Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.04.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.04.1927, Blaðsíða 1
LÖGRJETTA XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 20. apríl 1927. 22. tbl. Um víða veröld. Ýmislegt. Lögrj. hefur áður sagt frá Bast-málunum í Danmörku og því, að Bast var dæmdur fyrir dönskum dómstólum fyrir fjár- drátt og óreiðu í líknarstarfsemi þeirri, sem hann og kirkja hans hafði með höndum. Síðan var máhð á ný tekið til rannsóknar innan Medodistakirkjunnar og rannsóknarrjettur settur í Haag, wndir forsæti Nickolson's bisk- ups frá Ameríku. Úrskurður þess rjettar er nýlega fallinn og vav Bast sekur fundinn um fjármála- óreiðu og ósæmilegt framferði og vikið frá embætti. Er við því búist að honum verði vísað burt úr Meþódistakirkjunni þegar mál hans verður endanlega úrskurð- að á höfuðþingi kirkjunnar í Ameríku næsta ár. Sá heitir Ing- erslev, meþódistaprestur, sem Kiest barðist á móti Bast og var vikið frá þess vegna. Fyrir nokkru vóru bornar svipaðar sakir á líknarstarfsemi Hjálp- ræðishersins í Km.höfn og hann sakaður um óreiðu og fjárdrátt. Baðst hann þá sjálfur lögreglu- rannsóknar á málinu og er henni nú lokið og sagt að ekki þyki á- atæða til neinnar málshöfðunar. — 1 Noregi er einnig nýlega fallinn dómur í Bergesmálinu svonefnda. En Berge fyrrum ráð- herra var stefnt fyrir ríkisrjett fyrir það, að hann hafði lánað Handelsbanken í Oslo 25 milj. kr. til þess að bjarga honum á verstu krepputímunum, en ekki sagt frá því, jafnvel ekki þing- inu. Ríkisrjetturinn hefur nú sýknað Berge. 1 bæ einum í Póllandi veiktust nýlega 80 manns og dóu 7 vegna eitrunar af trjespiritus, sem seld- ur hafði verið sem brennivín. 1 Danmörku er nú allmikið um það rætt, að breyta kenslutilhög- un í verkfræðaskólanum (Poly- tekniska-sk.) þar sem mentun danskra (og íslenskra) verkfræð- inga sje á margan hátt ábóta- vant. Ameríski flugmaðurinn Byrd, sem flaug til Norðurpólsins, er nú að undirbúa tilraun til þess að fljúga yfir Atlandshafið í sumar og hefur auðmaður einn lagt fram til fyrirtækisins 150 þús. dollara. Nýlega er dáinn einn af helstu stjórnmálamönnum Dana, Klaus Berntsen, háaldraður (f. 12. júní 1844). Hann var lýðháskólament- aður maður og sjálfur skóla- kennari um skeið. Hann varð þingmaður 1873 og jafnframt um alllangt skeið blaðamaður og gegndi ýmsum opinberum störf- um. Hann varð ráðherra 1908 og forsætisráðherra 1910—13 og kvað oft mikið að honum. 1 París var nýlega tekinn fast- ur fjárglæframaðurinn Roehette. Hafði hann selt unnvörpum fölsk og verðlaus hlutabrjef og drég- ið sjer þannig um 50 miljónir franka. Sami maður, sem upp- haflega var eignalaus þjónn í veitingahúsi, lenti í svipuðu máli 1908 og námu fjársvik hans þá um 100 milj. franka. í Frakklandi eru nú mikið ræddar stjórnartill. um nýtt her- skipulag. Er þar ekki einungis gert ráð fyrir venjulegri her- skyldu, en stjórninni eru heimil- uð svo að segja ótakmörkuð um- ráð yfir öllum landslýð og eign- um hans á ófriðartímum, hún á að geta gert eignir upptækar til ófriðarþarfa og skipað körlum og konum til hvers þess starfs, sem henni þykir þörf á. Segir svo, að hernaður nútímans krefjist þess, að öll þjóðin taki á skipulags- bundinn hátt þátt í styrjaldar- störfum. 1 Aþenu komu kaupsýslumenn nýlega af stað verkfalli til mót- mæla gegn of þungum sköttum. Var lokað verslunum og veitinga- húsum. Þjóðverjar hafa eftir ófriðar- lokin unnið meira og meira að eflingu vísinda og lista í landi sínu, en margvísleg ringulreið og hnignún komst á þau mál á styrjaldarárunum. Nýlega hefur þingið t. d. veitt 1 miljón og 400 þús. mörk til hins svonefnda vís- indafjelags Vilhjálms keisara og 500 þús. mörk til styrktar er- lendum vísindum og vísinda- mönnum í Þýskalandi og til heim- sókna þeirra þangað, og er gert ráð fyrir því, að sú upphæð verði aukin. Nýlega hefur verið handtekinn þorparaflokkur undir stjórn Try- gowskys nokkurs og hafði hann aðalbækistöð sína í Kaupmanna- höfn, en deildir í mörgum stór- borgum, og fekst við að smygla í stórum stíl kokaíni og morfíni til Austurlanda. Sagðist for- sprakkinn gera þetta í þágu menningarinnar til þess að vinna að útrýmingu gula mannflokks- ins með því að veikja hann á eitri. n Maður að nafni Parry Thomas setti nýlega met í hraðakstri bifreiða. Hann ók alllangan spöl með hraða sem svaraði til 337 km. á klukkustund. En hann drap sig á ferðinni. Ameríski verksmiðjueigandinn Ford er talinn auðugasti maður heimsins, á um 2000,000,000 doll- ara, en fyrir það gæti hann, seg- ir amerískt blað, keypt alla hveiti, hafra, kartöflu og tó- baks ársuppskeru Bandaríkjanna eða borgað allan árs vöruinn- flutning Kanada, eða keypt allan gullforða eins stærsta bankasam- bands Bandaríkjanna (12 banka) og samt átt eftir 350 milj. doll- ara. Síðustu fregnir. t Kínamálunum eru horfur ennþá illar og talið ekki ólíklegt að til aukins ófriðar geti dregið. Fregnir ganga um herbúnað Rússa í Mandsjúríu, en þeir neita þeim sjálfir. Þeirra vegna er samt talið að Japanir hervæð- ist og alt er í óvissu um afstöðu Breta og Bandaríkjanna. En þeim þykja ófullnægjandi svör Kanton-manna út af árásum þeim, sem gerðar voru á útlend- inga í Nanking. Innanlands er látlaus ófriður í Kína ag kváðit Kantonmenn enn fara halloka. -----o—«~ Játnmg-ar. (Gunnar Árnason frá Skútu- etöðum ritaði). --------- Frh. II. Um Krist og orð hans. Jeg er sannfærður um guðdóm Krists. En jeg er eins viss um, að hann var sannað maður. Þó tel jeg meira en stigmun á Guði og mönnum, eins og kirkjan hef- ur altaf gert. Jeg get ekki fylli- lega gert grein fyrir því fremur en aðrir, hvernig Jesús var hjer á jörðu í einu sannur Guð og sannur maður, en að því er mig snertir, finst mjer það samt nægilega skýrt í Fil. 2,5. v., þar sem Páll segir svo um Drottinn: Hann áleit það ekki rán að vera jafn Guði, þótt hann væri í Guðs mynd, heldur afklæddist henni, er hann tók á sig þjóns- mynd og varð mönnum líkur; og er hann kom fram að ytra hætti sem maður, lítillækkaði hann sjálfan sig og varð hlýðinn alt fram í dauða, já fram í dauða á krossi. Hið sama segir postulinn með öðrum orðum í 2. Kor. 8, 9: Því að þjer þekkið náð drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt ríkur væri, gjörðist yðar vegna fátækur, til þess að þjer auðguð- ust af fátækt hans. Jeg er sam- þykkur skoðun kirkjunnar á þessu máli, sem jeg get sagt að sje þessi, sagður mjög blátt áfram: Eingetinn sonur Guðs, er í heiminn kominn, tU þess að opinbera mönnum sanna þekking á eðli og vilja Guðs, til þess að vera þeim hin fullkomna fyrir- mynd, og til þess að frelsa þá frá syndum þeirra. Þetta var hlut- verk Krists. Til að geta leyst það af hendi, þurfti hann að vera Guðs son, þvi annars gat hann ekki opinberað föðurinn til fulls og frelsað mennina, og fullkominn maður, svo að hann mætti vera oss fullkomin fyrirmynd. Þar af leiðir, að hann samkvæmt vilja og ráðsályktun Guðs var í einu Guð og maður. En hvað sem þessu líður, hvort sem aðrir taka þessa skýring gilda eða ekki um Krist, þá er það víst, að skynsemi mín — sjerstaklega hún, færir mjer þau rök, er jeg fæ ékki í móti mælt fyrir guðdómi Krists. En þau eru það, að því meira far sem jeg geri mjer um að þekkja hann eins og hann var hjer á jörðu, sannfærist jeg betur og betur um, að enginn maður hefur nokkru sinni talað þannig, sem hann tal- aði, og hann gerði alt vel, hann gerði það sem enginn maður gat gert, að mínu viti. Hann var syndlaus og svik fundust ekki í munni hans. Jeg trúi því að þannig eigi mennirnir að verða, þó aldrei til fullnustu hjer í heimi, en sem englar Guðs í himnunum. Skynsemi mín segir mjer því, að Jesús hafi verið guðdómlegur. Móti þessu mætti færa fram eitt, veigamestu rökin gegn guðdómi Krists, að: því er mjer sýnist. Menn segja nefnilega sem svo, að Jesús Kristur hafi verið svo fullkominn, af því að jarðvegur- inn sem hann spratt upp úr var svo vel undirbúinn. Menn benda á þróunarmagn Israelsþjóðarinn- ar, sýna fram á, hvernig hún var öldum saman að ná meiri og meiri þroska, benda til spámann- anna, sem af henni fæddust, þeg- ar hún var fær um að ala þá, og telja Krist líkt og síðasta og fullkomnasta blómknappinn, sem sprakk út á þjóðarmeiðnum, áð- ur en hann tók að visna. En mjer nægir ekki þessi skýring. Bæði er það, að jeg veit það af sögunni að Israelsþjóðinni var farið að hnigna nokkrum öldum fyr en Kristur kom fram. Og i öðru lagi verður ekki nema sumt af kenning Krists beinlínis rakið til þess að vera fullkomnun á því sem leynist í fornri gyðinglegri opinberun. Margt er alveg nýtt, og jafnvel það mikilvægasta verður aðeins skýrt með því, að játa hið nána samband og sam- fjelag sonarins við föðurinn. Enn er þetta: hafi trú og siðgæði lsraelsþjóðarinnar svo að segja skapað Krist — < hvílíkan mann ætti þá ekki kristindómurinn að hafa leitt síðar fram á svið sög-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.