Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.01.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 12.01.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 En mjer finst fyrsta og aðal- orsökin til þess liggja svo í aug- um uppi, að ekki verði um deilt. Og orsökin er sú að hesturinn er svo misjafn að gæðum. Hesta- markaðurinn verður að einskon- ar hlutaveltu, þar sem kaupend- unum er það ljóst, að þeir geta stundum hrept góð kaup, en jafn- vel eins oft eða oftar „keypt köttinn í seknum“. Góðu hestam- ir fara í lægra verði en þeir eru verðir, en þeir slæmu í hærra verði. En það er augljóst, að sölu- verð liggur neðan við hið raun- verulega meðalverð sem svarar til gæða hestanna. Menn vilja altaf hafa eitthvað fyrir áhættuna og eftir því meir sem hún er meiri. Verslunin verður óheilbrigð. Aðstaðan er nú sem stendur sú, að vjer getum ekki fengið meira verð fyrir góðhestinn en lullarann á útlendum markaði. Báðir fara í sama verði, sje vöxt- urinn nokkumveginn sá sami. Mælikvarðinn sem lagður er á hestinn er ekki sá rjetti. En ef vjer eigum að skapa markað fyrir íslenska hesta, hvort heldur sem er erlendis eða innanlands, verð- um vjer að finna þann rjetta mælikvarða. Og eitt er víst að ekki mun nægja að nota mál- bandið eingöngu. 1 þessu sambandi er ekki úr vegi að gera samanburð á vorum íslenska hesti og þeim hesti eða hestakyni sem aðallega keppir við okkur á danska markaðinum. Jeg á þarf við norska Fjarðahestinn. Að vísu keppir rússneski hest- urinn einnig um þann markað,' en haxm kemur ekki til greina við þennan samanburð. Hver eru svo þau sjereinkenni, sem norski Fjarðahesturinn hef- ur? Hesturinn er einskynja: stærð, bygging, vilji, þol, lundar- far og jafnvel litur er því sem næst það sama hjá öllum ein- staklingum þessa hestakyns. — af sjer, nú? Nú, þegar alt var orðið breytt. En hann getur auðvitað ekki vitað um það. Það var ósegjanlega sárt. Jeg gat engu orði upp komið. „Þetta áttirðu ekki að gera“. Það var sem jeg talaði upp úr svefninum, þegar jeg sagði það. Elsku Túlla mín! Hjá engum er friður nema þjer. Þegar jeg sit með þig í fanginu, þá — get jeg gleymt. Þá finn jeg ekki til sakn- aðar. Þá hætti jeg að vona. Þá óska jeg ekki eftir því, sem ekki er til. Brjef hennar. Hjartans vinur minn! Þessar nætur, sem líklega eru síðustu nætumar mínar hér, þar sem þú gafst mjer lífið, ætla jeg að skrifa þjer og reyna, að lýsa því öllu fyrir þjer. Þú ferð daglega í burtu frá mjer, og þá er jeg of stórlát til að geta fengið af mjer að koma til þín. En á nóttunni meðan þú sefur, kem jeg. að hvílu þinni og kyssi enni þitt, sem jeg elska. Mig hefur lengi grunað, að eitt- hvað þungbært væri í aðsigi. Og Þar er um vandaða, einskynja framleiðslu að ræða. Kaupendur vita fyrirfram að hverju þeir ganga. Þeir geta því boðið fast- ákveðið verð, sem svarar til gæða hestsins. Nú býst jeg við að ýmsir muni halda því fram, að vjer eigum ekki að keppa eftir markaði er- lendis fyrir vora hesta og þess- vegna ekki haga vorri kynbóta- starfsemi eftir þeim kröfum sem aðrar þjóðir gera til góðs hests. — Að órannsökuðu máli er erfitt að segja nokkuð ákveðið um það, hvort erlendur markaður fyrir hesta er oss keppipefli eða ekki. En þó virðist eðlilegt að ökkur finnist leitt að tapa þeim markaði sem vjer höfum erlendis um langt. áraskeið, án þess að neitt sje gert til að halda honum, hvað þá heldur að bæta hann. Þetta mál er hagsmunamál fjölda bænda. Um allmörg ár hafa tekjur af hestaeign verið talsverðar, eink- um hin síðustu styrjaldarár. En nú virðist útlitið vera í alla staði dökkleitt. Jeg skal taka það fram, að mjög óheppilegt væri fyrir hesta- rækt vora, ef vjer færum að treysta kynbótastarfsemi vorri eftir þeim kröfum sem gerðar eru til námahesta í Bretlandi. Ef vjer gerðum það, myndum vjer eyði- leggja hestakyn vort á örfáum árum. Krafa kaupanda er að hesturinn sje lítil og ódýr. Er það hvorutveggja andstætt öllum framförum í hestaræktinni. Vel er það hugsanlegt, að þessari eftirspum sje hægt að svara enn um nokkurt árabil í útigangs- sveitum landsins. En þessi mark- aður virðist altaf vera að þrengj- ast. En ef vjer athugum danska markaðinn virðist alt öðru máli að gegna. Danir óska eftir að fá hest, sem í engu verulegu er frá- brugðinn því, sem vjer sjálfir af ferðum þínum inn í borgina, finn jeg að jeg hlýt að deyja. Þú hefir aldrei spurt mig um það, sem á daga mína hefur drif- ið og jeg hefi aldrei sagt þjer það. Jeg v i 1 d i hafa hafa það svo. Jeg veit ekki hversvegna. En nú, þegar jeg sit hjema í kyrð- inni, verður mjer það ljóst, að það varð að vera þannig til þess að sæla okkar yrði fuhkomin, óblandin (jeg dirfist varla að trúa því, að svo hafi verið). Jeg vildi vera þjer til yndis og unaðar, og því vildi jeg ekki að þú vissir alt það, sem jeg hef lifað. Hefði jeg sagt þjer það alt, hefðir þú hugsað of mikið um það og gert of mikið úr því. Jeg vildi vera fyrir þig svona, eins og þú sást mig. Hjartans vinur! Vertu viss um það, að jeg, Rebekka, hef ekkert átt hjer í lífi, nema þig, og það sem þú gafst mjer. Þú getur leitað frjetta um mig. Þú munt geta fengið að vita ótal margt um mig. Fólkið veit alt. Þú munt fá að heyra, að jeg skildi við manninn minn, þjer mun verða sagt, að það hafi verið m í n sök, þú munt fá að vita um kunnugsskap minn við Bárð. óskum. Kröfumar til hestsins eru ekki svo mjög frábrugðnar. Dan- ir nota íslenska hestinn aðallega til dráttar og sem húshest á smá- býlum. Auk þess er honum oft beitt fyrir ljettivagna, einkum tvíhjólaða. Þá er hann einkum notaður til skemtiaksturs. Vjer notum hestinn til áburðar, drátt- ar og reiðar. f þessu sambandi er vert að geta þess að ýmsir hestamenn er- lendis hafa veitt íslenska hestin- um sjerstaka athygli, einkum vegna þess hvað fljótur hann er, og eins vegna skeiðgangsins. Einnig halda ýmsir þvi fram, að íslenski hesturinn geti verið góð- ur polo-hestur. En polo er reið- mannknattleikur í Bretlandi. Reynslan hefur sýnt að íslenski hesturinn skarar fram úr öðrum smáhestum hvað flýti snertir og eins ganglægni og væri áreiðan- lega hægt að gera hann þektari erlendis fyrir þá kosti sína, en hann nú er. Sbr. bókina „Ilestar og reiðmenn“ og grein mína „íslenski hesturinn í Bretlandi“ í Tímanum 1921 o. fl. greinar. Notkun hestsins getur verið mjög breytileg eða alhliða, og liggur þá beint við sú spuming, hvort hægt muni vera að sam- ræma það alt í voru íslenska hestakyni: Að hesturinn geti verið Ijettihestur, og jafnvel veð- hlaupari og jafnframt því hæfur smábýlahestur, ásamt því sem hann verður framvegis að vera hæfur til allrar þeirrar notkunar, sem krefjast verður af honum innanlands ? Jeg vil svara þeirri spumingu játandi og rökstyðja á þann veg, að sá besti hestur sem vjer eig- um sje reiðhesturinn og að hann sje jafnt hæfur til allrar notkun- ar, einungis sje hann taminn með ákveðna notkun fyrir augum. Illaupahesturinn og viljagammur- inn er ekki síður hæfur til að ó, þú munt ekkert fá að vita! Fólkið veit ekkert. Enginn veit hvað jeg hef lifað, nje hvað jeg hef liðið. Enginn þekkir þær til- finningar, sem tvær verur bera livor til annarar. Og hafi jeg syndgað og gert margt ilt, — veit jeg þó, að til er einn maður, sem jeg hef altaf verið trú, gagnvart honum hef eg altaf verið hrein og skírlíf í hvei-ri minni taug, frá því jeg vissi að hann var til. 0, hví vissi jeg það ekki fyr. Ó, hvers vegna ferðu burtu frá mjer? Jeg þrái þig heitt og innilega. Hefur þú enga hugmynd um það, hversu jeg kvelst á dag- inn þegar þú ert farinn? Hvar ertu? Hvað ertu að gera? Skilur þú ekki, hve hræðilegt það er fyrir mig að vera ein, nú þegar jeg hef verið hverja stund hjá þjer allan þenna tíma? Skil- ur þú ekki, að þá kemur að mjer beiskur hannurinn, stingur mig og húðstrýkir mig nakta? Skilur þú ekki, að líf mitt gjör- breyttist, þegar jeg hitti þig? Það, sem á daga mína hefur drif- ið, sviftir mig öllum friði og gleði, og þá er það aðeins einn draga plóginn eða ækið en vorir algengu lötu og luralegu púls- hestar. Þegar um smáhesta er að ræða, verður að leggja aðalá- hersluna á viljann og skerpuna, því að það eru eiginleikar sem sæma hverjum hesti, — en þung- inn, eða hin svera bygging er annars eðlis. Það er oss um megn að mynda tvö hestakyn, dráttarhest og reiðhest — eins og jafnvel hald- ið hefur verið fram að æskilegast væri, enda verður tæplega hægt að benda á margt, sem mæli með því. Jeg segi að það sje oss um megn — og meina jeg þá fjár- hagslega sjeð, því að ekkert mun því til fyrirstöðu, að hægt sje að mynda fleiri en eitt hestakyn úr íslenska kynþættinum. Vjer getum alls ekki hugsað oss, að stækka svo hestinn, að hinn aukni þungi hans hafi nokkra verulega þýðingu við dráttinn. Þar verður altaf viljinn og sk ^rpan, sem er aðalatriðið, þegar um vora smáhesta er að ræða. Þolgóður verður hesturinn að v<. ra, en þolið er mjög háð meðfft’ðinni á honum. Jeg minnist í þessu sambandi þess, sem sagt er um hin tvö aðal-hestakyn í Noregi, Fjarða- hestinn og Dalahestinn. Þessi hestakyn eru ólík. Fjarðahestur- inn er lítill, þjettbygður, skarp- ur, viljugur. — Dalahesturinn er stór, þungur, frekar viljagóður. Sagt er að þeir dragi svipað vel, en munurinn á drættinum er sá, að Fjarðahesturinn leggur fram viljann og skerpuna, en Dala- hesturinn þungann. Nú er það mitt álit að það lundarfar sem lýsir sjer í þeim fymefnda, eigi betur við skapferli vor Islend- inga og vjer ættum því að keppa að nokkuð svipuðu marki. Nl. Vigfús Helgason. ----o—— maður, sem getur gefið mjer gleði og frið. Það ert þú. Ó, hví kemur þú ekki inn til mín? Þú leggur þig til hvílu í þínu herbergi, — jeg heyri þegar þú ert að hátta — og þá fæ jeg ekki að sjá andlit þitt, sem er aleiga mín í þesum heimi. En jeg er þjer ekki reið, því að þú hefur gefið mjer alt, sem jeg á, — sjálfa mig hefur þú gefið mjer, — en jeg get ekki komið til þín. Mig langar að klappa þjer, ef þjer líður illa — og þjer líður víst ekki vel vinur minn — en jeg get það ekki. Jeg óttast, að eitthvað alvar- legt muni koma fyrir. En það m á ekki koma fyrir. Jeg óttast, að þú munir spyrja mig. Og jeg óttast, að þú munir smá mig. Það m á ekki koma fyrir. Vinur minn! Mjer finst sem þú lemjir mig svipum í allan dag. Jeg er orðin smá og auð- virðileg; jeg á bágt mrð að skilja það, að jeg skvldi 'kkurntíma dirfast, að telja mig tmey þína, jeg þori ekki ao kom . til þín. Þú ert svo langt í burai frá mjer, þú sitm* á þrumuskýi hátt uppi og lítur niður á mig. Og kæmi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.