Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 06.04.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 06.04.1927, Blaðsíða 3
JL.ÖGRJ BTTA að halda því fram, að sjera Bjami trúi hugsunarlaust í blindni, en hinn efi fyrir sjálf- stæða rannsókn. Ágúst prófessor Bjarnason er talinn skynsemis- trúarmaður, sjera Frikrik Frið- riksson rjetttrúaður. Jeg er sann- færður um, að sjera Friðrik hef- ur ekki hugsað minna um trú- mál en Ágúst prófessor. Skoðana- mun þeirra verður að rekja til annars frekar en þess. Um leið og þetta er játað, að skynsemin ráði ein, að sínu leyti, jafnt hjá efnishyggju- og Guðs- trúarmanninum og vantrúaiv og trúmanninum er sú bamalega fullyrðing fallin um koll, að það sje ljettara fyrir trúmanninn en efasemdamanninn að gæta skoð- ana sinna. Menn segja nefnilega eem svo, að kirkjan leitist altaf við að bæla niður hvem efaneista i brjósti manna, sem ógnar með að eyðileggja kenningar hennar. Menn fái ekki að efast í friði og mótmælalaust, altaf og alstaðar sje verið að reyna að telja þeim hughvarf, og það þurfi meir en litla dáð og ógurlegt þrek og þol- gæði til að standast vopn kenni- valdsins og vera „sjálfstæður“ í skoðunum, sem þýðir stundum sama og að hafa þá einu skoð- un að efa alt. Min reynsla er gagnstæð þessu. öll mín skólaár og enn virðist mjer hjer á landi vera ólíkt erfiðara að verja bamstrú sína en láta ánetjast af efasýki og efnishyggju. Það voru eiginlega einu stundimar, þegar jeg var við guðsþjónustu og jafn- vel ekki þær allar, sem jeg komst hjá árásum utan að á trú mína og skoðanir á biblíunni. I skólan- um var ákveðinn efnishyggju- andi, nálega hver skólabróðir minn og skólasystir hló að orð- inu „trú“. Ef minst var á trú- mál í blöðunum, var þar næstum undantekningarlaust ráðist á alt sem mjer var heilagt í bamæsku. Og skáldritin sem jeg las — og þau voru mörg á þeim ámm — rifu niður hvern trúarlærdóm kirkjunnar af öðmm, tættu í sundur flest orð ritningarinnar. Jeg kyntist ef til vill ekki mörg- um sem beinlínis vildu krossfesta Krist, en jeg komst að raun um, að allur hávaðinn af þeim mönn- um, sem jeg vissi mjer yfir- I burðameiri, virtu hann lítið nema rjett í orði í mesta lagi og það i var hreinasta undantekning, ef jeg hitti nokkum, sem trúði ; bjargfast á hann. 0g vísindin! | Var og er ekki altaf verið að j hamra á því, að flest vísindi komi algerlega í bág við kristin- dóminn — kenningar Nýja- testamentisins og kirkjunnar — og sanni mannlegan ófullkom- ieika Krists og vanmætti og skammsýni hans? Jeg þoii óhik- að að fullyrða, að það sje miklu erfiðara fyrir hvern einstakling, að trúa en efa hjer á landi nú á tímum, meðal annars af því að miklu fleiri eru efans megin og halda sínum skoðunum að hon- um. Það er ólíkt meira móðins, að ráðast á kirkjuna en fylgja henni að málum. Og fátt er á- hrifaríkara á skoðanir manna en tískuvaldið. Jeg hef aldrei sakn- áð tilefna og aðstoðar til að efa og rífa niður, en jeg hef oft sárþráð að finna einhversstaðar trúarstyrk. Jeg hef altaf heyrt háværar raddir um, að það sje sjálfsagt að snúa baki við kirkj- unni, en sjaldan nokkum sem hefur hvatt mig til að leggja henni lið. Mjer hefur aldrei sýnst það neitt þrekvirki að taka und- ir sönginn gegn trúnni, en jeg hef oft fundið að mig brast kjark til að kannast við trúna. Skyldu ekki fleiri hafa svipaða sögu að segja? Ef nokkrir eiga í vök að verjast með skoðanir : sínar nú á dögum eru það trú- ' mennimir. Og jeg þakka það ; eingöngu anda Guðs, ef þeim í tekst að varðveita trúna fyrir I brotsjóum efnishyggjunnar, sem , altaf skella á henni. Mörgum væri | holt að gefa því gaum hvílíka j trúarraun ýmsir standast, þá j myndi hann blygðast sín fyrir að j vera að hælast yfir, að hann api efa annara. Jeg fyrir mitt leyti i skammast mín ekki fyrir annað j meira en trúleysi mitt. Jeg hef gefið það í skyn, að : jeg trúi engu síður af skynsem- j isástæðum, en aðrir færa skyn- j samleg rök fyrir efa sínum. En | mjer virðist að milli mín og efn- j ishyggjumannanna skilji það, sem nú skal greina. Jeg fæ ekki betur sjeð en að vantrúarmaður- J inn segi sem svo: Jeg trúi a j sjálfan mig, á óskeikulleik og ! alvísi minnar eigin skynsemi. j Það sem sýnist ekki koma heim j við hana, eða mjer er óskiljan- ! legt, er ekki eingöngu ótrúlegt í mínum augum, það getur bein- j línis ekki átt sjer stað, hlýtur | að vera endileysa. Jeg aftur á móti lít þannig á málið, að skynsemi mín sje rjett svo langt sem hún nær og mjer sje óhætt að reiða mig á hana í j þeim efnum sem hún leyfir mjer j að skilja til fulls. En mjer finst miklu minna um mikilleik vits míns en það, hvað það er tak- markað. Jeg er ekki í vafa um, að aðrir eru mjer miklu vitrari og jeg kemst langtum lengra í sannleiksáttina og fæ þekking á ólíkt fleiru, með því móti að láta ekki eingöngu mína eigin vitskutýru lýsa mjer heldur færa mjer í nvt bjarmann af lömpum annara. Með berum orðum sagt: Jeg þykist nógu skynsamur til að beygja mig fyrir þeim, sem jeg verð að telja mjer vitrari. Og þann einan skoða jeg hafa rjett til að ákveða um alt af skynsemi sinni, ,sem er alvitur. Enn er þess að geta: 1 dómum mínum um hvað eina vil jeg ekki aðeins hlusta eftir rödd heilans heldur hjartans líka, taka tillit til hvað eðlisvitið (,instinctið“) segir. Jeg kveð samvitskuna að dómum, en hún er að mínu viti raust Guðs. Og þegar eitthvað mætir mjer sem er mjer óskilj- anlegt, þá dirfist jeg ekki að neita því um sannleiksgildi, fyr- ir þær sakir einar. Jeg leitast miklu fremur við að gera mjer ljóst hvort það, að mjer sýnist það ósennilegt, komi ekki frem- ur til af því, að skynsemi mín sje svo takmörkuð, heldur cn að hið furðulega sje nokkuð óskilj- anlegt eða ótnúlegt í sjálfu sjer. Frh. --~o~- Þingtíðindí. Yms mál. Sjerleyfisfrv. um Þjórsárvirkj- unina og járnbrautina er nú af~ greitt frá nd. að mestu leyti eins og það kom frá stjóminni. Flokkaskipun riðlaðist um málið. Það var samþykt með 19 atkv. gegn 9 (Jak. Möller, Tr. Þórh. ól. Thórs, Þór. Jónsson, P. Otte- sen, Ben. Sveinsson, Ámi Jóns- son, Bernh. Stef., Hjeðinn Valdi- marsson). I Ed er málið í nefnd, Jón Baldvinsson og J. J. hafa talað á móti því að ýmsu leyti, en Einar á Geldingalæk og Magn. Kristjánss. með auk ráðherranna. j I sambandi við þetta mál hefur j verið um það talað, sem fyr ! segir, að heppilegra væri að virkja Sogið en Þjórsá, til ljósa og hitunar fyrir Rvík og sveit- imar eystra. Á þessari skoðun er t. d. rafmagnsstöðvarstjórinn í Rvík, og móti sjerleyfinu til Tit- ans og talaði hann um málið á Stúdentafjelagsfundi nýlega og var þar samþykt till. til mótmæla sjerleyfisveitingimni.. I nd. hafa þeir Jör. Brynj., H. Valdimars- j son og Ben. Sv. flutt tilL til ! áskorunar á ríkisstjómina um j ráðstafanir til þess að ríkið nái ; nú þegar fullum umráðum og notarjetti allrar vatnsorku í Soginu, ásamt nauðsynlegum rjettindum á landi til hagnýting- i ar orkunnar. Magn. J., Á. Á. og Jak. M. flytja till. um það, að opinberum starfsmönnum, sem rjett eigi dýrtíðaruppbótar, skuli greidd 66% uppbót frá 1. jan. 1927 af öllum þeim launum, sem uppbót er reiknuð af, eða, til vara, að greidd verði 200 kr. uppbót með hverju barni, sem er á framfæri þeirra. Hafa starfs- menn ríkisins farið fram á upp- bótarhækkun í þessa átt. — Tr. Þ. flytur svohljóðandi till.: Ef gildi ísl. peninga hækkar aftur og kemst svo nálægt hinu gamla gullverði, að vanti minna en 5% skal í næsta gjalddaga allra lána í 5., 6. og 7. flokki veðdeildar- innar, svo og á næsta gjalddaga allra lána í ræktunarsjóði, sem veitt hafa verið eftir að lög nr. 14 13. júní 1925 um Ræktunar- sjóð Islands, gengu í gildi, lækka ógreiddan höfuðstól lánanna um 20 af hundraði. Lengd lánstíma breytist ekki þessa vegna, en ár- legar afborganir lækka i sama hlutfalli. Ríkissjóði er ætlað að greiða það fje, sem til lækkunar- innar þarf. Fjárhagsn., nema Á. Á., og fjármálaráðherra hafa lagst á móti þessari till., telja að um ósanngjamar gjafir sje að ræða til einstakra manna, sem hafi í för með sjer óhæfilegan austur úr ríkissjóði. En flutn- ingsmaður telur aðeins um að ræða snnngjarnan jöfnuð vegna röskunar á peningagildi. Tr. Þ., P. Otteson og Tón Sig. flytja frv. um vari-ir gegn gin- og klaufasýki og öðrum alidýra- sjúkdómum. Um meðferð eða úrslit mála, sem fyr er frá sagt, er þessa að geta helst. Stjómarskrárfrumv. stjómarinnar er samþ. óbreytt í Ed., á móti vom 4, Jón Bald., J. J., Ingvar P. og Magn. Kristj. Samskólafrv. stjómarinnar var samþ. við 2 umr. í Nd. með 15 : 10. Flestir Framsóknarmenn eru því andvígir nema Á. Á. En hann hefur flutt nýja till. í málinu, sem sumir fylgismenn þess telja þó, að orðið geti því að falli, þá s. s. að Samvinnuskólinn megi ráða því sjálfur hvort hann renni inn í samskólann (eins og versl- unarskólinn á að gera) en skuli njóta sama styrks og nú, ef hann geri það ekki. Heimildin um láns- ábyrgðina til Landsb. hefur verið afgreidd sem lög. Felt hefur ver- ið í Nd. frv. H. V. um að gera Hafnarfjörð að sjerstöku kjör- dæmi. Felt hefir verið með jöfn- um atkv. að láta fara fram stú- dentspróf á Akureyri. Hafði há- skólaráðið mótmælt því, þar sem það væri á móti háskólalögun- um. Snerist þá einn flutningsm., Jónas Kr., á móti till. en flytur í staðinn till. um styrk handa norðanmönnum til að sækja próf suður. Um fiskifulltrúa á Spáni hafa orðið nokkrar umr. í Ed, út af fyrirspum Ingvars Pálmas. Taldi atvinnumálaráðherra gott gagn hafa orðið af starfi hans. Fjárlagaumr. standa yfir í Nd. — Alls hafa verið haldnir í Þing- inu 99 fundir og um 450 ræöur. Vantraust. Vantrauststill. H. Valdimarss. var rædd 29. f. m. Umr. urðu allmiklar, en ekki sjerlega hvass- ar. H. V. taldi núver. stjórn ekki fullgilda þingræðisstjóm, því vit- anlegt væri að hún væri í minni hluta í Nd. og hefði auk þess unnið sjer til óhelgi í ýmsum málum. Ráðherranir svöruðu. En þegar umræður höfðu staðið all- lengi kvaddi sjer hljóðs form. Framsóknarflokksins Þorleifur í Hólum. Flutti hann nýja till. í málinu fyrir sína hönd og flokks- manna sinna, Tr. Þ., Bernh. Stef., Jón Guðnas. og Ing. Bjaraas., svohljóðandi: Neðri deild Alþing- is ályktar að lýsa yfir að með því að vitanlegt er, að núverandi stjóm er í minni hluta í neðri deild og án meirihluta stuðnings í sameinuðu þingi, sem og vegna þess, að eigi er sjáanlegt, að meirihlutastjórn verði hægt að mynda á þessu þingi, en kosn- ingar fara í hönd, verði að svo stöddu að líta á stjórnina sem starfandi til bráðabirgðk. — Jafn- framt var lagt til, að kalla till. ekki vantrauststill. heldur till. „v:ðvíkjandi núverandi lands- stióm“. Framsögum. sagði, að Framsóknarfl. hefði að vísu ekki traust á núverandi stjóm, en stæði samt ekki að vantrausts- yfirlýsingu H. V. en áleit að stjómin ætti að sitja að völdum uns næstu kosningar hefðu lagt nýjan úrskurð á deilumálin. Tr. Þ. sagði að till. væri að forminu ; til miðuð við það sjerstaka bráðabirgðaástand, sem nú ríkti,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.