Lögrétta

Issue

Lögrétta - 15.03.1927, Page 2

Lögrétta - 15.03.1927, Page 2
L o G it J tí T T A LÖGRJETTA Utgefandi og ritstjóri Þorstelnn Gíslnson Þingholtsstræti 17. Simi 178. Innhelmtn og nfgreiðsla i JÞingholtsstíæti 1. Simi 185. I i----------------------------il hann var skýr og skemtilegur rithöfundur, ekki síst á Sturl- unguformálanum. Ýmsar deilu- greinar skrifaði dr. Guðbr. einn- ig, sumar í fremur óviðkunnan- legum sennum, eins og hallæris- málunum, eða fremur leiðinleg- um, eins og í stafsetningarþrasi, sem altaf ásækir málfræðinga. En margar eru þessar greinar skarplega skrifaðar. Á stjómmál- um hafði hann áhuga, og var virktavinur Jóns Sigurðssonar og meðútgefandi Nýrra fjelagsrita. TJm þau mál hefur hann samt fátt skrifað, en vel. Einna lakast hefur dr. Guðbr. tekist um suma textameðferð, einkum í Corpus og uhi ýmsar skoðánir hans má lengi deila, eins og gengur. Hann var persónulega vel lát- inn maður og mikilsvirtur og nokkuð sjerkennilegur í sumu. Vinur hans og samverkamaður, York Powell, sagði m. a. svo, að „því lengur sem jeg þekti hann, því meir virti jeg hann, treysti honum og elskaði hann“. Guðbrahdur Vigfússon hefur ekki ávaJt notið fulls sannmælis fræðimanna á síðustu árum. Að vísu voru honum mislagðar hend- ur um sumt, eins og öðrum. En hann hefur leitt margt nýtt í Ijós, athugað skarplega og lýst skemtilega. Hann var stálminn- ugur og stórfróður, einn af glæsi- legustu iðkendum íslenskra fræða. ----o---- Oröðiðl(irio£js!eíiiliip. Svo má segja, að tungumál einnar þjóðar auðkenni hana frá þeim þjóðum, sem annað mál tala. Má vel líkja málinu við hjartaslög. Ef hjartaslög ein- staklinga þjóðarinnar veikjast eða breytast frá eðli sínu, þá eiga einstaklingarnir ekki langt eftir ólifað, og með dauða einstak- linganna deyr þjóðin út. Ef tungumál einnar þjóðar tekur stakkaskiftum þannig, að það gleypir í sig mikið af orðaforða annara þjóða, og breytir með því eðli sínu, þá má óhætt full- yrða, að þjóðin sje á grafar- bakkanum, sem sú þjóð, er hún áður var. Þetta á sjer því frem- ur stað, sem þjóðin er smærri en nágrannaþjóðimar. Og mest er hættan, ef þjóðin sjálf veit ekkert með vissu um orðaforða sinn — eða hve mikið hún á í fórum sínum af gömlum og nýj- um orðum. Það má með fullum sanni segja þetta um íslensku þjóð- ina: hún veit ennþá ekki nándar nærri hve auðug hún er að orð- um. — Það eru að vísu til ýms- ar orðabækur gamlar og nýjar, sem hafa að geyma mikinn fjölda íslenskra orða; en hvort- tveggja er, að engin þeirra hef- ur inni að halda öll orð, sem til eru í íslensku máli, og það, þótt þær allar sje samanlagðar og hitt annað, að orðabækur þess- ar eru í fæstra höndum og sum- ar eigi nothæfar nema einstök- um mönnum. Það er takmark allra þjóða, að ná sem mestri fullkomnun á öll- um sviðum. Eða að minsta kosti ætti svo að vera. Og ber þá engu síður að leggja áherslu á and- lega framþróun og fullkomnun, en hina líkamlegu. Andlega fram- þróun einnar þjóðar, má einna gleggst marka af málfari henn- ar eða tungumáli. En svo best varðveitist tungumálið, að þjóð- in, sem það notar, þekki það til hlítar; og það getur alls ekki orðið nema hún eigi greiðan að- gang að orðaforða sínum á ein- um stað — í samfeldri orðabók. Þetta hafa líka nágrannaþjóðir okkar sjeð og eru nú sem óðast að koma orðabókamálum tungna sinna í rjett horf, eftir því, sem geta leyfir, og þykir sómi þeirra að meiri fyrir bragðið. Vjer íslendingar erum taldir fullvalda þjóð.Og vjer eigum vort eigið mál — tungumál, sem allir, er kunna, dásama fyrir sakir feg- urðar og fullkomnunar — nema íslendingar sjálfir, ef dæma skyldi eftir því, hve seinlátir þeir eru, að safna orðaforða sín- um í eina heild. Það er nú í nokkur ár búið að veita úr ríkissjóði ofurlitla fjár- hæð árlega til þess að safna orð- um til væntanlegrar íslenskrar orðabókar, vísindalegrar. En það er eins og alt er að því lýtur, sje gjört algjörlega utan við sig og með hangandi hendi. Það eru veittar fáeinar þúsundir árlega til þess, að safna íslenskum orð- um úr prentuðum ritum íslensk- um, auk nokkurrar upphæðar til orðasöfnunar úr daglegu máli. En þar á móti eru veittir tugir þúsunda af krónum til skálda, listamanna o. fl. manna, sem lít- ið vinna sjer eða landi sínu til frægðar eða frama — sumir hverir — því að ekki lifir þjóð- emi vort til langframa á mis- jöfnum málverkum, leikaraskap, eða kveðskap. Eða hvað væri nú orðið úr íslensku þjóðemi, ef tungan hefði truflast og aflag- ast eins og danskan, norskan og sænskan, jafnvel þótt Eddu- kvæðin og aðrar fombókmentir vorar væri til? Tungan — ís- lenskan — væri horfin, íslenskt þjóðemi horfið og allar fombók- mentimar stæði þá svo sem fag- ur og undraverður minnisvarði þess þjóðemis, sem einu sinni var. Það er tungan, sem að miklu leyti skapar og viðheldur þjóðeminu. Og það er heilög skylda hverrar þjóðar, að geyma tungunnar sem hins mesta dýr- grips síns og varðveita hana sem óbrjálaðasta og ómengað- asta öðmm tungumálum, svo sem kostur er á. Og hvílir sú skylda hvað þyngst á oss Is- lendingum, vegna þess, að oss hefur tekist — þrátt fyrir alt, að geyma tungu vora nær því ómengaða í liðug þúsund ár. En jeg hygg, að engin núlifandi menningarþjóð á jörðu hjer geti talið sjer slíkt til gildis. Jeg sagði fyr, að mjer virtist svo sem hæstvirt Alþingi sinti orðabókarmálinu með hangandi hendi og tilfærði sem sönnun þess, að ekki ætti að verja til þess á árinu 1927 nema nokkur- um þúsundum króna, eða sam- tals kr. 8.400.00. Þar á móti er varið í sömu fjárlögum (1927) til ýmsra lista- og bókmenta annara um 117.750 kr., s. s. til hljómlistar, leiklist- ar og málara og til alþingissögu (sem enginn veit hvað líður), eða til ýmsra embættismanna, sem aði auki hafa sín fullkomnu laun. Eru þó ótaldir fjölda marg- ir póstar til útgjalda sem styrkt- arfje, sem nema mörgum tugum þúsunda. En þessi nefnda upn- hæð er liðlega 14 sinnum hærri en allur styrkurinn, sem veittur er til hinnar væntanlegu íslensku orðabókar. Og hefi jeg leyft mjer að tilfæra ofangreinda liði að- eins til þess, að sýna fram á hve afskaplega orðabókarmálið er haft útundan. En þetta má eigi svo til ganga lengur. Það verður að hefjast handa í orðabókarmálinu. Það má vel vera, að leikaraskapur, hljómlistamám og söngur o. fl. o. fl., sem styrkur er veittur til, sje nauðsynlegt íslensku þjóð- emi; en jeg efast um, að nokk- uð af þessu, sem upp er talið sje jafnnauðsynlegt íslensku þjóð- emi og fullkomin íslensk orða- bók. Til landmælinga á að verja á árinu 1927 45 þúsund krónum. Verður eigi annað sagt en að því fje sje vel varið. Enda er það metnaðarmál hinni ísknsku þjóð, að því starfi sje lokið sem allra fyrst. En engu minna metn- aðarmál ætti það að vera ís- lensku þjóðemi, að fá fullkomna orðabók yfir sitt eigið tungumál — það tungurnál, sem ekki er ólíklegt til mikillar útbreiðslu þá er stundir líða. Til þess að hrinda máli þessu áfram og leiða það til skjótra og farsælla lykta, hafa mjer hug- kvæmst þessar tillögur: 1. Árlega sje varið af ríkisfje, að minsta kosti 45 þús. krónum, til væntanlegrar, fullkominnar íslenskrar orðabókar, með ís- lenskum þýðingum, og sje hún að öðm leyti úr garði gjörð með svipuðu móti og samskonar orða- bækur em á meðal útlendra menningarþjóða (eins og líka prentaða skipulagsskráin frá 1920 gerir ráð fyrir). 2. Einn sje aðalmaður, sem hafi á hendi umsjón orðasöfnun- arinnar; veiti orðamiðum frá safnendum móttöku, raði þeim og ákveði hver rit hver safnandi skuli orðtaka. Þessi skulu vera aðalverk hans; en þess utan skal hann orðtaka rit, eftir því sem tími leyfir. Til þessa yfirstjóm- arverks sje varið árlega 10 þús. krónum og er þá ætlast til að aðalmaður greiði hjálparmanni eða mönum þóknun af því fje, eftir samkomulagi. 3. Fengnir sje 15 safnendur, hver með 2 þús. kr. þóknun, til þess aö orðtaka íslensk rit, fom og ný, eftir niðurskipun, sem aðalmaður ákveður. Hver þess- ara 15 manna .skili árlega þeim orðaforða, sem aðalmaður og hjálparmenn hans í Reykjavík telja sæmilegan að fjölda og gæðum. Kosta safnendur sjálfir pappír undir miðana, penna og blek og sendingu miðanna til aðalmanns. 4. Til að safna orðum úr al- þýðumáli sje varið árlega 2 þús. krónum og takist sú upphæð af framannefndum 45 þús. krónum. Miðamir frá þeim manni eða mönnum, er safna slíkum tal- málsorðum, skulu og sendir aðal- manni verksins. 5. Rit þau, er safnendur orð- taka, skal ríkið leggja til að láni, ef safnendur eiga þau ekki sjálf- ir; og kosti ríkið flutning rit- anna frá og til Rvíkur; en í Reykjavík skulu safnendur sjálf- j ir annast um flutning ritanna til sín og frá sjer aftur. Væri þessum tillögum fylgt og framkvæmd yrði góð, myndi safnast á ári margir tugir þús. af orðum. En nú má gera ráð fyrir að margir orðtakar rituðu sömu orðin, að minsta kosti fyrst í stað. Þó mætti koma í veg fyr- ir þetta, að miklu leyti með því, að aðalmaður skipi svo fyrir að öll þau orð sem finnast í orða- bók S. Blöndals sjeu eigi tekin á miða, nema þar sem einhverja merkingu orðsins vantar í þeirri bók. Með þessu móti má allmikið komast hjá mörgum endurtekn- ingum og óþörfum miðafjölda. Gjörum nú ráð fyrir, að nokk- uð margt orðanna sje tví- eða margtalið. En samt ættu þarfleg- ir orðaseðlar að verða svo marg- ir, að eitthvað um 50 þúsundir orða bættust safninu árlega. Er þá gert ráð fyrir, að orðaforði allra fommáls orðbókanna sje líka tíndur upp á miða og til- vitnanir lagaðar eftir nýjustu fomritaútgáfum. En það mun verða mikil vinna. Þrátt fyrir það ætti þó t. d. á 8 ámm, að vera búið að safna geysimiklum orðafjölda; þykir mjer trúlegt,að íslensk tunga sje eigi orðfleiri nú sem stendur en það, að slík vinnubrögð yrðu alveg fullnægj- andi, þótt bæði fommál og ný- mál, ljóðmál og lesmál sje í bók- ina tekið. Mundi þá orðsöfnunin kosta ríkið alls 45 þús. X 8, eða 360 þús. krónur. Getur það ekki há upphæð talist, þegar ihún er borin saman við hinar ýmsu upphæðir, sem jeg hef tilgreint úr fjárlögunum 1927. Og í þessu máli er þó óhætt að segja, að ríkið fái þó nokkuð fyrir snúð sinn, því að það á þó alt orða- safnið. Setjum ennfr. svo, að undirbúningur undir prentun, pappír, prófarkalestur o. s. frv., kosti alt að 100 þús. krónur — þá kemur orðabókin fullbúin upp á 460 þús. krónur, og það eftir svo sem 10 ár eða 12. Stjóm og alþingismenn! Jeg leyfi mjer að benda því til yðar, að þjer takið orðabókar-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.