Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.03.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 30.03.1927, Blaðsíða 4
LÖGRJETTA sem hann ef til vill heflr keypt með það fyrir augum, að láta framkvæmdaþrek sitt og getu gera garðinn frægan bæði með túnræktariðju og öðrum fram- kvæmdum. Reynslan talar sínu máli og sker úr um þessa 10. grein. Það er þegar sjáanlegt, að allmikill hluti allra bænda á landinu verða eftir fá ár komnir í svo miklar vinnuskuldir við jarðræktarlögin, að þeir eiga sjer engrar við- reisnar von, — það er voniaust um að þeir geti nokkurntíma orð- ið neins styrks aðnjótandi fyrir túnræktariðju. Ofan á alt bætist svo að greinin er óframkvæman- leg að heita má. Til þess að alt fari ekki í vitleysu verður Bún- aðarfjel. Isl. að halda nákvæmar skýrslur um túnræktariðju á öllum jörðum á landinu, einnig þeim jörðum, sem mjög lítið er unnið á, eða svo lítið að ekki nær styrk. Slík skýrslugerð er vel tiltækileg og verður víst fram- kvæmd; en það þarf líka að halda nákvæmar skýrslur um tölu verk- færra manna á jörðunum ár frá ári, — það verður snúningasam- ara. Eftir þessi tvö ár sem mælt hefur verið mun útkoman vera sú að ekki eru til skýrslur um vinnuskuldir bænda nema úr einni sýslu, enda hefur það ver- ið mjög á reiki hvernig dregið hefur verið frá fyrir verkfær- Um mönnum, að minsta kosti eru það undarlega margar jarðir, sem enginn verkfær maður er á, eftir mælingarskýrslunum. Nýafstaðið Búnaðarþing gerði ýmsar tillögur um breytingu á jarðræktarlögunum, meðal annars að fella alveg úr gildi þessa vinnuskuldagrein, Það var þarf- ara verk en sumt annað sem gert var á því þingi. í stað greinarinn- ar var stungið upp á því að ákveða að minni vinna en 5 dags- verk njóti einksis styrks. Það verður þá einskonar frádráttur — án skuldareiknings — sem hvetur menn til að komast upp fyrir markið, því þá fá þeir styrk fyrir alt sem unnið er, líka þessi fyrstu 5 dagsverk. Þetta ákvæði er líka vel viðeig- andi, sökum þess að með því er girt fyrir það að neinn fái minni styrk en sem nemur því sem hann verður að greiða fyrir mælinguna, en það getur altaf komið fyrir eins og nú er um búið. Að þessi 5 dagsv. frádrátt- ur komi ekki alveg rjettlálega niður á mönnum, fátækum og ríkum, er satt að vísu, en það er ekki meinlegt misrjetti, og Htils um vert hjá skulda-refsingar- reglunum, sem nú gilda. Frh. Arni G. Eylands. Bændasamvinnan í Danmörku. Fyrirlestur fluttur á alþjóða-samvinnumótinu í Helsingjaeyri 25. júlí til 8. ágúst 1925 Eftir A. D r e y e r. -o—— Geir T. Zoega rektor Menta- skólans varð sjötugur 28. þ. m. Söfnuðust skólapiltar og stúlkur þá saman suður á Tjarnarbrú og gengu í fylkingu undir skóla- fánanum upp í skóla og stað- næmdust undir skrifstofuglugg- um rektors. Sungu þeir þar kvæði, sem skólapilturinn Krist- inn Guðlaugsson hafði orkt, en inspector scolæ, Haraldur Höfuðkosturinn við samvinnustefnuna á sviði dönsku smjönbúanna, er, eins og áður hefur verið tekið fram, sá, að hún hefur trygt tilveru og vernd- að hagsmuni smábýlanna gegn ofurmagni stórbú- anna, þrátt fyrir það, að breytingin, sem á varð bú- skaparhögunum 1875, var eindregið stórbúskapnum í vil. Samvinnu-sláturhúsin. Fyrsta samvinnu-slátur- húsið var, eins og fyr er sagt, stofnsett árið 1887, þegar hætt var af sjerstökum ástæðum að flytja dönsk svín lifandi á þýskan markað. Af þessu leiddi verðfall mikið á svínum, og til þess að hægt væri að halda svínarækt áfram, var bráðnauðsynlegt að breyta til um útflutningsaðferð. þótt eigi verði nú hægt að ósanna það, að slátrun svínanna og sala flesks hefði getað gengið á annan hátt, þá er það þó alveg víst, að stofnun svína-sláturhúsa með sam- vinnusniði, aukinn áhugi og aukinn arður, sem af þeirri aðferð leiddi, hefur alt orðið mikill styrkur þessari tegund landbúnaðarins. Fyrir 1887 voru þeg- ar til nokkur sláturhús í eigu einstakra manna og mætti því stofnun samvinnu-sláturhúsanna eigi all- lítilli mótspyrnu í fyrstu úr þeirri átt. Eftir 1887 hafa verið sláturhús með samvinnu- sniði víðsvegar um landið, og er tala þeirra sem stendur 47. 1924 var verslunarvelta þeirra vel 500 miljónir króna, og tala slátraðra svína 3,3 miljónir. Þetta er 82% af öllum slátruðum svínum í slátur- húsum einstakra manna og samvinnumanna. Fje- lagar eru sem stendur um 170.000 bændur og eiga þeir 80% af öllum svínum landsins. Þýðing slátur- húsanna sjest meðal annars af því, að 1924 nam út- flutt flesk og aðrar sláturhússafurðir 532 miljónum króna, en s/ö þeirra upphæðar stafaði frá sláturhús- um samvinnumanna. Siáturhús með samvinnusniði stofna bændur í hjeraði, er skuldbinda sig með fjelagslönunum til þess að flytja öll slátrunarsvín sín til sláturhússins. Það liggur í hlutarins eðli, að sláturhúsafjelögin ná yfir miklu stærra landssvæði en smjörbúin, og fá sláturhúsin því á sig meiri verksmiðjublæ en þau. Lög og stjórn er annars í aðalatriðum eins og ger- ist um smjörbúa-fjelögin. Starfseminni er jafnað niður á reksturstímabil 7—8—10 ár, og skuldbinda fjelagar sig til að flytja svín sín til sláturhússins eitt tímabil í senn. Þetta er fjárhagslegur grund- völlur sláturhússins, og taka menn eins og í smjör- búunum lán við byrjun hvers tímabils til stofn- og reksturskostnaðar sláturhússins. Til tryggingar lán- unum er svo samábyrgð fjelagsmanna, þannig að hver ábyrgist í hlutfalli við svínatölu þá er hann flytur sláturhúsinu, eða hann ábyrgist vissa upphæð fyrir hvert svín. Því er nefnilega svo varið, að ann- aðhvort ábyrgist f jelagsmaður takmarkaða trygg- ingarupphæð á svín hvert, ellegar hann stendur í ótakmarkaðri ábyrgð fyrir sláturhúsinu, þó svo að venjulega er ákveðið takmark, sem stjörnin eigi getur farið yfir í tryggingarkröfum sínum af ein- stökum fjelagsmanni, án þess að kalla saman aðal- fund. Stjórnarfyrirkomulag er svipað og gerist á smjör- búunum. Aðalfundur fjelagsmanna hefur æðsta vald í fjelagsmálum, hann velur stjórn og fram- kvæmdastjóra til að standa fyrir rekstrinum, sölu afurðanna og daglegum störfum, hann ber ábyrgð gjörða sinna fyrir stjórninni, en hefur annars frem- ur óbundnar hendur. Þess skal getið, að sláturhúsið rækir eigi. aðeins framteiðsluna, þ. e. slátrar svín- unum og gerir mat úr þeim, heídur sjer það og að öllu leyti um sölu afurðanna erlendis, ólíkt því sem á sjer stað um smjörbúin. Af því leiðir, að þeir sem stjórna sláturhúsunum verða að bera nokkuð meira skynbragð á verslun en' nauðsynlegt er fyrir stjórn- endur smjörbúanna. Samvinnusláturhúsin eru inn- byrðis bundin nokkuð sterkari skipulagsböndum en smjörbúin, einkum eru ýms mál er snerta verslunar- starfsemina tekin upp af sameiginlegri miðsti'órn. öll sláturhúsin eru í sambandinu „De samvirkende danske Andelssvineslagterier, er hefur sameiginlega skrifstofu í Khöfn og liggja undir hana ýms mál, einkum af því, að sláturhúsin, eins og áður er sagt, reka sjálf verslun með afurðirnar. Einnig íhafa ver- ið stofnaðar: sameiginleg sjóvátrygging, sameigin- leg slysatrygging, og vinnumálum sláturhúsanna er og ráðið sameiginlega til lykta með leynilegu sam- komulagi á fjelagsskrifstofunni. Auk þess sem dönsk svínaframleiðsla hefur auk- ist mikið, er vert að taka það fram, að samvinnu- sláturhúsin hafa eigi síður en smjörbúin kostað mjög kapps um að auka vörugæðin og hefur sam- vinnan valdið því, að framleiðendur hafa fórnað meiru til þess, en þeir mundu gert hafa sem einstak- lingar, og þannig áunnið varanlega verðhækkun. I sambandi við það, sem nú hefur sagt verið um smjörbú og sláturhús er eðlilegt að fara fáeinum orðum um danska lúðurinn, sem er sameiginlegt vörumerki á smjöri og fleski. Er merkið sett á vör- urnar eftir rækilega skoðun og mat á gæðum henn- ar. t öndverðu var lúðurinn „prívat" vörumerki nokkurra smjörbúa, en svo fór, að lúðurinn var tek- ínn upp af ríkinu, svo að nú stendur hann sem verndarmerki á öllum dönskum vörum. Nánari á- kvæði um lúðurmerkið eru fastákveðin með lögum og ríkið lítur eftir því, að svo sje farið með vöruna, sem til er ætlast, til þess að hún megi njóta merkis- ins. Meginregla í rannsóknaraðferð þeirri, sem beitt er við vörurnar, áður en þær fá merkið, er sú, að hægt sje að rekja feril þeirra til framleiðandans með ýmsum eftirlitstölum. Það er með fullum rjetti hægt að eigna samvinnu- hreyfingunni kapp það, er á það hefur verið lagt, að vanda vörurnar sem best, og sem kemur greini- lega fram í notkun lúðurmerkisins. Frh. Bjarnason frá Vestmannaeyjum flutti ræðu, en rektor þakkaði. Stúdentar komu einnig heim til hans um kvöldið og sungu Int- egervitæ og skrautritað ávarp var honum fært. Hefur hann ver- ið kennari við Mentaskólann í 44 ár, og verið vinsæll og vel met- inn, bæði fyrir kenslustórf sín og fræðastörf. Beethoven's hefur verið minst hjer í Rvík um þessar mund- ir með þrennum hljómleikum. Hljómsveit Rvíkur ljek fyrst nokkur lög hans fyrir hljómsveit. Emil Thoroddsen ljek þrjár són- ötur hans og síðasti orgelkonsert Páls Isólfssonar var helgaður minningu hans. Söng þar frú Guðrún Ágústsdóttir nokkur lög eftir hann. Einnig söng Hreinn Pálsson Lofsöng eftir hann á hljómleik, sem hann hjelt ný- lega. Þetta er gott, en var á dreifingi. Hefði átt vel við — og mætti gera enn — að gera úr því helsta af þessu eitt eða tvö Beet- hoven's kvöld, svo ódýr, að sem flestir gætu sótt þau. Flatningsvjel hefur Gísli John- sen konsúll keypt frá Nordischer Maschinenbau í Lybeck. En mað- ur við þá verksmiðju, Þjóðverj- inn Heckel, hefur búið til þess- ar vjelar. Er hann nú staddur hjer og var vjelin og vinna henn- ar sýnd hjer nýlega, en G. J. hefur látið nota hana á þessari vertíð í Vestmannaeyjum og gef- ist vel. Vjelin grípur fiskinn, sem að henni er borinn og skil- ar hpnum út úr sjer aftur full- flöttum, hvort sem um stóran fisk eða smáan er að ræða og þótti sjómönnum hún fletja vel. Hún fletur 1000 fiska á klukku- stund. Eggert Stefánsson söngvari er nýkominn hingað og ætlar að halda samsöngva hjer úti um land; fór með Brúarfossi nú fyr- ir helgina til Akureyrar, en kem- ur aftur með Botníu frá Akur- eyri, og syngur þá hjer í bænum. Undanfarið hefur hann sungið fyrir grammofónfjelag erlendis. Lætur hann sjer ant um að syngja íslensk lög erlendis og hefur því verið vel tekið, og hjer heima á E. St. marga vini, vegna söngs síns. Fossavirkjunin í Arnarfirði kvað eiga að hefjast í sumar, er haft eftir einhverjum forgöngu- mannanna í Alþbl. Kappskák hefur verið háð und- ananfarið milli skólapilta hjer og við gagnfræðaskólann á Akur- eyri og unnu hinir síðarnefndu. Síðan skoruðu þeir á stúdenta, enurðu undir. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.