Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.03.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 30.03.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJBTTA LÖGRJETTA Útgefandi og ritstjóri Þorsteinn Gís1ason Þingholtsstrætí 17. Simi 178. Iiinheiratii og afgreiðsln i Þingholtsstræti 1. Sími 185. og ritgerðir um mannfræði, og vantar þó mikið á, að nauðsyn- legustu rannsóknum sje lokið. Jafnvel rannsóknagrundvöllur- inn (t. d. mælinga- og rannsókna- aðferðir) er ekki fyllilega traust- ur. Eru nú horfur á því að úr þessu verði bætt með stofnun Norræna mannfræðingafjel. 1924. Svíar hafa staðið fremstir í flokki. Þeir hafa nú tvisvar gert gagngerðar rannsóknir á þjóð- inni og komið upp heilli stofn- un til þess að rannsaka öll þessi efni til hlítar. Um bók mína um ísl. manna- mælingar segir próf. Ribbing: „Um mannfræði Islendinga höf- um vjer fátt vitað til skamms tíma, ekki annað en lauslegar frásagnir bygðar á fáum mæl- ingum. En nú hefir Guðm. Hann- esson, í efnisríku og nákvæmu riti, kastað Ijósi vísindanna yfir land sitt, sem er svo auðugt af endurminningum um liðna tíma. Hann hefur mælt rúml. 1000 menn og haft mikið fyrir. Það hlýtur að gleðja alla mannfræð- inga að sjá nú að horfinn er einn hvíti bletturinn á mann- fræðisuppdráttum Norðurálfunn • ar". 2. Stofnun sænsku Mannfræðis- stofnunarinnar (Statens rasbio- logiske Institut). Er skemst af því að segja, þó ekki sje það tek- ið fram, að hún er að mestu leyti verk próf. Lundborgs, en notið hefur hann þar aðstoðar ýmsra góðra manna, próf. Lenn- malms o. fl. Hún tók til starfa 1922 en áður var Lundborg fræg- ur fyrir rannsóknir í þessum efn- um og var hann sjálfkjörinn forstöðumaður hennar. Verkefn- ið er að rannsaka sænsku þjóðina og líf hennar frá öllum hliðum, ættir, kyngengi o. fl. Var byrj- að á því að rannsaka nyrstu hjeruðin, þar sem lappneskt og finskt kyn hefur blandast mjög við hið sænska. Jafnframt þótti nauðsyn, að rannsaka helstu mannfræðiseinkenni allrar þjóð- arinnar á ný og um þessa rann- sókn er stóra bókin skrifuð. 3. Um elstu heimkynni. Indo- Evrópumanna eftir dr. G. Ek- holm. Málfræðingar hafa sannað að flest tungumál í Norðurálfu, Sanskrít o. fl. sjeu runnin af sömu rótum, og þykir þetta benda á, að málin hafi uppruna- lega verið eitt, en deilt er um það hvar þessi frumþjóð hafi búið. Dr. E. leiðir rök að því, að fyrir um 20000 árum hafi svo- nefndir Aurignacmenn flutt til Norðurálfunnar austan úr Asíu og að þeir sjeu forfeður norræna kynsins. Svíþjóð bygðu norrænir menn 7000 árum f. Kr., ef ekki fyr, og umhverfis Eystrasalt, sem þá var lokað stöðuvatn. Heimkynni frumþjóðarinnar hef- Við höfum nú fyrirliggjandi hinar alþektu „JUNO" saumavélar, sem að dómi sérfræðinga eru frábærar að gerð og útliti. Vegna hagkvæmra innkaupa getum við boðið þessar ágætu vól- ar með lægra verði, en hér hefir áður þekst. „JUNO" handsnúnar kosta frá 85 kr. „JUNO" stignar kosta frá 165 kr. Snúið yður til sambandskaupfélaganna, sem annast allar pantanir. I heildsölu hjá SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉL. ur því að líkindum verið við Eystrasaltið og að nokkru líka í j Svíþjóð. 4. Fyrsta landnám í Svíþjóð ! eftir dr. Folke Hansen. Höf. tel- i ur það óvíst, hvort bygð hafi j verið í Svíþjóð fyrir síðustu ís- j öld, en víst að landnám hafi haf- ist skömmu eftir hana, nálægt 15000 árum f. Kr. þegar Eystra- salt var stöðuvatn. Síðar sökk landið að nokkru í sjó, svo Sví- þjóð greindist frá Þýskalandi og Danmörku. Lifðu fyrstu mennirn- ! ir þar af hreindýraveiðum o. i þvíl. Við lok steinaldar var öll Svíþjóð bygð. 5. Um kynflokka í Norðurálfu eftir dr. Rolf Nordenstreng er stutt yfirlit yfir langt mál. Telur hann 5 aðalkynþætti auk annara smærri: norræna, austurbalt- neska (ljósir stutthöfðar), mið- jarðarhafs-, Alpa- og dinarska kynið og lýsir helstu einkennum þeirra. 6. Um uppruna og vöx' nsku þjóðarinnar eftir sama höf. Iram telur, að Svíþjóð hafi ver"3 b-gð frá því að minsta kost' r ' > ár- um f. Kr. Hafi kyn S ía breyst lítið frá fyrstu og sje Svíþjóð elsta ríkið í Norðurálfunni. 7. Ljósir stutthöfðar. I Finn- landi o. v. hafa mannfræðingar fundið fjölda manna, sem voru ljósir á hára- og augnalit eins og norræna kynið en stutthöfð- ar. Hafa sumir talið þá kyn- blendinga en höf. færir rök fyrir því, að svo sje ekki, heldur sje hjer um sjerstakan kynflokk að ræða: hið svo nefnda Austur- baltneska kyn. 8. Yfirlit yfir landafræði Sví- þjóðar eftir dósent Sten de Geer. 9. Um mannfjolda í Svíþjóð. 10. Cro-Magnonkynið. Það er eitt af elstu leyfum manna, sem fundist hafa hjer í álfu: hávaxn- ir langhöfðar en með breiðu stuttu andliti. Hafa margir talið það forfeður norræna kynsins. Höf. sýnir fram á, að sennilega sje hjer um kynblendinga eina að ræða en ekki sjerstakan kyn- flokk. 11. Um kynflokka í Svíþjóð. Eftir síðustu mælingunum telur höf. þessa flokka, sem allir eru eflaust að nokkru blandaðir: Norrænt kyn, lítt blandað 30,8% Austur-baltneskt...... 8,7% Ljóst blandað........27,1% Meðal-dökkt........25,1% Dökkt blandað........ 7,8% Dökkt............ 0,9% 12. Yfiriit yfir mannfræðis- leg einkenni norrænna þjóða. Nokkrar af tölunum eru tilfærð- ar hjer á undan. 13. Kjami norræna kynsins og heimkynni hans eftir dósent Sten de Geer. Ritgerð þessari fylgja 4 stór landabrjef, sem sýna með- alhæð, augnalit, höfuðlag og „The nordic kernel area" í Norð- ur-Evrópu. Uppdrættir þessir en bæði fróðlegir og glæsilegir. ls- land er sýnt á þeim öllum og hefir þann heiður, að teljast með í aðalkjarna norræna kynsins, en heimkynni hans ná aðeins yfir nokkurn hluta Svíþjóðar og Noregs auk Islands. Jeg hefi þá drepið á hið helsta, sem almenningi er skiljanlegt í þessari miklu bók, en leiði hjá mjer að gera frekari athugasemd- ir við hana. Að öllu má eitthvað finna og svo virðist mjer sem að enn sje langt í land, til þess að rannsókn norrænu þjóðanna sj* komin í fast og fullkomið horf. Það er sjálfsögð skylda, að vita glögg deili á líkamsbyggingH manna og stærðarhlutföllum, e» meiru skiftir það þó fyrir þjóð- irnar að vita hverjar ættir eða kynþættir skara fram úr öðr- um, hverjum fylgja háskalegar arfgengar kynfylgjur, hversu ýmsir andlegir og líkamlegir eig- inlegleikar erfast, hvað veldur úrættun o. fl. þvíl. Mannfræðin á ekki að vera vísindagrúsk eitt heldur raunhæf þekking og leið- arljós á vegum þjóðanna, sem sýni þeim í tíma hvar hætta er á ferðum og hversu megi hjé henni komast. Og hún á einnig að vísa á veginn til fullkomnunar og framfara, hversu auðið sje að skapa sem mest af fyrirmyndar- fólki í löndunum bæði í andleg- um og líkamlegum efnum. Sagan sýnir, að þjóðir spretta upp, blómgast og deyja út líkt og einstaklingarnir, en hnignunin stafar eflaust mestmegnis af vanþekkingu á því hvað þjóð- unum var fyrir bestu. Vjer eig- um að geta komist hjá hSnni og þar á ofan að geta bætt svo kyn manna, að þjóðirnar hafi aldrei slíkar verið fyr. Ef alt þetta á að takast verður að rannsaka andlega hæfilegleika engu miður en líkamlega, því ekki er minna undir þeim komið. Alt þetta, sem hjer er talið heyrir undir verksvið sænsku mannfræðisstofnunarinnar og væri óskandi,,að henni yrði sem mest ágengt. „Stóra bókin" er fyrsta þrekvirkið og er þó að- eins byrjunin á miklum og marg- víslegum rannsóknum, sem eru undirstaða allra þjóðþrifa. Hvar sem hún fer hlýtur hún að vekja athygli og bera frægð Svía víðs- vegar um lönd. Guðmundur Hannesson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.