Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 22.01.1927, Qupperneq 1

Lögrétta - 22.01.1927, Qupperneq 1
LOGRJETTA [I. ár. Reykjavík, laugardaginn 22. janúar 1927. j 4. tl JD AGUR. Af hafi tímans kemur mikill knör, úr 'kafi sortans, traustur, glæstur, fagur; hann skríður ljett og legst í hverri vör að lífsins fjörum, — það er bjartur dagur. Sá prúði dreki flytur ljóssins farm til folda og þjóða, og sterkur lúðurhljómur á lífið kallar, einn og" sjerhvern arm til „útskipunar“. — Knörinn bíður tómur. Sjá, rýmin gína, og alt þau bera og eitt, jafnt athöfn smáa og magnið stórra taka skal þangað færa, og viðtak’ öllu er veitt, en verður að eins hvergi heimt „til baka“. Því skiftir nokkru að vanda hlutinn vel, sem viltu láta í knörinn þann hinn fríða. Við snekkju dagsins keppir húm og hel, og hann á kröfu á fegri gjörðum lýða. Þar ekur einn svo dýrri og fáðri dáð að drekans borði, fögru meni skilar, er slit skal þola og mun ei snemma máð', í minni þjóðar sitthvað áður bilar. En annar þama smokka svartri smán í smugu hygst, svo lítið á þvi beri; en hún mun farmskráð, — ekkert sleppur án fulls eftirlits á dagsins bjarta kneri. Og störfum miðar, varan innbyrt er af ýmsri gerð, og senn er drekinn hlaðinn. Þú segir til, hver sending skal frá1 þjer, því sólskin hlautstu, og kvitta þarft í staðinn með vöku og starfi; fást mun farmrúm enn í fleyi dagsins handa pinklum þínum; og lífsins eðli, að allir sannir menn þar eitthvað leggi af getu-forða sínum. Svo ljettir knörinn, leysir festar greitt og leggur út á tíðarhafið breiða, og framar aldrei flytst með honum neitt, hans ferð er ein, en snjöllust allra skeiða, I firðar dökkvann hníga siglur hans og hverfa sýn, en meðan gætir skímu mót honum flagga hugir dýrs og manns, uns húnar efstu síga í unnir grímu. Jakob Thorarensen. Framtíðarhesturinn. ------ Nl. Ef til vill fara menn nú að geta gert sjer í hugarlund, hvernig jeg hugsa mjer fram- tíðarhestinn. Enga heildarlýsingu ætla jeg að gefa á honum, en mjer finst jeg sjá hann í hilling- um eitthvað á þennan veg: Höf- uð lítið, eyru reist, háls þunnur reistur, bolur djúpur en þunnur, hryggur stuttur, lend brött, læri djúp, fætur rjettir og þurrir, hófar rjettir og heildarútlit há- vaxinn hestur, grannvaxinn með þjetta, stælta vöðva og með sam- svörun í allri byggingu. Og enn- þá er ógetið hins veigamesta: Hestsins innra eðlis. En það velt- ur mesþ á því í vorri framtíðar- kynbótastarfsemi, hvort vjer skiljum rjett, hvers vjer eigum að krefjast og hverju vjer eig- um að hafna. Um það geta ekki orðið skiftar skoðanir. Eðlið verð- ur að vera fágað. En hvaða leiðir eru oss færar að markinu? Jeg hef tekið það fram áður, að vor kynbótastarfsemi, eins og hún er rekin nú, flytur oss skamt á leið. Erfiðleikarnir felast í því, að enginn er svo fær hestamað- ur, að hann geti valið úr bestu hestana, eftir útliti einu. Þar verður reynslan að skera úr. Og á annan hátt getum vjer ekki losnað við miðlungshestana, sem nú eru í meiri hluta eða flestir. En það er hlutverk kynbóta- mannsins að leyta uppi afburða- hestana og láta þá byggja upp stofninn. En á því eru lítil tök eins og nú er ástatt. Þó virðist mjer starfsemi Hestamannafje- lagsins „Fákur“ vera spor í rjetta átt. En ekki nema lítið spor, og það af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hestar, sem þar eru reyndir, koma alls ekki til greina til viðhalds kyninu, þar sem graðfoiar eru ekki reyndir og fátt af hryssum. Jafnframt því eru þau hlaup, sem iðkuð eru, of einhliða. Mætti auka þar við ýmsum hindrunarhlaupum og fleiri aflraunir fyrir hesta gæti komið til greina, sjerstaklega ef hugsað væri um tamningu polo- hesta. Á þann hátt kæmi eðli hestsins miklu betur ’í Ijós en ella, og er enginn vafi á því, ef unnið væri af skilningi og dugn- aði, að hestakynið tæki stórstíg- um breytingum til batnaðar, væri sjeð um að bestu hestamir væru notaðir til kynbótanna. Reykvíkingar og yfirleitt marg- ir kaupstaðabúar, kaupa árlega marga reiðhesta, og er því tals- verður innanlandsmarkaður fyrir slíka góðhesta. Hefur það eitt meðal annars stuðlað mikið að því, að viðhalda hinum gamla og góða reiðhestakynstofni í land- inu. En þessir svokölluðu „reið- hestar“ eru svo misjafnir að gæðum, að það er mjög undir hælinn lagt, hvernig hest menn hreppa. Vjer þurfum í framtíðinni að hreinsa til, útrýma því versta, en hhía að því besta — skapa nýtt reiðhestakyn í landinu — sann- kallaða góðhesta. Og bestu ráðin til að koma þessu þjóðþrifamáli áleiðis, er að stofna hestakynbótabú. Þar er jeg á svipaðri skoðun og Daníel Daníelsson, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 19. ágúst. Mjer hefur verið það1 fyrir löngu full- ljóst, að þá yrði stigið stórt spor í áttina, svo stórt, að það mark- aði tímamót í sögu hestaræktar- innar hjer á landi. Tæplega get jeg búist við, að til að byrja með fáist gallalausir kynbótahestar, en verkefnið er að skapa þá í framtíðinni. Hesturinn á að verða við vort hæfi og jafn- framt hæfi annara þjóða. Þeir eiga að verða einskonar gullmynt þjóðarinnar. En hún er, eins og kunnugt er, gjaldgeng í öllum löndum. Sje kynbótabúið vel rekið, get- ur það skapað hestakynstofn, sem skarar svo fram úr, að bændur sjái sjer hag í þvi, að kaupa þaðan bæði hesta og hryss- ur til kynbóta. Og ekki væri ó- hugsandi að nýir markaðir opn- uðust erlendis. Hestakynið hlyti að taka stórfeldum breytingum til batnaðar. Ekki finst mjer heppilegt, að blanda neinum ríkisrekstri inn í þetta mál. Heppilegast tel jeg að stofnað yrði hlutafjelag, en ríkið seldi því eða leigði jörð, ef það ætti nokkra hæfilega. Jeg get varla trúað því, að slíkt fyrir- tæki fái ekki nóga fylgjendur og stuðningsmenn um land alt. Og er alls ekki óhugsandi, að vænta mætti stuðnings erlendis frá, því að marga góða vini á íslenski hesturinn, j?ar sem hann er þektur. Sjerstaklega má byggja á stuðningi þeirra manna, sem eiga reiðhesta og hafa skemtun af þeim. Enda vex þá tryggingin fyrir því, að hægt sje, að fá verulega góðan hest eða fák, — en því nafni vil jeg kalla fram- tíðarhestinn. öllum sönnum Íslendingum ætti að vera það áhugamál að hestarnir, sem eru svo samtvinn- aðir einkalífi þeirra, taki sem skjótustum og mestum framför- um. Hesturinn hefur verið einn þátturinn af mörgum, sem hald- ið hefur uppi menningarlífi þjóð- arinnar, og hann ekki sá veiga- minsti. Þann þáttinn verðum vjer að styrkja eftir megni. Vigfús Helgason. ----o----- Dáin er 20. þ. m. frú Helga Rasmusdóttir á Sörlastöðum í Seyðisfirði, kona Ingimundar Ei- ríkssonai- áður bónda þar. Maður varð úti á Vestdalsheiði við Seyðsfjörð laust fyrir miðjan þennan mánuð, Sigurður Hann- esson trjesmiður af Seyðisfirði. Sjera Stefán Jónsson á Auð- kúlu varð 75 ára 18. þ. m. ----o----- Frá Blikastöðum. „Ágætustu fyrirmyndarbúin eru hjá bændunum sem best búa“, sagði Sigurður heitinn ráðanaut- ur. Og hann sagði það vafalaust satt. Aðrir menn hafa haldið á lofti kröfunni um önnur fyrir- myndarbú, sem rekin væru fyrir ríkisfje, ýmist einstök, — í sam- bandi við skóla, eða hamingjan veit hvernig. Úr þeim búum og gagni því, sem þau gætu unnið bændunum og búnaðinum, hefur geysimikið verið gert. En ósýnt er það nú flest ennþá, því miður. Mjer datt það í hug hjema á dögunum, þegar að því var fund- ið við mig, af einum alþektasta „búnaðarmála“-manni landsins, að jeg nefndi ekki Blikastaði, í grein sem jeg skrifaði um alt annað efni — að það sannarlega hefði láðst mjer of lengi, að segja svo- lítið frá búskapnum þar. Því kunnugur var jeg þar þó, og vissi fyrir löngu, að þar er einmitt eitt af þessum „ágætustu fyrirmynd- arbúum“, sem hann Sigurður heitinn ráðanautur talaði um. Um fortíð Blikastaða veit jeg fátt. Þó held jeg það sje rjett, að á fyrsta tug 20. aldarinnar bjuggu þar ekki færri en fjórir bændur, hver eftir annan. Má af því marka að ekki varð neinn mosavaxinn þar á þeim misserum. Enda var jörðin þá örreitiskot. — En vorið 1909 fluttist þangað ungur bóndi og efnalítill, kominn norðan úr Vesturhópi. Var hann þar aleinn við voryrkjur framan af fyrsta vori og þótti víst sum- um grönnum hans ekki meira en glæsilega byrjað. En svo gengu

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.