Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.01.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.01.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA LÖGRJETTA Utgefandi og ritstjóri Þorsteinn tííslason Þingholtsstræti 17. Simi 178. Innheimta og afgreiðsla i Þingholtsstræti 1. Sími 185. iðar af fjöri, en bíður þó eftir skipunum reiðmannsins, þó ef til vill nokkuð óþreyjufullur. Vjer skulum nú leitast við að bregða upp mynd af íslenska hestinum, einskonar leifturmynd af nútíma hestinum. Hann kemur oss ef til vill mjög breytilega fyrir sjónir. Vjer skulum athuga flokk hesta, heilan stóðflokk. Vjer sjáum þar engar feldar myndsteypur, þar sem einn hest- urinn sje eftirmynd annars. Það er síður en svo. Það sem fyrst sker í augun, eða vjer með skjótri athugun verðum fyrst varir við, er hvað liturinn er breytilegur. En við nánari athugun sjáum vjer, að liturinn er alls ekki breytilegri en ýmsir aðrir eiginleikar hests- ins. ÖIl bygging hestsins er svo mjög frábrugðin, einn er stór, annar er lítill, einn er þjettvax- inn, annar er grannvaxinn, einn er háfættur, annar lágfættur, einn er hrygglangur, annar hrygg- stuttur, einn er beinhryggjaður, annar söðulbakaður o. s. frv. En afbrigðin, hvort heldur sem þau eru jákvæð eða neikvæð, eru fæst, allur fjöldi hestanna fyllir upp bilið milli þeirra tveggja and- stæðna, sem fyr eru greindar. Það má því óhætt fullyrða að ís- lenski hesturinn hefur engin þau samkynja ytri einkenni, sem gefi rjett til að tala um íslenskt hesta- kyn sem sjerstakt. — Og væru eðliseiginleikar hestsins reyndir, myndum vjer verða varir við ennþá meiri mismun og það af Yfir 50 ára reynsla hefir sýnt og sannað að „Brittannia" prjónavélarnar frá Dresdner Strickmaschinenfabrik eru öllum prjónavélum sterkari og endingarbetri. Síðustu gerðirnar eru með viðauka og öllum nýtísku útbúnaöi. Flatprjónavélar með viðauka, 80 nálar á hlið, Flatprjónavélar með viðauka, 87 nálar á hlið, Hringprjónavélar, 84 nála, með öllu tilheyrandi kosta kr. 425,00. kosta kr. 460,00. kr. 127,00. X*rjóna/iréla.i?. Allar stærðir og gerðir fáanlegar, nálar og aðrir varahlutir út- vegaðir með mjög stuttum fyrirvara. Sendið pantanir yðar sem fyrst til Sambandskaupfélaganna. 1 heildsölu hjá Sarnbaiidi ísl. samviniiutelaga. þeirri ástæðu, að vjer, þegar vjer dæmum gæði hesta, tökum of mjög tillit til hins ytra útlits. Eftir margra ára kynbóta- starfsemi, hefur það eitt unnist á, að ytri líkamslítum hefur fækkað og bygging hestsins hef- ur á ýmsan hátt verið samræmd. Við byrjun kynbótastarfseminnar á þann hátt, að leitast var við að stækka hestinn og fegra að bygg- ingu til, einnig var spurst fyrir um bestu kynin. En nú virðist kynbótastarfsemin hafa tekið þá stefnu, að aðallega sje hugsað um þjetta byggingu, en minna um stærðina. Altaf er leitast við að hafa afkvæmi bestu kynjanna til undaneldis, en þar er sá hængur á, að mest megnis verður að fara eftir sögusögn þeirra, sem best til þekkja, en reynslan ein er sannleikur. Við þessa kynbóta- starfsemi hefur hin innlenda þörf fyrir gott hestakyn verið höfð fyrir augum. En hvort því tak- marki verður náð, sem nú er stefnt að, ef haldið er fram sem nú horfir, tel jeg frekar vafa- samt. Þarf ekki annað en benda á að þrátt fyrir þessa kynbóta- starfsemi hefur hesturinn, sem heild, tekið tiltölulega litlum breytingum. Og er erfitt að dæma um hvort þær breytingar sem orðið hafa á hestinum eru frek- ar til bóta eða hins gagnstæða. Það skýrir best það ástand sem nú er, ef mint er á sölu íslenskra hesta til útlanda. Vjer höfum haft næga hesta undir 48 þuml. á hæð á breska markaðinn og einn- ig næga hesta um og yfir 51 þuml. á hæð á markaðinn í Dan- mörku. Og vjer eigum áreiðan- lega miklu flesta hesta í landinu sjálfu, sem fylla út bilið milli þessara tveggja stærðartak- marka. Miðlungana eigum vjer sjálfir og notum sem heimilis- hesta — og til undaneldis í kven- legg, að minsta kosti. Vjer höfum ennþá ekki getað mótað hestinn að ytra útliti, enda þótt það í sjálfu sjer ætti að vera auðvelt. En það er ekkert aðal- atriði, að móta hið ytra útlit hestsins, aðalkjarni málsins er, að móta hina innri eiginleika hestsins, að hesturinn svari til þess sem vjer krefjumst af hon- um. Þá fyrst getum vjer með nokkrum rjetti talað um ein- angrað hestakyn gætt föstum lyndiseinkunum. Það er vel kunnugt, að eitt að- alskilyrðið til þess að vinna sjer markað fyrir vöru er það fyrst og fremst að varan sje einskynja, og svari til þess sem hún er sögð. Fiskurinn sem vjer seljum þarf að vera einskynja, kjötið sömu- leiðis og yfir höfuð allar þær vör- ur, sem seldar eru á heimsmark- arinum, þurfa að svara til þess verðs, sem krafist er fyrir þær. Sjeu gæðin misjöfn er annað tveggja, að varan hefur skemst í meðferðinni á einhvem hátt, ell- egar varan hefur verið misjöfn þegar hún kom frá framleiðend- unum. Eigi hið fyrnefnda sjer stað, getur það haft áhrif á verð vörunnar í bili en alls ekki rót- tæk áhrif. Alt öðru máli er að gegna, ef hið síðara á sjer stað. Sjeu mikil brögð á því að vara sje illa vönduð tapar hún því orði, er komið var á hana og fellur í verði, og sje um mikla samkepni að ræða, verður hún ef til vill óseljanleg. Það góða orð, sem er á íslenskum fiski, hefur skapast fyrir vöruvöndun. Sama er að segja um allar þær vörur, sem hafa skapað sjer markað á heimsmarkaðinum sje um óhindr- aða samkepni að ræða. Það hefur enn ekki hepnast að fá tryggan markað fyrir íslenska hestinn. En þá er að leita að or- sökinni til þess að svo er og bæta úr ágöllunum. En nú mun það svo vera, að skoðanir manna munu skiftar um það hverjar sjeu orsakimar. Sigbjöm Obstfelder: Krossinn. G. A. Sveinsson þýddi. Jeg gekk utan við mig um alt húsið. Enginn var hjá mjer. Stundum nam jeg staðar frammi fyrir einhverjum smá- munum — hámál — bandi. Jeg stóð lengi og horfði á það. En jeg dirfðist ekki að snerta það. Jeg reikaði aftur og fram um alt húsið, látlaust, dag og nótt. Þá kom líkhringingin og greftr- un hennar. Þegar jeg var orðinn einn, opn- aði jeg pakkann. Fyrst varð fyrir mjer inn- siglað brjef: — Til dóttur minnar, þegar hún er orðin tvítug. Þá dagbók. Það var bara byrj- unin á henni. Því aðeins fyrstu blaðsíðumar vom skrifaðar. Hún var með nákvæmum dagsetning- um — og tók yfir tímann, þegar við vorum að kynnast hvort öðru fyrst, löngu fyrir mánuðina fjóra. Þá var þykt brjef til mín. Hjer á eftir geta menn þá les- ið það, sem hún, spm nú er liðið lík, skrifaði þeim manni, sem líklega hefur rekið hana út í op- inn dauðann. Dagbókin hennar. Nú líður mjer vel. Alt er hljótt. Jeg sit hjer og horfi á litla lamp- ann minn, og óska mjer einkis framar. V i 1 ekkert framar. Hvers vegna fæ jeg aldrei frið fyrir þessu brjósti? Hvers vegna þurfum við að hafa brjóst, kon- umar? Eitt orð er það, sem jeg aldrei dirfist að hvísla, án þess að fá kuldahroll. Og titra eins og hrísla. G-æ-f-a-n. Já, mjer er kalt. Jeg ætla að leggjast út af og breiða ofan á mig hlýju, góðu sængina mína. Jeg ætla að sofna. Hann. — Skyldi það vera fóta- takið hans? Er því þá ekki lokið? Er það ekki nóg, sem jeg hef orðið að þola? Hvað kom að mjer að taka svona þjett í hönd honum? Jeg vissi það ekki fyr en á eftir. Nei — jeg v i 1 það ekki. V i 1 það ekki. — Mjer fellur heldur ekki nafn- ið hans! Skyldi það vera hugsanlegt ? Skyldi það geta átt sjer stað? Stundum þykir mjer sem augu h a n s hafi horft á mig altaf, frá aldaöðli. — Nei. Nei. Jeg v i 1 það ekki. Það er vitfirring að treysta gæf- unni. Jeg skil ekkert í því, að jeg skyldi lifa, að jeg skuli hafa lif- ' að svona marga daga. Það er alt j sem í þoku. Jeg man aðeins eitt: Að jeg fæddi. Alt hitt er í þoku. Svefnher- bergið. Andlitið, sem laut niður að mjer. 0, nei. Jeg þori ekki að hugsa um það. Svo komu margir menn, og brjef, og blóm. Hví fæ jeg ekki frið fyrir þessu? Nú finst mjer stóri höku- toppurinn á honum koma við mig aftur. Hversvegna þarf hann að koma einmitt nú? Burt! Burt! Jeg heyri óp mín þá nótt, fæð- ingarnóttina. Jeg elska þig, bam mitt, jeg elska þig af allri ; ál minni. Er jeg að svíkja þig, er eg þjer ótrú? Ó, hvað er jeg að gera? Jeg verð þó að lifa, bamið mitt, verð að lifa mínu lífi. Jeg er ung og jeg geng með svo mikið fagurt, sem hlýtur að verða til! 0, jeg er auðug, rík. Lífið er ilt, og það er erfitt, takmarkalaust erfitt, að gera alt rjett, eins og oss ber að gera. Nú veit jeg ekkert, nema einn, heitan koss. H a n n er engum líkur. Enginn getur gert það, sem h a n n ger- ir. Hann vaggar mjer í svefni eins og smábami. Og erum við ekki öll börn í þessari miklu, flóknu þvögu? Orð hans era mjer sem fyrsti fífillinn og sóleyin þegar jeg var barn. Það er eins og jeg sje að vakna til lífsins. Brjóst mitt bifast. Upp og niður. Pg r jer íitnar um hjartaræturn t.r. 0, að je sku'i geta gleymt! Hann heti. r skapað mig. 0, hvemig gat hann fengið það

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.