Lögrétta

Issue

Lögrétta - 13.04.1927, Page 1

Lögrétta - 13.04.1927, Page 1
XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 13. apríl 1927. 20____21. tbL Um víða veröld. Um fascismann. í erlendum blöðum og tímarit- im birtast stöðugt ýmsar eftir- tektarverðar greinar um fascism- ann á Italíu innanum ýmsan mið- ur merkilegan og óáreiðanlegan frjettatíning um hann. M. a. hef- ur Churchill fjármálaráðherra Breta látið í ljós álit sitt á fas- cismanum, eftir ferð, sem hann fór til Rómaborgar í vetur, og ber honum á ýmsan hátt ve'l söguna. En í ýmsum .enskum blöðum hefur hann orðið fyrir ámæli út af ummælum sínum. Rithöf. H. G. Wells hefur einnig fyrir nokkru skrifað um fascism- ann í Sunday Express. Rekur hann uppruna fascismans, svipað •g sagt er frá í greinum, sem Lögrj. hefur áður birt, segir að Mussolini hafi ekki skapað hreyf- inguna, sem farin hafi verið að bæra á sjer fyr en hann kom til akjalanna, m. a. í bókmentum futuristanna. í upphafi var Mussolini jafnaðarmaður og friðarsinni og jafnvel eftir að hann fór að beita sjer fyrir fas- cismanum voru skoðanir hans mjög í þá átt. Fyrsta stefnuskrá fascismans, sem sennilega mundi mú vera flestum gleymd, ef and- stæðingar stefnunnar, eins og Sturzo og Nitti hefðu ekki dregið hana fram, — er í flestum at- riðum gersamlega mótsett því, sem fascistar halda nú fram. Þá höfðu þeir á stefnuskrá sinni frið, lýðveldi, afnám aðalstitla, (nú er Mussolini sjálfur aðlaður •g heitir hertogi), blaða-, funda- •g skoðanafrelsi, eignamám •frjósamra auðæfa og háa skatta á auðmenn, landgjafir til bænda- fjelaga (sovjets) o. s. frv. Upp- haflega var það ekki Mussolini heldur d’Annunzio sem átti að verða höfðingi hins núverandi fascistaflokks. Mussolini er eng- anveginn neinn skapandi andi. Það sjest á myndunum af hon- mm þó ekki sje öðru. Þær iýsa afskræmislega hjegómlegum manni, og hræddum manni, að vísu ekki manni, sem hræddur er við líkamlegar hættur, en manni, *em er dauðhræddur við dagsljós sannleikans, hræddur við gagn- rýni og andstóðu. En þrátt fyrir alt er ýmislegt gott í fari fascistanna. Þeir eru ýmsir áhugasamir og trúaðir á málstað sinn, þó málstaðurinn sje að vísu hæpinn eða þeim sje það ekki sjálfum ljóst hvað þeir vilja. En einmitt í þessum æfin- týrakenda og tígulega fascista- flokki er fólgin framtíðarhætta Italíu. Hann getur haldið áfram að vera ofan á, en hann mun óhjákvæmilega verða æ háðan erlendu og innlendu auðvaldi,hann mun meira og meira verða að selja sjálfan sig til þess að koma fram málum sínum, og þó verða að gera það með ofbeldi og samt ekki vinnast annað, en að ítalir verði að dreggjum iðnaðarlýðs- ins í Evrópu. Nú sem stendur er ekki sjáanlegt í Ítalíu nokkurt það afl, sem hamlað geti upp á móti þeirri eyðileggingu, sem fascisminn hefur komið af stað. Italíu hnignar. Hún er að komast út úr menningarsambandi og lífi Evrópuþjóðanna. Hún hefur látið myrða eða reka í útlegð alla Evrópumenn sína. I The Nation and Atheneum hefur höf. að nafni Francis Hackett einnig nýlega skýrt frá viðtali, sem hann átti við Musso- lini og lætur á ýmsan hátt vel af honum. Mussolini veit það ósköp vel, segir hann, að dygðir þær, sem hann er að kenna Itöl- um, eru dygðir þær, sem brýndar eru fyrir börnum, hlýðni, agi og það að heiðra skaltu föður þinri og hertoga. Þessum reglum hef- ur hann líka ætlað að þröngva upp á sjer meiri menn, eins og Salvemini og Croce. Hackett spurði hann þess m. a. hvað mundi hafa orðið um hann sjálf- an ef einhver hefði ætlað að fara að neyða hann til aga, hlýðni og undirgefni. En Mussolini svar- aði: Tíminn eftir ófriðinn er nýr tími.og nýir tímar krefjast nýrra siða. Mussolini er kraftur, of- beldisfullur kraftur og hann get- ur oft ekki stjórnað geðofsa sín- um og hefur það einnig komið fram í stjómmálaafstöðu hans. Oftast hefur hann samt vald á skapi sínu. Hann hefur verið hje- gómlegur og grimmur. Hann hef- ur vantað heiðarlega og áreiðan- lega ráðunauta. Hann vantar gagm’ýni. Þess vegna er hann farinn að lifa í alveg óverulegum heimi og hefur ekki sannar fregnir af ástandinu eins og það er. Hann er kominn í svipað á- stand því, sem hafið gat upp á sínum tíma mann eins og Ras- putin. Jeg skyldi við Mussohni með þeirri ósk, segir höf., að hann eignaðist samverkamenn, sem segðu honum sannleikann, í stað þess annaðhvort að sleikja fætur hans, eða bíða eftir færi til þess að troða hann niður. I Kína logar ennþá alt í ófriði. Rússar hafa slitið stjómmála- sambandi við Peking-stjómina. Kanton-herinn kvað hafa farið halloka síðustu daga. . -o—■- Játning-ar. (Gunnar Áraason frá Skútu- stöðum ritaði). ------ Frh. Eins og sjest af því, sem að framan er sagt, er jeg sammála Chesterton um, að ekkert sje heimskulegra, en að þykjast einn hafa vit á öllu og fara einvörð- ungu eftir því sem manni sjálf- um kann að detta í hug, án þess að taka skoðanir annara til greina. En Chesterton hefur alls ekki opnað augu mín fyrir þessu. Jeg hef altaf litið þannig á máhð frá því jeg kom til vits og ára. Hinu neita jeg ekki, að mjer finst það mjög freistandi að þýða hjer röksemdaleiðslur hans fyrir því, að það sje sannast að segja vitfirring að trúa eingöngu á eigin skynsemi. Brjálaðir menn eru þeir* einu sem gera það út í ystu æsar. Hann gengur svo frá því máli, að ilt er að hrekja það, og óþarft væri ekki að koma með pistilinn. Jeg sleppi því samt tím- ans og rúmsins vegna, en lýsi því nú lítillega hverju þessi skoð- un mín á eigin skynsemi minni veldur um trúarskoðanir mínar. Jeg get ekki gert það betur ljósc með öðru en því, að gera sem allra skýrast hversu mjög jeg er mjer þess meðvitandi, að skyn- semi mín sjálfs er takmörkuð og jeg oft og einatt verð að beygja mig fyrir dómum og hlíta ráð- um annara til að komast að sannleikanum. Jeg skal taka þrjú dæmi til að sýna það. Á skólaárunum lagði jeg litla stund á stærðfræði, átti enga stærðfræðiskenslubók, þegar jeg var í efri bekkjunum, og las oft- ast nær aðeins dæmin í tímanum, — ef það var þá svo vel. En jeg komst ekki hjá því að vera tek- inn upp öðru hvom. Auðvitað gat jeg þá annaðhvort alls ekki leyst dæmin, eða reiknaði þau vitlaust. Þó kom mjer það aldrei til hugar, sem sumir sýnast gera í trúmálum, að virða að vettugi hjálp Dr. Ólafs Dan. til að reiknn dæmin — þykjast einfær um það sjálfur. Og jeg hefði tahð það hreinustu heimsku af mjer, og á- litið að bekkjarbræður mínir hefðu fulla ástæðu til að segja að jeg væri genginn af göflunum, ef jeg einhvemtíma hefði treyst svo mikið á stærðfræðisvit mitt, að þegar jeg hefði reiknað eitt- hvert dæmi hringlandi vitlaust, þá hefði jeg haldið því fram, að það væri rjettara, en eins og ólafur reiknaði það. Þvi það vissu bæði þeir og jeg, að stærð- fræðisvit hans bar af mínu líkt og sól af týru. Þekking mín á náttúruvísind- unum er mjög af skomum skamti. Þess vegna er það, að þegar jeg tala um þau, þá ber jeg lítið fram af brjóstviti mínu, en jeg styðst við kenningar þeirra, sem jeg ætla að sjeu mestir vísindamenn og hafi drýgsta reynslu fyrir því, sem við ber á því sviði, er þeir hafa helst rannsakað. Jeg treysti mjer ekki til að reka þyngdarlögmálið ofan í Newton eða svara Einstein fullum hálsi og segja að afstæð- iskenning hans nái ekki nokkurri átt, jafnvel þó mig kynni að langa til þess að verða frægur fyrir vikið. Jeg hef næga skyn- semi til að kynoka mjer við að verða frægur af endemum. Jeg vil heldur læra af þessum mönn- um en standa upp í hárinu á þeim. Jeg held að jeg hafi betra af því. Jeg þykist hafa dálítið vit á bókmentum. Jeg hef alla tíð haft yndi af fögrum listum og reynt að kynna mjer þær eftir föngum. En þó jeg treysti mjer til að rita dóm um bók eftir einhvem höfund, þá myndi jeg skirrast við að halda því fram að jeg væri sá eini, sem gæti það. Og enda þótt jeg skildi skáldskap Sigurjóns Jónssonar eða Jóns Bjömssonar til fullnustu, hefði jeg ekki einu sinni sannfært sjálfan mig með því um, að jeg gæti skýrt Goethe og Shakespeare eins og vera bæri. Jeg efa ekki að fjöldinn allur hefur betri bókmentaskilning en jeg, og jeg yrði að setjast þeim til fóta og nema af þeim, sem í því efni em snjallastir, ef jeg ætlaði að taka mjer með rjettu myndugleikavald á þessu sviði. ,Eíf menn em mjer sammála um, að jeg hafi farið rjett að ráði mínu í fymefndum tilfellum, þá geta þeir ekki heimskað mig fyrir hvemig jeg hef aflað mjer trúarskoðana minna. Jeg hef sem sagt þar borið mig eins að. Jeg hef aldrei treyst og treysti ekki enn á eigin skynsemi ein- vörðungu til að skera úr um ei- lífðarmálin. Þess vegna hef jeg reynt eftir megni að kynna mjer skoðanir þeirra manna á þeim, sem jeg eftir bestu skynsemi tel bærasta um þau að dæma. En það em að mínum dómi þeir, sem mestan áhuga hafa á þeim haft, mest um þau hugsað og besta trúarreynslu hafa. Jeg álít trúarreynsluna lang mest verða. Maður sem hefur hana fram að færa á trúmálasviðinu, stendur í mínum augum jafnt að vígi og vísindamaðurinn, sem hefur gert sjálfstæðar athuganir og rannsóknir á vísindasviðinu. Þannig er mjer ljúft, að beygja mig fyrir þeim sem hefur feng-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.