Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 15.03.1927, Side 1

Lögrétta - 15.03.1927, Side 1
XXII. ár. Um viða veröld. Niðurskurðurinn í Danmörku. Lögrj. hefur áður sagt frá því, að hin nýja stjóm Madsen-Myg- dal í Danmörku hefði í hyggju að bera fram allstórfeld niður- skurðarfrumv. til lagfæringar á fjárhag ríkisins. Þessi frumvörp lagði stjómin svo fyrir þingið 17. f. m. og hafa þau verið mik- ið rædd síðan. Samkv. þeim á að lækka gjöld fjárlaganna um 60 miljónir kr., bæjafjelaganna um 14 milj. kr. og framlög vinnu- veitenda til ýmsra (aðall. trygg- ingar-) mála um 4 milj. kr. Af þessari lækkun koma um 28 milj. niður á launum embættis- og starfsmanna, en breytingar á embættaskipuninni era fáar eða engar. Hægrimenn ýmsir eru hinsvegar, í orði kveðnu að minsta kosti, á móti launalækk- uninni, en vilja láta taka alt em- bættakerfið til endurskoðunar innan skamms. Stjórnarfrv. ger- ir aðall. ráð fyrir því, að dýrtíð- ar- og aðrar uppbætur lækki eða hverfi, en í staðinn komi að nokkra leyti nýjar framfærslu- og staðarappbætur. Þessar upp- bótalækkanir nema um 541/4 milj., en nýju uppbætumar nema um 263/4 milj. Framfærsluupp- bótunum á að jafna niður á þrennan hátt, þannig að kvæntur starfsmaður, bamlaus, fær 360 kr. á ári, en 510 kr. eigi hann 1—3 börn, og 630 kr. eigi hann fleiri en 3. Staðaruppbótin á að nema 630 kr. fyrir Kaupm.höfn. 450 kr. fyrir miðlungsbæi úti um land og 270 kr. fyrir smábæi — alt miðað við kvænta menn, hjá hinum minkar uppbótin um þfiðjung. Sem dæmi þess, hvem- ig þessi ákvæði mundu verka, má geta þess að kvæntir hæsta- rjettardómarar, biskupar, stjóm- ardeildarstjórar o. sl. hafa nú 13.052 kr. hæst, en mundu fá 12.390—12.660 kr. eftir bama- fjölda. Giftur en barnlaus póst- maður í Kaupm.höfn getur nú fengið 3524 kr. hæst á ári, en á að fá 3240 kr. Ógiftir símamenn úti um land fá nú 2319 kr. að byrjunarlaunum, en mundu fá 1800 kr. — Á utanríkisþjónust- unni er gert ráð fyrir 820 þús. kr. spamaði og á að fækka starfsmönnum þar úr 74 í 63 ut- anlands og úr 58 í 48 innan- lands. Nokkrar sjerstakar skrif- stofur verða sameinaðar og ýms- ir embættismenn settir á bið- laun. Gjöld til örkumía fram- færslu (aðall. hermanna) á að lækka um 375 þús. kr. Lögum um ellitryggingar (aldersrente) Reykjavík, þriðjudaginn 15. marts 1927. á að breyta þannig, að gjöldin lækka um 101/2 milj., úr 66(4 í 56 milj. kr. Nú er ástandið þann- ig, að t. d. 65 ára hjón í Kaupm. höfn fá 1092 kr. á ári, en eiga að fá 594 kr., 67 ára kona í sveit fær 402 kr., á að fá 288 kr., 66 ára karlmaður í kaupstað fær 528 kr., á að fá 384 kr. Á at- vinnuleysistryggingum á að spara um 10V4 milj- kr. Á sj úkrasj óðs°fj öldum á að spara Madsen-Mygdal. rúml. 4 milj. kr. Á slysatrygg- ingargjöldum á að spara rúml. 3 milj. kr. Á almennri örkumla- tryggingu á að spara um 5 milj. Á gjöldum til búnaðarmála á að spara um 290 þús. kr., einkum á gjöldum til gripasýninga, hrossa- ræktarfjelaga og ráðunauta- starfsemi. Hermálagjöld á að lækka um 2 milj. kr. Frumvörp þessi hafa mætt all- mikilli mótspymu frá ýmsum embættis- og starfsmönnum og hægri flokkurinn mun vera þeim andvígur, en þó fáanlegur til að fallast á þau að miklu leyti, gegn því, að stjómarflokkurinn fallist að talsverðu leyti á verndartolla- stefnu hægrimanna. Forsætis- ráðherrann hefur einnig lýst því yfir, að frv. væra ekki úrslitaboð frá stjóminni, hún væri fús til samninga um einstök atriði, en hjeldi fast við það meginatriði, að stórfeldur niðurskurður væri nauðsynlegur, þó sár væri og vandasamur víða. ----o---- Páll Ólafsson slcáld átti aldarafmæli 8. þ. m. og var þess minst með samkomum á Seyðisfirði, Eskifirði og ef til vill víðar á Austurlandi. Páll var austfirskur að ætt og ól allan ald- ur sinn á Austurlandi, bjó lengi á besta þroskaskeiði sínu á Hall- freðarstöðum í Hróarstungu og var þá einn af helstu hjeraðs- höfðingjum Fljótsdalshjeraðs. — Var hann lengi umboðsmaður Skriðuklaustursjarða og um eitt skeið þingmaður Norðmýlinga. En á aldarafmælinu er hans einkum minst sem þjóðskálds Austfirðinga á síðari hluta næst- liðinnar aldar. Varð hann snemma æfi sinnar þjóðkunnur fyrir kveð- skap sinn, þótt kvæðasafn hans kæmi ekki út í heild fyr en hann var kominn á áttræðisaldur. Vísur hans þurfti ekki að prenta til þess að þær næðu útbreiðslu. Þær flugu á vörum manna landshom- anna milli. Hagmælsku og lip- urð í ljóðagerð átti hann fram- yfir alla samtíðarmenn sína, og sú var tíðin, að menn tóku sjer vísnagerð hans til fyrirmyndar um alt land og hrósuðu ljett kveðnum og smellnum stökum með þeim ummælum, að það væri eins og þær væra eftir Pál ólafs- son. Páll andaðist hjer í Reykjavík, á heimili Jóns ritstjóra bróður síns, 23. des. 1905, en síðari kona hans, Ragnhildur Bjömsdóttir Skú}asonar umboðsmanns á Ey- jólfsstöðum, andaðist vorið 1918. Tvö af bömum þeirra era á lífi: Bjöm Kalman hæstarjettarmál- færslumaður og Bergljót, sem lengi hefur dvalið í Kaupmanna- höfn. ----o—— Mm laifóíwijín. Hann andaðist hjer í bænum 10. þ. m. Hafði hann þá vérið haldinn ólæknandi sjúkdómi (krabbameini) um 2 ár og oft sárþjáður, en gegndi samt oft- ast daglegum störfum sínum en deyfði sjúkdóm sinn eftir föng- um. Forberg var norskur, fædd- ur 22. nóv. 1871, en kom hingað fyrst 1905 til þess að veita for- ustu símalagningunni og varð síðan landssímastjóri. Hefur ný~ lega' verið rakin hjer í Lögrj. starfssaga simans á fyrstu 20 árunum, en saga Forbergs og saga símans er sama sagan. Er það almannamál, að Forberg hafi rækt starf sitt með miklum dugn- aði og samvitskusemi og var hann vel látinn af símafólki og viðskiftamönnum símans. Nokkr- um dögum áður en hann dó hafði Alþingi veitt honum 10 þús. kr. heiðursgjöf og ýmis sómi annar hafði honum verið sýndur fyrir starf hans og forgöngu. Forberg kvæntist eftirlifandi ekkju sinni Jenny F. árið 1900 og eiga þau 7 börn og era 2 þeirra nú hjer- lendis. Gísli J. ólafson stöðvar- stjóri í Reykjavík hefur verið settur eftirmaður Forbergs. —--- 15. tW. 6sllraBdyr lliiinssin 1827. — 13. marts. — 1927. 13. þ. m. var aldarafmæli Guð- brandar Vigfússonar. En hann var fyrir ýmsra hluta sakir svo mikilsháttar maður í menningar- lífi samtíðar sinnar, að rjett er að minnast hans að nokkru. Þó störf hans lægju flest á sviði sjerfræðilegrar vísindamensku, — sem þar að auki er ekki öll sjerlega aðlaðandi eða ánægju- leg fyrir þá, sem ekki eru orðn- ir henni samgrónir — höfðu ýms verk hans víðtækara og al- mennara gildi, námgjömum al- menningi hjer heima til fróðleiks og skemtunar og til eflingar á- huga og skilningi enskumælandi manna á íslenskum fræðum. Æfisögu G. V. hefur dr. Jón Þorkelsson ritað í Andvara (1893). Hann fæddist í Galtar- dal á Fellsströnd 13. marts 1827, góðra manna. Hann gekk í Bessa- staðaskóla og þótti ágætur náms- maður. Síðan fór hann til Hafn- arháskóla 1849 og ætlaði að leggja stund á gömlu málin, en varð því brátt afhuga og sner- ist allur á sveif íslenskra fræða. Vann hann margt að þeim hin næstu ár, uns hann fór til Eng- lands haustið 1864 til þess að fást við orðabókarverk Cleasby’s. Var hann síðan við Oxford-há- skóla það sem eftir var æfinnar og dó þar 31. jan. 1889, ókvænt- ur. Guðbrandur varð einna fyrst kunnur fyrir hina miklu ritgerð sína í Safni til sögu Islands, um tímatal í Islendingasögum og hafði þó skrifað ýmislegt fyr. Annars eru merkastar söguút- gáfur hans, er hann sá um ein- samall eða með öðrum, s. s. Biskupasögumar gömlu, Sturl- unga og Flateyjarbók. Eftir að hann kom til Englands fekst hann einnig við útgáfur, einkum með York-Powell, og er þar helst að geta, auk Sturlungu, um Corpus poeticum boreale. Síðast en ekki síst er svo að geta hinn- ar miklu íslensk-ensku orðabókar, sem að mestu er verk hans eins, eins og hún er prentuð, þó fleiri ynnu þar að í upphafi. En auk fræðiritgerða sinna hefur dr. Guðbrandur skrifað margt annað á íslensku. Má minna þar á tvær ferðasögur hans í Nýjum fjelagsritum, úfc- lendar frjettir, í Skími (og í Þjóðólfi) og ritdóma ýmsa. Er margt af þessu ekki einungis hið fróðlegasta, heldur einnig mjög læsilega og vel skrifað, enda sjest það líka á ýmsum fræðaskrifum dr. Guðbr. að

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.