Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 30.03.1927, Qupperneq 1

Lögrétta - 30.03.1927, Qupperneq 1
LOGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 30. marts 1927. 17.—18. tbl. V orvísa. Kveðin til minningar um Pál Ólafsson. Vor kallar. Ver stillist. Vá smækkar. Þrá hækkar. Sól ríkir, sál vekur. Svell rýrna. FeU hýrna. Ós glaðnar. Ys hljóðnar. óng slaknar. Þröng raknar. Storð þoniar. Hjörð hjarnar. Hrönn sækist. Önn rækist. Jakob Thorarensen. tjiui d uUfiiu* karla á nýliðaaldri (20- —22 ára). erfðum. The racial characters of the Svíþjóð Noregur Tsland Danm. Færeyj. Finnland Austanfj. Þraendal- Svíar Finnar Swedish Nation. By H. Hæð 172,2 172,2 172,4 173.1 169,3 170,0 172,9 170,9 Lundborg and F. J. Linders. Ljósleitt hár °/0 94,5 91,3 91,9 93,6 Uppsala og Stockholm 1926. Dökt eða sv.°/0 2,2 6,6 7,3 5,5 Bók þessi er um kynflokkaein- Rautt°/0 3,3 2,1 0,8 0,9 kenni Svía eftir nýjustu rann- Ljósleitaugu°/0 95,0 95,4 87,5 95,6 81,9 93,0 93,0 92,6 sókhum og mannamælingum sem Brún augu°/0 5,0 4,6 12,5 4,4 8,1 6,0 7,0 7,4 sænska mannfræðisstofnunin Höfuðlagstala 77,7 77,5 79,8 78,4 80,6 82,3 79,4 81,1 (Statens rasbiologiske Institut) Beint nef°/0 47,5 53,4 48,6 hefir gera látið. Hún er svo sjer- Hvelft nef°/0 27,5 28,6 33,7 stök í sinni röð að sjálfsagt er Höfuðlengd 19,4 19,1 19,2 19,7 19,4 19,5 að geta um hana og það þess Höfuðbreidd 15,0 14,8 15,3 15,4 15,6 15,5 heldur sem hún kemst líklega í Ennisbreidd 10,5 11,1 10,7 10,9 fárra höndur hjer á landi, því Andlitsbreidd 13,6 13,4 13,9 14,0 14,5 verðið er 100 kr. sænskar. Þó Andlitslengd 12,7 12,0 12,5 12,9 það væri ekkert annað en stærð- Bollengd 52,4 49,7 50,9 in (29X38 cm) og frágangurinn, Annlengd 78,5 76,1 76,9 þá hlyti hún að vekja eftirtekt í Herðabreidd 39,2 38,9 38,9 hvaða bókabúð sem væri. Pappír- Mjaðmabreidd 28,8 28,8 28,7 inn, prentunin og myndimar, alt Beinlengd 92,0 94,8 94,5 er þetta svo fagurt á að líta, smekklegt og ríkmannlegt, að Það yrði oflangt mál að gera Um augna- og hárlit er fátt jeg hef aldrei slíkt sjeð. Það er sæmilega grein fyrir tölum þéss- að segja annað en það sem sjá auðsjeð, að Svíum hefur þótt efni um, en það skal tekið fram, að má af tölunum, en þeim er var- bókarinnar mikilsvert, úr því að þeir hafa tjaldað öllu því besta, sem til*var við útgáfu bókarinnar. Hvað ætti og að standa þjóðinni nær en fólkið sjálft, sem bókin lýsir? Það vill nú svo vel til, að Svíar eru stærsta þjóðin á Norð- urlöndum og jafnframt sú glæsi- legasta, svo það fer vel á því, að bókin um hana sje henni sam- boðin. En þetta er ekki í fyrsta sinni, sem Svíar hafa gert allsherjar- rannsókn á þjóð sinni. Á árun- um 1897—1898 mældu þeir 46000 nýliða og rituðu þeir mann- fræðingarnir G. Retzius og C. Fiirst mikla bók og ágæta um mælingamar í líku sniði og þessi er. í þetta sinn hafa verið mæld- ir rúml. 47000 nýliðar á árunum 1922—24 eftir forsögn sænsku mannfræðisstofnunarinnar og undir hennar umsjá. Eru mæling- ar þessar aðalefni bókarinnar en auk þess flytur hún margar ágætar ritgerðir eftir ýmsa sænska mannfræðinga, mann- fræðisuppdrætti af Norðurlönd- um og fjölda ágætra mynda af ýmsum kynflokkum og kyn- blendingum. Þar er og aragrúi af allskonar töflum og útreikning- um yfir nýju mælingamar. Eins og sjá má af þessu er efni bókarinnar mikið og marg- breytt svo erfitt ér að gefa glögga hugmynd um það í fám orðum, þó margt megi læra af hverjum kafla bókarinnar. Jeg reyni að drepa 1 fám orðum á hið helsta. Helstu meðaltölin má sjá á • eftirfarandi yfirliti. Til saman- burðar era settar tölumar fyrir hinar Norðurlandaþj óðirnar.Allar eru þær (í sentim.) miðaðar við Sveitamenn 172.25 Verksmiðjumenn 172.02 Hærri stjettir 173.59 Heldri m. í öllum stjettum 173.09 Millistjettir 172,48 Verkafólk 171.85 Meðalhæðin vex þá eftir því sem ofar sækir í þjóðfjelagið. Lægst er verkafólk og verk- smiðjulýður. Er það talið víst, að mismunurinn á hæðinni geti ekki stafað eingöngu af mismun- andi efnahag eða atvinnunni, þyí ekki er ætíð hæðin mest í efn- uðustu og frjósömustu hjeruðun- um. Er þá ekki öðra til að dreifa en mismunandi kyni, enda geng- ur hæð manna að miklu leyti að sumstaðar er samanburðurinn óviss vegna þess að mælingarað- ferðirnar hafa verið að nokkra misjafnar í löndunum, ekki síst á augna- Og háralit. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að bæta úr þessu framvegis. Eins og sjá má er meðalhæð manna nálega hin sama í Noregi og Svíþjóð, en nokkra meiri á íslandi. Stafar þetta ef til vill af því, hve fáir voru mældir hjer. Mest var meðalhæðin í stærstu borgunum sænsku: 173.0. Eftir- tektarvert er það og hversu með- alhæð nýliða hefir vaxið síðan um miðja 19. öld: 1841—45 1851—55 1861—65 1891—95 1901—05 1911—15 1921—22 167,36 cm. 167,81 — 168,53 — 169,6 — 170.8 — 172.0 — 171.9 — Þá er nokkur munur á hæðinni eftir stjettum og atvinnuvegum: lega treystandi við samanburð, vegna þess að mismunandi mæli- kvarðar hafa verið notaðir í löndunum. Jeg hefi slegið ljósu og ljósbrúnu hári saman og blá- um og kembdum augum. Eins og kunnugt er telja menn mjög ljóst hár og blá augu einkenni á norrænu kyni. Bláu augun eru nokkru tíðari í Svíþjóð en hjá oss, en þó ekki mikið á munun- um. Aftur eru Svíar vafalaust ljóshærðari en vjer. Bláu augun eru tíðust hjá sveitafólki, nokkru færri hjá verksmiðjufólki en flest í hærri stjettimum. Þó er munurinn lítill. Svipað er að segja um háralit. Hann er hvað ljósastur á sveitafólki en dökk- astur í hærri stjettunum. Miklar ályktanir verða tæpast dregnar af þessum litla litarmun, en ekki bendir hann til þess, að dökka fólkið standi að baki því ljósa. Höfuðlagstalan sýnir hve mörg % höfuðbreiddin sje af höfuð- lengdinni og er mönnum skift í langhöfða (undir 76), meðal- höfða (76—80,9) og stutthöfða (yfir 81) eftir henni. Talið er að hreint noirænt kyn sje yfirleitt langhöfðar. Að þessu leyti standa Svíar næst því af norður- landaþjóðum, þó langhöfðar sjeu engu færri austanfjalls í Noregi. Enginn veralegur munur fanst á höfuðlaginu eftir stjettum eða atvinnuvegum. Einkennilegt er það, að höfuðlengd er mest á Is- lendingum að því sjeð verður af öllum Norðurlandaþjóðum, og höfuðbreiddin líka meiri en í Svíþjóð og Noregi. Hvað neflagið snertir þá hefur norrænt kyn beint nef en hvelft nef eða kúpt bendir á kynblönd- un. Að þessu leyti standa Svíar ekki framar oss og Noregur má- ske fremst. Svo virðist sem bollengd sje nokkru meiri í Svíþjóð en á Is- landi og í Noregi, sömuleiðis handleggslengdin. Beinlengdin*) eða lengd alls fótarins frá mjaðmarlið, er aftur nokkra styttri á Svíum. Á herða- og mjaðmabréidd norrænu þjóðanna er munurinn lítill og lítt fer hún eftir stjettum en er hvað mest á sveitafólki. Jeg kem þá að hinum mörgu ágætu ritgerðum sem bókin flyt- ur auk nýju mælinganna. Verð jeg þar auðvitað að fara fljótt yfir söguna. Höfunda er getið við þær ritgerðir, sem ekki era eftir ritstjórana. 1. Um mannfræðÞ Norðurlanda á 20. öldinni eftir próf. L. Rib- bing. Ritgerð þessi er ágætt yfir- lit yfir allar helstu mannfræðis- rannsóknir á Norðurlöndum bæði fyrir aldamótin og eftir. Hafa ýmsir norrænir vísindamenn ver- ið brautryðjendur í þessari grein, svo sem þeir Anders Retzius og Gustav Retzius, Carl Fiirst, H. Lundborg o. fl. með Svíum, Sör- en Hansen, Johannsen og West- ergárd hjá Dönum, Arbo, Bryn og Schreiner í Noregi. Danir komu upp „Mannfræðisnefnd- inni“ árið 1904, sem vinnur síð- an að mannfræðisrannsóknum þar í landi, en Svíar Mannfræðis- stofnun ríkisins 1921. Er hún svo vel úr garði gerð, að hún er sennilega einstök í sinni röð og formaður hennar próf. Hermann Lundborg mikill áhugamaður. 1 Noregi hafa einstakir menn brot- ið ísinn og leyst mikið starf af höndum, ekki síst þeir Arbo og Bryn. (Hvað unnið hefur verið má sjá á því, að síðan um alda- mótin hafa komið út á Norður- löndum ekki færri en 266 bækur *) Menn segja að sitja flötum beinum og skjálfa á beinunum, c: fótunum.

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.