Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.01.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 22.01.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 þessa, til að bjarga sjer frá basli. Og hann heldur því fram í al- vöru, að hann væri fyrir löngu flosnaður upp frá Blikastöðum, hefði hann ekki farið þessa leið- ina og ræktað af alefli. Og ætli nokkur sje líklegri til að segja okkur sannara um það en hann sjálfur? Á Blikastöðum er fyrirmyndin handa bændunum! Og hún segir þeim þetta: Að bæta og auka túnið sitt, gerir betur en borga sig! Það er vissasti vegurinn til að vera sjálfbjarga bóndi! Sem íslenskur sveitamaður á jeg eina bæn innilegasta. Hún hljóðar svona: Blessi og þúsundfaldi framtíð- in nýræktar-Blikastaðina í landi voru! Helgi Hannesson. Athugasemd. Þó að „Freyr“ gleymdi Blikastöðum, þegar hann í haust sagði frá heyjafeng nokkurra stórbýla, hefur það sennilega ekki verið af því, að hann metti þá og það sem þar hefur verið unnið í áttina fram minna en annað, er hann segir frá. — Hjer hef jeg nú sagt svo- lítið frá Blikastöðum. Og vita má „Freyr“ það ósagt, hve guðvel- komið honum er greinarkomið eða það, sem hann vill þiggja úr því. — En jeg ætla að hafa það til marks um heilindi hans, hve fljótt og vel hann segir nú bún- aðarsöguna frá Blikastöðum.. H. H. ----o---- Um víða veröld. Róstur miklar hafa verið í Kína að undanfömu, bæði gegn útlendum mönnum og innbyrðis meðal kínverskra höfðingja, ei- haldið hafa upp her hver gegn öðmm. En nú er sagt, að þeir muni taka höndum saman gegn útlendingum og beita sjer fyrir því, að losa Kína undan yfirráð- um erlendra þjóða. Flotastjóm Breta hefur ákveðið að senda deildir úr Miðjarðarhafs- og At- lantshafs-flota sínum til Kína og bendir það á, að Bretum þyki mikið við liggja. Það hefur lengi verið sagt, að Rússar örvuðu Kínverja til mótstöðu gegn áhrif- um vesturlandaþjóðanna þar heima fyrir, og þá einkum Eng- lendinga, enda rekast hagsmun- ir Rússa og Englendinga víða á í Asíu, svo að ekki er ólíkiegt, að deilumálin þar geti orðið efm til meiri eða minn vandræða þeirra í milli. Nýlega hafa dómstólamir í Osló sýknað mann, sem drap annan og gekk síðan sjálfkrafa til lögreglunnar og skýrði frá því, sem gerst hafði. Sá, sem drepinn var, hafði nauðgað konu hans. — Líkt mál þessu var einn- ig nýlega fyrir dómi í Lundún- um og fór á sömu leið. En sagt er, að bæði á Englandi og á Norðurlöndum sjeu þessir dómar einstakir í sinni röð. Franski stjórnmálamaðurinn Herriot, áður forsætisráðherra og foringi frjálslyndra flokksins, er nýlega látinn. am-- Bændasamvinnan í Oanmörku. Fyrirlestur fluttur á alþjóða-samvinnumótinu í Helsingjaeyri 25. júlí til 8. ágúst 1925 Eftir A. D r e y e r. Eftir stríðið 1864, sem varð Danmörku svo óhag- stætt, hófst með dönskum bændum framfara- og þroskaskeið bæði efnalega og menningarlega, sem ekkert kemst til jafns við á mörgum mannsöldrum áður, og hefur það orðið hið áhrifaríkasta fyrir þroska síðustu tíma. Menn unnu að endurreisn landsins, og erfið viðfangsefni fundu eða sköpuðu mikla menn sjer til lausnar. Á þessu skeiði var það, að dönsku lýðháskólamir festu verulega rætur, og ungum mönnum og konum, er sóttu skólana, veittist máttur til að líta bjartari augum á ástæðumar, og þeim óx víðsýni við skólavemna eigi aðeins á and- lega sviðinu, heldur einnig á þeim sviðum, er síðar- meir höfðu svo mikla þýðingu fyrir samvinnuhreyf- inguna. Á þessum árum, einkum frá því um 1870, gekk pólitísk vakning yfir landið. Jókst við það áhugi al- múgamanna á opinberum málum og vöndust menn við að hugsa um annað en persónuleg áhugamál sín og eignir. Þessi vakning, einkum meðal bænda, hefur og bor- ið sýnilega ávexti á sviði búskaparins og þar fjell hún kanske í hvað bestan jarðveg. Að vísu komu einnig sterk áhrif utan að hjer til greina, en við- gangur og lok þessa breytingatímabils á búskapar- lagi verður eigi skilið nema í sambandi við stefnuna alment. Um 1875 urðu í dönskum landbúnaði stefnu- hvörf; menn lögðu á nýjar brautir og tóku upp rekstursaðferðir, sem í öllu verulegu hafa haldið gildi sínu fram á þennan dag og eru nú jafnvel ein- ráðar í dönskum landbúnaði. Samgöngubætur höfðu stytt vegalengdirnar milli kornframleiðenda hins nýja heims og Evrópumark- aðarins, svo að lönd þau er áður höfðu verið ein um kornverslunina fengu nú keppinauta svo skæða, að innan fárra ára urðu miklar breytingar á framleiðsl- unni. í Danmörku urðu kornframleiðendur að marki varir við þessa breytingu á síðari hluta 8. tugar aldarinnar. 1 fyrstu olli hið lága komverð kreppu, sem bæði varð langæ og alvarleg fyrir danskan land- búnað. Á annan bóginn olli þetta breytingu á dönsk- um búnaðarháttum, og varð sú breyting eigi aðeins til þess að gera landbúnaðinn samkepnisfæran, held- ur veitti honum varanlega aukningu. Bein afleiðing af markaðs-ástæðunum var sú, að komframleiðsla og komútflutningur hætti að vera aðal-grundvöllur danska landbúnaðarins, í stað þess kom kvikfjár- rækt og kjötframleiðsla. Nokkrar tölur skulu settar hjer til að sýna þetta. Eiga þær að sýna það sem út er flutt af komi og mikilvægum fóðurtegundum auk kjöts, flesks og smjörs á ýmsum ámm þessa tímabils fram yfir inn- flutning: Kom, sáðir og olíukökur Kjöt og flesk Smjör milj. kg. milj. kg. milj. kg. 1875 158 45 12 1880 107 44 10 1882 -5- 26 55 13 1885 -f- 163 46 16 1890 -í- 372 64 35 1895 -f- 668 98 44 Hjer ber mjög á hvörfum þeim er verða í kom- versluninni: menn hætta að flytja það út, en byrja innflutning og á sama tíma vex kjöt-, flesk- og smjörframleiðslan mjög. 1 þessum nýmælum má nú rekja spor hinnar síð- ari samvinnuhreyfingar innan landbúnaðarins að- eins. Því að vísu höfðu menn haft dönsk smjörbú um allmörg ár á hinum stærri bæjum, þar sem framleiðslan var svo mikil, að auðvelt var að vanda vömna sæmilega. En smábýlin stóðu algjörlega að baki þeim í vöravöndun og þar með verðlagi á vör- unni, af því að þau höfðu eigi ástæður til að gera betur. Raunar höfðu menn í lok 8. tugar aldarinnar reynt að stofna smjörbú í fjelagi og kaupa mjólkina frá mörgum býlum, en eigi báru menn traust til að fjelög þessi yrðu þess megnug, að koma fram hinni stóra breytingu á búnaðarháttunum, sem stóð fvrir dyrum. En 1882 var stofnað hið fyrsta samvinnu-smjör- bú og þar með var hafið starf það, er jafna átti mis- muninn á framleiðslu stórbúa og smábýla, svo að all- ir framleiðendur gætu framleitt jafnvandaða vöru og stæðu jafnt að vígi. Það var því samvinnan í sam- bandi við nýmælin í búnaðarháttunum, er varð lyfti- stöng í framförum þeim, er danski landbúnaðurinn átti fyrir sjer að taka og það má með sönnu segja, að dönsku smjörbúin, sem upp frá því hafa verið meginþátturinn í dönskum búskap, hafi öll verið borin uppi af samvinnufjelögum á því sviði. Seinna skal samvinnu-smjörbúunum nánar lýst, en hjer skal þess aðeins getið, að straumhvörfin í fram- leiðslu búnaðarins urðu með óvænt snöggum hætti á nokkrum árum, svo að telja má framleiðslu kvik- fjárafurða megintaug í dönskum landbúnaði eftir 1885. Fáeinum árum síðar, eða 1887 var hið fyrsta sam- vinnu-sláturhús stofnsett, og má leggja þýðingu þess atburðar nokkuð að jöfnu við stofnun hins fyrsta samvinnu-smjörbús. Besta sönnun þess, hverja þýðingu samvinnan hefur haft fyrir landbúnað vom, er að finna í stærð smjör- óg fleskframleiðslunnar og útflutnings þeirra vörutegunda. En áhugi bænda hefur eigi beinst að því aðeins að auka mjólkurframleiðsluna og svína- ræktina, heldur hafa menn einnig hugsað mikið um að bæta þessar vörur og vanda, sem mest má verða. Þaðan er sprottinn iðnaður á sviði landbúnaðar- ins, sem hefur það markmið að tilreiða vöruna sem allra best. Með tilliti til þriðju stærstu vörutegundar land- búnaðarins, sem er egg, þá hófu menn samvinnu á því sviði um miðjan síðasta tug aldarinnar, fyrst og fremst til þess að bæta vörana en jafnframt því á þann hátt, að eggjaframleiðslan jókst og að mun. Þar sem jeg nú hef sagt frá því, hvenær samvinna hefur verið upptekin á þremur aðalgreinum danska landbúnaðarins, er það eðlilegt að draga saman nokkrar athuganir er verið gætu lýsing á samvinnu- fjelögum bænda yfirleitt, áður en tekið er til að lýsa nánara einstökum fjelögum og fyrirtækjum. — Því miður er altaf nokkur vandi, að finna það einmitt, sem útlendingum þykir nýstárlegt við starfsemi vora. Eitt af aðaleinkunnum dönsku samvinnuhreyfmg- arinnar á sviði landbúnaðarins er þá fyrst og fremst það, að hún hefur frá öndverðu og til þessa dags verið með „praktisku" sniði. Það er oft svo um mikl- ar hreyfingar, er þær koma að nýju landi, að þar gerast fáeinir menn eða litill hringur manna for- göngumenn hennar og vinna að útbreiðslu hennar með ýmislegum hætti. Þess era næg dæmi, einnig um samvinnustefnuna í öðrum löndum, að stjórn- málamenn, mannvinir, vísindamenn og rithöfundar hafa unnið málefninu gagn eftir vissri áætlun og með sjerstakri stefnuskrá. Þessu hefur eigi verið svo var- ið hjer í Danmörku. 1 upphafi höfðu menn enga stefnuskrá, og ekkert fjelag eða samband var stofn- að til þess að vinna að útbreiðslu hennar, ennþá síð- ur hefur danska samvinnuhreyfingin fætt af sjer nokkra vísindamenn í samvinnuvísindum eða doktora á sínu eigin sviði. Hin fyrsta sjerkennilega danska grein samvinnuhreyfingarinnar var, eins og jeg áð- ur hef nefnt, dönsku samvinnusmjörbúin, og eins og þroskasaga þeirra varð, þannig hefur og orðið þroskasaga hinna greinanna: menn hafa byrjað á byrjuninni, þ. e. á. s. á litlum fjelögum, og eftir fyrirmynd þeirra hafa önnur fjelög verið stofnuð víðsvegar. Þjer munuð best skilja, við hvað jeg á, er jeg segi yður stuttlega frá því, hversu menn komu sjer nið- ur á skiplagsgrundvöll hins fyrsta samvinnu-smjör- bús, er stofnað var í sveitaþorpinu Hjedding í Vestur-Jótlandi 1882. Þar hjeldu óbreyttir jótskir bændur fund með sjer í martsmánuði 1882 og komu sjer saman um meginreglur þær, er seinna hafa ver- ið uppteknar af hinni voldugu samvinnu á sviði dönsku smjörbúanna. Það er í frásögur fært um þennan fund, að menn leiddust þar til þess, án þess að gera sér fyllilega ljóst, hvert menn stefndu með fundargerðinni, — leiddust til þess að ljá hinni síð- ar svo víðfeðmu og mikilfenglegu samvinnu-hugsjón fast form í framkvæmdinni með því, að hver sem gengi í smjörbúið, skyldi hafa arðshlut eftir þeirri markatölu mjólkur, er hann legði til. Eftir þennan fund, sem að vissu leyti var frumlaga-samkoma hins

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.