Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.01.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.01.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA XXII. ár. lleykjavík, miðvikudaginn 12. janúar 1927. 2. tbl. Um v?<la varöid, alt land hafði hann einnig áhrif, það, hverja þýðingu færeyskt einkum á bændastjettina og mál og bókmentir hafa fyrir nor- væntu þess margir, að í honum ræna og einkum íslenska menn- Lögrjetta. Milliríkjamál. Það, sem mestum ótta og erfið- leikum þykir nú valda í milliríkja- málum álfunnar er afstaða Rúss- lands. Tjitserin, sem annast utan- anríkismál Rússa, er alloft á ferð í Vestur-Evrópu, m. a. nú nokkru fyrir áramótin og þá látið heita svo, sem hann dvelji við baðstaði sjer til heilsubótar. En jafnframt hefur hann þá unnið mikið og merkilega að utanríkismálum, s. s. að nánari samvinnu Rússa og Þjóðverja og Rússa og Tyrkja. Þessi viðganigur Rússa hefur sleg- ið nokkrum ótta á Breta, ekki síst nú upp á síðkastið, þegar Rússar hafa mjög látið til sín taka, að því að talið er, til þess að róa undir óeirðirnar í Kína, sem ekki síst hafa komið hart niður á Englendingum. Alt þetta hefur orðið til þess, að England leggur sig nú meira í líma en áður um áhríf á Evrópumál og það svo, að Chamberlain utanrík- isráðherra þeirra er nú aftur af mörgum talinn hinn helsti og besti kraftur milliríkjamálanna, maður sem í alvöru reyni að miðla málum á skynsamlegan og fríðsamlegan hátt. Síðustu dag- ana hafa ensk blöð þó ámælt honum nokkuð fyrir afskifta- leysi í Kínamálunum. En stefnan, sem nú virðist helst uppá teningnum, er sú að einhverskonar samvinna eða sam- band komist á milli vestur- og norðurevrópu ríkjanna, en útilok- uð verði að miklu leyti áhrif Rússlands, sem aftur á móti reynir að beina áhrifum sínum austur á bóginn, til Asíu. Samkomulagið milli Vestur- Evrópuríkjanna er þó enganveg- inn gott. Þau kíta og gera sjer- samninga um sína eigin hags- muni án tillits til hagsmuna ann- ara ef svo ber undir. Einkum veldur afstaða Itala erfiðleikum. Milli þeirra og Frakka er nokkur kepni um ítök á Balkan. Hafa ítalir gert vináttusamning við Rámena og nýlega við Albaníu og fá þar mikil áhrif. Annars er það reynsla, að þessir vináttu- samningar verða ekki ávalt svo vinsamlegir í framkvæmdinni, að mikið sje á þeim byggjandi. Madsen-Mygdal, hinn nýi forsætisráðherra Dana, er maður sá, sem einna mest bar á í kosningahríðinni síðustu. Hann ljet að vísu mest til sín taka í kjördæmi sínu í Suður-Jótlandi og vann vinstri flokkurinn þar mikið á og hafði fylgi hans þó hrakað þar undanfarið. En út um eignuðust vinstrimenn þann for- ingja, sem þeir þóttust aldrei hafa eignast að fullu, eftir að I. C. Christensen hætti að fást við þingmál. M. M. er einnig höfð- ínglegur maður ásýndum, fas- mikill og vel máli farinn og vel virtur, einnig af andstæðingum sínum. Hann er uppalinn á nokk- urum umbrotatímum í dönskum stjórnmálum, og faðir hans var alláhrifamikill þingmaður, en sjálfur tók hann lengi framan af ekki mikinn þátt í stjórnmáium. Aðalstörf hans voru búskapur og búfræðaiðkanir. Hann tók kennarapróf 1896 (er fæddur 1876), gekk síðan í búnaðarskóla og varð búnaðarkandidat 1902 og síðan ráðunautur í grasrækt í Suður-Jótlandi til 1908 að hann varð forstjóri búnaðarskól- ans í Dalum, en 1916 varð hann bústjóri í Sandholt, 1920 keypti hann jörðina Edelgave og hefur búið þar síðan. Hann var kosinn á þing 1920, varð ráðherra í ráða- neyti Neergaards sama ár, en sagði af sjer þingmensku í árs- byrjun 1925 til þess að helga sig alveg búskapnum, en bauð sig nú aftur fram. Hann hefur verið forseti búnaðarráðsins svonefnda, formaður í De samvirkende danske Landboforeninger og aðal- ritstjóri Landbrugets Ordbog. Bróðir hans nokkru eldri er for- stjóri í Austur-Asíufjelaginu. Ekki er ennþá fyllilega kunn hjer stefna hinnar nýju dönsku stjórn- ar í einstökum málum. Ný fsreysk bófc. Jógvan Dáníalsson (Kví- víkar-Jógvan) : Yrkingar. Felagið Varðin. Tórs- havn 1926. Alloft — og sjaldnar þó en skyldi — sjest nýrra erlendra rita getið í íslenskum blöðum og tímaritum. Helst er þá getið bóka á Norðurlandamálum, eða þá enskra rita og þýskra. En afar- sjaldan birta blöð vor fregnir um færeyska bókaútgáfu. Stafar það síst af því, að miður sje skylt eða síður vert að minnast fær- eyskra bóka en annara, heldur af einhverju leiðu tómlæti um það: að kynnast högum og hugum næstu granna vorra og nánustu frænda. Mörg rök liggja til þess, að bókmentir Færeyinga og þjóð- emisstríð þeirra eru oss íslend- ingum töluvert nákomin, þótt býsna fáir vor geri sjer það ljóst. Hjer er ekki tóm til að rekja ingu, enda hygst jeg að gera það greinilega á öðrum stað innan skamms. Nú vil jeg aðeins rjúfa þögn þá, er verið hefir um fær- eyskar bækur í íslenskum blöðum. Mun jeg að forfallalausu ekki leyfa slíkri þögn að ríkja fram- vegis. Nú í haust kom út bók með ofangreindum titli, ljóðasafn eft- ir bónda á níræðisaldri, sannan Færeying „á 'velli og í lund“, að útliti og í hugsuun. Er það vönd- uð útgáfa, prentuð á góðan papp- ír, í „Skírnis“-broti, með mynd höfundar. Kostar 4 krónur (danskar). Er þetta góð bók og í alla staði vel þess verð, að Is- lendingar kaupi hana og lesi. Enda yrkir skáldið og ritar á til- takanlega hreinu máli og ís- lenskulegu. Hefi jeg lesið skóla- börnum mínum kvæði úr bókinni, og þau skilið orð fyrir orð. Bókin hefst á „inngangi“. Seg- ir skáldið þar æfisögu sína í stuttu máli, skýrt og látlaust. Er fróðlegt og gaman að lesa lýs- ingu hans á því, er hann lærði að lesa, en oft gekk sá lærdómur ekki allskostar stautlaust á æsku- tíma hans. — Svo segir í lok inn- gangsins: „Vildi eg, at hendá lítla bók, so fátækslig hon enn er, skuldi verið ein lítil runnur á tí buli, sum allir góðir Föroyingar eftir förimuni vilja fjálga um, bulurin, ér útrann af tí noiröna rótini“. Þá koma kvæðin, fyrst þrír sálmar, siðan kvæði ýmislegs efnis. Mörg þeirra eru kveðin í þjóðkvæðastíl, og flest eru þau gagnsýrð ættjarðarást og um ein- hver þau efni, er mjög snerta hag og þjóðemi Færeyinga. Er þar t. d. kvæði um einokunar- verslun Dana, um „Föroya mál- ið“, „Frelsiskvæði“ og „Kvæði til Föroya dans“. — Viðlagið í „Frelsiskvæði“ er þetta: Tit verjið um máliö’, Föroyingar, so mangir tit eru. Segir þar meðal annars: Tíðin rennur sem streymur í á og brótandi havsins bylgja; tann, sum nakrar sömdir vil fá, ja hann má tíðini fylgja. Mest gaman get jeg hugsað mjer að íslendingar hafi af „KópaJkvæði“, þar sem sögð er íæreyska þjóðsagan af selkon- unni, sú er Jón Trausti hefir snúið í leik („Dóttir Faraós“). Jeg þykist ráða mönnum heilt með því að hvetja þá að kaupa og lesa færeyskar bækur. Og jeg hygg engan geti iðrað þess: að ná sjer í „Yrkingar" Kvívíkur- Jógvans. Aðalsteinn Sigmundsson. Sú breyting verður nú á Lög- rjettu, að brotið minkar, en tölu- blöðum verður fjölgað sem því nemur. Ástæðan er sú, að útgáfa „Vesalinganna“ sem nú byrja aft- ur í blaðinu, verður hagfeldari með þessu móti. Sagan verður send kaupendunum sjerstök, svo að hjer eftir eiga þeir hægra með að halda henni saman. Hver örk af sögunni verður sjerstakt tbl. af Lögrjettu og fylgir 1. örk með 4 tbl. Þessi breyting er gerð í samræmi við óskir margra kaup- enda blaðsins. Lögr. hefur á síðari árum verið einskonar milliliður milli blaða og tímarita. Hún hefur minna sint dægurmálunum en önnur blöð, en gert sjer meira far um að flytja vandaðri ritgerðir og almennan fróðleik. Val á ritum þeim, sem hún hefur flutt neðanmáls, hefur hún jafnan mjög vandað. Með út- gáfu „Vesalinganna“ eftir V. Hugo var það hugsunin, að byrja ritsafn, sem smátt og smátt flytti nokkur af úrvalsritum heimsbókmentanna í íslenskum þýðingum. Kaupendur ættu að geta fengið 24 arkir af slíku rit- safni á ári, í sama broti og „Vesalingamir“ eru nú, auk blaðs, sem út kæmi 3—4 sinnum á mán- uði og flytti frjettir og fróðleik, utlendan og innlendan, og einnig þ j óðm álagr einar. Framtíðarhesturinn. Það er alment álitið að hestur- inn sje vort þarfasta húsdýr. Hann er í senn vor þjónn og fje- lagi. Án hans væri ekki hugsan- legt að ýms hjeruð, sem tiltölu- lega eru afskekt, væru bygð. Má í því sambandi nefna Skaftafells- sýslur og fleiri afskektar sveitir. Hesturinn er því oft nefndur þarfasti þjónninn, og það með rjettu. A öllum tímum hefur mönnum verið ljós þýðing hests- ins og viðurkent það, bæði í ræðu og riti. Skáldin hafa kveðið kvæði um gæðinga sína og annara, og munu mörg þeirra seint fyrnast. Hagyrðingamir hafa kveðið svo þróttmiklar og kjamyrtar fer- hendur um hestinn, að þær virð- ast orðnar almannaeign — og ferskeytlan á ferðalagi er tungu- töm. — En þeir syngja ekki um lullarann nje letingjann, þeir syngja um fjörgamminn, sem hleypur jafnt yfir urðir og eggja- grjót, sem eggsljettan veginn, — þeir syngja um gæðinginn, sem

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.