Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.03.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 24.03.1927, Blaðsíða 3
LtÖGRJKTTA ræðisstjómimar. Þær eru einn- ; ig siðlausasti fyrirburðurinn í j stjómmálalífi álfunnar nú. Þetta er afleiðing ófriðarins. Hann ærði upp í fólki æfintýralöngun- ina, skapaði óánægju og agaleysi og sljófgaði siðferðisvitund þjóð- anna. Á ófriðarárunum drápu menn og stálu — ofbeldisandinn gagntók að minsta kosti 50 milj- ónir manna. Menn vöndust þeirri hugsun að með valdi væri hægt að ráða fram úr öllum málum. Menn eru famir að fyrirlíta reglubundið líf. Stríðsbraskaram- ir, sem oft em í öllum löndum fyrirlitlegustu mennimir, kosta blöð, sem æsa upp hatrið. Þingin eiga nokkum þátt í því hvernig fólkið er farið að hugsa. Þau eru þung í vöfum, en ástandið hef- ur krafist skjótra úrræða. — Stjómarskifti hafa staðið mánuð- i um saman í Þýskalandi og Frakk- landi. Flokkarnir em hver upp á móti öðrum. Alt þetta æsir upp almenning. Fólk fer að tala illa um þingin án þess að hafa hug- mynd um það, hvað koma eigi í staðinn. Auðveldasta lausnin, sem fyrir verður slíku fólki með tak- markaðar gáfur, er alræðisstjórn. Kún virðist auk þess þægileg- ust fljótt á litið. Það, sem ein- kennir þröngsýna og geðlausa menn, er hinn einfaldi skilningur á lífinu, er hvílir á kraftaverka- trú, eins og í heimi trúarinnar. Hið veraldlega kraftaverk þeirra, sem óánægðir era, er byltingin í augum alþýðunnar og alræðið í augum afturhaldsins. Alræðið á að vera hið einfalda meðal til þess að kæfa verkamannahreyf- inguna og knýja fram þjóðhroka- stefnur. En því er nú ver, að það er auðvelt að koma á alræðis- stjóm, en erfiðara að losna við hana. Alt persónulegt vald stefn- ir að sjálfsögðu að því fyrst og fremst að verja sig, þ. e. a. s. að því að eyða allri mótspymu. En til þess að eyða allri mót- spyrnu þarf að brjóta lögin og beita valdi, eyða einstaklingsör- ygginu með kúgun. En öll kúgun kveykir hatur og blóðugar of- sóknir. Land með alræðisstjóm breytist óhjákvæmilega í land þræla og uppreisnarmanna. Allar alræðisstjómir nýju sögunnar hafa endað í byltingum og ófriði, eða hvomtveggju. Alræðisstjóm- unum er komið á undir yfirskyni þess, að forðast eigi byltingu, en þær enda sjálfar sífelt með bylt- ingu. Löndum, sem búa við alræðis- stjóm fer óhjákvæmilega hnign- andi, af því þau eyða einstak- hngsstarfi og frjálsum skoðana- skiftum. í Evrópu kemur alræðið fram í tveimur formum eftir- tektarverðum, bolsjevismanum í Rússlandi og fascismanum á Ital- íu. Byltingarsinnaðir verkamenn hneigjast víða á sveif bolsjevism- ans, þó árangurinn af tilraunum hans sje víðast lítill. Efnastjett- irnar era, jafnvel í menningar- mestu löndunum, oft velviljaðar fascismanum. En þegar öllu er á botninn hvolft era bolsjevismi og fascismi tvennar algerðar afneit- anir frjálsræðisins. Fascisminn hefur nú verið við 8 líði frá því í október 1922. Þeir, sem komu fótum undir fascism- ann voru að miklu leyti kommun- istar og byltingamenn, sem á- rangurslaust höfðu reynt að koma á rauðri byltingu, en gerðu nú hvíta í staðinn. Mussolini var sjálfur byltingamaður og hafði mælt bót ofbeldinu og þjösna- hættinum ' við morðtilraunir stjómleysisins. Hann var æfin- týramaður, sem ekki vora ljósar hugsjónir sínar, en vildi ráða í einhverri mynd. Hann hefur á- valt harmað það, að jafnaðar- menn fylgdu honum ekki í bylt- ingu hans. Alla æfi sína hefur hann leitast við rauðri byltingu. Fascisminn er ekkert annað en Mussolini með kostum sínum og göllum. Hvað sem sagt er, þá eru aðrir kraftar fascismans gersam- lega þýðingarlausir. Það er ein- göngu persóna Mussolinis sem er stjómarfarslega og sögulega athyglisverð. Hver hefur svo orð- ið árangurinn af fjögurra ára fascista-stjóm á Italíu? Engin hugsjón hefur sprottið þar, eng- in stefna komið fram, það er að- eins ofbeldið, sem aukist hefur. I fyrstu var sagt, að fascisminn drægi úr kommunismanum. En sannleikurinn er sá, að kommun- isminn hefur aukist. En þeir, sem ekki hafa viljað beygja sig undir fascismann hafa verið of- sóttir afskaplega. Alt umburðar- lyndi er horfið. Útlendir ferða- menn í Italíu sjá ekki nema yfir- skyn regluseminnar, yfirborðið, sem hylur djúpt hatur. Allur þorri verkamanna og bænda er á móti stjórninni. Efnaðir borgar- ar era hræddir og óvissir, vegna ; byltingaróttans, og bíða morgun- dagsins án nokkurs trausts á stjóminni. Þingið er í sjálfu sjer afnumið, kjörfrelsi er ekkert. I frjálsum kosningum mundu and- stæðingar fascismans verða í yfirgnæfandi meirihluta. Ekkert blaðafrelsi er til. öll óháð blöð era skoðuð, eydd, rænd. öll stjómmálafjelög jafnaðarmanna, kaþólskra og frjálslyndra era bönnuð. Verkamannafjelögin era kúguð, samvinnufjelögin rænd og brend. Stjómin hefur sjer- stakan ríkislaunaðan fascistaher- flokk og getur með hans atbeina kúgað alt. Andstöðuf oring j amir era gerðir útlægir. Meðal þeirra era merkustu menn í andlegu lífi Sumir era myrtir. Húsrannsókn- ir era altíðar. Á Italíu ríkir eng- in lífsgleði lengur. Enginn veit, hvað fyrir getur komið á morgun. En þó eytt sje allri andstöðu utan fascistaflokksins, er óttinn risinn um klofning í flokknum eða andstöðu innan hans. Sífelt er klifað á því að höfuðhættan stafi nú af þeim fascistum, sem sjeu ekki nógu harðtrúaðir. Mussolini er sjálfur fullur tor- trygni, einnig gegn samverka- mönnum sínum. Hann hefur hrifsað undir sig einan sjö ráð- herraembætti og er hershöfð- ingi ‘fascistaflokksins og foi'seti fascistaráðsins, sem nú er hið eiginlega þing. Því er stundum haldið fram, að fascistar hafi endurreist fjár- haginn. Þó er það víst, að fjár- mál ítala era nú öll í óreiðu, þó fjárlög Nittis og Giolittis hafi áður verið að koma reglu á óreið- una eftir ófriðinn. Misráðnust og öfgafylst er þó framkoma fasc- i ismans í utanríkismálum. En það ! getur ekki staðið lengi, að ítalska | þjóðin beygi sig undir ok kúg- | unarinnar. Fascisminn er gjald- þrota. ------ Þingtíðíndi. Járnbrautar- og fossamál. Helstu málin sem rædd hafa verið í þinginu undanfarið era lánsheimildin handa Landsbank- anum, sem fyr er frá sagt, og sjerleyfisveitingin til Títan-fje- lagsins. Frá sjerleyfisfrumv. stjómarinnar hefur áður verið sagt, og var því vísað til sam- j göngumálanefndar (vegna jám- j brautarmálsins). Lagði nefndin ; til að sjerleyfið fjelli úr gildi í j árslok 1931 (í stað 1929) ef ekki I er byrjað á jámbrautarlagning- j unni 1. maí 1929 og verði þá j unnin mannvirki ríkiseign endur- j gjaldslaust. Ríkisframlagið til i brautarlagningarinnar (2 milj. í stj.frv.) vildi nefndin láta greiða ! eftir á, jafnframt því, sem verk- j ið væri unnið. En Þórarinn á : Hjaltabakka og Ben. Sveinsson j vildu láta fella niður þetta ríkis- j framlag, veita sjerleyfið, en láta ; fjelagið leggja brautina á sinn j kostnað. Nefndin vildi einnig láta j ákveða það nánar, en í stj.frv. ; er gert, að sjerleyfið sje bundið j við saltpjeturs(áburðar)vinslu. i Nokkuð hefur einnig verið um i það talað, hvort fjelagið skuli j setja nokkura fjárupphæð að tryggingu fyrir því, að úr fram- kvæmdum verði og svo sem vott þess, að hjer sje ekki um mála- myndafyrirætlanir að ræða. Þyk- ir sumum svo sem það bendi í þá átt, ef Titan tregðist við slíkri tryggingu. Umræðumar um þetta mál hafa orðið allmiklar og snarpai', en illindalausar. Með sjerleyfis- veitingunni hafa talað, auk at- vinnumálaráðherra og forsætis- herra, Klemens Jónsson, Magnús Torfason, Jörandur Brynjólfsson, Magnús Jónsson og Sveinn í Firði, en hann hafði þó skrifað undir nefndarálitið með fyrirvara. Á móti sjerleyfinu, að einhverju eða öllu leyti hafa talað Jakob Möller og Árni Jónsson frá Múla, Þórarinn á Hjaltabakka, Hjeðinn Valdimarsson og Ólafur Thors. Atvinnumálaráðh. og KL J. röktu efni sjerleyfisfrv. og sögu fossa- og járnbrautarmálanna. Bentu þeir á samgöngunauðsyn suður- láglendisins og rafmagnsþörf og töldu að með sjerleyfisveiting- unni væri ráðið fram úr báðum þeim málum á hagkvæman hátt og báðum aðiljum, ríkinu og Títan, til hagnaðar svo að trygð- ur væri á æskilegan hátt rjettur landsmanna. Landið fengi hina margræddu jámbraut ódýrar og fyr, en annars væri kostur á, og einnig áburðarefni, hita og ljós á ódýran hátt. Afgjaldið af fossa- fyrirtækjunum( c. 300 þús. kr. á ári fyrst) væri meira en vextir og afborganir mundu nema af rík- isframlaginu til jámbrautarinnar. Gert væri ráð fyrir því, að virkj- uð yrðu alls 160 þús. hestöfl og mundi virkjunin kosta um 40 milj. kr., en ekki væri ætlast til þess, að virkjaður yrði nema þriðjungur þessa afls fyrst, en fyrirtækið látið smávaxa ef vel gæfist. Að fjelaginu var sagt að stæðu margir ríkustu menn Nor- egs. Við fyrirtækið var talið að þurfa mundi um 600 verkamenn og mundi þjóðeminu engin hætta af þeim stafa, þó einhverjir þeirra væru útlendir og landbún- aðinum heldur ekki stafa mik- il hætta af því, þó allmargt af þessu fólki drægist úr sveitun- um, því sveitirnar fengju mikla vinnuaflsuppbót með raforku þeirri, sem þeim hlotnaðist. Andmælendur hjeldu því fram, að sjerleyfisfrv. væri illa gert og illa trygðUr rjettur ríkisins, enda væru fyrirætlanir fjelagsins allar í lausu lofti og engin trygging fyrir því, að fjelagið fengi nokk- um eyri til framkvæmda, hvað þá 40—50 milj., en það væri meira en verð alls ísl. togaraflot- ans og gætu meim af því markað hver mundi verða afstaða slíks fyrirtækis í þjóðarbúskapnum og áhrif hans í þjóðlífinu. Væri einnig æskilegast, að það fengi aldrei nein fjárráð, því Islend- ingum mundi engin heill stafa af starfsemi þess, enda líkur til þess, að hjer væri um að ræða braskfjelag, svo alþingi væri það ósamboðið, að samþ. frv. (Jak. M.). Fjelagr sem rjeðist í 40—50 milj. fyrirtæki mundi skifta það litlu, hvort stofnkostnaður yrði 2 milj. meiri eða minni, og mundi því ekki ríða á neinu, þó ríkis- framlagið til j árnbrautarinnar yrði kipt burtu, ef fjelaginu væri á annað borð alvara með fram- kvæmdirnar, enda væri fjárhag- ur ríkisins þannig nú, að hann gæti ekki lagt fram þetta fje, nema með því að taka lán (Þór. J.). Það væri rangt að hlekkja saman þessi tvö mál, virkjun Urriðafossins og járnbrautina, en líkumar væra til þess mestar, að slíkt mundi tefja jámbrautarmál- ið. Titanfjelagið væri vafasamt fyrirtæki. En þótt vissa væri fyrir því, að Þjórsárvirkjunin fengist framkvæmd, eins og frv. gerði ráð fyrir, ætti það að verða ný hvöt fyrir ríkið til þess, að leggja jámbrautina sjálft, því fjel. yrði þá svo mikill viðskifta- vinur, að brautin ætti að vera trygð fyrstu og erfiðustu árin (Á. J.). Það væri ómótmælanlegt, að jámbrautar væri þörf og nýrr- ar vatnavirkjunar, en ríkið sjálft ætti að framkvæma slíkt, en gæti síðar, ef það vildi, selt starfræksluna á leigu. Samkv. sjerleyfisfrv. mundi rafmagnið, sem verið væri að lofa sveitun- um og bæjunum ekki fást fyr en 1937, en bæði Reykjavík og Hafnarf. væri nauðsyn á auknu rafmagni miklu fyr, því Elliðaár- stöðin væri að verða of lítil. Heppilegra væri að virkja Sogs- fossana en Þjórsárfossana og gæti bærinn sjálfur risið undir því (c.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.