komast heim aftur. Jeg hugsaði mjer, að hún kæmi á móti mjer og kastaði sjer um hálsinn á mjer, og jeg þóttist sjá hana rjetta fram varirnar langt í burtu. Hún gerði það ekki. Það var eins og alt væri á enda. I augum hennar leiftraði einhver annar- legur þótti. Jeg tók mikið út af þessu. En stundum fann jeg að jeg breytt- ist sjálfur í fasi og framkomu, fann að jeg varð þungbúinn á svip og rödd mín kuldaleg og hörkuleg. Andlit h e n n a r varð Hkara og líkara því, sem það hafði verið, er jeg sá það fyrst, síðan hafði jeg ekki sjeð það þannig. Það kom aftur hrukka sem áður var Nýtt. Nýtt, W SYLVIA" SKILYINDAN er nýasta og ódýrasta skilvindan, sem fáanleg er. „Sylvia;i no. 0 skilur 40 ltr. á klukkustund og kostar kr. 66.00 „Sylvia" —, 7 ' — 60------ — „— — — — 80.00 „Sylvia" - 8 — 90------ — „— — — — 90.00 „Sylvia" — 9 — 130 — - — „— — — — 115.00 „Sylvin" — 9| — 170 — -- — „— - 125.00 Skilvinda þessi er smíðuð aí' hinni heimsfrægu skilvindu- verksmiðju Aktiebolaget Separator. Stocholm (sömu verk- smiðju sem býr til Alfa-Laval skilvindurnar). Er það full trygging fyrir því, að ekki er hægt að framleiða betri eða fuUkomnari skilvindur fyrir ofangreint verð. Varahlutir fyrir- liggjandi í Reykjavík. „Sylvia" fæst hjá öllum sambandskaupfólöguui og í heild- sölu hjá Sambandi ísl. satnvinnufélaga. Evald var meira maður hins nýja tíma, stórhugá og keppinn í því að auka verslunina, enda varð þaó svo, þau fáu ár, sem hann var verslunarstjóri, að út- íiutt áriegt vörumagn verslunar- innar meira en tvöfaldaðist, en auðvitað margialdaðist að krónu- tah. Atti þar ekki minstan þátt- inn í ijúfmenska hans við hvern sem var og hve óvenju næman skilning hann haí'ði á hugsjónir annara og tilí'inningaa;•, samfara hjálpsemi hans við hvern sem var þegar einhvers þurfti með. Kunn- ugt er mjer það, að t. d. vorið 1918 og 1920, þegar harðindin geysuðu og flestar skepnur þurfti að fóðra á mat að meira eða minna leyti, þá mun húsbændum hans hafa þótt nóg um, hve mik- ið var látið úti af vörum. Þeir hugsuðu * eðiilega um sinn hag, geta tæpast hafa sett sig fyllilega inn í ástandið hjer, en vildu ekki láta skulciir safnast. Evald hugs- aöi um að bjarga og gerði J>að. Vonaði með trú hins bjartsýna manns að alt mundi lagast. íþróttum unni Evald, var sjálf-' ur fyrirtaks skytta og sjómaður, enda vandist því snemma. Er mjer það minnisstætt, þegar jeg í fyrsta sinni kom til Blönduóss vorið 1888, þá 13 ára, sjóveg vestan aí Nesinu. Þá gerði skarpa innlögn, svo bíða varð nætur að komast út. Varð mjer þá um dag- inn, eftir að hvesti, reikað vestur horfin, bjarminn í augum hennar var slokknaður, yfir enni hennar hvíldi nú oft þungt sorgarský. Jeg gleymi aldrei þessum stundum við knattborðið. Mjer þykir enn sem jeg haldi á krít- ugum knattrekanum, og finn enn, hversu sál mín oft engdist af kvölum. Þó voru hugsanir mín- ar óskýrar. Og harmurinn óljós, blandaður. Stundum ásakaði jeg mig harðlega og mjer þótti jeg sjá sjálfan mig niðri í undir- djúpunum, auman og fyrirlit- legan. Eitt kvöld kvað svo ramt að þessu, að jeg hætti leiknum og fór. Myrkur var á, og höfuð mitt svo fult af hugsunum, að jeg sá ekki hvað jeg fór. Jeg fann grýttan grassvörð undir fótum mjer og kjarr umhverfis. Svo heyrði jeg lækjarsitru hjala ná- lægt og þá mintist jeg þess, að það var þar, sem hún, einn dag, hafði drukkið úr lófa sínum. Þá hafði jeg tekið eftir því hve fall- ega hönd hún hafði. Sólin hafði skinið gegn um hönd hennar. Um kvöldið hafði jeg kyst alla fing- ur hennar. Þá sagði hún: — Hvers vegna kyssir þú alla fingur mína núna? Þannig var því háttað um alla okkar umgengni, hvors við ann- að. Jeg reikaði í niðamyrkri, jeg sá ekkert, en fann alt. Stundum sá jeg þó grilla í eitthvað og heyrði skvampið í vatninu. á sandinn og sá hvar 2 smá- diengir voru að drasla með bát í íaiidskaílinum, ljetu þeir sig hvergi þó báran skyili þeim til noíuös, voru það þeir bræður Hivaid og Ari. Evald á 10. ári, Ari yngri. Voru þeir að bjarga siiunganeti, sem sogast hafði út frá sandinum. Fór jeg þá og lijálpaði þeim til að setja. Var þá, ekki að því að spyrja að Evaíd dró mig inn „til mömmu" tíl þess aó þiggja góðgerðir að laun- um. Hió hann oft að því síðar, er viokynningin varð meiri, hvað jeg heiöi þótst mannalegur, að ætla að bjarga þeim, en verið feiminn og hjeraiegur þegar inn heí'ði komið. Fróðui og lesinn var Evald meir en aiment gerist, og átti mjög gott bókasafn, fylgdist vel með ölium málum þjóðarinnar og stóð jafnan þeim megin, sem veiið var á verði fyrir frelsi þjóðar sinnar og athafnafrelsi einstaklingsins, en hataði öll höft og þvingun. Þó gaf hann sig ekki mikið að opinberum málum út á við. Hans eigin störf og heimili var honum fyrir öllu. Heimili hans var hið ánægju- legasta og söfnuðust drjúgum þangað gestir og gangandi og al- kunnugt er það, að alla tíma eft- ir að hann komst upp, áttu ýms olnbogabórn lífsins, sem hvergi höfðu höfði sínu að að halla, þar trausts að vænta, sem Evald var, Þegar jeg kom heim, sá jeg ljós í glugga hennar og kastaði steini á rúðuna. Hún lauk upp: — Hver er það? — Það er jeg. — Ó, ert það þú. Jeg heyrði bergmálið af orðum okkai'. Inni í myrkrinu endurtók- ust þau: Jeg — þú. Hún gekk inn, kom svo aftur og kallaði: — Bíddu, jeg kem niður til þín. Hún kom til mín. Hárið liðaðist um herðar henni. Við settumst á stein. Hún mælti: — Nú sveipa jeg þig í hári mínu. Þá sveipaði hún um mig hári sínu, og jeg huldist af því. — Elskar þú mig? mælti hún. — Jeg elska þig. Þá tók hún hárið frá andliti mínu og mælti: — Hrópaðu það út yfir hafið: Jeg elska þig. Jeg kallaði: — Jeg elska þig. Bergmálið endurtók orð mín: — Jeg elska þig. — Heyrirðu skvampið í öldun- um? spurði hún. — Já. — Heyrirðu hvað þær segja? Þær segja: Jeg elska þig. Þá huldi hún mig aftur í hári sínu. Það var sem vildi hún fela mig fyrir einhverju illu. f' II: 11' l-S! [I Jeg vaknaði um miðja nótt. móðir hans og kona, og lifðu þessir vesalingar tímum saman, ekki af molum, heldur sneiðum þeim, sem hrutu aif boiðum, fyrst þeiria mæðgina og síðar hjón- anna, enda sáust þess glögg merki jarðarfarardaginn, að kær- leikstár hnigu af hvórmum hinna fátæku, hrjáðu og smáu, sem þai' voru viðstaddir, . og þeir voru margir. Evald var mjög hneigður til atvinnureksturs. Rak snemma út- veg og búskap og hjelt því fram alla tíð og það í allstórum stíl, cn ekki mun það hafa orðið hon- um til hagnaðar. Bæði var það, að hann lagði mikið í kostnað til að bæta jörð sína, en alt slíkt gefur ekki öran arð og útvegur- inn, sern hann kostaði miklu til, reyndist honum óhappasamur, enda staðurinn óheppilegur til fiskiveiða; þó hygg jeg að það hafi ekki gert minst til, að hann var ekki ætíð heppinn í manna- vali. Oftrú hans á trúmensku annara, sem bygðist á hans eigin tiumensku og áhuga fyrir hag húsbænda sinna, og tilhneiging hans í því að láta þá, sem helst þurftu atvinnu við>, sitja fyrir öðrurn, sem líklegri voru til að vmna honum meira gagn gerði það að verkum, að hann hafði stundum ekki svo góða menn við bú sitt, sem skyldi, en vai'ð sjálf- ur stöðu sinnar vegna, stöðugt að vera fjai-verandi og sjá alt með annara augum. Af þessu leiddi það, ásamt ýmsum óhöppum, að oftar en einu sinni var um all- verulegt tap að ræða á atvinnu- rekstrinum, sem mun hafa átt drjúgan þátt í því, að hans um eitt skeið góðu efni gengu mjög til þurðar. „Mörg góð ráð og þægileg þág- um vjer af Njáli, þótt nú muni það fáir", sagði Snorri goði er hann var beðinn atfylgis eftir Njálsbrennu. Þá var öld hörku og hefnda; nú er öld mannúðar og launa. Nú ættu allir þeir, sem hafa notið hlýju og góðs af við- kynningunni við Evald sál., að kappkosta á einhvern veg að end- urkasta þeirri hlýju til ekkjunn- ar ungu og sorgmæddu; væru það hin bestu og honum áreiðan- iega ljúfust laun. 1 gullfallegri húskveðju, sem síra Lúðvíg Knudsen á Breiða- bólstað hjelt við jarðarför Evalds Mjer fanst einhver kyssa mig á ennið. Jeg lyfti upp höfðinu og hiustaði. Mjer þótti sem hundur lægi á ábreiðunni fyrir framan rúmið. Jeg heyrði andardrátt. Jeg leit þangað. Það var hún. Hún lá þar sofandi, með kodda undir höfðinu, í náttklæðum ein- um. Jeg þorði ekki að vekja hana. Jeg lyfti henni upp eins varlega og mjer var unt og lagði hana í rúm sitt. Hún lá með aftur aug- un. En vera má þó að hún hafi vakað. Jeg leit út á hafið. Jeg sá enn rönd af kvöldroðanum úti við sjóndeildarhring. Jeg fórnaði höndum. Jeg átti lífið, fegurðina. Jeg titraði af fögnuði. Jeg beið morgundagsins með ákafri óþreyju. Var ekki einnig það, sem hún hafði lifað án mín — var ekki einnig það þáttur af mínu lífi? Við sólarupprás ætlaði jeg að koma til hennar og spyrja, hvort jeg ætti það ekki alt. Og þá skyldum við gleyma allri sorg og böli. Þá skyldi lífið verða fegra en fegurstu draumarnir okkar. Jeg lá í rúminu fram á dag. Jeg var ölvaður af sigurgleði. Nú skyldi lífið byrja. Sál mín skyldi umvefja sál hennar og fljettast inn í hana. Ekkert skyldi skilja okkur að framar. Jeg baðaði mig.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.