Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.02.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.02.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJETTA 2 I » ......... ...........-...I LÖGRJETTA Utgefandi og ritstjóri Þorstei n n Gíslason ÞingholtRstræti 17. Sími 178. Innheimta og afgreiðsia 1 Þingholtsstrætl 1. Simi 185. ------------------------------- | lega athafnamestu mennimir í fjelagsmálum innan sinna sam- banda og jafnvel í fleiru, og því æskilegt að þeir eigi sæti á Búnaðarþingi. — Þó B. í yrði bundið því lagaboði að formaður þess og framkvæmdastjóri væri skipaður af stjómarráðinu, yrði framtíð þess að öllu athuguðu engu lakar borgið en nú er — sennilega miklu betur — ef fyr- irkomulagi fjelagsins væri í fleiru breytt til bóta. Með þeim breytingum sem hjer hafa verið nefndar lauslega, yrði B. 1. gert að sæmilega framkvæmdafrjálsri stofnun, sem bændur — gegnum búnaðarsamböndin — gætu ráðið miklu um hvert og hvemig stefndi. Vegna fordæmisins um deilur í stjórn B. í. og ágreinings milli stjómar og framkvæmdastjóra, er best að drepa á enn eitt at- riði: Ef hinn stjómarráðsskipaði búnaðarmálastjóri verður í minni hluta í stjóm B. I., þegar til af- gerða kemur um þýðingarmikil atriði, — getur hann þá fram- kvæmt vilja meiri hluta stjóm- arinnar, þó sá vilji sje ef til vill andstæður vilja atvinnumálaráðu- neytisins, sem skipaði hann? Þessari spumingu er best svarað með því að spyrja: Getur B. I. með því fyrirkomulagi sem nú er, í nokkru verulegu breytt gagnstætt vilja atvinnumálaráðu- neytisins, sem tilnefnir 2 menn í stjóm fjelagsins? — Og þó B. í. ef til vill geti það í bili, verður það þá ekki skammgóður verm- ir? — Nei, með opinberlega skip- uðum búnaðarmálastjóra mun af- staða B. 1. áreiðanlega batna en ekki versna. Frh. Árni G. Eylands. -----o---- Saiðnilið i ttðiipiiirnir. Svar til Morgunblaðsins. Eigi alls fyrir löngu gerði jeg í Lögréttu grein fyrir hættu þeirri, sem oss íslendingum væri búin af vaxandi erlendum áhrif- um á utanríkisverslun vora. Grein þessa hefur Morgunblaðið gert að umtalsefni. Þó eigi til að benda á nýjar leiðir til að verjast erlendri ásælni,heldur hefur það notað greinina sem tilefni. til ruddalegrar árásar á stærsta al- innlenda verslunarfyrirtækið í þessu landi, Samband ísL sam- vinnufjelaga. Að dómi Morgunblaðsins er Sambandið aðalbandamaður er- lendra kaupsýslumanna, sem „*)xfeitar jafnaðarlega verslun og viðskiftum við innlendar verslan- ir, þó þær geti boðið kjör er jafnist á við erlend tilboð“, og *) Orðrjett eftir Mbl. enn bætir blaðið við: „*)Sis hef- ur þvi blátt áfram unnið að því, að koma versluninni í erlendar hendur“. Lesendum Lögrjettu mun eigi þykja ólíklegt, að Morgunblaðið reyndi að færa einhverjar sönn- ur á slíkar fullyrðingar, eða að minsta kosti leiða einhverjar lík- ur að því, að hjer væri með rjett mál farið, en því fer fjarri. Þessu er slegið fram, eins og væri um einhvem algildan sann- leika að ræða. Það er þvi rjett að athuga hvort ummæli þessi sjeu á rökum bygð. Jeg hef verið starfsmaður sambandsins frá því það byrjaði starfsemi sína í Rvík og til þessa diags, að þremur árum undan- skyldum, og jeg þekki þess engin dæmi, að neitað hafi verið jafn hagkvæmum tilboðum frá íslensk- um kaupsýslumönnum, hvað þá heldur betri, en Sambandið hefur átt kost á, með því að láta úti- bú sín í öðrum löndum annast viðskiftin, að undanskildum til- boðum, sem Sambandinu hafa borist í einar tvær vörutegundir. Það kunna að vera þessi tilboð sem Morgunblaðið hefur í hyggju og telur rjettlæta ásakanir sínar í garð Sambandsins. Hvemig stóð þá á því að tilboðum þess- um var hafnað? Ástæðan var í stuttu máli sú, að þau skilyrði fylgdu tilboðunum, að vörur þær, sem hjer var um að ræða, urðu að flytjast með skipum Berg- enska fjelagsins. Verðmismunur- inn lá í því, að seljandi fjekk hjá þessu erlenda fjelagi lægri flutn- ingsgjöld, en Eimskipafjelagið sá sjer fært að bjóða. Sambandið hefur frá öndverðu fylgt þeirri reglu að láta Eim- skipafjelag Islands sitja fyrir öll- um flutningum, og undir þessum kringumstæðum vildu fram- kvæmdastjórar Sambandsins ekki vinna það til, að hlaupa frá Eim- skipafjelaginu með nokkuð af flutningunum til bestu hafnanna og láta það sitja eftir með flutn- inginn á allar lakari hafnimar, til þess að tryggja sjer örlítið hagstæðari innkaup á tveimur vörutegundum. Að þessum upplýsingum gefn- um, legg jeg það undir dóm skynbærra manna, hvort fram- koma Sambandsins í þessum mál- um gefur tilefni til ofangreindra ummæla Morgunblaðsins. Morgunblaðið fullyrðir, að Sambandið vinni að því að koma versluninni á erlendar hendur. Þessi fullyrðing er eitt af því fá- ránlegasta, sem fram hefur kom- ið í blaðinu og þótt þarflaust sje að leiðrjetta slík öfugmæli, þá vil jeg benda Morgunblaðinu á eftirfarandi staðreyndir. 1. Flest af kaupfjelögum þeim, sem að Sambandinu standa, hafa átt í langvinnri baráttu við er- lendar selstöðuverslanir. Þeim viðskiftum hefur alla jafnan lyktað á þann hátt, að selstöðu- kaupmennirnir hafa sjeð sjer þann kost vænstan að hætta við- skiftum og selja kaupfjelögunum eignir sínar. Þeir, sem ekki hafa horfið að þessu ráði, eiga heldur um sárt að banda. 2. Sambandið hefur fyrst allra heildsala stofnað og starfrækt útibú í öðrum löndum, sem hafa tekið í sínar hendur nærfelt öll viðskifti sambandskaupfjelag- anna, sem áður voru að mestu í höndum danskra milliliða. 3. Sambandið hefur stutt eftir öllum mætti það fyrirtæki, sem hefur átt mestan og bestan þátt í því að greiða fyrir verslun landsmanna, Eimskipafjelag ís- lands, og er nú án samanburðar langstærsti viðskiftamaður þess fjelags. 4. Sambandið hefur stutt inn- lendan iðnað og allajafna látið innlend iðnfyrirtæki sitja fyrir viiskiftum. Mun Mbl. geta fengið [ sannar upplýsingar um þetta hjá 'j þeim iðnfyrirtækjum, sem hjer starfa. 5. Til þess að tryggja lands- mönnum sem best verð fyrir vör- ur sínar, hefur Sambandið byrj- að ýmiskonar atvinnurekstur, sem áður var algjörega á erlend- um höndum. Má hjer nefna gærurotunarverksmiðju Sam- bandsins á Akureyri og garna- hreinsunarstöðina hjer í Reyikja- vík. Árangurinn af þessari starf- rækslu er sá, að verðlag á görn- um er nú margfalt hærra, en venja var til fyrir ófriðinn. Að þessu athuguðu getur eng- um blandast hugur um, að um- mæli Morgunbl. um að iSamband- ið vinni að því að koma verslun- inni á erlendar hendur, geta eigi skoðast annað en þvættingur einn sem við ekkert hefur að styðjast. Óvild Morgunblaðsins til Sam- bandsins og þeirra fjelaga, sem að því standa, keyrir þó úr hófi, þegar Morgunbl. fullyrðir, að þau sjeu „fjelaus verslunarfjelög, sem lafi á lánstrausti og samábyrgð“. Þar sem ummæli þessi óhjá- kvæmilega spilla lánstrausti og áliti Sambandsins, ef nokkur trúnaður er á þau lagður, vil jeg skýra í stuttu máli hvemig fjár- hag Sambandsins er varið nú. Síðustu reikningar Sambandsins og sambandskaupfj elaganna bera það með sjer, að sjóðeignir allra fjelaganna, með öðrum orðum eignir umfram skuldir nema um kr. 3.500.000 krónum. Það má því teljast furðanleg fáfræði ef ekki óskammfeilni, að halda því fram, að hjer sje um eignalaus fyrir- tæki að ræða. Jeg býst ekki við því, að skyn- bærir menn muni telja verslanir, sem eiga slíkar eignir, lafa á lánstrausti, þó þær þurfi sam- hliða á nokkru bankaláni að halda. Morgunblaðið hefir jafnan alið á því, að samábyrgðin væri einkis virði og ekki væri tryggilegt fyrir banka vora að lána Sambandinu. Að engin trygging sje í solidar- iskri ábyrgð um 7000 manna, er auðvitað fjarstæða, en hitt er hugsanlegt, að innheimta gangi erfiðlega, ef til ábyrgðarinnar þyrfti að taka, og ekki yrði auð- ið að innheimta ábyrgðarskuldim- ar nema á fleiri árum. Ókunnug- ir geta því ef til vill haldið, að það fje, sem Sambandið hefir að láni, sje um of bundið og ekki hægt fyrir bankana að grípa til þess ef í nauðir ræki, en því íer fjarri að svo sje, eíns og hjer skal bent á. Allar skuldir Sambandsins og Sambandskaupfjelaganna út á við nema rúmum 33/4 mdlj. krón- um. Til greiðslu á skuldum þess- um hefur Sambandið og fjelögin í auðseldum eignum (þar til teljast verðbrjef, vörubyrgðir, peningar í bönkum og í sjóði) 23/4 milj. kr. Til fullrar greiðslu á afganginum, 1 milj. kr. ættu allar húseignir Sambandsins og fj elaganna og allar útistandandi skuldir, sem nema nálega 4 milj. króna, að vera full trygging. Morgunblaðið þarf því ekki að hafa neinar áhyggjur út af því fje, sem Sambandið hefur að láni. Það er fulltrygt og meira en það, en gott væri að Morgunbl. gengi ríkt eftir, að bankar vorir heimt- uðu álíka tryggingar af öðrum kaupsýslumönnum, sem á lánsfje hafa þurft að halda. Ekki get jeg heldur glatt Morg- unblaðið með því að horfur sjeu á því, að ágreiningur rísi milli Jónasar Jónssonar og mín, eða annara starfsmanna Sambandsins út af skólamálinu. Allir vita, að óhugsandi er að reka fullkominn verslunarskóla með því fje, sem samvinnuskólinn eða Verslunar- skólinn hafa nú á að skipa. Fáum mun vera þetta ljósara en ein- mitt Jónasi Jónssyni. Að saim- vinnuskólinn sje alóþörf stofnun, hefir aldrei verið mín skoðlun, þvert á móti er mjer fullljóst, að á meðan ekki er um annan betri skóla að gera, þá bætir Samvinnu- skólinn vonum framar úr brýn- ustu þörfinni. Það má Morgunblaðið einnig vita, að ólíklegt er að neitt ,verði úr samvinnu um sameiginlegan skóla, nema að Samvinnufjelögin fái fulla tryggingu fyrir því, að nemendur þess skóla verði þeirr- ar fræðslu aðnjótandi um sam- vinnufjelög og fyrirkomulag þeirra, sem Morgunblaðið og suma kaupmenn virðist vanta tilfinn- anlega. Með síðasta pósti fjekk jeg brjef frá einum kunningja mín- um í Þýskalandi og birti jeg hjer kafla úr brjefinu: „Það var í fyrra, að jeg hitti verksmiðjueiganda einn þýskan. Ilann sagði strax við mig: Is- lendingur! — Einmitt í dag kem- ur íslendingur í verksmiðjuna okkar til að kaupa vörur. Hann kunni ekki þýsku og voru Danir í fylgd með honum. Þessir Dan- ir heimtuðu 10% ómakslaun af öllum þeim vörum, sem Islend- ingurinn keypti hjá okkur og það fengu þeir, því annars hefði ís- lendingurinn ekkert af okkur keypt“. Því miður er hjer ekki um ein- stakt dæmi að ræða, það má benda á ótal dæmi, sem sýna það og sanna, að erlendir milliliðir draga óhæfilega fje úr vasa ís- lenskra verslunarmanna. Það sem vakti fyrir mjer, þeg- ar jeg skrifaði umrædda grein í Lögrjettu, var að benda á þá hættu, sem íslensku verslunar- stjettinni, jafnt kaupfjelögum sem kaupmönnum stafar af því

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.