Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.04.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 13.04.1927, Blaðsíða 2
LÖGRJBTTA 1------------------—— ——* LÖGBJBTTA Útgefandi og ritstjóri Þors t e i n n {, íslasox Þingholtsstræti 17. Simi 178. Innheimtn og a fgreiðsla 1 Þingholtsstræti 1. i Sími 185. —i ið opinberun — svo fremi jeg sje sannfærður um að svo sje. — Því jeg viðurkenni, að jeg, sem enga opinberun hef fengið, er ekki fær um að deila við hann, um það atriði sem honum hefur opinberast. Það stríddi á móti skynsemi minni að gera það. Að vísu kendi kirkjan mjer það í upphafi, en síðan hef jeg sjálfur af lestri og íhugun sannfærst betur og betur um, að biblían geymir mestu og bestu fræðsluna um alt sem heyrir til trúmálum. Jeg drep síðar á skoðun mína á ritningunni sem slíkri. Hjer á jeg aðeins við það, að jeg tel Jeremia ólíkt meiri spámann en Jóhannes Weisz og Jesaja stærri en Georg Brandes. Jeg held að spámenn Gyðinga hafi haft vald til að tala um Guð og heiminn, sem hvorki heimspekingar nje rithöfundar nútímans hafa, vald sem spratt af því að þeir sáu sýnir og heyrðu raddir, sem þeim síðartöldu eru duldar og ókunnar, frá æðri veröld. Jeg er líka sann- færður um, að Páll skildi ekki aðeins Krist allra manna best, j heldur hefur hann meiri rjett til að rýna skoðanir gagnrýnenda sinna en þeir hans. Því hann vissi meira og betur um Guð, himininn og heiminn en þeir. En allra sannfærðastur er jeg um þetta: Kristur talaði eins og sá sem vald hafði, vegna þess að hann hafði valdið. Hann sagði sannleikann og sannleikann ein- an. Geti jeg þess vegna komist með vissu að kenning hans um eitt eða annað, þá krefst skyn- semi mín þess beinlínis að jeg taki hana fullgilda, og leiti þes3 eins að skilja hana til fullnustu og fara eftir henni. Og því sem jeg skil ekki af orðum hans, hef jeg ekki leyfi til að hafna, sem firru af þeim sökum, heldur ber mjer að biðja, að andi minn þroskist og upplýsist svo, að jeg fái skilið það. 1 næsta kafla mun jeg fara fá- einum orðum um það, hvers vegna jeg trúi svo örugt á kenn- ing Krists. Þessi á, þó stuttur sje, að sýna, að jeg hefi skyn- semisástæður fyrir trú minni, engu síður en aðrir fyrir vantrú sinni, því engir styðja hana að- eins með eigin rökum, heldur halda fram dómum annara mik- ilsmetinna manna af sama sauða- húsi og þeir eru sjálfir. Um eitt vil jeg enn geta til að forðast misskilning. Það er ekki víst að jeg fái tækifæri til þess síðar. Þó jeg leggi heilaga ritn- ingu til grundvallar fyrir trúar- skoðunum mínum, vegna þess að hún segir frá þeim opinberunum, sem jeg ætla að mönnum hafi gefist mestar og bestar um alt sem heyrir til því andlega, þá veit jeg vel að með fleiri þjóðum en hún nefnir hafa menn fengið opinberanir, þó þær sjeu að mín- um dómi ekki fyllilega sambæri- legar. Ennfremur trúi jeg á framhaldandi opinberun innan kirkjunnar. Af því leiðir enn það, að jeg tel ekki aðeins, að Frans frá Assisí hafi verið Þorbergi Þórðarsyni heilagri í líferni, held- ur og staðið honum ólíkt fram- ar í þekking á þeim málum sem Guðsríki heyra. í einu orði sagt, þegar .jeg les rit manna um and- leg mál eða hlusta á deilur þeirra um þá hluti, sem huldir eru aug- um og duldir eyrum, þá leitast jeg fyrst við að komast yfir hverja trúarreynslu þeir hafi sjálfir. Og þann sem skynsemin og tilfinningin segir mjer að hafi hana mesta, marka jeg mest, og jeg vil gjarnan af honum fræðast. En lýsi einhver eingongu sínum eigin hugsmíðum, er jeg í stórum vafa um hvort hann sje mjer nokkru fróðari í þessu efni. Má þó vera ef jeg ætla hann mjer hann stórum vitrari. En jeg dæmi tal hans sem barnshjal hjá ræðum spámannanna þeirra sem hafa orðið fyrir opinberunum. Og taki hann ekkert tilht til Krists, finst mjer hann steinblindur. Frh. , Búnaðarmálin. Búnaðarf jelagið og jarðræktar- lögin. ---------Frh. Orðalagið „má veita" og „alt að" hefur flestum þótt loðið og afslept, þó vel hafi rætst úr að þessu, því styrkurinn til jarða- bóta, sem annar kafli ræðir um, hefir náð því sæmilega sem þetta „alt að" gerir ráð fyrir sem háa- marki. Búnaðarþing gerði tillog- ur um að festa og ákveða styrk- inn, að krónutali, í lögunum, svo jarðabótamenn viti fyrir víst hvers er að vænta, um styrk til jarðabótanna. Það er óefað heppileg breyting, og rjett, en hinsvegar alls ekki hættuleg fyr- ir ríkissjóð meðan ákveðið er að lögin skuli endurskoðast á fárra ára fresti. Búnaðarþing gerði einnig til- lögur um það að votheystættur njóti styrks samkvæmt öðrum kafla jarðræktarlaganna, en þó minni styrks en haughús og forir, túnrækt og garðar. Hjer skal enginn dómur lagður á það.hvort votheystættir sjeu sú búbót sem fyrst og fremst á að komast inn- undir ákvæði annars kafla, ef einhverju er aukið þar Við. Um leið og gert er ráð fyrir að auka votheystóftum við þær jarðabætur, sem njóta ríflegs styrks er stefnt að því að f jölga gjaldflokkunum. Styrkurinn verður samkv. tillögum búnaðar- þings, og samkvæmt því sem ver- ið hefur, kr. 1.50 fyrir dagsverk í haughúsum, kr. 1.00 fyrir dags- verk í túnrækt, kr. 0.80 fyrir dagsverk í görðum og kr. 0.50 fyrir dagsverk í votheystóftum. Hjer er stefnt í alveg öfuga og ranga átt. Það þarf að fækka en ekki fjölga gjaldflokkunum! Þessi mismunur lítur vel, skynsamlega og meinleysislega út á pappírn- um, en í framkvæmdinni er flokk- unin til mestu vandræða. Eykur skriffinsku og skýrslugerð (stór- ar skýrslur með mörgum dálk- um) alveg óhæfilega, og ávinn- ingurinn er vafasamur. Best væri að sleppa allri flokkun á þeim jarðabótum sem ' styrks njóta samkv. öðrum kafla, þannig að styrkurinn væri eins fyrir hvert dagsverk í þeim hverjar sem þær eru, t. d. 1 króna fyrir dags- verkið. Tveir flokkar hljóta und- ir öllum kringumstæðum að vera nóg, fleiri flokkar en tveir eru fásinna. Það er t. d. alveg hlægilegt að hafa styrkinn mis- munandi fyrir túnrækt og garð- rækt, þegar þess er gætt að 20 aura munur á dagsverki, — eins og nú er, nemur ekki nema ör- fáum hundruðum króna fyrir alt landið, en eykur drjúgum skrif- finsku og gerir skýrslurnar all- mikið óaðgengilegri. Styrkur sá sem veittur var til jarðabóta, samkvæmt jarðræktarlögunum 1925 nam alls kr. 132744.40 fyr- ir alt landið. Ef garðyrkju- og túnrækt hefði verið skipað í einn flokk hefði styrkurinn orðið kr, 133170.00, eða kr. 425,60 meiri en hann varð! Hve mikið af þessari upphæð hefur eyðst í óþarfa skýrslufærslu og um- stang? Einn gjaldflokkur meira eða minna er í rauninni ekkert aðalatriði, en þess ber að gæta að því umsvifameiri sem mæl- ingar og skýrslugerðir eru, þess erfiðara verður að fá hæfa menn til að hafa trúnaðarstörfin á hendi gegn vægu gjaldi. Því skal fara varlega í það, að gera þetta alt margbrotið og um- svifamikið. 1 12. grein er ákvæði um það að enginn styrkur sje veittur fyrir minni garða en 400 fer- metra. Búnaðarþing gerði ráð fyrir að breyta þessu í 200 fer- metra. Hjer virðist vægast sagt vera að ræða um hugsunarvillu. Meðan frádrátturinn vegna verk- færra mana gildir viðvíkjandi túnræktariðju, er þó um ofur- lítið kerfisbundna vitleysu að ræða. Þá er þetta líka frádrátt- ur. En eðlilegra virtist að vera ekki að burðast með meira en einskonar frádrátt. Ef frádrætti vegna verkfærra manna verður slept — sem vonandi verður — og horfið verður að því að setja 5 dagsverk sem lágmarksákvæði þegar um styrkveitingu er að ræða, þá verður sjerstakt lág- marksákvæði um garðyrkju óvið- eigandi og afkáralegt. » Fyrst og fremst er þess að gæta að ef lítil túnasljetta og lítil for eða haughús, er styrk- verð umbót, þá er líka garðhola, þó lítil sje, það eigi síður. Jafn- vel virðist fátt svo rjettmætt sem setja einhver takmörk fyrir því hve litlar forir - eða haughús menn byggja, því slæmt er að menn geri slíkar byggingar, t. d. ur steini, minni en viðunandi er eftir notaþörf og gripafjölda, en það er ekki sjaldgæft að það sje gert. Sjerstakt frádráttarákvæði fyrir garðyrkju verður altaf ranglátt. Ólíkt heppilegra virðist að setja samhljóða lágmarks- ákvæði fyrir allar jarðabætur sem styrks njóta samkvæmt öðr- um kafla jarðræktarlaganna, þannig að ekki yrði veittur styrkur fyrir minni túnræktar- framkvæmdir en t.d. 5 dagsverk, ekki fyrir minni áburðarbygging- ar eða framkvæmdir á því sviðí en 5 dagsv., ekki fyrir minni garða en 5 dagsv. o.s.frv.Á þenn- an hátt yrði gengið ofurlítið lengra en í tillögum Búnaðar- þings, það gerir ráð fyrir að lág- markið sje 5 dagsverk alls, hverj- ar sem jarðabæturnar eru og þó þær falli í fleiri en 1 flokk. Eft- ir þessari uppástungu getur bóndi unnið t. d. 14 dagsverk af þrennskonar jarðabótum, án þess að ná lágmarki til styrks, ef jarðabæturnar skiftast jafnt á milli flokka. Eitt ákveðið og líkt lágmark virðist eðlilegt að ákveða, og láta það ná eins til allra jarðabóta sem styrktar eru, en ef meira er unnið fái bændur styrk fyrir alla jarðabótina án frádráttar. Frh. Árni G. Eylands. Hjer í Reykjavík er nú kom- inn upp allmikill áhugi á því, að reist verði sundhöll í bænum og jafnframt að komið verði á þeirri skyldu, að unglingar læri sund. Hefur Iþróttasambandið og for- seti þess Ben. G. Waage á ýms- an hátt beitt sjer fyrir þetta mál og margir góðir menn hafa lagt því liðsyrði. Á Alþingi hef- ur málið nokkrum sinnum verið rætt. 1924 var samþykt í efri deild till. frá Jónasi Jónssyni um undirbúing sundhallar og á þingi 1925 voru samþykt lög, sem Jóhann Jósefsson þm. Vest- mannaeyja hafði flutt, sem heim- iluðu sveitarstjórnum að skylda unglinga til sundnáms í sínu um- dæmi. Hafa Vestmannaeyirrgar þegar notað þessa heimild. 1 vet- ur hefur verið ýmislegt að þess- um málum unnið hjer í Rvík og m. a. haldinn fundur um málið. Mæltu þar með því ýmsir áhrifa- menn, s. s. borgarstjóri, fræðslu- málastjóri, og svo kennarar ýms- ir og íþróttamenn. Var þar samþ. till. um það, að skora á Alþingi og bæjarstjórn að láta reisa í Rvík, eigi síðar en 1930, sund- höll í sambandi við fyrstu hita- veitu, sem til bæjarins yrði lögð frá hverum eða laugum. Hafa verkfræðingar talið að slíkt væA vel framkvæmanlegt án tilfinn- anlegs kostnaðar. Hefur Ben. Gröndal einkum athugað málið fyrir 1. S. 1. Einnig er nú að því unnið, að bæjarstjórnin skyldi reykvíska unglinga til sundnáms. Sund er svo góð íþrótt og holl og auk þess nauðsynleg svo mik- illi sjósóknarþjóð, sem Islending- um, að sjálfsagt ætti að vera að greiða fyrir útbreiðslu hennar og iðkun eftir föngum og mundi góð sundhöll mjög geta orðið til þess. -----_o------

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.