Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 24.03.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 24.03.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Utrýmið rottunum! Það er nú íullsannað, að afkvæmi einna rottuhjóna geta á einn ári orðið 860 rott- ur. Af þessu er auðsæ þörfin á að útrýma rottunum. Til þess að ná góðum árangri er því tryggast að nota R a t i n og R a t i n i n . Ratin sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær umgangast meöan þær eru veikar, og drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepaudi verkanir á þær rottur, sem jeta það. Ratin-aðferðiu er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir til RATINKONTORET, KÖBENHAYN Allar upplýsingar gefur Á6ÚST JÓSEFSSON heilbrigðisfulltrúi, Reykjavik. 41/2 rnilj.) Fengist nokkur tryg-g- ing- fyrir því, að Titan gæti lagt jámbraut, væri ekki frágangssök að veita sjerleyfið. En meðan 9000 kr. hlutabrjef væru seld á 301 kr. á uppboði, eins og nýlega hefði átt sjer stað, væru ekki miklar horfur á slíku og mundi sjerleyfisveiting án fullrar vissu um framkvæmdir geta tafið bæði rafmagnsmálið og jámbrautar- málið (H. V.). Tr. Þ. flytur þá viðbót við sjerleyfislögin, að sjerleyfishafa skuli skylt, ef rík- isstjómin óskar þess í sambandi við Búnaðarfjel., að láta af hendi árlega fyrstu 5 starfsárin köfn- unarefnisáburð, sem svarar 1000 smál. af Noregssaltpjetri afhent- um í umbúðum í Reykjavík með 26% lægra verði, en tilsvarandi stórsöluverð er í Noregi. Næstu 5 ár skal stjómin geta krafist 2000 sniál. á ári og siðan, það sem eftir er sjerleyfistímans, 3000 smál., sem sömu kjörum. Málið er enn óútkljáð. Ýms mál. Einnig hafa orðið allsnarpar umræður um gengismálið út af frv. þeirra Tr. Þ., Á. Á. og H. Stef. um verðfesting krónunnar, og var því vísað til nefndar. Af nýjum málum er helst að geta till. frá J. J. um að komið verði á tilraunum um flugpóstferðir. Fjárhagsn. nd. flytur frv. um heimild handa stjóminni til þess að taka erlendis lán alt að 43/4 milj. kr. til að kaupa fyrir veð- deildarbrjef og jarðræktarbrjef nýs flokks, sem Landsbankinn gefi út. Þetta er gert eftir ósk fjármálaráðherra J. Þorl. Ingvar Pálmason flytur frv. um stofnun húsmæðraskóla á Hallormsstað. 4 þm. skora á stjómina að láta fara fram í vor stúdentspróf á Akureyri, fyrir þá sem notið hafa framhaldskenslu við gagn- fræðaskólann. Einar Ámason og Guðm. Ól. vilja láta framlengja til 1, jan. 1935 lög um friðun hreindýra, sem fjellu úr gildi 1. jan. 1926.. Hjeðinn V. og Ásg. Ásg. vilja láta lögákveða það, að verkafólki skuldi goldið kaup þess að minsta kosti vikulega. I nd. hefur verið rætt um skipun milli- þinganefndar til athugunar á búnaðarlöggjöf. Á verkefni nefnd- arinnar m. a. að vera endurskoð- un jarðræktarlaganna, laga um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 1884, að gera ýmsar till. um æðstu stjóm búnaðarmála, um not erfðafestulanda og leigulóða, um nýbýlastofnun og skifting jarða í því skyni, um verklegt nám við búnaðarskólana og hvers- konar efling búnaðarins. Hjeðinn Vald. flytur í nd. till. um van- traust á stjóminni. Óvíst enn hvenær hún verður rædd, eða hvemig aðrir stjómarandstæð- ingar snúast við henni. ----o---- I. Festina lente! í ritdómi í Vísi nýlega um kvæðabók, er ungur maður hefir gefið út — er drepið á það til athugunar, að best sje fyrir skáldin ungu, að „flýta sjer hægt“ með að birta kvæðin sín. Þetta er sannmæli. Það er yfir- leitt heppilegast fyrir hvem ungan og óreyndan mann, að fara sjer hægt og flýta sjer eigi mjög, að festa hugsanir sínar í prentsvertunni. Þetta gildir jafnt um skáld eða hagyrðinga — og aðra áhugamenn, er berj - ast æstir fyrir einhverju máli. Frá mínu sjónarmiði er hollast fyrir hvem einstakan mann og þjóðina í heild, að ráðnir menn og stiltir birti hugsanir sínar á prenti. Má þá vænta þess, að nýjungum og ádeilum fylgi síður öfgar og meiðandi orð. Stundum ríða menn svo geyst úr hlaði, er þeir fara erinda sinna — oft í góðu skyni — að þeir stórmeiða þá, sem í vegi verða og vinna þannig stundum mikið ógagn, þó að endurbótahugurinn sje nú hreinn og falslaus. Nú er það allmikið uppi í tím- anum, að deila á trúmálastefn- ur og fulltrúa þeirra. Ber nú ölhi meira á sókn hinna fram- gjömu nýstefnumanna en hinna gamaltrúuðu. En í deilum þess- um, bæði þeim er nú heyra liðn- um ámm til, og þeim, sem nú eru á dagskrá, er sumt, sem ekki er hófsamlegt. Og best gæti jeg trúað því, að ýmsir bardaga- mennimir frá pennavígvellinum vildu gjama síðarmeir, að sumt væri óritað sem þeir hafa ritað. Littera scripta manet! og eigi ávalt til sóma höfundinum. Ás- geir Magnússon kennari ritar ný- lega í Morgunblaðið hugvekju um andleg mál — stillilega og margt með rökum — og finnur þjóðkirkjunni heldur margt til foráttu. Og hann hyggur, að laga mætti deyfð og óheilindi trúar- lífsins með því að slíta sam- bandi ríkis og kirkju. Um þetta má tala aftur og fram, en ó- hugsað mun það vera, að vilja slíta sambandi ríkis við kirkjuna — þessa eldgömlu menningar- stofnun, sem ein hjelt uppi ment- un og upplýsingu hjer í landi á rökkuröldum fávitsku og hleypi- dóma. Þó ekki væri vegna ann- ars en þess, að kirkjan, þjóð- kirkjan, er sem helgileifar og fommenjar þjóðarinnar — ætti nútímans kynslóð að reyna að styðja hana eftir mætti. Það skilst mjer að verði helst með því móti, að vekja virðingu manna fyrir þessari stofnun, sem ein stendur enn af öllu því, sem stofnað var til í heimsríki hinna fomu Jtómverja. Einkanlega mega íslendingar, eigi síst hinir langminnugu á feðranna frægð, minnast kirkjumannanna með hlýju og þakklæti, sem vafa- laust hafa varðveitt og skráð mörg af ágætisritum fomaldai- innar. Jeg er ekki að segja, að ljómi hinnar fomu kirkju nægi til að gefa núverandi þjóðkirkju tilverurjettinn, en það renna fleiri stoðir undir hana en nærri gleymdir frægðartímar. Enn er alliur þorri prestanna svo viti borinn, að þeir vita að þeir eru í þjónustu stofnunar, sem á að greiða guðsríki veg inn í hjörtu alþjóðar. Og fjöldi þeirra hagar sjer í samræmi við þessa þekk- ingu, enda játar Á. M. að innan prestastj ettarinnar sjeu allmarg- ir ágætir menn. Eigi verður sagt með sönnu, að prestarnir brjóti gegn hógværðarboðorði því, sem liggur í þessum orðum Krists: „Sælir eru hógværir, þeir munu landið erfa“. Þrátt fyrir endur- teknar árásir með frekju, — lítilsvirðingar og ádeilur á þrestastjettina og kirkjuna ámm saman, frá ýmsum hliðum — hafa flestir þjónar kirkjunnar steinþagað. öfgafull nýguðfræði — nærsýn gamalguðfræði — hafa háð einvígi og kirkjan — þjóðkirkjan — og allmargir prestamir hafa verið milli tveggja elda — þessara glefsandi varga. Svo hafa hrópandi raddir guðspekinema og andatrúar- manna skafið innan eyrun á þeim prestum, sem ekki voru al- veg heymarlausir á tímans radd- ir. Og sjá! Þeir hafa þagað — yfirleitt — „eins og lamb, sem leitt er að blóðtroginu“. Sumt af ádeilunum hefur verið rjettmætt frá öllúm þessum hliðum, sumt orkar tvímælis, eitthvað hefur verið alrangt. En mjer er nær að halda að með hógværð, með þögn og hófsemi í orðum, muni presta- stjettin og kirkjan erfa landið. Niðurl. • Ragnar Ófeigsson. -----<>---- Útför próf. Sveinbj. Svein- bjömssonar fór fram 22. þ. m. með mikilli viðhöfn og að við- stöddu feiknarlegu fjölmenni. Kl. 5 daginn áður hafði líkið ver- ið flutt af skipsfjöl og í dóm- kirkjuna. Báru stúdentar það alla leið og gengu í fylkingu með fána sinn, en kistan var sveipuð ísl. fánanum. Við jarðarförina daginn eftir gengu stúdentar enn í fylkingu og stóðu heiðursvörð í kirkjunni. Sr. Friðrik Hall- grímsson talaði í kirkjunni, síð- ast nokkur orð á ensku og söng- flokkurinn söng einnig á ensku Hærra minn guð til þín. Annars var mikill söngur og hljóðfæra- sláttur í kirkjunni, Ijek Sigfús Einarsson 2 orgelið og Þór. Guð- mundsson á fiðlu einnig ljek Hljómsveit Rvíkur, en Karlakór K. F. U. M. og blandað kór söng. Við danslaga-atkyæðagreiðsluna fengu þessi 5 lög flest atkvæði: 1. Barcelona, Onestep 2. Der er maaske en lille Pige, Tango. 3. Valencia, Foxtrot. 4. Sonja, Vals. 5. Picador, Onestep. Hvert lag kostar á nótum kr. 2,50 öll 5 á kr. 11.50, sent burðar- gjaldslaust ef borgun fylgir pöntun. Sama gildir um plöturnar, sem kosta kr. 5.50, öll lögin kr. 25.00 annars á */6 verðs að fylga pönt- nninni. Nýkomin ballhefti: Scala Bal- album 1927, verð kr. 4.50, inni- heldur 10 vinsælustu danslögin, þar á meðal hinn eftirspurða „Charles- ton“ og tangóinn „Der er kun een i mine tanker“ „Jeg blir saa træt“. Nýtt balalbúm, verð kr. 4.50, þar í er „Barcelona“ og 9 önnur nýjustu danslögin. „Med fuld Musik“ verð kr. 5.50 safn með 13 danslögum þ. á. m. hið margeftirspurða „Drengepipen11 eða „Madonna, du bist schöner als Sonnenschein“. Nótur og piötur, úr þúsundum að velja — skrá ókeypis. Nokkrir sterkir eikarfónar seljast meðan birgðir endast á kr. 45.00, að viðbættum kr. 3.00 í burðargjald (ekki sendir gegn eftir- kröfu). Ennfremur ca. 100 góðar dansplötur á kr. 3.00, áður kr. 5.50. Allar plötur Eggerts Stefánssonar, Sig. Skag- felds, Póturs Jónssonar, Sv. Svein- björnssonar, Signe Liljeqvist, Ein- ars Markans og Dóru Sigurðsson á kr. 5.50 Hljöðfærahús Reykjayíkur Símnefni: Hljóöfærahús. Simi 656 Elsta og stærsta hljóðfæraverslun landsins. Síðast, er kistan var borin út af bæjarstjóminni, var sungið ó guð vors lands, en á undan kist- unni gengu út fylking stúdenta og fylking 40—50 skautbúinna kvenna en líkfylgdin öll var afar- löng. I kirkjugarðinum spilaði Lúðrasveit Reykjavíkur undir stjóm Páls ísólfssonar. Leikfjelagið hefur nú fjögur kvöld í röð leiksýningar til minn- ingar um 30 ára afmæli sitt og leikur fjögur leikrit, sem það hefur áður sýnt. I fyrrakvöld ljek það Æfintýri eftir franska höfunda, í gærkvöldi Afturgöng- ur eftir Ibsen. Tókust báðir leik- imir vel og vom vel sóttir. Verð- ur þessara fjögurra leikkvölda i heild minst nánar í næsta tbl. Leiðrjetting. 1 vetur var í Lögr. sagt frá sögum, sem gengu hjer um ráðgerð málaferli út af yngingu gamals manns í Húna- vatnssýslu, sem Jónas Sveinsson læknir hafði haft til lækningar. Nú hefur oddviti hreppsnefndar þeirrar, sem þama á hlut í máli, beðið Lögr. að leiðrjetta það, sem sagt var um málshöfðunar- fyrirætlanir. Segir hann að engin alvara hafi fylgt því og málið hafi aldrei verið til meðferðar hjá hreppsnefndinni. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.