Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 13.04.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 13.04.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA hefur af eitri eða öðru óláni, að þeir ljetu mig' vita, því jeg vil gjarnan kaupa beinagrindina, ef hún er heil og óskemd; sje beina- grindin ekki heil, er hún mjer gagnlítil, — en sje hauskúpan óskemd, þá vil jeg líka kaupa hana. Eyrarbakka í marts 1927. P. Nieísen. Þingtíðindi. Fossavirkjunar- og járnbraut- armálið er nú verið að ræða í ed. og er ekki flokksmál þar, frekar en í nd. J. J., Jón Bald.. I. H. B. og Jóh. Þ. Jós. hafa talað á móti að meira eða minna lejrti og í samgöngumálanefnd skrifuðu þeir undir álitið um málið með fyrirva,ra, Bjöm Kristjánsson og Einar Ámason. J. Baldvinsson hefur flutt þá breytingartill. að verði sjerleyfið veitt, megi ekki flytja inn erlenda verkamenn, nema Alþýðusamfo. leyfi, eða til vara, ekki meðan hægt er að fá verkamenn innan- lands. J. J. flytur breytingartill. um það, að um leið og Titan verði veitt sjerleyfið, skuli fjelagið setja að veði öll vatnsrjettindi sín hjer á landi og fasteignir, sem tryggingu fyrir því, að sjer- leyfishafi fullnægi á rjettum tíma settum ákvæðum. Ennfrem- ur flytur hann þá breytingartill. að ekki megi framseija sjerleyf- ið nema samþykki Alþingis komi til o g að framlag ríkissjóðs skuli greiðast eftir á, þegar sjer- leyfishafi hefur bygt járnbraut- ina austur fyrir Lágaskarð og ríkissjóður sje á engan hátt, beint eða óbeint ábyrgur fyrir skuldbindingum sjerleyfishafa, nema að því er snerti 2 miljóna framlagið til jámbrautarinnar. — Frv. um samskólana í Rvík hefur verið samþ. í nd. með þeirri breytingu, sem fyr er get- ið, að samvinnuskólirin megi ráða því sjálfur hvort hann sameinist hinum nýju skólum eða ekki, en njóta sama styrks og nú, þótt ekki verði úr því. Minni hluti mentamálanefndar, Jón Guðna- son og. Bemh. Stefánsson, hafði borið fram ýmsar breytingartill. sem fóm í þá átt, að frv. yrði alment um ungmennaskóla og sjerskóla og skyldu ákvæði þess ná yfir sex skóla úti um land, auk samskólans í Reykjavík. Flensborgarsk., Hvítárbakkask., Núpssk., Laugask., og ung- mennaskóla á Isafirði og á Suð- urlandi, austanfjalls. Meirihluta mentamálanefndar og kenslu- málaráðherra þótti hins vegar svo, sem það yrði aðeins til að spilla fyrir málinu og tefja það, að víkka frumvarpið á þennan hátt, enda væm breytingartill. svo illa úr garði gerðar, að óvið- unanlegt væri. Vom þær allar feldar. 1. ed. hefur mentamálan. klofnað um afstöðuna til stofn- unar húsmæðraskóla á Hollorms- stað. Meirihl. (Jóh. Jóh. og I. H. Bj.) vilja afgreiða málið með rölístuddri dagskrá, í trausti þess að öll húsmæðrafræðslan verði innan skams tekin til samfeldrar athugunar og úrlausnar. — Magn. Torfason og Tr. Þórhallsson flytja þingsályktunartill. um það, að skora á stjómina að láta rannsaka að hve miklu leyti unt muni vera að sameina rekstur síma og pósts. Benda þeir á það, að erlendis sjeu slík mál víða sameinuð almenningi til hagræð- is og sparnaðar á mannahaldi. — Jóh. Þ. Jósefsson flytur frv. um það að ríkið leggi alt að 100 þús. kr. til hafnargerðar í Vestmanna- eyjum gegn sama framlagi úr hafnarsjóði Eyjanna. — Hjeðinn Valdimarsson flytur till. um stofnun Landsbankaútibús í Vest- mannaeyjum. — Jón Ölafsson flytur þá breytingartill. við frv. H. Stefánssonar um landnáms- sjóðinn, sem fyr er frá sagt, að ríkisframlagið til hans skuli vera 200 þús. kr. í stað 100 þús. kr. — Afgreidd hafa verið sem lög frv. stjómarinnar um breyting á lögum um afstöðu foreldra til óskilgetinna bama og þingm. frv. um breyting á vörutollinum og um vamir gegn sýkingu nytja- jurta. — Fjárlagaumr. standa enn yfir í nd. og hefur komið fram til 3. umr. fjöldi breytingartill. frá einstökum þingmönnum og mundu hafa í för með sjer um hálfrar milj. króna gjaldauka, ef samþyktar yrðu allar. I Eftirlit með embættismönnum. Eitt af því, sem Hjeðinn Valdi- marsson fann stjóminni til for- I áttu í umr. um vantraustið, var eftirlitsleysið með embættis- mönnum, einkum sýslumönnum. | í svari sínu við þessu atriði gat ; forsætisráðherrann, Jón Þorláks- i son, þess að slík aðfinsla væri ! m,jög ósanngjöm í garð núver. stjómar. Því hún hefði komið á það nýju skipulagi, sem reynslan væri þegar farin að sýna, að væri til mikilla bóta og trygg- ingar.. Hún sendi sem sje sjer- stakan mann, eða menn, sem væru kunnugir embættisstörfum og hefðu sjerþekkingu á endur- skoðun og ljeti þá með vissu millibili setja sig inn í alla em- bættisfærslu sýslumanna og end- urskoða nákvæmlega bækur þeirra og gefa stjómarráðinu skýrslu um þetta. Hefði H. V. gefið gott færi til þess að skýra frá þessu nýmæli, þar sem það hefði ekki áður verið gert opin- berlega, en mundi efalaust teljast merkilegt spor í rjetta átt. — Hefur þessari nýbreytni enginn gaumur verið gefinn og hafa þó þeir, sem til þekkja lát- ið vel af, enda hefur svipað skipulag verið notað erlendis og gefist vel. Landhelgisgætslan. í umr. um vantraustið bar Hjeðixm Vald. það m. a. fram, að stjómin hefði slælegt eftirlit með strandgætslunni og væri orð á því haft að „sjóherinn“ stæði ekki vel í stöðu sinni að öllu leyti. Væri m. a. sagt manna á milli að Óðinn (eða Fylla) hefðu ekki alls fyrir löngu hitt marga ís- lensku togarana í landhelgi á ein- um og sama stað, við Snæfells- nes, en látið sjer nægja að skjóta einu skoti til þess að vara þá við og reka þá út úr landhelg- inni, í stað þess að taka þá og færa þá til dóms. Urðu útaf þessu alllangar umræður. Var skorað á H. V. að greina heim- ildir fyrir ummælum sínum eða sanna þau, því ósæmilegt væri að bera fram órökstutt bæjarþvaður í þinginu. Einkum kvað Pjetur Ottesen fast að því, að brýn skylda bæri til þess, að fá mál þetta upplýst, togarana dæmda, er þeir væru sekir, en varðskipið sýknað að öðrum kosti. En H. V. kvaðst ekki geta slíkt, því verkamenn ættu í hlut, sem ættu það á hættu að verða sviftir at- vinnu ef til þeirra yrði sagt. En annars væri hjer um að ræða al- mannamál og væri stjóminni innan handar að láta komast fyrir sannleikann í málinu með rjettarhöldum. Seinna krafðist skipherrann á Óðni þess, að rjettarrannsókn væri látin fara fram útaf ummælum H. V. Voru yfirheyrðir skipverjar á Óðni, en ekkert mun hafa upplýsts í þá átt, sem H. V. talaði um. En all- miklar aðfinslur við landhelgis- gætsluna og kvartanir útaf henni hafa komið fram í þinginu bæði fyrir og eftir þessar vantrausts- umr., t. d. frá Pjetri Ottesen, Halldóri Steinssyni, Jónasi Jóns- syni og Jóni Baldvinssyni. Sög- ur hafa gengið um óhegnd land- helgisbrot. Er það sjálfsagt, að slíkur söguburður sje heftur, þegar enginn fótur er fyrir hon- um, en jafnframt sjálfsagt, að menn krefjist þess, að landhelg- isvömum sje haldið uppi af festu og einurð, svo að þær njóti trausts manna. Fljótshlíðingar hafa komið sjer upp steinsteyptum rjettum, all- stórum, við Kókslæk, og hefur Guðjón bóndi í Tungu einkum annast um þær. Er almenningur- inn hringmyndaður á að sjá, þó steypt sje eftir beinum línum, i fláum homum, en dilkamir í geisla út frá honum, en úti fyrir aðaldyrum allstórt girt svæði fyrir safnið. Er traustlega og haganlega frá öllu gengið. Hafa rjettimar kostað um 2700 kr. í peningum og um 1800 krónur í vinnu, gefinni, og er það sagt lágt verð, miðað við eldri rjettir, sem þar voru og viðhald á þeim. Þýskar ritgerðir eftir Jón Leifs. Eins og kunnugt er hefur Jón Leifs að staðaldri ritað greinar um allskonar tónlistar mál í 30—40 þýsk blöð og tíma- rit. Nú er ársritið „Beethoven- Jahrbuch", nýkomið út og hefur verið sjerstaklega vandað til þess í tilefni af minningarhátíðunum um Beethoven. Það mun gleðja íslendinga að meginþáttur þess- arar bókar eru ritgerðir eftir Jón Leifs, en hann hefir á síð- ari áram barist fyrir stílhreinni og þrekmeiri meðferð á verkum Beethovens og eldri meistara. Er þessa stefna Jóns Leifs nú tölu- vert farin að gera vart við sig Útrýmið rottuniun! Það er nú fullsannað, að afkvæmi einna rottuhjóna geta íl einn ári orðið 860 rott- ur. Af þessu er auðsæ þörfin á að útrýma rottunuin. Til þess að ná góðum árangri er þvi tryggast að nota R a t i n og R a t i n i n . Ratin sýkir rotturnar, og þær sýkja svo aðrar rottur, sem þær umgangast meöan þaer eru veikar, og drepast að 8—10 dögum liðnum. Ratinin hefir aftur á móti bráðdrepandi verkanir á þær rottur, sem jeta það. Ratin-aðferðin er: Notið fyrst Ratin, svo Ratinin, þá fæst góður árangur. Sendið pantanir til RAT1NK0NT0RET, köbenhavn Allar upplýsingar gefur ÁOÚ8T JÓSEFSSON heilbrigðisfulltrúi, Reykjavlk. Ný bók! Ludvig Guðmundsson: Yígslnneitun biskupsins. Fyrirlestrar og blaða- greinar urn vígsluneitunar- málið og trúarlífið í landi voru. 124 blaðs. Verð kr. 3,50. Sendist gegn póstkr. burðargjaldsfrítt, hvert á land sem er. Kaupendur trúmálaritsins „Straumar“ fá bókina fyrir kr. 2,75. Pantanir má senda til höf. eða ritstjórnar „Strauma“, Reykjavík. INNILEGAR ÞAKKIR til allra þeirra er hjálpuðu mjer í mínum erfiðu kringumstæðum, en þó sjerstaklega þeim Auðunni bónda í Dalseli, Sæmundi bónda í Garðs- I auka og Sæmundi bónda á Lága | felli. Guð launi ykkur, ásamt ! ykkar góðu konum. Þess bið jeg ! af hjarta. Sigríður Guðmundsdóttir. í Þýskalandi bæði í orði og verki. — Á þessum vetri hefur Jón Leifs m. a. unnið að nýrri stefnu í hliómsveitarstjóm. Nýtt blað er Frjálslyndi flokk- urinn farinn að gefa út hjer í bænum. Það heitir ísland og ritstj. Guðm. Benediktsson lögfr. „Dronning Alexandrine“, hið nýja Islands-ferðaskip Samein- aða fjelagsins, hljóp af stokkun- um í Kaupm.höfn 9. þ. m. Er það dieselvjelarskip, hið fyrsta, er hjer verður í förum, 263 feta langt og 38 fet 10 þml. þar sem það er breiðast. Það hefur 1900 hestaflavjel og fer 12*4 mílu á vöku. Það hefur rúm fyrir 143 farþega og sjerstaka íbúð, sem ætluð er konungi, en má breyta til annara nota. Fimleikaflokka æt’ar Iþrótta- fjelag Rvíkur að senda til Noregs í maí n. k. Verða í öðram flokk- inum 14 stúlkur, en í hinum 9 karlmenn, alt valið lið undir stjórn Bjöms Jakobssonar. Far- arstjóri verður Andr. J. Bertel- sen. Fimtugur er í dag einn af kunnustu kaupmönnum landsins Jes Zimsen. Hefur hann um langt skeið rekið verslun og útgerð hjer í Rvík. Prentsm. Acta. N,

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.