Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.03.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.03.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 8. mars 1926. 13.—14. tbL Um víða veröld. „San Min Chu 1«. Til þess að kynnast Kínamál- unum, og þar með einhverj- um merkustu og vandasömustu stjórnarfars- og þjóðernismálum heimsins nú sem stendur, er ekki nóg að þekkja aðeins afstöðu þeirra útlendinga, sem eru annar aðili Kínamálanna og þeirra skoðanir. Menn þurfa líka að vita hvað Kínverjar sjálfir leggja til málanna. ' Bestu hugmynd um það segja fróðir menn, að fá megi með því að kynnast skoðunum Sun Yat-sen, hins kínveska stjórnmálaleiðtoga, eins og þær koma fram í fyrirlestraflokki, sem hann flutti í Kanton á síð- asta landsstjórnartíma sínum í Kwangtung. Þessir fyrirlestrar komu síðar út í bókarformi og hefur sú bók orðið leiðarvísir Kantonflokksins, sem nú ber sig- ursælt merki kínversku þjóð- ræknisstefnunnar. Bókin heitir á kínversku „San Min Chu I" og þýðir það hjerumbil: þrenn meg- inöfl þjóðrækninnar. Bókin mun ekki vera til í heild á Erópu- málum, en hjer er farið eftir enskri f rásögn um meginefni hennar eftir Ivan D. Ross, há- ekólakennara í Wuchang í Kína. Dr. Sun sMftir efni sínu í þrjá bálka, eftir þeim þrem megin- öflum þjóðmálanna, sem hann ræðir um. Fyrst er um kyn þjóð- arinnar (race), þá um kraft þjóðarinnar, lýðræðið og loks um Kf þjóðarinnar, þjóðfjelagsskipu- lag jafnaðarstefnunnar. Til skiln- ings á deilumálunum við útlend- ingana er fyrsti bálkurinn einna athyglisverðasttir. Hin eðlilega skifting mann- krnsins, segir Dr. Sun er skift- ingin í kynbálka. Skiftingin í þjóðir og ríki er hinsvegar óeðli- legri skifting, oft mynduð með hernaðarofbeldi, þar sem einn kynþáttur er kúgaður undir yfir- ráð annars. Dæmi þessa eru völd Breta í Hongkong. 1 Kína fellur þó að langmestu leyti saman kyn- bálkur, þjóð og ríki. Annarlegir kynþættir ríkisins eru aðeins um 10 miljónir manna samanlagðir, af 400 milj. íbúum. Samt sem áð- «r eru Kínverjar sjer ekki fylli- lega meðvitandi kynbálksskyld- leikans. Þeir lifa í hugsunarhætti gamals ættbálkaskipulags. Eina leiðin til þess að bjarga Kína frá eyðileggingu er sú, að kenna þjóðinni að meta og skilja sjálfa sig, sem kynbálk. Þannig hafa Rússar eftir kommúnistabylting- una hætt að vera hernaðar- og landvinningaþjóð, en orðið sam- bandsrfki slafnesks kynbálks. Kínverjar sjálfir hafa einnig hætt að vera hernaðar og of- beldisþjóð, þó áður hafi þeir ráð- ið mjög stóru ríki víða um Asíu og gætu enn, vegna fólksfjölda síns, orðið voldugsta hernaðar- þjóð heimsins. En Kínverjar eru friðsöm þjóð, sem þar að auki hefir orðið nokkuð aftur úr vest- rænum þjóðum í ýmsum verald- legum efnum á síðustu manns- öldrum. Veikleika niðurlægingar- tímans hafa svo vestrænar hern- aðarþjóðir notað til þess að seil- ast til valda í Kína, og hagnýta sjer á kostnað Kínverja, auðæfi landsins. Þær hafa að miklu leyti lagt undir sig kínverskan markað og dregið ógrynni fjár út úr Iandinu, því innflutningurinn er miklu Verðmeiri en útflutning- ' ur, t. d. 500 milj. dollurum meiri árið 1921. Með erlendri banka- starfsemi fara einnig árlega út- úr landinu um 100 milj. og aðrar 100 milj. vegna erlendra siglinga. Samtals má gera ráð fyrir því að eriend ríki fjefletti Kínverja um 1 miljarð og 200 miljónir árlega. Varnarleysi Kínverja gagnvart þessum erlendu áhrifum stafar af því mest, að þeir glötuðu sam- heldnisanda kynbálksins fyrir hjerumbil þremur öldum, þegar Mongólakeisararnir af Mingætt- inni voru yfirunnir og Ching-ætt- in komst til valda og var hinum forna anda þó enn um skeið haldið lifandi í leynifjelögum lág- stjetta og hermanna. En há- stjettir og lærðir menn gengu á hönd hinni nýju stjórn og því voru engar bækur skrifaðar og ekkert menningarstarf til þess unnið, að halda lifandi hinum gamla þjóðræknisanda. Nú er það verkefnið, sem himininn hefur fengið hinum fjölmenna kín- verska kynbálki, að útrýma kyn- bálkaójöfnuði veraldarinnar. Vest- rænu heimsveldin hafa lifað á þessu misrjetti og heimsstyrjöld- in var af því sprottin, sprottin af valdafýkn og ofsa þjóðanna til nýrra og aukinna yfirráða. Rúss- neska byltingin er eina vonin út- úr ógöngum Vesturlanda. Þess- vegna eiga Kínverjar einnig að taka sjer skipulag kommúnismans til fyrirmyndar í þjóðfjelagi sínu, þó með nokkrum breytingum. Á þann hátt geta þeir orðið samstæð og sterk þjóð inn á við, sem fær er um að leysa af hendi verk- efni sitt. Annars þurfa Kínverj- ar ekkert af vestrænum þjóðum að læra í stjórnspeki, eða al- mennri lífsspeki. Stjórnmál eins og anarkismi og kommúnismi, sem eru nýtísku stefnur í Ev- rópu hafa verið rökrædd í Kína fyrir 2000 árum. Nýjustu þýsMr heimspekingar sækja hugsjónir sínar til kínverskrar fornspéki og indverskrar. 1 eðlisfræðum einum hafa vestrænar þjóðir komist fram úr Kínverjum, en ekki fyr en á tveimur síðustu öldum. Fornkínverjar höfðu sjálfir gert ýmsar hinar merkustu uppgötv- anir, t. d. fundið púður, prentlist, áttavita, gert brýr og mannvirki o. fl. Kínversk speki er einnig hin æðsta og hagnýtasta sið- speki heimsins, sem sje Ta Hsioh kenningarnar. En Kínverjum hef- ur ekki tekist að framkvæma til fullnustu siðgæðishugsjónir sín- ar. En í þjóðinni er mikið og merkilegt efni. Þjóðin er dugleg, heiðarleg, orðheldin og friðsöm. Friðarvilji hennar 'er ekki ein- ungis á vörunum, eins og hjá vestrænum þjóðum Hann er henni eðlilega í blóðið borinn. En þjóðin hefur verið sundurlyndog ekki skilið sinn vitjunartíma. Nú á hún að læra að þekkja sjálfa sig og tilgang sinn í heiminum og verða að nýju, voldug og frið- söm menningarþjóð. Hún á að verða það, með því að yfirgefa hinn forna ættbálka hugsunar- hátt, en honum á að vera auð- vélt að eyða, að því leyti sem nauðsynlegt er, því ættbálkarnir eru fáir — um 400 — en sam- einast í allsherjartilfinningunni fyrir kynbálkinum. En samkvæmt þeirri tilfinningu er eðlilegast og rjettast að mannfólkið skiftist og miklu rjettara að vinna að slíkri skiftingu, heldur en að alþjóða- stefnu þeirri (internationalisma) sem vestrænu þjóðirnar predika, þó mest sje hún höfð að yfirskyni nýrrar ásælni á aðrar þjóðir. Ennfremur eiga Kínverjar að f ara að dæmi Japana og læra alt það sem þeim er nauðsynlegt af vestrænni menningu og þeim má að haldi koma, einkum í verk- legum efnum. Með krafti sinnar fornu menningar og þeim nýju meðölum sem þeir nema þannig af Evrópumönnum, eiga þeir að reka af höndum sjer útlending- ana og áhrif þeirra í stjórnmál- um, fjármálum og menningar- málum. Síðan á kínverski kyn- bálkurinn að taka þann sess, sem honum ber með rjettu, sem hinni fjölmennustu og elstu menningarþjóð og verða helsta ríki heimsins. Druknun. Um hádegi á sunnu- dag fundu drengir lfk nýdrukn- aðrar konu í bótinni hjá Granda- garðinum. Konan hjet Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir, gift kona. Um tildrög druknunarinnar er ókunnugt. Sandgræðslan. Eftir að jeg kom heim fór annar maður til Jótlands til að kynnast sandgræðslu. Hann vann með mjer 3 sumur. Lengur hjelst hann ekki við það verk. Við höfð- um fyrst 100 kr. á mánuði í 4—5 mánuði og kostuðum okkur að öllu af því. Dagkaup manna var þá 8 kr. á dag. Þessi fjelagi minn fór til Ameríku. Hann áleit starfið gagnslaust. Sagði fje aldrei fást svo mikið að að gagni kæmi. Smákák kafnaði í skemdunum og árangur sæist al- drei. Jeg sagðist halda áfram meðan jeg fengi einn mann til að vinna með mjer. Þótti smátt skamtað af þingi og stjórn, en var vongóður að geta sýnt hvað gera ætti. Nú eru liðin 20 sumur. Jeg vona að ósk Hannesar Hafsteins rætist, að sandgræðslan verði til gagns fyrir land og lýð. Jeg vona lika, að velgerðamaður minn og vinur, sjera Magnús Helgason, iðrist ekkert eftir að hafa valið mig til þessa starfa. Jeg þakka honum að hann skildi mig rjett, og jeg hefi haft á- nægju af að vinna þetta verk, þótt oft hafi kent misskilnings og þröngsýni þeirra, sem hlut hafa átt að máli. Jeg hefi alt af haft bjargfasta sannfæringu um gagnsemi sandgræðslunnar, hve mikið sem móti hefur blásið. n. Þótt breyttur hugsunarháttur almennings álíti nú, að hægt sje að verja landið skemdum og eyð- ing bygða, þá er þó slæma örðugleika enn við að stríða. Af- notarjettur sandgræðslusvæðanna verður oft að deiluefni, eða hef- ur orðið. Landeigendum þykir hart að mega ekki nota Iandið meðan á sandgræðslunni stend- ur. Að eiga að greiða minst y* kostnað, sem að græðslunni lýt- ur og hafa svo ekM afnot af landinu, nema fyrir gjald, þykir bændum harður kostur. Þeir vilja fá að slá sandgræðslusvæðin gjaldfrítt, og vel kæmi þeim að skjóta þangað inn skepnum, t. d. ef á liggur af sjerstökum á- stæðum að vorinu, eða vetrinum, þegar þörf er góðrar beitar.. Gróður kemur oftast fyr við sandinn, en annarsstaðar. Þetta hefur orðið til þess, að fje hef- ur gerst svo áleitið á girt sand- svæði, að vandræði er að fá þau friðuð á sumum stöðum Efna- lega hafa sumir bændur lagt mikið á sig vegna sandgræðsl- unar. Girðingarkostnaður þeirra hefur oft verið 500—2500 kr.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.