Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.01.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.01.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA H.f. Eimskipafjelag íslands. Aðalfundur. y g'Aðalfundur Hlutafjelagsins Eimskipafjelag íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi fjelagsins í Reykjavík laugardaginn 25. júní 1927, og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá: 1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð- um fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstrarreikninga til 31. desember 1926 og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn fjelagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin.j Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlut- hafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík, dagana 22. og 23. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavík. Reykjavík 17. janúar 1927. Stjórnín. -------------------------------'l LÖGRJETTA Utgefandi og ritstjóri Þorsteinn (Jíslason Þingholtsstræti 17. Simi 178. Innheimta og afgreiðsla i Þingholtsstrætí 1. Simi 185. I r----------------------------<■ undan honum verkin, að enn er það munað í Mosfellssveit. Þetta var upiphaf sögunnar um „Magn- ús á BlikastöðumA Síðan eru nú liðin tæp átján ár. Sá, sem veit hvernig umhorfs var á Blikastöðum þá og sjer hvemig það er nú, hann veit líka, þó hann hafi ekkert um það heyrt, að þar hefur meira verið gert af öðru en því að sitja auð- um höndum og sofa. Og hann sjer einnig, svo framarlega sem hann ekki er steinblindur, hvem- ig ein kynslóð gæti umskapað landið, ef hún aðeins væri sam- hent og ákveðin um það. Árið 1909 var túnið á Blika- stöðum á að giska 6 vallardag- sláttur að stærð. Það var á þrem- ur hólum og forblaut mýrarsund milli. Það sumar var ágætt gras- ár. Fengust þó ekki nema 80 hestar af töðu á Blikastöðum og 40 af há. Nú er túnið með hafra- ökrum orðið nokkuð yfir 60 dag- sláttur. Hólamir þrír em fyrir löngu síðan orðnir samgrónir og nýjum hólum bætt í hópinn. En langmest af túnaukanum er þó gert úr votri mýri. Varð þar fyrst að ræsa fram og þurka, með stórskurðum og holræsum, en síðan að bylta og býtta gróðri. Munar meira á því en almenn- ingur veit, að taka til ræktunar þvílíka mýri, eða þurra grasmóa, eins og víða er nóg völ á. Þar er um ekki minna en þrefaldan mun að ræða. Og eiginlega meira þó. í sumar fengust kringum þús- und hestar af töðu og hafragrasi á Blikastöðum. Var höfram sáð síðastliðið vor í 11—12 dagslátt- ur og grasfræi til næsta árs í nálægt helming af þvi landi. Magnús hefur nú í seinni tíð einkum haft þann háttinn á ný- ræktinni, sem sýnt hefur sig að vera einhver hinn notadrýgsti. Hann sáir höfrum einsömlum í plógflögin á fyrsta ári, en höfram og grasfræi annað ár. En auð- vitað þarf að bera ágætlega í óræktina, til þess að þetta gefi góða uppskera. Á Blikastöðum hefur reynslan sýnt, að ekki er ofaukið að bera á, sem svarar 90 fullkomnum kerruhlössum á dagsláttuna fyrsta árið, og 50— 60 hlöss annað árið. Annars skyldu ræk tunarmenn minnast þess, að aldrei er í rauninni of- borið í flögin; því eyðist ekki áburðurinn allur á fyrsta eða öðru ári, þá kemur hann að góð- um notum á þriðja og fjórða ári og gerir miklu meira gagn þannig niðurplægður eins og hann er, en þó geymdur hefði verið heima í haugstæði og borinn síðan á gróna sljettuna. Fimm árin síðustu hefur ekki ein skófla búfjáráburðar verið borin á gróið land þar á Blika- stöðum. Hann hefur allur farið í flögin! Á túnið hefur Magnús eingöngu notað útlendan áburð, þau árin, og gefist ágætlega. Til gamans má geta þess, að tvö næstu árin fyrir stríðið hafði hann notað útlendan áburð, trú- lega fyrstur allra bænda lands- ins og sannfærst um notagæði hans. En þá kom stríðið og gerði áburðinn svo dýran, að ókaupandi var. Alls hefur Magnús unnið kringum 8 þús. jarðabótadags- verk þar á Blikastöðum. Og full- an helming þess hefur hann lát- ið gera síðan 1922, er hann fór fyrir alvöra að nota erlenda á- burðinn. Áður hafði áburðar- skorturinn verið honum versti Þrándur í Götu. — En hann hef- ur haft fleira en ræktunina eina á prjónunum þessi síðustu árin. Síðan haustið 1923 hefur hann jafnan að öðram þræði staðið í stórbyggingum. Hefur hann um það bil lokið við að byggja upp allan bæinn. Er fyrst að telja: Ibúðarhús 8X9 m- og tvær hæð- ir. Efri hæðin með tvöföldum steinveggjum og mótroði í milli. 2. Hesthús 5,5X10,5 m. með geymslurúmi jafnstóru uppi yfir. Hvorttveggja úr steinsteypu í hólf og gólf. 3. Þurheyshlaða fyr- ir 900—1000 hesta, með þremur votheystóftum inni, hverri fyrir sem svarar hjerambil 200 þurra- bandshestum. Hlaðan öll steypt, upp undir þakskegg. 4. Fjós með básum fyrir 32 gripi, gangstjett- um, fóðurgöngum og sjálfbrynn- ingu. Útveggirnir hlaðnir úr steypusteini tvöfaldir og mótróð milli veggja, en geymsluloft uppi yfir. 5. Áburðarhús steinsteypt, samsvarandi fjósi og gripatölu. 6. Áhaldaskemma og smiðjuhús undir sama þaki, með þurklofti uppi yfir. Veggir allir úr steini. Ennfr. hænsnahús, mjólkur- geymsluklefi og rúmgóð göng í milli íbúðarhúss, fjóss og hlöðu, með ísgeymsluklefa undir. Alt úr steini. Samanlagt grunnflatarmál bygginganna allra er um það bil 790 m2. Mun nú óvíða finnast í íslenskum sveitum, á einum bæ, jafn mikil og vönduð bygging sem á Blikastöðum. Einn af mörgum ósiðum Is- landsbænda, sem þeir skaða sig mjög með, beinlínis og óbeinlínis, er sá, í hverju óðagoti þeir oft- ast nær byggja bæi sína. Venju- legast er öllum undirbúningi slept. En svo einhvem góðan vor- dag rokið til og rifið niður og bygt upp aftur á nokkram dög- um, eða a. m. k. á fáum vikum. Lítið hugsað um kostnaðinn! Énn minna um vandvirknina! En lang- mest um að koma byggingunni einhvernveginn af!! — Og því fer sem fer: Húsin endast ekki einu sinni á borð við þann sem byggir þau. Og áður en bóndinn er laus við skuldimar, sem leiddu af byggingunni, þarf hann að fara að byggja á ný!! Og svona gengur það koll af kolli. Magnús á Blikastöðum fór öðravísi að. Hann notaði haustið I og veturinn til að draga að sjer sand og möl og steypa sement- steina. Þannig sparaði hann sjer mjög mannahald á háum verka- launum. En efni var alt við hendina þegar til þurfti að taka. Hann fullyrðir að fyrir þetta hafi byggingarkostnaðurinn orð- ið f jórðungi til þriðjungi lægri en ella. Ér hjer sannarlega athygl- isverð fyrirmynd handa bændum og öðram þeim, sem byggja þurfa að fara eftir. Baðstofumar gömlu, undir súð og torfþekju, eru nú óðum að týna tölunni í sveitum voram. Fólkið vill fá eitthvað „fínna“! Og svo byggja menn sjer timb- urhrófatildrin. Þau eru falleg og „fín“ fyrsta sumarið. En á næstu Aðvörun. Vegna þess atvinnuleysis, sem ríkir nú hjer í Reykjavík, varar bæjarstjórnin alvarlega alla menn og konur við að fara til Reykja- víkur í atvinnuleit, hvort heldur er um skamman eða langan tíma. Aðkomumenn geta alls ekki bú- ist við að fá hjer vinnu, hvorki á landi, nje á bátum eða skipum, sem gerð eru út hjeðan, þar sem vinna sú, sem í boði er, nægir ekki handa bæjarmönnum. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. janúar 1927. K. Zimsen. haustnóttum renna þau út í slaga og eru svört jafnan síðan. Kuld- inn í þeim kvelur og drepur íbúana! Og innan við tvítugsald- ur era þau svo venjulegast ónýt. Þau eru að flestu leyti lakari en góð gömul baðstofa og helmingi dýrari a. m. k. En þau „tolla í tískunni“. Og það er þeirra hlíf. Annars reisti enginn slíkar bygg- ingar. En þetta þarf að breytast. Og þarf að breytast fljótt! Steinhús eiga að koma í staðinn með tvö- földum veggjum og tróði í milli. Þau verða litlu eða engu dýrari en timburhjallamir. En miklu hlýrri og geta enst öldum saman, ef vei er til vandað. Menn þurfa að taka upp aðferðina hans Magn- úsar á Blikastöðum: Draga að sjer efnið þegar annað er ekki að gera og steypa svo steinana sjálf- ir. Þetta mætti gera smátt og smátt á mörgum áram, þangað til nóg væri komið í heilt hús. Væri sannarlega óskandi að fleiri vildu fara svona að en þeir, sem enn hafa gert það. Á Blikastöðum fjekst fyrir átján árum fóður handa þremur kúm, ef vel ljet í ári. Nú era þar 24 kýr í fjósi auk nauts og kálfa og alt fóðrað á heimaræktuðu heyi. Ennfremur eru þar á fóðri 7 hestar, sem líka era að miklu leyti aldir á töðu. Sauðfje til heimilisnota, vetranga og ótamin hross, fóðrar Magnús austur í Flóa og verður víst nokkra ódýr- ara heldur ef heima væri, því hey má að sjálfsögðu reikna með sama verði í Mosfellssveit og það selst í Reykjavík. Þó að víða hafi nú hin síðari árin verið unnið nokkuð mikið að jarðabótum, veit jeg þó eng- an bónda, sem síðustu 3—4 árin hefur unnið annað eins og Magn- ús á Blikastöðum. Korpúlfsstaða- stóryrkjurnar geta alls ekki kom- ið til samanburðar hjer. Þær era unnar fyrir stórgróðafje útgerð- armannsins, og vel fallnar til fyrirmyndar öðrum stórgróðar jörlum. En venjulegir bændur mega aldrei miða sig við þær. Á Blikastöðum hefur hinsvegar bóndinn, sem einungis studdist við bú sitt, verið að verki. Og hann var ekki hóti betur stæð- ur en þeir hinir í Mosfellssveit- inni, þegar hann byrjaði þar. Jafnvel síður en svo! Hann hefur a. m. k. sjálfur sagt svo frá, að hann hefði ekki sjeð aðra leið en

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.