Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.03.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 15.03.1927, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA aði til stöðvarinnar. Skarphjeðinn hefur kynt sig vel og1 ekkert komið fram er sýndi að hann væri ekki vaxinn starfi sínu, — en lítið hefur hann tekið fyrir verk sín, miðað við það er nú gerist. 1 vetur er leið var ekki hægt að segja að Fljótið legði upp úr. Það er orðið svo flesta vetur, að fyrir ofan Ás leggur það ekki, fyr en um miðjan mars og fyrir ofan brú leggur það ekki nema lítilsháttar fyrir jól. Fyrir fimm- tíu árum var þetta öðru vísi. Þá var það um jól jafnaðarlegast lagt upp að Ormarsstaðaá. Nú er það fyrir nokkru lagt upp að Mjóanesi.í frostleysunum framan af í vetur voru menn þó farnir að tala um að gerandi myndi að setja á laggirnar mjólkurbú við Fljótið, er væri ekki öllu neðar en við Ormarsstaðaá og láta mótorbát safna saman rjómanum. En þetta mun hafa haft mestan byrinn fyrir það, að í sumar var hjer Reyðfirðingur, norskur í aðra ætt, sem annaðist flutning á Fljótinu. Fór hann langt niður fyrir brú og hafði haft við orð að flytja eftir Fljótinu niður að Fossi og inn Fljótsdalinn eftir ánni á flatbotnuðum bát. Þá vel er athugað sýnist miklum mun auðveldara að reka mjólkurbú hjer á Fljótsdalshjeraði nú en var fyrir- 30 árum þá Sigurður heitinn Sigurðsson hreyfði því. Það gera vegirnir. Bílfær vegur inn Vellina inst inn í Skriðdal frá Egilsstöðum norður hjá Heiðarenda og vegur út Eiða- þinghána út að Eiðum. Svo er verið að leggja akfæran veg frá brúnni inn Fellin. Það er því ekki hema framtaksleysi að reka hjer ekki stórt mjólkurbú. Nú eru Seyðfirðingar farnir að láta til sín heyra að fá bílveg frá Seyðisfirði til Hjeraðs. Það er fylsta ástæða til þess. En það gengur furðu næst, að enginn íbúi Fljótsdalshjeraðs skuli láta til sín heyra. Það má þó geta næni að jafn fjölmenn og stór bygð með ótal framleiðslu skil- yrðum hafi þörf fyrir meira en þessa einu leið, Fagradalinn til strandarinnar. Akvegur frá Seyð- isfirði til Hjeraðs er ekki síður fyrir Hjeraðsbúa en Seyðfirð- inga. Úthjerað er illa sett vegna hafnleysis. Braut til Seyðisf jarð- ar yrði því mun notadrýgri en til Reyðarfjarðar. Norskur verk- fræðingur hefir fyrir löngu skrif- að í Andvara um akveg frá Seyð- isfirði til Hjeraðs. Heilsufar er gott. Hinir ungu læknar hafa besta traust. Á Hjaltastað er nýbygt íbúðarhús fyrir lækninn. Er það 'steypt með tvöföldum veggjum og loft steinsteypt. Þá má geta þess að við Eiða- skólahúsið var, í sumar, bygð stór viðbótarbygging. Er þessi bygging öll úr steinsteypu: vegg- ir (tvöfaldir), loft og stigar og talin hin vandaðasta. Bygginguna gerðu eftir samningi Sigurður Björnsson trjesmiður á Seyðis- firði og Jón Vigfússon steinsmið- ur á Sej'ðisfirði. Runólfur Bjarnason. Leiðrjetting. Það er skýrt frá því í síðustu Lögrjettu, sem mjer barst í dag, sem ástæðu fyrir neitun Leikf jelagsins við tilboði hr. G. Kamban, að fjelagið hafi verið bundið föstum samning- um um starfsemi sína það sem eftir væri þessa leikárs. Út af þessu leyfi jeg mjer að skýra frá því, að á fundi Leik- fjelagsins 11. þ. m., þar sem hr. G. Kamban bar munnlega fram tilboð sitt, beindi jeg þeirri fyr- irspurn til formanns fjelagsins, hvort hann fyrir sína eða fje- lagsins hönd væri bundinn nokkr- um skuldbindingum eða loforð- um um leika eftir að hætt væri við Munkana á Möðruvöllum. Þessari fyrirspurn minni svar- aði formaður ákveðið „nei"; að- eins væri búið að þýða eitt leik- rit og yrði fjelagið auðvitað að borga þýðinguna. Þetta heyrðu allir viðstaddir fjelagar Leikfjelagsins. Jeg verð því að líta svo á, að um enga fasta samninga hafi ver- ið að ræða og að því fjær hinu rjetta sje að segja, eða gefa í skyn, að hr. Kamban hafi heimt- að rifting á gerðum samning- um. Rvík 14. marts 1927. Borgþór Jósefsson. W] Lögrj. sjer ekki, að leiðrjett- ing þessi komi í bág við ummæli hennar í síðasta tbl. Hefði form. Leikfjel. tekið tilboði hr. .G. K. eins og það kom fyrst, þá hefði hann rift samningum við höfund Munkanna á Möðruvöllum. Þeg- ar tilboð G. K. var endurnýjað, var fjelagið bundið samningum við formann sinn og leiðbeinara, en frá þeim samningum leysti form. fjelagið, svo að það gæti, ef því sýndist, tekið tilboðinu. Virðist því síst ofhermt, að form. Leikfjel. hafi hagað sjer í þessu máli „eins og hann hlaut að gera og rjett var". -------o------- Dómur er fallinn í hæstarjetti í málinu út af meðferð skag- firska drengsins, sem fyr hefur verið sagt frá. Hjónin, sem í hlut eiga, voru dæmd í 2X5 daga fangelsi við vatn og brauð, einnig eiga þau að greiða kostnað af spítaladvöl drengsins vegna fót- armeins og málskostnað. En skaðabætur vegna örkumla eru drengnum ekki dæmdar, þar sem móðir hans hafði ekki krafist þeirra. Hæstirjettur telur ekki sannað, gagnvart neitun ákærðu, að drengurinn hafi verið svelt- ur og telur einnig, að meðferð hans hafi að nokkru stafað af annríki einyrkjanna og af því, að þeim hafi ekki verið ljóst hverjar afleiðingar hirðuleysi þeirra hefði, en hinsvegar væri ýms meðferðin á drengnum og aðbúð hans svo vítaverð, að hún væri ósæmileg hverri húsmóður. Hæstirjettur átaldi nokkuð með- ferð málsins í undirrjetti. Karlakór K. F. U. M. hefur haldið samsöngva undanfarið við góða aðsókn og góðan orðstír. Á söngskránni voru 12 lög, þar af aðeins eitt íslenskt, eftir Árna Thorsteinsson (við Fyrstu vor- dægur eftir Þorst. Gíslason). Mestu viðfangsefnin voru annars Sten Sture eftir Körling, með J einsöng Símonar Þórðarsonar og Varde eftir Haarklou, með ein- söng 0. Norðmanns, en í heild sinni voru lögin smekklega og vel valin. Flokkurinn er samt orðinn svo snjallur, að hann mætti vel temja sjer enn fleiri stór við- fangsefni, þó að vísu sje hann full fámennur (rúml. 30 manns). Er sjerstök ástæða til þess að minnast flokksins nú, þar sem hann átti 10 ára afmæli 11. þ. m. Hefur hann á þessum árum unnið hjer mikið og gott starf undir ötulli og smekkvísri stjóm ágæts söngstjóra, Jóns Halldórs- sonar, er orðinn vandaður og vel samsunginn flokkur og hefur prýðilega einsöngvara. Færðu kórmennirnir söngstjóranum gull- úr að gjöf í afmælisfagnaði sem þeir hjeldu. Harmoniku-leikari norskur, G. Erichsen, bróðir þess, sem kom hjer í fyrra, heldur nú hljóm- leika hjer. Hann er nefndur í aug- lýsingum heimsmeistari og snill- ingur og öðrum hógværum nöfn- um. Hann hefur samið ljett lög, sem þykja skemtileg ýms og eru vinsæl og ljek þau nokkuð. Ann- ars voru hljómieikarnir tilkomu- litlir. Heimför Vestur-íslendinga, Sr. Rögnv. Pjetursson hefur hafið máls á því vestra, að koma á sam- tökum um kynnisför Vestur-ís- lendinga heim hingað sumarið 1930. Gerir hann ráð fyrir því, að 1200—1300 manns sláist í hóp saman og fái sjerstakt skip, dvelji í hálfsmánaðartíma í Rvík og á Þingvöllum, fari nokk- uð umhverfis land, síðan til Ir- lands og Manar og þá vestur aftur. Væntanlega verða hátíða- höld hjer í sæmilegu lagi 1930, höfðingleg en yfirlætislaus og stilt í hóf eftir getu landsins, En lítt sjer á enn alvarlega hvað verða vill, þó margt sje skrafað. En engum gestum mundi hjart- anlegar fagnað, en glæsilegum hópi Vestur-Islendinga. Iðnaðarmenn hafa ákveðið að leggja 60 þús. kr. af mörkum til samskólans, ef úr verður stofnun hans. Vigfús Einarsson er skipaður skrifstofustjóri atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytisins, í stað Odds Hermannssonar. Fiskifjelagið hóf aðalf. sinn 14. þ. m. Fjelagsdeildir eru 46. Náms- skeið voru haldin 10 s. 1. ár og var kostnaður við þau 8500 kr. Starfsmannalaun eru 13 þús. kr., og til ýmsra styrkja fara 16800 kr. 1 ráði er að reyna að fá skipaða milliþinganefnd til allsherjarathugunar á sjávarút- vegsmálum. Inflúensan er nú allsstaðar í rjenun erlendis, þar sem til hef- ur frjetst. Út af Stokkseyrarbrunanum hefir verið ákveðið að hefja mál gegn I. Bjarnasyni, sem í gæslu- varðhaldi hefur setið vegna hans undanfarið. lslenskur husbúnaður. Sam- Velos skilirindan góða er hljóðlítil og ljett í snúningi. Skilur sjerlega vel, einföld og hæg í hreinsun og end- ist ágætlega. Fæst í 3 stærðum. No. 0 skilur 65 lítr. — 1 — 120 — — 2 — 220 — Velos strokkurinn strokkar rjómann á 15—20 mínútum. 3 stærðir 5, 10 og 15 lítra. Yaralilutir ávalt fyrirLiggjandi. "Versrum Reykjavík. band norðlenskra kvenna hefur heitið verðlaunum fyrir bestu uppdrætti að ísl. húsbúnaði, borði, bekk, 2 stólum, skáp og rttmi og haganlegri tilhögun í baðstofu. Hið ísl. garðyrkjufjelag hefur nýlega sent út ársrit sitt, m. a. með grein um Burbank eftir Einar Helgason og hugvekju eft- ir Hannes Thorsteinsson. , Kol og salt hefur látið reisa svonefndan „krana" á hafnar- bakkanum til uppskipunar og út- skipunar á kolum. Er það mikil járngrind, sem aka má til, raf- knúin og getur uppskipunartæk- ið tekið hálfa aðra smálest í einu, en alls getur verkfærið losað um 80 smál. á klukkustund. Verkfærið kvað hafa kostað rúmar 300 þús. kr. Fjöldi greina bíður nú birting- ar í Lögr. Höf. eru beðnir að hafa greinar sínar eins stuttar og auðið er, efnis vegna, og við blaða hæfi. Getur þá birting gengið greiðlega. Að öðrum kosti er hætt við að greinar rekist á, dragist óþægilega eða verði al- veg útundan. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.