Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.02.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 04.02.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA 3 að vera um of háðir erlendum milliliðum. Allir g-óðir íslendingar, kaup- menn og kaupfjelagssinnar, ættu að geta átt samleið í því, að halda þessum vágestum í hæfi- legri fjarlægð og þann undir- iægjuskap, sem stundum hefur orðið vart við hjer á landi, þegar í fylsta máta vafasamir kaup- sýslu- og fjármálamenn hafa lagt leið sína hingað, ætti að gera landrækan með öllu. Að endingu vil jeg enn á ný beina þeirri spumingu til stjóm- ar Eimskipafjelags íslands, hvort fjelagið ætlar að halda áfram að afhenda miðlaranum í Kaup- mannahöfn farmskrár skipa sinna, sem þangað sigla. Þetta er ósiður, sem hvergi þekkist annarsstaðar í heiminum, því flest skipafjelög skoða vörusend- ingar viðskiftamanna sinna sem trúnaðar og einkamál. Svafar Guðmundsson. ----o---- Leyfi og sjerleyfi. Eftir Sigurjón Ólafsson skipstj. og útgerðarmann. Hin síðari árin eða frá þeim tíma að telja, er þjóðin fór að vakna til meðvitundar um tilveru sína, eftir margra alda áþján erlends valds, hafa mikil umbrot átt.sjer stað, og margvíslegar hræringar farið um þjóðarsál okkar Islend- inga. Athugi maður vandlega þessar hreyfingar, má glögt sjá, að þær eru ýmist svefnrof hinnar vaknandi þjóðar, eða umgangur og umstang til undirbúnings und - ir dagsins starf, eða framtíðiar- lífsstarf þjóðarinnar, þótt nokkr- ir, sem fyrst voru búnir, sjeu gengnir til verka, en aðrir á leiðinni. Það má líka sjá það af ýmsu, að menn eru ekki ráðnir í því, hvað eða hvernig starfa skuli. Allir, eða flestir, vilja eitthvað fá að starfa, en þasr eð' engin stefna er gefin í framtíðarstarfsefnum þjóðarinn- ar, þá gengur (hver þar til verks, sem honum sýnist, án tillits til þess, hverjar afleiðingar starf- semi hans hefir á þjóðarhaginn og heildina. Menn. líta oftast að eins á þá hlið, hvað verkið gefur þeim sjálfum í hlut, en ekki hitt, hvað heildin hlýtur af því. Þetta fer að vonum, því eins og hjer að ofan er bent á, eru Islendingar enn ekki vaknaðir til fulls skiln- ings á verkefnum framtíðarinnar. Það virðist því vera kominn tími til, að athuga þau frá ýmsum hliðum og gjöra sjer sem glegsta grein fyrir þeim á ýmsan hátt. Áður en farið er nánar út í þá sálma, verður að gjöra glögt yf- irlit yfir byggingu og skipulag þjóðfjelagsins. Skipulag þjóðf jelagsins. Skipulag ríkis eða ríkja er bygt á löggjöf. Löggjöfin ákveður rjettindi einstaklinganna innan ríkisheildarinnar með ríkisborg- ararjetti, en þann rjett öðlast þeir einir (eða eiga að öðlast), sem fæðast í ríkinu eða flytjast inn í það til fastrar dvalar (rík- isborgararjett má veita með sjer- stökum lögum). Eignarrjettur einstaklinganna og ríkisins ' er sjerskilinn, en ríkið hefur eða getur haft ótakmarkað vald yfir rjettindum einstaklinganna. Enda eru eignir einstaklinganna taldai' til eigna ríkisins, sem heildar, en eignir annara ríkisborgara aftur á móti ekki. Kemur það til af því, að ríkið hefur ekki full ráð yfir öðrum en sínum eigin borg- urum. Ríkið kemur ætíð fram út á við og inn á við sem aðili. Þess skylda er ætíð talin að verja og vemda rjettindi sín eða borgar- anna af fremsta megni. Starfsemi þjóðfjelagsins. Starfsemi einstaklinganna eða ríkisborgaranna innan ríkisheild- arinnar er, eins og allir vita, margvísleg. Venjulega er svo talið, að þessi eða hinn einstak- lingur vinni hjá ríkinu eða fyrir ríkið, en hinn vinni hjá einhverj- um einstaklingi, og þá auðvitað líka einstaklingurinn hjá sjálfum sjer, þar sam svo stendur á. En þegar þetta er athugað rækilega, má glögt sjá, að allir einstak- lingar ríkis vinna fyrir ríkið eða ríkisheildina, hvaða verk, sem þeir vinna, hvort sem það er ilt eða gott eða eitthvað þar á milli, viljandi eða óviljandi, vitandi eða óafvitandi. Hver sá maður, sem eitthvað starfar, á hverju sviði sem er, vinnur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, en jafnframt ríkinu, eða líka mætti með sanni segja, að allir meðlimir ríkisins störfuðu fyrir það, því að ríkið er til vegna heildar einstakling- anna, þar sem ríki og einstakling- ar þeir, sem heyra því til, eru órjúfanleg heild, sem ekki verður sundur slitin eða sundur skilin, nema hvorttveggju hætti að vera til þ. e. a. s. upprætist. Dagleg starfsemi manna eða ríkisborgara hvers ríkis er að eins sundur- greining á starfsemi ríkisins. Ein stjettin starfar að þessu og hin að hinu, en allar vinna þær hver fyrir aðra og hver með annari í hverju sem er til sameiginlegs gagns fyrir ríkisheildina. Þetta sýnir greinilega, að1 lífið er í insta eðli sínu samstarf, hverju sem haldið er fram vegna hinnar ytri baráttu. Þetta verða menn að gjöra sjer vel ljóst, því að það er þýðingarmikið fyrir þjóðir, að gjöra sjer glögga grein fyrir þessu og haga lífi sínu og starfi í samræmi við það. Það væri ef til vill rjett, að taka það fram hjer til frekari skilnings þeim, sem vita það ekki: að einstaklingar ríkis eða ríkisborgarar eru líka venjuleg- ast nefndir þjóð eða þjóðfjelag. Náttúru-auðæfi og notkun þeirra. Hjer að framan hefur verið tal- að um ríkið, skipulag þess og starfsemi, en þá er eftir að at- huga, hvaðan þjóð eða þjóðir fá lífsþarfir sínar. Þegar þetta er skoðað vandlega, sjest, að allar þjóðir eða alt maimkynið og alt, sem lifir og lífsanda dregur í heimi hjer, hefir sína lífsfram- færslu af eða úr móðurjörð. Hún fæðir og, klæðir öll sín böm, hver sem þau eru. Úr skauti náttúr- unnar draga menn þarfir sínar til viðurhald lífsins beinlínis eða óbeinlínis. Að starfa að því bein- línis, að ná Hfsþörfunum úr skauti náttúrunnar, er kaUað að fram- leiða. Þeir, sem það annast, eru taldir lifa beinlínis af framleiðslu. Hinir, sem inna af hendi önnur störf í þarfir þjóðfjelagsins, eru taldir Mfa óbeinlínis af fram- leiðslu. Það, að rjett sje, að allir Mfi í raun og veru af framleiðslu úr skauti náttúrunnar, má sjá af því, að ætti þessi framleiðsla sjer ekki stað, þá ætti lífið sjer heldur ekki staði í þeirri mynd semi menn þekkja það nú. Það er að eins verkaskiftingin í þjóðfjelaginu, sem greinir menn í stjettir, eftir störfum þeirra, eins og bent hef- ur verið á hjer að framan. Ein- staklingar þjóðfjelagsins lifa hver á öðrum og hver fyrir annan, hvert sem starfið er; alt er í insta eðh sínu samstarf, sem mið- ar að sama marki — þróun Mfs- ins. Ætti framleiðslan sjer ekki stað, ætti verslun og viðskifti sjer heldur ekki stað, því ekkert væri til, til þess að versla með. Sama er að segja um andlegu máhn eða mentamálin. Þau myndu heldur ekki geta þrifist, ef ekki væri til framleiðsla, og þeir, sem beinhnis framleiða, myndu finna til þess að þessar stjettir vantaði, þótt ekki sje útilokað, að þeir gætu á vissan hátt lifað án þeirra. Þetta er aðeins nefnt hjer sem dæmi, því að þeir eða þær stjettir, sem að þessu starfa, telj- ast til þess hlutans, sem Mfir óbeinMnis á framleiðslu. Af því, sem hjer hefur verið sagt, er það sýnt, að náttúru- auðæfin eru MfsMndir eða fjöregg þjóðanna, en þar eð sjerhvert lánd er tiltekinn hluti af jörð- inni, þá fylgja Mka öllum löndum náttúru-auðæfi, sem tilheyra hverju landi eða ríki. AMar þjóð- ir verða því að láta sjer ant um þann náttúruauð, sem fylgir landi því, sem þær byggja, því að hann er þeirra Mfsmegin, en samstarfið er þrótturinn. Ásælni erlendra þjóða. Það er þekt af sögunni, svo langt aftur í tímann, sem menn vita, að altaf hafa verið uppi þjóðir, sem ekki ljetu sjer þau náttúruauðæfi nægja, sem þeirra eigið land hafði að bjóða. Þessar þjóðir, sem eigi undu við sitt, leituðu sífelt á aðrar þjóðir og ríki, settust að í þeim eða gerðu þau sjer skattskyld og stundum hvorttveggja. Undirrót þessarar ásælni á önnur ríki var hvorttveggja í senn ágirnd og drotnunargimi. Ágimdin kom fram í því, að láta greip- ar sópa um annara eignir, en drotnunargimin í því, að þykjast mikill af því, að eiga yfir fleimm en einu ríki að ráða. Og enn þann dag í dag heldur þessi ásælni áfram í heiminum, þótt stundum sje á mildari hátt og með öðmm aðferðum en tíðkaðist fyr á öld- um, þegar sverðsrjetturinn rjeð lögum og lofum. Þannig hefur þetta gengið til, og þetta er allra alda böl, og þetta er og hefur verið orsök og undanfari allra styrjalda í heiminum og mun verða það í framtíðinni, svo lengi sem þjóðimar fá ekki að vera í friði hver fyrir annari með þau náttúruauðæfi, sem þeim hefur hlotnast í vöggugjöf. Umbrot hinna undirokuðu þjóða, til þess að ná aftur frelsi sínu og sjálfstæði. Umbrot þessi hafa, eins og að Mkindum lætur, oft verið um- fangsmikil, þar sem hver þjóð reynir oftast fyrst og fremst af fremsta megni að verjast yfir- ganginum, s.vo lengi sem unt er, og takist það ekki í fyrsta skifti eins og venjulegast er, þá eru síðan við og við gerðar tilraunir í þá átt, að reyna að losna við kúgarana, sem alloftast mistekst, þar eð yfir- drotnaramir hafa ætíð lagt kapp á það, að koma sjer svo fyrir, að hinir undirokuðu gætu ekkert bol- magn haft, til þess að brjótast undan okinu. Það er sorglegt að heyra, og sjá, hvemig hinar austrænu menningarþjóðir hafa orðið hinum vestrænu að bráð, og í hvert skifti, sem þær hrista hlekkina og reyna að brjóta af sjer ánauðina, þá hrópa og síma hinar vestrænu þjóðir um heim- inn: „Uppreisn! Uppreisn og „Útlendingahatur!“ og senda her og herskip á vettvang, til þess að verja líf og eignir útlendinganna, eins og það er vanalega kallað, en hitt er ekki síður tilgangurinn að skjóta þessum svonefndu upp- reisnarmönnum skelk í bringu og vera tilbúnir að veita lið, til þess að bæla uppreisnina niður, eins og venja er að kalla það. Uppreisnin hefur verið bæld niður. — Það þýðir ósigur hinn- ar undirokuðu þjóðar, sem var að gjöra tilraun til þess, að ná aftur sjálfstæði sínu úr höndurn út- lendra yfirgangsseggja, sem setst höfðu í hin helgu vje hennar og rænt hana og reytt á allan hátt. Hún varð sjálf oft að svelta og þola allskonar nauðir og hafði engin ráð um það, sem fram fór í hennar eigin landi. — Þetta er hlutskifti hinna undirokuðu þjóða. Hver er hættan, sem varast verður? Hættan getur verið margvís- leg, sem þær þjóðir verða að var- ast, er ekki vilja verða öðrum þjóðum að bráð. Eins og áður hefur verið bent á, er undirrót- in og frumhvötin ásælnin í nátt- úru-auðæfin. Venjulegast sækja stærri þjóðimar á þær minni og einkum á þær, sem af einhverjum ástæðum hafa ekki haft menn- ingarlegan mátt til þess að fylgj- ast með vaxtarbroddi hinnar vestrænu menningar í því efni, að hagnýta sjer náttúruauðæfi sín á sama hátt og þær hafa gjört og gjöra. Algengustu hættumar má telja fjórar, sem hver sú þjóð verður að varast, sem vill halda sjálf- stæði sínu, en þessar hættur eru þær, sem hjer skal greina: 1. Innrás hers, 2. Leyfi, 3. Sjer- leyfi, 4. Samningar við önnur

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.