Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 12.01.1927, Side 1

Lögrétta - 12.01.1927, Side 1
LOGRJETTA XXII. ár. Keykjavík, miðvikudaginn 12. janúar 1927. Túnasljetturnar. Eitt af því allra fyrsta og nauðsynlegasta, sem hjer þarf að gerast í sveitarbúskapnum, er að sljetta túnin og auka túnrækt- ina, til þess að hægt sje að spara vinnukraftinn og flýta fyrir hey- skapnum með notkun vjela og verkfæra. Þegar nóg var af vinnufólkinu í sveitunum og kaupið fremur lágt, gætu bændur — sjer að skaðlausu — stundað heyskap á reitingssömum oig heldur ljeleg- um útengjum; en síðan að vinnu- kaupið hækkaði, skal öllu til skila haldið, ef útengjaheyskap- urinn yfirleitt á að borga sig. En úr því sem komiðf er, er sýnilega ekki gott að bæta á annan veg en þann, að yrkja jörðina, til þess að geta heyjað sem mest á ræktuðu landi — túnum og engjum. I öðrum löndum, þar sem líkt hefur staðið á og hjer, að vinnu- fólkið streymdi úr sveitunum til kaupstaðanna og kaupið hækkaði, hafa bændurnir tekið upp þau ráð, að nota vjelar og verkfæri til spamaðar í vinnukraftinum. Jarðimar hafa síðan verið unnar og illgresið upprætt með verk- færum; korninu hefur verið sáð og það uppskorið með vjelum; og að heyskapnum hefur mest- megnis verið unnið með sláttu-, rakstrar- og snúningsvjelum, og heyinu ekið heim á vögnum. Og við vjelanotkunina hefur aðallega unnist þrent: Fólkssparnaður, af- kastameiri vinna og ódýrari hey- skapur. En eins og nú er ástatt fyrir íslenskum bændum, að túnin eru víðast hvar lítil og þýfð, geta þeir ekki farið að ráðum útlendra bænda í þessum efnum, fyr en að túnin eru sljettuð og svo stór, að vjelamar geti komið að full- um notum við heyskapinn. Hefðu þeir verið svo forsjálir, að láta vinna meir að jarðabótum en gert hefur verið, þegar vinnukraftur- inn var nógur og ódýr í sveit- unum, þá hefðu þeir nú staðið betur að vígi með heyskapinn en þeir gera. Að vísu hefur þeim verið nokkur vorkun í þessum efnum, því íslensk túnrækt hefur átt og á enn við ýmsa erfiðleika að etja, sem minna gætir annars- staðar. Hjer hefir löngum verið mikill skortur á áburði til tún- ræktarinnar, bæði vegna þess, að áburðurinn hefur ekk verið eins vel hirtur og skildi; sumstaðar hafa menn ekki komist hjá því að nota áburð til eldsneytis; og um notkun á útlendum áburði hefur hjer ekki verið að ræða — til skamms tíma — sem nokkru hef- ur numið. Hjer hefir verið brest- ur á nógu harðgerðu grasfræi til sáningar, því hið útlenda gras- fræ, er hjer hefur verið notað, hefur hepnast misjafnlega. Og ís- lensk jörð er óvenjulega ósljett og þýfð og seigunnin með vana- legum jarðyrkjutækjum. En alt þetta til samans hefur ekki hjálp- að til við jarðabæturnar, heldur dregið úr framkvæmdunum. Auk þeirra örðugleika, er nefndir hafa verið og túnræktin hjer hefur haft við að stríða, er einn ónefndur enn og ekki sá veigaminsti, að mínu áliti, og það hefir verið vöntun á handhægum jarðyrkjuverkfærum til heppi- legrar jarðvinslu. Þær túnasljettur, er hjer hafa hepnast best, og eru sjerkenni- legar fyrir íslenska jarðrækt —• eða jeg veit ekki til, að þær hafi tíðkast annarsstaðar en hjer — eru þaksljetturnar. Þær hafa sjaldan eða nálega aldrei brugð- ist, og í þeim hafa sveitabændur jafnan sjeð skjótastan og mestan árangur verka sinna, er nokkuð hafa gert að jarðabótunum. En aðalorsakirnar til þess, að ofan- ristan hefur gefist hjer betur en aðrar túnasljettur, liggja í mis- munandi vinnuaðferð, gildandi staðháttum og nokkurri bót á mestu erfiðleikunum við jarða- bæturnar. Þaksljetturnar hafa tæplega eins áburðarfrekar og sáðsljettumar eða rótgræðslan, og hinn staðbundni gróður, sem á rót sína í náttúru landsins, er þar óskertur og græðir landið á ný, við fyrsta tækifæri. Með þeim er áburðarskorturinn ekki eins til- finnanlegur og ella og grasfræ- þörfin hverfur, sem hefir verið svo meinleg við flagsljetturnar. Þegar túnin eru þaksljettuð, er — eins og menn vita — 2—3 þuml. þykt jarðlag með grasrót- inn rist ofan af, svo er undir- lagið pælt upp eða plægt og herfað og sljettað, síðan er áburður borinn í flagið og það tyrft með þökunum. En í yfir- borði jarðvegsins er meira líf, loft, ljós og frjóvgandi kraftur heldur en í undirgrunninum. 1 því starfar óteljandi mergð af margskonar smávemm, svo sem bakteríum, möðkum, pöddum o. fl., að rotnun jarðvegarins og áburðarsöfnun úr loftinu, sem kemur gróðrinum að gagni. Og af þessum frjóvgandi öflum jarðveg- arins tapast lítið, við þaksljett- urnar, áburður nýtist vel undir þökunum og undirgmnnurinn verðr gljúpari og betri eftir en áður. En þegar jörðin er plægð með grassverðinum og búin undir sáð- sljettur eða rótgræðslu, fer ekki hjá því, að meira og minna af grasrótinni og frjómoldinni lendi svo neðarlega í flögunum, að rót- arskotin ná ekki upp til yfir- borðsins, til að græða landið á ný, og grasrætumar að ofan tapa af frjóefnunum, er verða undir við plægingamar. Frá undirlag- inu berst aftur ljeleg mold í plóg- strengnum til yfirborðsins og ófrjóvgar jarðveginn í bili, á með- an að hún er að breytast í frjó- samari jörð, er tekur lengri eða skemri tíma sem árum skiftir. Þar af leiðandi fer altaf eitthvað af auðleystum efnm og frósemi jarðvegarins forgörðum við þess- ar túnasljettur hjer, þar sem undirgrunnurinn er ófrjór og jörð in plægð í eitt skifti fyrir öll eða með afarlöngu millibili. Og það er engin furða þótt sumar flag- sljettumar okkar hafi verið sköll- óttar á fyrstu árum eftir plæg- ingamar, þar sem svona hagar til, auk þess að nægan áburð hef- ur vantað í flögin og gott gras- fræ til sáningar í þau. Til samanburðar skal þess get- ið í sambandi við þetta mál, að erlendis, þar sem undirgrunnurinn er ófrjór, er þess stranglega gætt, að plægja í eitt skifti ekki dýpra en annað, til þess að ófrjóvga ekki yfirborð jarðvegarins um of með mold úr undirlaginu. En þar sem jörðin er árlega plægð eða unnin með verkfærum á fárra ára fresti, og rótarávextir ef til vill ræktaðir annað misserið, en kom eða gras hitt árið, er gróð- urlagið (frómoldin) miklu þykkra en hjer gerist. eða fullkomin plógstrengja-dýpt. Þess vegna koma þær athugasemdir, er hjer hafa veiið gerðar við plæging- arnar, ekki þar til greina. En þrátt fyrir áðumefnda kosti þaksljettnanna, hafa fylgt þeim miklir ókostir, þar sem þær hafa verið seinunnar og dýrari en aðrar túnasljettur. Menn hafa orðið að vinna mikið að þeirn með handafli og ekki getað haft undir nema litlar jarðspildur í einu, og þess vegna hefur verkið orðið óhæfilega dýrt og fram- kvæmdirnar litlar. Hefðu hjer verið fundin upp þægileg áhöld til þaksljettunar, fyrir 20—30 árum, þá efast jeg ekki um það, að túnsljettunum hefði miðað betur áfram í seinni tíð en raun er á orðin. — Þess hefði ein- hversstaðar sjest góð merki nú í íslenskri túnrækt. Á síðustu árum hefur verið reynt að bæta úr þessum ókost- um þaksljettnanna en halda í kosti þeirra, með nýjum jarð- yrkjuverkfærum og nýrri sljett- unaraðferð. 1 stað þess að plægja jörðina með grassverðinum og herfa síðan eins og venja er til, 3. tbl. er hún unnin með tveimur herf- um; en vinslan lítur út eins og jörðin hefði verið unnin með plóg og herfi að öðru leyti en því, að megnið af gróðurlaginu er ofan til í flaginu og gerir sama gagn og í þaksljettunum. Þessi nýja sljettunaraðferð líkist því þaksljettunum að þessu leyti, en að henni er algerlega unnið með hestum og verkfærum og fvrir það verður hún miklu ódýr- ari og afkastameiri en þær. En hvað vinnunni með þessum herfum annars líður, hafa þau aðallega verið reynd á þýfðri túnjörð og votlendis móum, og eftir þeirri reynslu að dæma, ætti ein vallardagslátta að verða þrautunnin á 22—25 klukkutím- um eða tæpum 2þ^ degi. Það er vandaminna að stjóma þeim en plóg, og hvort þessara herfa virð- ist ekki vera of þungt í drætti fyrir tvo, óvalda akhesta. Svo þarafleiðandi ætti vinnukostnað- urinn pr. vallardagsláttu ekki að fara fram úr 50 krónum, þegar reiknað er með sama kaupgjaldi fyrir mann og hesta, og vega- gerðin borgaði á síðastliðnu sumri. Verkfærin hafa einnig dálítið verið reynd á mýrarjörð, en þar tekur vinslan eðlilega lengri tíma en á valllendinu, eftir því sem mýrarnar eru rotnari og seinunn- ari; en þó er hægt að vinna hvaða jörð sem vera skal með þessum herfum, svo framarlega að mikið grjót sje ekki í henni. Túnblettir, sem unnir voru með herfunum, í nágrenni Reykjavík- ur, í fyrrahaust og snemma á síðastliðnu vori, voru algrónir í ágústmánuði í sumar, þó engri frætegund hefði verið sáð í þá. Af þeim fjekst ein slægja og svo góð, að jeg efast um að eftirtekjT an hefði orðið meiri en hún var, þótt þessir blettir hefðu verið þaksljettaðir á sama tíma og þeir voru herfaðir og fengið sama á- burð og alla umhirðu að öðru leyti. Þessi sljettunaraðferð ætti því að geta sparað mönnum gras- frækaup á túnjörð og vel grónu valllendi, ef hún er notuð, og er mikið við það unnið, á meðan að hjer er ekki völ á góðu grasfræi til sáningar í flögin. Þessi tvö herfi kosta til samans 400 krónur, hingað komin frá Noregi, og auk þess kosta tveggja hesta hemlar 15 kr., sem geta fylgt verkfærunum, ef þess væri beiðst. En Hjólskera herfið eitt sjer, sem má nota í staðin fyrir Diskherfi á plægðri jörð, kostar 275 krónur. Þeir, sem vildu fá sjer annað- hvort eða bæði herfin í vetur, ættu að senda pantanir sem fyrst,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.