Lögrétta

Issue

Lögrétta - 26.02.1927, Page 1

Lögrétta - 26.02.1927, Page 1
mm LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, laugardaginn 26. febrúar 1626. 12. Sueintiiðni Sveinljflroson prófessor og tónskáld. 23. þ. m. andaðist Sveinbj. Sveinbjömsson tónskáld á heim- ili sínu í Khöfn. Sat hann við hljóðfæri sitt og hneig þar ör- endur niður. Það var kl. nál. 5 um daginn. Hann var á 80. ald- ursári, fæddur 28. júní 1847. Sv. Sv. setti ungur lag við það kvæði, sem nú er fyrir löngu orð- ið þjóðsöngur íslendinga: „Ó, guð vors lands“. Þetta mun vera fyrsta lag hans, sem orð fór af. Það7 var ort skömmu fyrir þjóð- hátíðina 1874. Sv. Sv. var þá búsettur í Edinborg. Sr. Matth. Jochumsson hitti hann þar um vorið og var þá á heimleið hing- að frá Danmörku, hafði þá kvæð- ið með og bað Sv. Sv. að setja lag við það. Varð lagið jafnstór- fenglegt og háfleygt og kvæðið, svo að íslenska þjóðin eignaðist þar listaverk, sem kalla má ó- dauðlegt og var sjálfkjörið til þess að verða þjóðsöngur hennar við öll hin hátíðlegustu tækifæri. Þetta lag skóp tónskáldsfrægð Sv. Sv. Hann var af ágætum ættum kominn, sonur Þórðar Svein- bjömssonar dómstjóra, hafði stundað nám hjer heima, varð stúdent 1866 og útskrifaðist af prestaskólanum 1868. Síðan fór hann utan, til Danmerkur og Þýskalands og lagði þar stund á söngfræði, en búsetti sig síðan í Edinborg og dvaldi þar fram á efri ár. Hann vann fyrir sjer með söngkenslu, en samdi jafnframt fjölda sönglaga, ýmist við ensk eða íslensk ljóð, og em nú mörg þeirra alkunn hjer og mikið sungin. 1907 var hann fenginn til að setja lög við kvæðaflokk (eftir Þ. G.), sem sunginn var við móttöku Friðriks konungs 8. og danskra þingmanna hjer í Reykjavík, og var honum þá boðið heim hingað sem heiðurs- gesti. Hafði hann þá langa-lengi ekki komið heim til ættlands síns. Nokkmm árum síðar flutt- ist hann ásamt fjölskyldu sinni vestur til Kanada og dvaldi þar um hríð, kom svo heim hingað og dvaldi hjer nokkur missiri, en fór svo til Kaupmannahafnar og lifði þar síðustu æfiárin. Fhá því, er hann fluttist hingað frá Kanada, hafði hann heiðurslaun úr landsjóði. Hjer er ekki rúm til þess að rita um tónverk Sv. Sv., en þeim helgaði hann líf sitt og krafta og hefur með þeim unnið ís- lenskri söngment mikið verk og gott, sem lengi munu halda uppi nafni hans. Hann var kvæntur skotskri konu, Eleonoru Kristí, prests- dóttur, sem lifir mann sinn og reyndist honum ágæt eiginkona. Þau eiga tvö böm á lífi, sem bæði em nú búsett vestan hafs. Lík Sv. Sv. mun verða flutt hingað og jarðsett hjer. ---o---- Búnaðarþingið. Störfum Búnaðarþingsins mið- ar fremur hægt áfram og eru fulltrúamir þó önnum kafnir við nefndastörf allan daginn. Á fund- unum hefur fátt gerst ennþá og engin stórmál komið þar fyrir, sem athygli vekja út í frá. Rædd hafa verið fjármál fjelagsins ýms, styrkbeiðnir og erindi, fluttir fyrirlestrar og gefnar skýrslur og margt af þessu verið hið fróðlegasta. Aðalmálið, sem forvitni fólks hefur beinst að er þó enn órætt, en það er áburðar- málið svonefnda. Hefur sjerstök nefnd það stöðugt til athugunar og ekki kunnugt hvað hún ætlar að leggja til málanna. En talað er um það, að tilraunir sjeu gerð- ar til þess, að málið verði jafn- að með sáttum og samkomulagi, þannig að báðir aðiljar fái nokk- ura viðurkenningu síns málstað- ar og jafnframt nokkura áminn- ingu. Á þá samkvæmt því að skifta starfi búnaðarmálastjóra og láta Sig. Sig. halda yfirum- sjón með verklegum framkvæmd- um fjelagsins en fela öðrum skrifstofu- og fjármálastjóm. Ekki er kunnugt hvað úr þessu verður. Af málum þeim, sem rædd hafa verið á þinginu má nefna skipu- lag verklegs búnaðamáms. Var talað um nauðsyn þess, að auka slíkt nám á skólajörðunum og að skólabúin yrðu rekin á ríkis- kostnað. Einnig var um það tal- að, að reyna að koma ungum mönnum til verklegs náms, eink- um í nýtísku jarðrækt, á fyrir- myndarjörðum eins og Vífisstöð- um, Blikastöðum, Korpúlfsstöð- um eða Kleppi, eða til sauðfjár- ræktamáms í Þingeyjarsýslu. Var á það bent, að óhæfilegt ósamræmi væri í því, að bóklegt nám búnaðarskólanna skyldi kosta 20—30 þús. kr. árlega, meðan ekki væri veitt nema 1 þús. kr. til hins verklega. Einnig hefur verið um það talað, að koma meiri hreyfingu en verið hefur á það, að fá vísindalega rannsökuð ýms úrlausnarefni landbúnaðarins, s. s. ýmsa ali- dýrasjúkdóma, gróðurfar, hey- meðferð o. fl. Var m. a. minst á það, að æskilegt væri að háskóla- embætti yrði stofnað fyrir þessi viðfangsefni og fanst þó sumum, að slíkt mundi verða að vafasömu gagni, en kostnaðarsamt. Hefur verið vikið að ýmsu slíku, um afstöðu háskólans til atvinnu- lífsins og að því, hvemig koma mætti rannsóknum og meðferð þess inn í skólaskipulagið á ódýr- an en hagkvæman hátt í bókinni. íslensk þjóðfræði (1924) eftir Vilhjálm Þ. Gíslason og greinar um einstök atriði í svipaða átt hafa birtst í Lögrjettu alloft og nú nýlega í Verði. f ráði er að sett verði milliþinganefnd, sem taki alla búnaðarlöggjöf landsins til athugunar. Um tilrauna- og rannsóknar- starfsemina í jarðræktarmálum urðu einnig nokkrar umræður. Hjelt því þá fram utanþingsmað- ur, sem málfrelsi hafði, Guð- mundur Jónsson á Torfalæk, að flest þessi tilraunastarfsemi væri kák, mörgum árum á eftir tím- anum og illa og óáreiðanlega reiknaður út árangur hennar. ----o--- Leikhúsið. Ef einhver illvígur ritdómari settist niður til þess „að taka í gegn“ Munkana á Möðruvöllum eftir Davíð frá Fagraskógi mundi honum sjálfsagt auðvelt að finna á þeim ýmsa höggstaði. Hann mundi benda á leikræna smíðagalla og á söguskekkjur. En hann mundi einnig benda á leikritið sem afturkipp eða mót- mæli gegn því „daðri við ka- þólskuna“ sem kent hefði í sum- um öðrum samtímaritum. Hin sögulega umgerð leiksins um sál- arlíf tveggja aðalpersónanha, sem höf. hefur viljað leggja megináhersluna á, príórinn og óttar (A. Kvaran og I. Waage), tbl. er dökk og nokkuð svakaleg. Samt mætti sjálfsagt finna flestu í þeim lýsingum einhvem stað. Hitt er annað mál hvort það eru þau atriði úr kaþólskri kristni og klausturlífi, sem höf. undirstrik- ar helst, sem mest ástæða væri til að muna, enda bregður höf. sjálfur í síðasta þættinum upp mynd af annari hlið klausturlífs- ins, bókiðjunni, sem mönnum er hjer kærast að tengja við klaustrin. En hvað svo sem þessu líð- ur, verður það að teljast eitt af verkefnum Leikfjelagsins að íta undir innlendan leikskáldskap. Verður því þá ekki láð það að hafa tekið Munkana til sýningar, enda hefur verið sæmilega set- inn bekkurinn af höf. hingað til, þó fremur muni flestir kjósa sjer kvæði hans en leikritið. Hitt er annað mál, að Munk- amir eru á ýmsan hátt þannig gerðir, að þeir gera bera ýmsa annmarka leikfjelagsins, án þess að lofa kostum þess að njóta sín. Þess vegna varð frumsýning þeirra ein hin formlausasta sýn- ing fjelagsins um langt skeið. Persónumar eru margar, um 25, en margþættur samleikur og hópsýningar hafa eðlilega verið erfiðastar'viðfangs hjá leikflokki, sem nota verður að miklu leyti vinvaninga til uppfyllingar með fáum góðum leikumm. Styrkur leikfjelagsins hefur hinsvegar legið í einstaklingsleik og sam- leik þessara fáu. Þeir hafa skap- að hjer margar góðar leiksýn- ingar á undanfömum árum og er ómaklegt að kveða svo að orði, eins og gert hefur verið nýlega, að öll leikment hjer hafi ver- ið vinvaningslegt kák, þó margt standi til bóta. En Múnkamir gefa lítið tilefni til stórbrotins einstaklingsleiks, en ýms tæki- færi til ljelegs hópleiks. ---o---- Þinétíðindi. Á Alþingi hefur verið tíðinda laust það sem af er, stuttir fund- ir og litlar umræður og deilur engar að ráði. En í nefndum er að sjálfsögðu unnið, en þar em flest mál enn til athugunar. Gefur almenningur því oft ekki gaum, þegar feldir era þungir dómar um seinlæti og iðjuleysi þingsins, hversu mikil vinna legst á marga þingmenn við nefndarstörf, enda ber meira á öðrum störfum þess út í frá, s. s. umræðunum. En um þær er það alkunnugt að þær eru þarflítil mælgi og málaleng- ing alt, of oft, sem engan upp-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.