Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.02.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 26.02.1927, Blaðsíða 4
A LÖGRJETTA máli mundu mjög vafasamar, hvort nokkrar yrðu, og mundi líklega engin hætta af þeim stafa. En hvað sem af þessu kann að vera satt, þá mega þó þing- menn engan veginn sýna slíkt skoðana- og skeytingaleysi um svo alvarleg mál, sem fyrir þá koma. Þeir verða að gjöra sjer það ljóst, að áhyrgðin hvílir á þeim um það, hver örlög þeir skapa þjóð sinni með þeim lög- um, sem þeir setja henni, að því leyti, sem lög geta valdið þeim. Þeir mega heldur ekki gleyma því, að þjóðin hefur sýnt þeim það traust, að trúa þeim fyrir þessu, — trúað þeim fyrir sjálfri sjer og sínum málum, og þar með hefur ábyrgðin og skyldan verið lögð þeim á herðar, hverj- ar sem afleiðingarnar verða. Líklega hafa flestir Islending- ar alt til þessa dags dáðst að speki og forsjá Einars Þveræings og er það ekki að ófyrirsynju, svo mikil var hún. En þó gleymdi þjóðin ráðum hans og ljet blekkj- og ginna af sjer rjettindi sín og sjálfstæði og komst fyrir það í þó ömurlegu fátækt og niðurlæg- ingu, sem flestir þekkja bæði af sögu og reynslu, og nútíminn er enn að reyna að rjetta við það áfall þjóðarinnar. Það mætti því ætla, að mönnum væri ekki ánægjuleg sú tilhugsun, að þjóð- in skyldi falla fyrir sömu eða svipuðum brögðum aftur, meira að segja áður en hún kæmist úi kútnum, og á meðan viðreisnin stendur yfir. Og óneitanlega ein- kennilegur og samræmislaus er hugsanagangur þeirra manna, sem dáðst að ráðspeki Einars Þveræings og þekkja orsakir niðurlægingartímabilsins, skuli vera að reyna sjálfir eða láta hafa sig til þess, að koma þjóð- inni í sömu gildru og Einar Þveræingur varaði við, en tíminn og reynslan sannaði okkur svo eftirminnilega, að afleiðingamar urðu þjóðareymd og böl. Og halda menn það, ef Einar væri upp nú á tímum, að hann mundi ráða mönnum til þess, að láta útlendinga gína hjer yfir öllu. Hann sem ekki einu sinni vildi iáta Grímsey. En nú vilja menn láta útlendinga fá alt. Náttúru- auðæfi þjóðarinnar öll gætu út- lendingar fengið keypt eða leigð, hvort heldur sem er. Eða er nokkuð undantekið, ef aðeins væri boðið í það nógu mikið. Væri ekki land og þjóð seld með húð og hári, ef að eins væri til kaupandi, sem vel vildi borga. Hefur ekki námurjettur verið seldur hjer á flestum jörðum í landinu og það fyrir nokkra tugi króna á hvérri jörð? Allir þekkja vatnabraskið, og mundi ekki ná- lega hver einasta jörð á landinu fást keypt, til hvers sem nota ætti, ef nógu mikið væri í hana boðið? Og svona mundi vera með hvaða verðmæti, sem hjer fynd- ist. Að því, er sagt er, eru nú margir útlendir gull- og málm- leitarmenn um alt Austurland að leita að málmum. Og finnist þeir einhversstaðar svo miklir, að arðvænlegt væri að vinna þá, verður þá ekki þesum útlending- um gefið vald til þess, eftir eig- in vild? Hvaða lög eru hjer um þetta og þvílíkt, og hvar á alt þetta að lenda og enda. Er ekk- ert hægt að gera, til þes að koma í veg fyrir það, að landið ásamt náttúru-auðæfum þess og þjóð- inni verði selt eða leigt útlend- ingum. Er þá ekkert til, sem ekki má selja hverjum, sem kaupa vill? Víst er svo, hin helgu yje þjóð- arinnar má aldrei selja, hvað sem hver segir, en þau eru, eins og allir ættu að vita, náttúru- auðæfin. Þess vegna eru þ«eir sannkallaðir vargai- í vjeum, sem komast í þau, án þess að vera bornir eða boðnir tii þess rjettar. Þjóð og þing verður þegar í stað að hefjast handa í þessum málum og koma með því í veg fyrir það, að þjóðarslys hljótist af þessum aðförum öllum. Það er og verður að vera mesta al- vörumál okkar allra, landsins bama. Sjerleyfisbeiðnunum rign- ir yfir þing og stjóm ár eftir ár, og verði þau veitt, koma af- leiðingamar í ljós á sínum tíma. Aldrei breytist lögmál sáð- mannsins: „Uppskeran svarar til sáningarinnar". Fátækur bóndi bjó í koti í sveit. Hann átti konu og mörg böm, flest á unga aldri. Hann átti eina góða kú, og var mjólk- in úr thenni aðal-fæða bamanna og heimilins. Nágranni fátæka bóndans, sem var ríkur maður, frjetti af þessari góðu kú hans og bað hann að selja sjer kúna. Fátæki bóndinn vissi varla, hverju svara skyldi þessari mála- leitun ríka bóndans, en við for- tölur hans Ijet hann til leiðast að selja honum kúna. Nokkrir mánuðir liðu, en þá var fátæki bóndinn og heimili hans búið að eta upp kýrverðið og stóð nú alt heimili hans eftir bjargarlaust. Einu úrræði hans urðu þau, ann- aðhvort að fara á vergang með konu og böm eða vita hvort ríki bóndin, sem gint hafði af honum kúna, vildi honum nokkra ásjá veita, og það varð úr, að hann leitaði til hans. Tjáði hann hon- um vandræði sín og bað hann ásjár, en ríki bóndinn vildi hon- um helst ekkert sinna og kvað sjer engan vanda á með hann. Viðskifti þeirra hefðu farið fram með frjálsu samkomulagi þeirra beggja, og hann yrði sjálfur að að gjalda glópsku sinnar. Hvem- ig komið væri fyrir honum, kæmi sjer ekkert við. Fyrir auðmjúka þrábeiðni fá- tæka bóndans fjekk hann það loks af þeim ríka, að hann vísaði honum og fjölskyldu hans til húsa í einu gripahúsi sínu, og þar fengu þau að dvelja við ilt viðurværi og ljelega aðbúð, með því móti þó, að þau ynnu öll fyrir ríka bóndann, eftir því sem orka þeirra leyfði, og gerðu ekki kröfu til betri aðhlynningar, en áður er sagt. Og fátæki bóndinn og fjölskylda hans neyddist til þess, að sætta sig við þessa öm- urlegu lífsframfærslu. Islendingar! I dæmisögu þess- ari merkir fátæki bóndinn og fjölskylda hans þjóðina okkar, góða kýrin náttúmauðæfi lands- ins, ríki bóndinn útlenda þjóð og mánuðirnir ár. Af þessu getið þjer sjeð, hvert hlutskifti vort muni verða, ef ekkert er að gert, áður en í óefni er komið. íslendingar! Vjer stöndum nú á alvarlegum tímamótum. Það var bent á það í upphafi þessar- ar ritsmíðar, að vjer væmm ekki allir ráðnir í því, hvað starfa skyldi, og væmm því að ieita að verkefnum. Islendingar! Gætið þess vandlega, að það em aðal- lega þrjár leiðir, sem um er að velja. Sú fyrsta liggur í suður og austur upp háa og bratta hæð. Neðst eða neðarlega á hæð- inni er vegurinn sæmilega greið- fær, en þegar ofar dregur, fer hann að verða slitróttur og þeg- ar upp undir há-hæðina kemur, er vegurinn aiveg slitinn og ó- ruddur, en vörður eru hjer og hvar frá því sem vegurinn slitn- ar og upp á háhæðirta. Má fara eftir þeim, til þess að halda rjettri leið, en þegar upp á há- hæðina er komið, blasa við fög- ur hjerað með frjósömum gras- breiðumi og fallegum engjum og reisulegum bæjum hjer og hvar. En niður við ströndina má sjá stóra og fagra bæi með skipuleg- um byggdngum, breiðum og bein- um strætum og stómm torgum hjer og hvar. Uppi í hjeruðunum má sjá falleg þorp til og frá. Blá og fögur fjöll blasa við í öllum áttum, nema þeirri, sem ! til hafsins veit, en þar sjást líka ! mörg skip á siglingu. Þjer sjáið | fjallahlíðamar klæddar grænum 1 skógarbeltum, en í fjarska sjáð þjer yfir bláfjöllin hina háu og tignarlegu jökla gnæfa við him- ininn. Frá fjöllunum falla vötn mikil, sem liða sig niður um hjeruðin og falla síðan til sjáv- ar, en sum þeirra mynda þó stöðuvötn á stöku stað í hjeruð- unum. Upp frá hjemðunum ganga hjer og þar breiðir og djúpir dalir inn í fjöllin, og virðast þeir liggja langt inn í landið. Þannig er útsýnið, þegar upp á hæðina er komið, og þyk- ir flestum það bæði fagurt og tilkomumikið. Íslendingar! Hjer í vestur ligg- ur annar vegur. Hann er stuttur og af fáum farinn, og hann ligg- ur út í auðnir einar, svo að ekki er vert að gefa honum meiri gaum. Þá er þriðja leiðin. Það er rennisljettur og breiður vegur og vel gerður af manna höndum, að því er virðist, og hallar undan fæti. En ekki hafa menn farið hann lengi, þegar hann tekur að spillast ákaflega og verður svo ósljettur og illur, að hann er lítt fær eða ófær mönnum. Þessi veg- ur liggur norður og niður til Ná- strandar og Vítisbrunna, en þeir, sem leggja út á þennan veg, em neyddir til þess að halda áfram alla leið niður á Náströnd, hvort sem þeim þykir betur eða ver, ella er þeim drekt í Vítisbmnn- um eða þeir verða til á leiðinni á annan hátt. Maður mikill vexti, illur yfir- litum og næsta ferlegur, stendur við veginn, þar sem ihann er sljettastur. Þjer sjáið að fólk þyrpist í kring um hann og hlustar á það sem hann segir, en hann er að hvetja það til þess að halda breiða vegiim og sljetta, sem liggur á Náströnd niður, og segir því að þar bíði þess gull og grænir skógar og alt, hvaS það vilji, til hverra hluta sem vera skal. Þetta, semi hann er að segja, er auðvitað alt lýgi og blekkíng, en fólkið trúir honum samt og vill fara af stað og reyna lukkuna. En á náströnd er bæði eld- ur og ís, þar sem alt brennur og frýs. Þar era menn látnir vinna í hlekkjum og barðir áfram. Það þykir göfugasta staða þar að vera böðull, og alt er þar þessu líkt. Islendingar! Við höfum lengi minst á það með gleði, að land- ið okkar væri framtíðarland. Og þetta er hið dagsanna. Hin mikla framtíð landsins liggur í því, hve mikið er hjer ógjört. En ætlun við að gjöra framtíðarverkin sjálfir, eða ætlum við að láta útlendinga gjöra þau? Hvað hald- ið þið þeir vildu fá að launum? Auðvitað landið og þjóðina og alt, sem því fylgir, enda mundu þeir þykjast hafa til þess unn- ið. Hafið þið athugað þetta nokk- uð? Ef svo er ekki, þá er tími til kominn að gera það. Á vegamótunum, sem við stöndum nú, vil jeg skýra betur fyrir ykkur líkinguna af leiðun- um þrem, sem jeg var að draga upp fyrir ykkur. Leiðin, sem lá suður og aust- ur, liggur til framtíðarlandsins, landsins fyrirheitna, sem þið eruð bornir til að búa í, ef þið hafið hug og dug til að leggja á brattann og ryðja veginn inn í framtíðarlandið. I því liggur alt hvað þið viljið eða gjörið í þess- um efnum. Hvort þið vlijið erf- iði nokkuð, til þess að komast til fyrirheitna landsins. Vegurinn, sem í vestur lá, merkir kyrstöðu í þjóðlífinu, og virðist ekki vera ástæða til að út- skýra það frekar. En vegurinn breiði, sem lá norður og niður til Nástrandar, merkir leið þeirra, sem öll- um náttúruauðæfum þjóðarinn- ar vilja frá sjer fleygja í út- lendinga. Það er vegur þeirra, sem vilja fara þá leið, að selja eða leigja útlendingum frum- burðarrjett þjóðarinnar til nytja- landsins. Vormenn Islands! Ég kalla á ykkur hárri röddu: Vaknið þið! Óvinir fara að okkur úr öllum áttum. — Þeir, sem á verði áttu að vera hafa sofnað. Vormenn Islands! Hvort vakið þið! — Verjið þjóðarinnar helgu vje! Ritað í des. 1926. ----o----- Lagaprófi hefur nýlega lokið við háskólann ísleifur Ámason frá Geitaskarði, með hárri I. einkunn. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.