Lögrétta

Issue

Lögrétta - 15.03.1927, Page 3

Lögrétta - 15.03.1927, Page 3
LÖGRJBTTA málið til rækilegrar og alvar- legrar athugunar. Og jeg vona að þjer sjáið nauðsyn þessa máls og ennfremur að þjer sjáið sóma íslensku þjóðarinnar og íslenska ríkisins í því, að málinu sje hrundið áleiðis nú þegar, annað- hvort með þeim hætti, er jeg hef bent á, í línum þessum, eða þá með öðrum öruggari og hrað- stígari ráðum. Hraunum í des. 1926. Guðmundur Davíðsson. Búnaðarþingið. Búnaðarþinginu er nú slitið. Fyrir það voru lögð 69 mál og 93 erindi, sem málin snertu, en skrá- sett þingskjöl voru 367. Afgreidd voru 54 mál. Erindi voru flutt 8. Gjöld fjelagsins fyrir næsta fjár- hagstímabil eru áætluð 237 þús. kr. fyrra árið og 220 þús. síðara Þar af eru heimatekjm- fjelags ins 10—20 þús. kr. á ári. Það sem á vantar til reksturs fjelags og fjelagsmála verður að koma frá ríkissjóði. Helstu mál þingsins voru þessi: Metúsamel Stefánsson búnaðarmálastjóri lagði fram er- indi um verklegt búnaðarnám, sem fyr er frá sagt nokkuð, og var fje veitt til námsstyrkingar á góðbúum. Sömuleiðis var rætt mál það, er hann hefur einnig flutt um ungmennavinnu við bú- störf, og Lögr. hefur einnig sagt frá. Er ætlunin að sækja um framlag úr Rockefeller-sjóðnum, sem slík mál styrkir, og heimilað var að veita Guðrúnu Bjömsdótt- ur frá Grafarholti 500 kr. til þess að byrja slíka starfsemi næsta sumar í nánd við Reykjavík. Til húsmæðrafræðslu voru veittar 100 kr. og sett nefnd til að at- huga það mál. Um notkun drátt- arvjela var allmikið rætt. Lágu fyrir 5 umsóknir um aukna notk- un þeirra. En þingið áleit að ódýrara mundi að öllum jafnaði að vinna ísl. jarðveg með hest- um og sinti engri umsókninni, en ákvað að gera skyldi nákvæm- ar tilraunir með þær 2 vjelar,sem þegar hefðu verið styrktar, til samanburðar við hestavinnuna. Um búfjártryggingar hefur all- mikið verið rætt og átti það mál að -vera undirbúið fyrir þetta þing og skýrslum átti að safna um gripavanhöld, til grundvallar iðgjaldaákvörðun. Var skrifað í þeim tilgangi hreppstjórum, lið- lega 200, en um 37 svöruðu. Þóttu það ekki næg svör og á að biðja ríkisstjómina að krefja hreppstjóra þessara upplýsinga. Stjóminni var heimilað að veita einhverjum af dýralæknum landsins 500 kr. á ári til að rann- saka helstu búfjársjúkdóma. Far- ið var fram á, að ríkissjóður legði enn fram 3000 kr. til vatnarann- sókna Dr. Reinsch og ætlast til þess, að Pálmi Hannesson nátt- úrufræðingur yrði honum til að- stoðar næsta sumar, og tæki síð- an sjálfur að sjer rannsóknirnar og leiðbeiningarstarf um klakmál. Tekinn var upp nýr liður, 2000 kr. til leiðbeiningar um rafveit- ur á sveitabæjum. Mun vera til þess ætlast, að Skarphjeðinn Gíslason hafi þær leiðbeiningar á hendi, en hann hefur þegar gert á sveitabæjum 10—20 rafstöðv- ar. Nokkrar breytingartill. vom gerðar við j arðræktarlögin I., II. og IV. kafla, einkum 10. gr. þar sem ósanngjarnt þótti, að miða styrkinn við það eitt, sem að túnrækt væri unnið umfram 10 dagsverk á verkfæran mann. Einnig var farið fram á, að styrkupphæðin fyrir jarðabætur yrði fastákveðin í lögunum sjálf- um. Þá var stjóminni falin end- urskoðun þess, hvernig lagt væri í dagsverk, því reynslan ihefði sýnt, að dagsverkin væru oft alt of lítil. Tekinn var upp nýr lið- ur, 1000 kr. veiting til Islands- deildar í Nordiske Jordbrugsfor- skeres Forening. En hún var stofnuð nú um þingtímann með 12 fjelögum og sitja í stjóm hennar Sig. Sigurðsson, Halldór Vilhjálmsson og Pálmi Einarsson. Sambandið nær um öll Norður- lönd og var stofnað 1918 og held- ur þing annaðhvert ár. Stjóm- inni var falin athugun á stofnun tilraunabús á Suðurlandi. í stjórn Búnaðarfjel. var kosinn Bjami Ásgeirsson á Reykjum, í stað Odds Hermannssonar. Endur- slcoðendur voru endurkosnir Jón Guðmundsson frá Gufudal og Jakob Líndal. I stjórn Bjarg- ráðasjóðs var kosinn Bjöm í Grafarholti, en sjóðgæslumaður Metúsalem búnaðarmálastjóri. — Áburðarmálinu svonefnda var á síðustu dögum þingsins ráðið til lykta á þann hátt, sem Lögrj. hafði áður sagt frá. Urðu engar deilur um málið á þinginu, en all- þungorðar umræður urðu þar samt næstsíðasta daginn út af nokkrum ummælum Sig. Sig. Er það Tr. Þ. sem helst mun hafa beitt sjer fyrir þeim mála- lokum, sem orðin eru. Verður nú tvískift starfi búnaðarmálastjóra og tekur Sig. Sig. við öðm starf- inu, sem einkum lýtur að fram- kvæmdum út á við, jarðrækt, sandgræðslu o. fl. Hinn búnaðar- málastjórinn, sem verður Metú- salem Stefánsson, hefur á hendi fjármála- og skrifstofustjóm. Ráðunautunum er skift undir stjórn beggja búnaðarmálastjór- anna og sjálfir eiga þeir jafn- framt að gegna ráðunautsstörf- um, en yfirstjóm allra málanna og ákvörðun verkaskiftingar milli þeirra er hjá stjórn Búnað- arfjelagsins. Þessi málalok vora staðfest á lokuðum þingfundi með 9 atkv., 2 greiddu ekki at- kvæði og 1 var á móti. Jafnframt var samþ. ályktun þess efnis, að Búnaðarþingið beindi þeirri ósk til allra hlutaðeigenda „að sú mis- klíð verði látin falla niður, sem um hríð hefur í fjelaginu ríkt og að miklu á rót sína að rekja til óákveðinna starfshátta og ónógrar samvinnu“. Einnig mælt- ist þingið til þess við stjómina, að Sig. Sig. yrði falið búnaðar- málastjórastarfið út á við „þar eð viðurkent er, að hann er frömuður og forgangsmaður í ræktunarmálum hjer á landi“. Hinsvegar var, samkv. þessu, tal- ið þarflaust, að taka áburðar- málið út af fyrir sig til umræðu og skildist rannsóknamefndin svo við málið, að hún ákvað „að sýkna engan og sakfella engan“. Það era nú orðin mörg störf og márgvísleg, sem búnaðar- þingið hefur til meðferðar og era fulltrúamir önnum kafnir meðan á því stendur og gera sjálfsagt það sem unt er til þess að störf- in gangi vel. En alt um það ganga þau ekki vel. Mun mest um það að kenna skipulaginu. Það er erfitt að geta á nokkrum dögum athugað og skorið úr þvælu af smámálum og allmörg- um stórmálum, svo að gagn sje að. Vill þá oft fara svo, að smærri málin ein fá afgreiðslu, en stónnálin verða útundan, ein- mitt þau, sem búnaðinum var mest þörf á að fá afgreidd og búnaðai’þingið með sjerþekkingu manna sinna ætti að standa best að vígi um. Ætti því að reyna að finna eitthvert skipulag um meiri samvinnu búnaðarfjelags- starfsmanna og búnaðarþings- manna milli þinga, en nú er og betri undirbúning þingmála, svo búnaðarfjelag og búnaðarþing verði enn meir en orðið er það sem það á að vera, brautryðj- andi búnaðarmálanna. Úr Fljótsdalshjeraði er Lögrj. skrifað 27. janúar 1927: Af tíðarfarinu er það að segja að veturinn byrjaði með miklum snjó svo að tók fyrir jörð á flestum bæjum austan Lagar- fljóts, en að vestan var allgóð jörð og á Jökuldal vóru ágætir hagar. Hefur þar fallið ágætlega í vetur. Hlákur gerði ekki fyr en á jólaföstu og fylgdu þeim svo mikil úrfelli, að ætla má að hey hafi sumstaðar skemst og svo varð á öðrum stöðum vart neð- angangs í heystæðum. Síðan þessar hlákur gerði hefur tíðar- far verið gott og hagar nægir, fyr en nú að hagar era litlir á bæjunum er standa hæst (næst fjallasíðunni) beggja megin á Hjeraðinu. Heyskapur var í sum- ar sæmilegur, en kvartað var um óþurka á miðjum slætti og blautt var engi á Úthjeraði. Vænleiki fjár var í fullu meðallagi. Sauð- fje hefur verið misjafnlega hraust. Víðast hefur það verið hraust og sagði einn bóndi við mig, að það myndi að þakka undangengnu góðæri. En í Fljótsdal hefur borið mikið á bráðafári. Á Skriðuklaustri er sagt að sje farið 50 fjár. Hörg- ull hefur verið á bóluefni og hefur því verið gripið til bólu- efnis frá áranum litlu eftir alda- mótin síðustu. Gafst það vel, þar sem jeg hef áreiðanlegar fregnir af. En á einum bæ frjett- ist að það hefði ekki gefist vel, en vera má að svo magnað fár hafi verið komið í hjörðina, að sú hafi verið orsökin. Til eru þeir bæir þar sem fárgjamt hef- ur verið, að ekki hefur verið bólusett, en sama sem ekkert drepist. Þá faghaðarfrjett hef jeg að færa, að rafveita er hlaupin af stokkunum í Hrafnsgerði; er þar 3 bæði hitun og lýsing. Sigurður Jónsson frá Seljamýri í Loð- mundarfirði annaðist uppsetn- inguna fyrir ákvæðisverð. Er litið svo á að uppsetningin hafi orðið ódýrari fyrir þetta, en þó tala sumir um að þétta hefði mátt vera ódýrara ef Búnaðar- samband Austurlands hefði beitt sjer fyrir þessu. En jeg vildi segja, ef Búnaðarfjelag íslands ljeti þetta mál til sín taka. Það munu um 10 ár síðan jeg sagði við einn ráðunaut Búnaðarfje- lags Islands: Þið ættuð nú um 10 ára skeið að snúa ykkur mest- megnis að rafveitu á sveitabæj- um og af hendingu varð fyrir mjer brjef frá árinu 1917, frá einum háttsettum manni við Bún- aðarfjelagið, þar sem hann er að svara mjer viðvíkjandi því, hvað Búnaðarfjelag Islands gæti sint rafveitu á sveitaheimilum. Að fleiri sjeu, er líta líkt á þetta og jeg, sjest best á því, að ýmsir hafa látið í ljós óánægju um lánskjörin við Ræktunarsjóðinn. Og svo skal jeg geta þess, máli mínu til stuðnings, að Guðmund- ur Snorrason, fyr bóndi í Foss- gerði á Jökuldal, nú fluttur til systursonar síns Snorra Halldórs- son læknis á Síðu, kom til mín í vor á leið að sunnan. Hann segir: það er merkilegt með sveitirnar í Skaftafellssýslunni, eins og þær era afskektar, að 'þær skuli fremstar í því að hagnýta sjer raforkuna. Og hann bætti þvi við: Þar sem svo hagar til, að ekki er stórum erfiðleikum bund- ið, að hagnýta raforku, þá á að byrja á því að hagnýta hana, láta þá umbótina ganga fýrir, þótt ábýlið krefjist ýmsra ann- ara. Svona leit Guðmundur á og hefur hann ávalt verið talinn meðal hygnari bænda. Það eru víst margir fleiri en jeg, sem líta svo á, að Búnaðarfjelag íslands, en sjerstaklega hin óþörfu bún- aðarsambönd verji altof miklu fje til fundahalda og fyrirlestra. Bestu fyrirlestramir eru fram- kvæmdir. Þessi eina rafveita í Hrafnsgerði hefir þau áhrif, að maðurinn, er jeg nefndi að geng- ið hefði frá vjelunum, er nú uppi á Hjeraði, eftir beiðni, að líta á líklega staði, þar á meðal Brekku í Fljótsdal. Búnaðarsamband Austurlands hafði mann í þjón- ustu sinni í fyrra vetur til að leiðbeina með rafveitu. I haust er leið setti hann upp raforku- stöð á Sljettu í Reyðarfirði. Ung- ur maður og efnilegur, úr Fljóts- dal, var þar með honum, að kynna sjer þessi störf. Á Ljósa- landi í Vopnafirði var snemma í vetur sett upp aflmikil rafstöð. Hefur hið opinbera lagt eitthvað til hennar, því 100 kerta ljós er þar á hlaðinu, sem viti. En Ljósa- land er næst ysta bænum, að norðanverðu við Vopnafjörð, svo ljósið sjest langt að austan, utan af Hjeraðsflóa, og inn á höfn á Vopnafirði. Hver gekk frá raf- veitunni á Ljósalandi, veit jeg ekki með vissu, en jeg ætla það hafi verið Skarphjeðinn Gísla- son, er verið hefur í þjónustu Búnaðarsambands Austurlands. Það er víst að Skarphjeðinn pant-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.