Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.02.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 16.02.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Kaupmenn og umboðssalar, sem vilja gera sjer far um að selja nokkur heimskunn lyfjaefni, sem hafa fengið meðmæli lækna, óskast sem skiftavinir á ýmsum stöðum. Mikill ágóði. Lýsingapjesar og alt, sem til auglýsinga þarf, fæst ókeypis. Allar nánari upplýsingar fást hjá Malmberg, Köbenhavn V., Sct. Jörgensallé 7. «i. .......... | I I LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn G í s1n 8 o n Þingholtsstræti 17. Sími 178. Innhelmta og afgreiðsla i Þingholtsstræti 1. Sími 185. , ----------------------------,1 KrasnSje Selskbje. Gulrófan er önnur aðalplantan sem við íslendingar ræktum í görðum okkar og er því mjög þýðingarmikið fyrir þjóðina að ræktun þeirra hepnist vel. En af tvennum ástæðum vill oft verða misbrestur á gulrófnauppsker- unni, víða sökum þess hve vaxfc- artíminn er stuttur, en einkum þó vegna þess að gulrófumar trjena. Og hvað trjenunina snert- ir þá kenna menn hana oft fræ- inu, eins og vel má, eða óhag- stæðri veðráttu. Afbrigðatilraunimar í Gróðrar- stöðinni hafa leitt einkar vel í ljós hve hinum einstöku afbrigð- um er misjafnlega hætt við trjen- un. Sum trjena mjög mikið, og einkum ef um óhagstæða veðr- áttu er að ræða, t. d. vorkulda, eftir að fræið er farið að spíra. Hjá öðram afbr. era minni eða sama og engin brögð að trjenun (t. d. íslensku gulrófumar). En hjá einu afbrigðinu sem nú hef- ur verið ræktað 1 Gróðrarstöð- inni í 6 ár, hefur enn aldrei fundist ein trjenuð gulrófa og er það afbrigðið Krasnöje Selsköje. Gulrófa þessi á heima norðar- lega á Rússlandi eða Finnlandi og sá ég hana í fyrsta sinn í Piteá, nyrst norður í Svíþjóð, sumarið 1919. Mjer þótti hún svo stórvaxin og að ýmsu leyti ein- kennileg að jeg pantaði fræ af henni og reyndi það hjer. Á Is- landi verður gulrófa þessi eins stórvaxin eins og þar sem jeg sá hana í Svíþjóð, en öðram kost- um sínum heldur hún hjer, og svo hraust er hún að hún trjen- ar aldrei. Áður en ég veitti gul- rófnaafbrigði þessu athygli, seldi jeg árlega mikið fræ af þeim gul- rófnaafbrigðum sem vora alment ræktuð hjer. En kvartanir yfir fræinu vora þá svo tíðar, að það voru mestu vandræði. Og síðan jeg fór að veita því eftirtekt hve trjenunarhættan er misjöfn hjá afbrigðunum og bókstaflega engin hjá Krasnöje Selsköje hef jeg aldrei selt fræ af öðram af- brigðum en því og íslenskum gulrófum. Og þarmeð hefur al- veg tekið fyrir kvartanir og alla óánægju. Og þó hefur fræ verið sent út um flestar sveitir lands- ins. Krasnöje Selsköje gefur ekki eins mikla uppskera og ísl. gul- rófan, þó er munurinn ekki mjög mikill og hvað bragðgæði snert- ir gefur hún þeirri ísl. ekki eftir. Rófan vex að mestu leyti niðri i moldinni, en er angalaus og því Ijett að taka hana upp. Það sem er ofanjarðar er grænt á litinn og „kálið“ er ekki mikið en blöðin liggja flöt á moldinni og þykir það mikill kostur þar sem stormasamt er. Hún er svip- uð næpu í laginu og mörgum virðast þær geymast betur en ísl. gulrófumar. — Þið sem ræktið gulrófur og ekki eigið kost á íslensku gul- rófnafræi, kaupið þið ekki annað erlent gulrófnafræ en af afbrigð- inu Krasnöje Selsköje og þá mun- uð þið fá góðar og ótrjenaðar gulrófur. Fræ af þessu afbrigði má fá hjá undirrituðum og gulrófna- fræið heldtir vel frjóefni sínu og getur geymst í 4—6 ár. En sje notað fræ af öðram er- lendum afbrigðum er hætta á að mikil brögð verði að trjenuninni og sérstaklega eftir kalt vor. Ragnar Ásgeirsson. ---o---- Þingtíðindi. Þingsetning. Alþingi var sett 9. þ. m. Hófst athöfnin, eins og venja er til, með kirkjugöngu. Predikaði Bjami dómkirkjuprestur Jóns- son. Lagði hann út af þessum orðum úr Davíðssálmum: „Hver sem kemur, sje blessaður í nafni Drottins, frá húsi Drottins blessum vjer yður“. Sagði hann að mikið væri um það talað að þörf væri þess, að áminna þing- menn og refsa þeim, og oft með rjettu og þó væri til þess mest ástæða frá húsi Drottins, að blessa þá og biðja fyrir þeim og minna þá á þau orð, sem letrað væru á homstein þingh-ússins: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa. Að lokinni guðsþjónustu var gengið í þinghúsið. Þar las forsætisráðherra konungsboðskap og þakkir konungshjóna fyrir viðtökumar í sumar sem leið, og sagði þingið sett. En Bjöm Kristjánsson aldursforseti tók þá við fundarstjóm og mintist láfc- inna þingmanna. Var þá kosinn forseti sameinaðs þings og varð Magnús Torfason forseti, eftir hlutkesti milli hans og Jóh. Jó- hannessonar (21 atkv. hvor). Varaforseti varð Tr. Þórhallsson. Til efri deildar (í stað Eggerts Pálssonar) var kosinn Einar á Geldingalæk. 1 neðri deild var kosinn forseti Ben. Sveinsson með 14 atkv., Þór. á Hjaltabakka fekk 13 atkv. 1 seðill auður. I ed. varð forseti Halld. Steinsson. Stjórnarfrumvörp. Stjórnin leggur fyrir þingið 23 frv. Auk fjárlaga fyrir 1928 og fjáraukalaga fyrir 1925 era helstu frv. þessi: Stjómarskrár- breyting, einkum í því fólgin, að þing skuli haldið annaðhvort ár, kjörtímabil 6 ár og jafnt lands- og kjördæmakosinna manna og þingrof nái jafnt til beggja. Landsbankafrv., sem samþ. var í nd. í fyrra, kemur aftur nær ó- breytt. Á bankinn samkv. því að vera seðlabanki, fá 4 milj. kr. stofnfje, en hafa veðdeild og sparisjóðsdeild sem sjerstakar og sjálfstæðar deildir. Samskóla, samkv. tillögum Jóns Ófeigsson- ar, sem komu fram í Lögrj. á sínum tíma, er lagt til að stofna í Reykjavík með gagnfræða-, iðnfræða-, verslunarfræða- og vjelfræðadeild. Eiga ríkis- og bæjarsjóður að leggja fram 4/5. og iðnaðar- og verslunarmenn i/5. kostnaðar, þegar til fram- kvæmda kemur. Heimavistarhús vill stjómin láta reisa handa 40 :—50 mentaskólanemendum, fyrir alt að 150 þús. kr., þegar fje verður til. Ýmsar breytingartill. era gerðar við fátækra- og sveitarstjóraarlögin. Eitt frv. er um útrýmingu fjárkláða. Er ráð- gerð ein allsherjarböðun um land alt um áramót 1928—29, þrítek- in með hæfilegu millibili og greiði ríkissjóður 2/3. kostnaðar en fjáreigendur eftir fjártölu hitt. Frá öðram stjómarfrv. verður sagt nákvæmlega smám- saman og jafnóðum og þau koma fyrir í þinginu. ----o----- Búnaðarþingið hófst hjer í bænum 9. þ. m. undir forsæti Tr. Þórhallssonar forseta Bún- aðarfjel. og sitja það 11 kjömir fulltrúar. Hafa margir beðið þessa þings með nokkurri for- vitni, vegna deilanna um frá- vikningu Sig. Sig. Var sjerstök nefnd skipuð til athugunar á því máli, en órætt er það enn. t nefndinni sitja: Halldór á Hvanneyri, Bjöm á Rangá, Páll á Hólum, Jakob Líndal og Ben. Blöndal. Sig. Sig. hefur nýlega gefið út allstóran bækling (100 bls.), sem heitir: Frumhlaup stjómar Búnaðarfjelags Islands og tilbúinn áburður og er það „saga tilbúins áburðar á íslandi" og afskifta S. S. og stjómar B. í., nauðsynlegur þeim, sem kynn- ast vilja málsvöm annars höfuð- aðiljans. Góðtemplarar. Mjög mikill fjöldi manna hefur streymt inn í stúkumar hjer í Reykjavík undanfarið, uppundir 2 þúsund manns að sögn. Mest er að- streymið að nýrri stúku, sem Dröfn heitir og að Einingunni og Verðandi. Meðal þessara nýju góðtemplara era ýmsir kunnir menn, sem áður hafa verið fram- ariega í andstöðu við regluna. Páll ísólfsson hjelt áttunda orgelkonsert sinn í Fríkirkjunni 13. þ. m. (má annars ekki nota um þetta eitthvert annað orð en „konsert"?). Aðsókn þokkaleg NÝKOMIÐ: Ljósmyndavjelar, ljósmynda- album og öll efni og áhöld til myndasmíða. Fjölbr. úrval. Sport- og íþróttavörur, alls- konar, þar á meðal fótknettir stórkostlega verðlækkaðir. Byssur, ein- og tvíhleyptar, rifflar og fjárbyssur. Nýtt verð. Dýrabogar stórir og smáir. Skot- færi allskonar. Alt selt með sam- keppnisfæra verði og gæðum. Biðjið um verðlista. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einar Bjömsson). Símn. Sportvöruhús. Reykjavík. og meðferð viðfangsefna prýði- leg. Þótti einkum ánægjulegt að heyra tokkötu og fugu í d-moll eftir Bach. Sigurður Markan að- stoðaði með einsöng. Kaupgjaldsdeila er nú risin milli verkamannafjel. Dagsbrún- ar og togaraeigenda. 1 samnings- umræðum, sem fram fóru fyrir skömmu, varð samkomulag um 1 kr. 18 aur. kaup á klukku- stund. Með þessu kaupi mælti á fjelagsfundi m. a. Hjeðinn Valdi- marsson form. fjel., en á móti einkum ól. Friðriksson og þótti kaupið of lágt. Hefir síðan ekki gengið saman. En útgerðarmenn hafa auglýst að þeir greiði kr. 1.20, en Dagsbrún krefst nú kr. 1.25 og hefur stöðvað vinnu. Sjóslys. Ægir segir að síðastl. ár hafi farist í sjó hjer við land 51 tslendingur, þar af 2 konur og 28 útlendingar, þar af 1 kona. Landhelgisbrot. Fyrir þau voru sektuð á s. 1. ári 48 skip. Af þeim tók Þór 29, Óðinn 5, Fylla 13 og Islands Falk 1. Hæsta sekt var 16 þús. kr., lægsta 2240 kr., allar sektir rúml. 565 þús. kr. Óðinn, strandvamarskipið, er komið aftur úr viðgerðinni og lætur skipherrann nú mjög vel af því. Það er um 150 smálest- um stærra en áður og hafa ver- ið gerðar á því ýmsar breyting- ar, sem skipasmíðastöðin hefur sjálf orðið að kosta að mestu, vegna smíðagalla sem fyrst vora á skipinu. Guðmundur Kamban rithöf. er nýkominn hingað til bæjarins. Flóð úr Þjórsá. Það er sagt, að Þjórsá hafi ekki í manna minnum hagað sjer eins og nú í vetur. Flæðlr hún nú yfir svæði, sem hún hefur aldrei flætt yfir áður. Bærinn Sauðholt í Holta- hreppi er umflotinn af vatni, og milli bæjar og fjárhúsa er ófært nema á bátum. Er nú ráð- gert að senda báta til bæjarins og bjarga þaðan fólki og fje. Um víða veröld. Síðustu fregn- ir segja áframhaldandi deilur með Kínverjum og Bretum. Hafa mistekist samningar O’- Malley’s fulltrúa Breta og Chen ráðherra. — Coolidge Banda- ríkjaforseti ætlar að kveðja til ráðstefnu um flotamál stórveld- anna, en Frakkar og ítalir vilja ekki taka þátt í henni. — 1 Rú- meníu era ennþá skærar út af ríkiserfðum. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.