Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.02.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 04.02.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA i XXII. ár. Reykjavík, föstudaginn 4. febrúar 1927. 7.-8. tbl. Búnaðarmálin. Búnaðarfjelagið og jarðræktar- lögin. --------- Frh. Breytingar á lögum og fyrir- komulagi B. I. verða fyrst og fremst að miða að því að fast- skorða betur stjórnarvald og áfoyrgð. Eðlilegt virðist og nauð- synlegt, að búnaðarmálin hafi sinn forstjóra, sem bæði sje fram- kvæmdastjóri á þessu sviði og nm leið ráðgjafi og önnur hönd landsstjórnar í búnaðarmálum, bæði þeim sem R. 1. fer með og svo öðrum. Fyrirkomulagið má andir engum kringumstæðum vera þannig, að búnaðarmála- stjórinn og landsstjórnin elti grátt silfur saman, sökum þess að stofnun sú sem búnaðarmála- stjóri veitir forstöðu, sje svo los- Iega hnýtt við landslög og lands- stjórn, að hún lendi í sjerstöðu — sem oft geti orðið bein and- staða — við heildarstjórn lands- málanna. Hitt er annað mál að við landbúnaðarmenn viljum að búnaðarmálastjóri sje sem dug- legastur að ota vorum tota við landsstjórn og Alþingi, en að hann geti verið það verður að byggjast á því, að staða hans sje þannig, að hann verði viður- kendur sem sjálfsagður ráðgjafi @g umboðsmaður landsstjórnar í búnaðarmálum, alveg á sama hátt eins og vegamálastj. í vegamál- nm, fræðslumálastj. í fræðslu- málum o. s. frv. Sumum hefur dottið í hug að breyta fyrirkomulaginu þannig, að setja á stofn sjerstaka bún- aðarmálaskrifstofu í (eða í sam- bandi við) atvinnumálaráðuneyt- ið. Henni stjórni sjerstakur bún- aðarmálastjóri. Til skrifstofunnar heyri þau búnaðarmál sem nú heyra beint undir atvinnumála- ráðuneytið og einnig ýms mál sem nú eru rekin af B. I. og sem það fer með fyrir hönd lands- landsstjórnarinnar, s. s. sand- græðslumálin og framkvæmd jarðræktarlaganna. Jafnvel hefir verið gert ráð fyrir að ráðu- nautastarfsemi B. í. flyttist að mestu eða öllu til þessarar skrif- stofu; — ráðunautarnir yrðu beinir starfsmenn rfkisins o. s. frv. Hvað verður þá eftir af B. I? Svo spyr margur, þegar þess- ar ráðagerðir ber á góma. Þeir sem helst hafa hreyft þessum ráðagerðum eða svipuðum, eru margir hverjir þeir menn sem mestar mætur og trú hafa á B. í. og framtíð þess. Þeir vilja ekki hrifsa búnaðarmálin frá B. 1. vegna þess að þeir hafi fengið ótrú á fjelaginu og vilji láta það sigla sinn eigin sjó og farast ef verkast vill. Nei, þeir vilja losa B. I. við mest alt samband við ríkið og Alþingi en efla fjelagið sem fjelág. Láta það lifa sem mest á eigin afli og áhuga. Þeir vilja í stuttu máli gera B. I. að lifandi áhugamanna-f jelagi, í stað þess að það er — að þeirra dómi — orðið of bundið ríkinu og af- skiftum þess; er orðið einskonar umskiftingur. Svo mikil er trú sumra manna, að þeir halda að þessi leið sje fær. Sannarlega er það gott, að til er svo mikil trú á , fjelagsþroska ísL bænda. Það væri gleðilegt ef hann reyndist svona mikill þegar á herðir. Þó maður hafi góða trú á fjelags- þroska þeirra, virðist mjer það vera órjettmæt oftrú að búast við að B. 1. haldi lífi ef hin eig- inlegu framkvæmdamál búnaðar- ins eru tekin af fjelaginu, nema eitthvað annað komi í staðinn, og þó hætt við að það verði vand- fundið, sem betur reynist til að halda f jelaginu vakandi — nema ef það væri þá gert að pólitísku bændafjelagi! Það virðist ólíkt eðlilegri leið, að efla og bæta það fyrirkomu- lag sem nfi. er, en að rífa niður og byggja alt nýtt*). Aðalkjarni þeirra breytinga sem jeg tel nauðsynlegar er þessi: í stað þess sem B. 1. er stjórn- að af 3 manna stjórn, semi að i/3 er kosin af Búnaðarþingi og 2/3 af þingnefnd í Alþingi, — og sem ræður framkvæmdastjóra handa fjelaginu, komi þriggja manna stjórn og sjé formaður stjórnarinnar framkvæmdar- stjóri' (búnaðarmálastjóri) fje- lagsins. Þessi 3 amanna stjórn sje þannig valin: 1 maður skipaður af atvinnumálaráðuneytinu, sem búnaðarmálastjóri, sje hann sjálfkjörinn formaður B. 1. og framkvæmdarstjóri þess. Með honum sjeu 2 meðstjórnendur valdir, 1 af Bunaðarþingi og 1 af aðalfundi fjelagsins. Formaður stjórnarinnar situr þá óhaggan- legur — þó eitthvað volgni í kolunum — meðan hann ekki gerir nein þau glappaskot eða neitt það, sem verði til þess að landsstjórnin segi honum upp starfinu. Hinir stjórnendurnir sjeu valdir til fárra ára í senn (2 eða 4 ára?). Vald og starf stjórnarinnar sje hið sama og samanlagt vald og starf stjórnar og búnaðarmálastjóra er nú. Bún- aðarþing hafi einnig sama vald- svið og nú en vald aðalfundar *) Ef á annað borð á að umturna því fyrirkomulagi sem nú er, verð- ur um fleira að velja en demba öllu i stjórnarraðið; — t. d. að dreifa ráðunautunum út um landið og skifta því í umdæmi milli þeirra. aukist — hann fær að velja 1 mann í stjórnina. Fengi aðalfund- ur það vald, yrði um leið að setja greinilegri ákvæði um hann — þau eru nú mjög ógreinileg og loðin eins og síðar skal bent á. Sumir munu nú segja að með þessum breytingum sje B. 1. bundið á Mafa — óleysanlegan klafa hjá stjórnarráðinu. Þar er því til að svara, að það er mjög vafasamt að B. I. verði með þessu fyrirkomulagi neitt háðara landsstjórninni, en með því fyrir- komulagi sem nú er þegar þing- nefnd velur 2 menn í þriggja manna stjórn. Áreiðanlega yrði B. 1. með þessari breytingu mun óháðara stjórnmálaklíkuskap og hrossakaupum en það er eða virðist ætla að verða með nú- verandi fyrirkomulagi. Þess ber að minnast, að búnaðarmálastjóri skipaður af landsstjórn situr lengur við sitt starf en venja er til að landsstjórnin sitji óhögg- uð, er því lítil hætta á að hann yrði skipaður í stöðuna sem póli- tískur hrókur, enda hefur ekki borið á því með þá „stjóra", sem nú fara með ýms' mál landsins fyrir hönd landsstjórnarinnar. Það mesta og besta sem ynnist við þetta fyrirkomulag, er að búnaðarmálastjóri þannig skipað- ur yrði meira virtur af lands- stjórninni en nú vill verða. Hann yrði eðlilega viðurkendur sem opinber starfsmaður, og lítil hætta á að búnaðarmál yrðu afgreidd án þess að tillögur hans og meðstjórnenda hans í B. 1. kæmu þar að. Á þennan hátt hygg jeg B. 1. fengi meiri og betri ráð yfir, og áhrif á allar opinberar landbúnaðarframkvæmd ir, heldur með því fyrirkomulagi sem nú er, jafnvel þó verið sje, með lagaákvæðum að reyna að koma öllum slíkum málum inn- undir áhrif og vald B. 1. Þá er það, hvort B. 1. yrði við slíka breytingu ekkert annað en opinber búnaðarmála- skrifstofa, og misti allan fjelags- blæ? Ef núverandi „fjelag" er at- hugað ögn náið hverfur af því mesti fjelagsblærinn. Það er í raun og veru ekkert f jelag.Það er opinber búnaðarmálastofnun, og því miður heldur óheppilega rek- in, sem stafar mest af því, að afstaða stofnunarinnar til þings og stjórnar er hálfloðin og mis- skilin undir hinni ljelegu fjelags- hulu, sem verið er að breiða yfir hana, en ekki hefur orðið neinn sómasamlegur búningur. „Fje- lagið" fær allan fjárstyrk sinn frá ríkinu. Ríkið ræður meiri- hluta fjeiagsstjórnarinnar. Aftur á móti geta bændur og aðrir sem vilja og nenna, haft hönd í bagga með rekstri þessarar stofnunar. En afskifti manna af B. 1. og málum þess eru ekkert bundin við það að þeir sjeu meðlimir fjelagsins. Að ótöldum heiðursf jelögum og trúnaðarfjelögum, sem ekki koma til greina í þessu sambandi, eru fjelagar B. I. bæði einstakir menn og búnaðarfjelög. Fjelagar hafa *engar skyldur við B. 1. nema að greiða því 10 kr. í eitt skifti fyrir öll, þegar um ein- staklinga er að ræða, en á 10 ára fresti, ef það eru fjelög. Fjelagsrjettindin eru: að fá Bún- aðarritið, að mega á aðalfundi velja 4 menn á búnaðarþing, — það eru öll afskifti fjelaganna af fjelagsmálum. Búnaðarsambönd- in, sem ekki eru fjelagar B. 1. nje deildir þess, hafa miMð meira að segja á Búnaðarþingi og um æstu stjórn B. 1. en hin- ir svokölluðu f jelagar þess. Þann- ig geta menn átt sæti á búnað- arþingi og í stjórn B. 1. þó þeir sjeu als ekki fjelagar þess, ef þeir aðeins eru í einhverju bún- aðarsambandi og jafnvel án þess. Getur þetta kallast fjelag? Það er tæplega afgangur af því að svo sje, og því hæpið að breyi> ingar á stjórnarfyrirkomulagi B. I. drepi „sjálfstæði" fjelagsins. Jeg tel æskilegast að B. 1. yrði breytt þannig, að það væru eng- ir einstaklingar meðlimir í fje- laginu (nema heiðursfjelagar) en búnaðarsamböndin yrðu gerð að löglegum deildum þess. Eigi að síður gæti hver sem vill gerst á- skrifandi að Búnaðarritinu, en án allra fjelagsrjettinda. Það er með öllu óeðhlegt að þeim fáu krón- um, sem greiddar eru fyrir Bún- aðarritið fylgi nein rjettindi önnur eða meiri en að f á ritið sent æfilangt — það er sannar- lega nóg. Sömuleiðis óeðlilegt, eins og nú er, að sveitabúnaðar- fjelög sjeu meðlimir B. 1. upp á þann máta að greiða 1 — eina —- krónu á ári til þess. Enda kemur mótsögn fram í því að sveitabúnaðarfjelag sem greiðir gjald sitt til B. I. hefur ekkert meira að segja á aðalfundi B. 1. þó það telji 50 meðlimi, en ein- hver og einhver, sem hefur látið skrá sig í fjelagatal B. 1. og greitt sínar 10 kr. Ef búnaðar- samböndin yrðu gerð að sMpu- lagsbundnum deildum í B. 1. ættu þau að sjálfsögðu að ráða mestu um mannaval til Búnaðar- þings — enn meiru en nú, og þó mætti eflaust gera þá kosningu einfaldari en nú er. Þannig^irð- ist alveg eins gott að formenn búnaðarsambandanna sjeu sjálf- kjörnir á Búnaðarþing eins og að samböndin kjósi sjerstaka menn til að eiga þar sæti. For- menn sambandanna eru venju-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.