Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.03.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 24.03.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA xxn. ár. Reykjavík, fimtudaginn 24. marts 1927. 16. tbl. Leikfjelag Reykjayíkur þrítugt. Pjelagið var stofnað mánudag- inn 11. janúar 1897, og gengu í það þessir leikendur: 1. Arni Eiríksson verslunarmaður 2. Borgþór Jósefsson verslunarm. 3. Friðfinnur Guðjónsson prentari 4. Gunnþórunn Halldórsd. jungfr. 5. Hjálmar Sigurðsson ritari 6. Jónas Jónsson alþ.húsvörður 7. Kristján Þorgrímsson kaupm. 8. Sigríður Jónsdóttir húsfrú 9. Sigurður Magnúss. cand. í guðfr. 10. Stefanía Guðmundsd. jungfrú 11. Steinunn Runólfsdóttir jungfrú 12. Þorv. Þorvarðarson prentari. Þess utan gengu 7 handiðnamenn í fjelagið sem ekki ætluðu að leika, en vildu halda fjelaginu til þess að leigja hand iðnamannahúsið sem þeir höfðu leikpall í til þeirra afnota. Á stofnfundinum voru samþykt lög fyrir fjelagið, sem nefnd manna hafði undirbúið, og voru hennar tillögur samþyktar óbreyttar að mestu leyti. Síðar um veturinn voru samþyktar „reglur sem gilda við æfingar, og eins þegar leikið er“, fyr en þessar reglur voru samþykt- ar mátti heita að leikfjelagið væri ekki fullstofnað. II. Framkvæmdir Leikfjelagsins fyrstu 10 árin. Formenn Leikfjelagsins voru á þessum tíma Þorvarður Þor- varðarson 1897 til 1904, og Árni Eiríksson frá 1904 til 1910. Fyrsta kvöldið sem Leikfjelagið ljek var 18. des. 1897. Þá var leik- ið „F e r ð a æ f i n t ý r i ð“ eftir A. L. Arnesen, og „Æ f i n t ý r i í Rósinborgargarði“ eftir J. L. Heiberg. Á undan leiknum var sungið kvæði eftir Einar H. Kvar- an. sem er prentað í 5. leikenda- skrá 1907—08 Framanaf voruleik- in mest smáleikrit eftir Heiberg og Hostrup, og „Æfintýri á göngu- för“ gekk 4 sinnum um veturinn enda var búið að þrautleika það skömmu áður. Síðan hefur „Æfin- týri á gönguför“ verið vinsælasta erlent leikrit sem Leikfjelagið hef- ur sýnt, og síðast þegar það var leikið var Leikfjelagið búið að leika það 73 sinnum. Á tímabilinu komu fram 3 þýsk leikrit, „Heimkoman“, „Hin týnda paradÍ8u og „Heimilið“. Líklega má þar sjá áhrif Bjarna frá Vogi sem var leiðbeinari um tíma. Síð- ar komu fram „Gjaldþrotið11 eftir Björnstjerne Björnson, og „Aftur- göngur“ eftir Henrik Ibsen, og „John Storm“ eftir Hall Caine var sýndur á jólum 1904, og leikinn 13 sinnum þá um veturinn. Fje- laginu var lengi legið á hálsi fyr- ir það, að það ljeki aldrei íslensk leikrit, og sumir leikendurnir álitu sig eiga erfitt með að leika sveita- fólk. En veturinn 1904 var „Skip- ið sekkur“ leikið, og reyndist ekki lakar en ýms útlendu leikritin. Svo má heita, að þetta tímabil væri klikt út með „Kamelíufrúnni“ eftir Alexandre Dumas yngri, og „Tril- by“ eftir George du Maurier. — Leikfjelagið naut snemma opinbers styrks frá landi og bæ og sá styrk- ur var kominn uppí 1500 kr. alle 1907. Þegar Þorvarður Þorvarðarson fór frá sem formaður, gjörði hann góða skýrslu yfir gjörðir og hag fjelagsins til 1904. Af öllum út- gjöldum fjelagsins gengu til að borga leikendum í 7 ár kr. 11.687, en 27.566 kr. til annars kostnaðar. Meðal tekjur af hverju leikkvöldi voru þá 202 kr. fyrst, en voru komnar uppí 256 kr., og er styrk- urinn þar ekki talinn með. læikfjelagið sýndi fyrstu 10 árin: íslensk leikrit í 9 kvöld eða 3.4°/0 Dönsk leikrít í 112 — - 41.8% Þýsk leikrit í 52 — - 19.4% Norsk leikrit í 27 — - 10.0% Ensk leikrit í 45 — - 16.8% Frönsk leikrit í 23 — - 8.6% 268 — 100.0% Fyratu 10 ár Leikfjelagsins hafði bæjarbúum fjölgað úr 4500 manna og upp í 9.500. III. Framkvæmdir Leifcfjelagsins önnnr 10 árin. Formenn fjelagsins voru þessi árin: Jens B. Waage 1910—13, Árni Eiríkssoii 1913—15, Ja- kob Möller 1915—1917. Þótt vel mætti kalla þessi 10 árin íslenska tímabilið, þá skal hjer þó telja fyrst helstu útlendu leik- ritin sem leikin voru þessi ár. Fyrst var leikinn „Þjóðníðingurinn“ eftir Henriklbsen; „Hrafnabjarga- mærin“ eftir Wildenbruch, „Kinn- arhvolssystur“ eftir C. Hauch, og hefir það alls verið leíkið 36 sinn- um af Leikfjelaginu. 1911 var leik- ið fyrsta leikritið eftir Schilíer, og voru það „Ræningjarnir“; „Álfhóll“ eftir J. L. Heiberg var leikið ári síðar. Alt eru það leikrit sem fræg eru orðin fyrir löngu síðan. Enn- fremur ljek fjelagið „Augu ástar- innar“ eftir Bojer, norska skáldið; „Tengdapabba“ eftir Gustav v. Gejerstam og „Enginn getur gisk- að á“ eftir Bernhard Shaw og „Okunni maðurinn“ eftir .lerome K. Jerome. Það sem einkennir tímabilið meira eru íslensku leikritin sem þá voru leikin. 1907—08 var „Ný- ársn$ttin“ leikin og hefur hún reynst svo vinsöel að nú er búið að leika hana 76 sinnum. Næsta vetur var „Skuggasveinn“ eftir Matthías Jochumson leikinn, og þó ritið hafi verið ákaflega vinsælt hjer, þá var í það skiftið ekki mik- il aðsókn að því; sama árið var leikinn „Bóndinn á Hrauni“ eftir Jóhann Sigurjónsson og var það fyrsta leikritið hans hjer. Á jólum 1911 var sýndur „Fjalla-Eyvindur“ hins sama. Það leikrit hefur verið leikið upp hvað eftir annað, það var leikið 23 sinnum um veturinn og sumarið, og var leikið í 52. skiftið 30. apríl 1921. 1913 var leikinn á jólum „Ljenharður fógeti“ eftir Einar H. Kvaran og var því vel fagnað. Síðar hefur það verið leikið upp á ný og 15. febrúar var búið að sýna ritið 32 sinnum. Næsta ár voru sýndar „Syndir annara“ eftir Kvaran, og var það tekið upp aftur næsta vetur. Á jólum 1914 var leikinn „Galdra- Loftur“ eftir Jóhann Sigurjónsson í 15 kvöld; siðar var það sýnt 5 sinnum þar að auki. Það er auð- vitað eins manns skoðun, en þeim sem þetta skrifar finst, að þar hafi Leikfjelagið náð hæst á braut sinni. 1915—16 var leikin á jólum „Hadda-Padda“ eftir Guðm. Kamb- an 15 kvöld alls, svo móttökurnar voru góðar. Alls var leikið 60 kvöld þettaársemald- rei hafði komið fyrir áð- ur í Reykjavík. Til að sýna fjárhagshliðina má benda á, að meðal kvöldstekjur (fyrir utan styrk) voru 4 fyrstu árin af tímabilinu frá 262 kr. upp í 288. 1916—17 eru þær þó 342 kr. en peningarnir fallnir. Þessi 10 ár hækkuðu árstekjurnar úr 10.000 kr. upp í 15.000 kr. Til leik- endanna gengu þessi 10 árin alls kr. 46.295 — en allur annar kostn- aður var kr. 83.835. Leikfjelagið á þann heiður skil- ið, að það vildi ávalt leika fyrst hjer þessi leikrit, sem bæði voru samin á íslensku og dönsku af höf- undum. Með því vildi það eigna landinu og þjóðinni rithöfundana sjálfa. Á þessum TO árum hafði fjelag- ið að keppa við 2 Bíóleikhús, og þótt bæjarbúum hefði fjölgað úr 9500 manns upp í 15000, þá naut það ekki alls vaxtarins. Á tíma- bilinu voru leikin. íslensk leikrit 197 kvöld eða 50% Dönsk — 90 Þýzk — 34 Norsk — 11 Ensk — 33 Frönsk — 12 Sænsk — 12 Rússnesk — 8 Alls 397 — 23— — 8— — 3- — 8— — 3— — 3— — . 2— 100% IY. Framkvæmdir Lelfcfjelagsins þriðju 10 árin 1917 — 1. janúar — 1927. Formenn fjelagsins voru: Einar Kvaran 1917—22; (Afþeimárum rak Jens B. Waage fjelagið fyrir eigin reikning um tíma). Guðrún Indriðadóttir 1922—24; Stef- anía Guðmundsdóttir 1924— 25; Kristján Albertson (með Indriða Waage fyrir leiðbeinara) 1925—26; Indriði Waage 1926 -27, 1917, þegar leikárið byrjaði, voru fallnir frá af gömlum leikurum Kristján Þorgrímsson 1915, Andrjes Björnsson 1916 og Árni Eiríksson 1917. Þá var leikin um haustið „Konungsglíman“ eftir Guðmund Kamban og var sýnd 9 sinnum. Næsta ár voru sýndir „Skuggar“ eftir Pál Steingrím8son, og til þess að halda áfram með íslensku leik- ritin voru „Vjer morðingjar“ eftir Kamban sýndir vet. 1920--21. Þang- að til höfðu verið leikin ýms út- lend leikrit eins og „Hrekkjabrögð Scapins“ og „Sigurd Braa“ eftir Bojer, og ýms gömul leikrit endur- tekin. 1922 um haustið var Jens Waage hættur að leika, Ragnar Kvaran, sem hafði leikið hjer, var farinn af landi burt, Ólafur Ottesen, sem einnig hafði leikið síðustu árin, var fallinn frá. Ekki var annað sýnna, en fjelagið yrði að leggja niðúr sýningar um veturinn. Frú Guðrún Indriðadóttir hafði ráðist til Akureyrar til að leika í Fjalla- Eyvindi, og frú Stefanía Guð- mundsdótlir var í Vesturheimi um sumarið og hafði verið þar nokk- urn tíma. Hún kom frá Ameríku um haustið, og sýndist þrotin að heilsu, en rjeðist þó í að halda sýningum fjelagsins uppi eftir ný- árið. Hún aýndi „Kinnarhvolssyst- ur“ og „ímyndunarveikina“ sem hvorttveggja hafði verið leikið áður, og ljek að nýju „Frú X“ eftir Alexandre Bisson, sem var leikið 12 sinnum á því ári og hinu næsta. 1922—23 var leikin „Ágústa piltagull“ eftir Gejerstam og „Himnaför Hönnu iitlu“ eftir Haupt- mann, mjög skáldlegt leikrit, og „Víkingarnir á Hálogalandi“ teknir upp aftur enn einu sinni. 1923— 26 voru leikin þessi íslensk leik- rit: „Tengdamamma“ eftir Kristínu. Sigfúsdóttur, „Stormar“ eftir Stein Sigurðsson, og „Dansinn í Hruna eftir Indriða Einarsson. Af útlend- um leikritum voru sýnd þessi ár: „Heidelberg“ eftir Meyer-Förster, „Æfintýrið“, franskt leikrit, „Þjóf- urinn“ sömuleiðis, og „Veislah á Sólhaugum“ eftir Henrik Ibsen, sem var leikin með miklum út- búnaði og sýnd 18 sinnum. Enn- fremur var sýnd „Candida“ eftir Bernhard Shaw árið 1924—25, og að lokum þann vetur „Einusinni var —“ eftir Holger Drachman og þar ljek Adam Poulsen prinsinn, sem gestur Leikfjelagsins. Það er í fyrsta skifti að nafnkunnur erlendur leikari hefir leikið hjer sem gestur. Á meðan hann var, var leikið hjer á hverju kvöldi fyrir tvöfalt aðgönguverð, en hann ljek ekki lengur en í9 kvöld.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.