Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.04.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 20.04.1927, Blaðsíða 4
4 LÖGRJETTA Bsndasamvinnan í Danmörku. Fyrirlestur fluttur á alþjóða-samvinnumótinu í Kelsingjaeyri 25. júlí til 8. ágúst 1925 Eftir A. D r e y e r. Samvinnu-eggjasala. Þar sem hægt er að segja um samvinnufjelög danskra bænda yfirleitt að þau hafi haft vöruvönd- un fyrst og fremst á dagskrá, þá á þetta þó eigi síst við um eggjaútflutningsfjelögin dönsku. Um 1890 átti þessi vara ekki miklu gengi að fagna á markaðinum, og einkum komu þá frá enska mark- aðinum, sem þá tók við mestum hluta danskra eggja, oft kærur út af gæðum þeirra. Það er og vafalaust, að bæði framleiðendur og kaupmenn höfðu oft þá meðferð á eggjunum, sem var alt annað en vel lög- uð til þess að skapa eggjunum varanlegan markað. Á þessum árum var það að „Grocer“ skrifaði um danska eggjaverslun og sagði, að „Danir, sem sjálfir kunna svo, vel að meta góðan mat kref jast þess af oss, að vjer lokum augunum og höldum um nefið þegar vjer etum dönsk egg“. Ýmsir urðu til að vekja athygli á þessu meðal danskra bænda, og laust fyrir 1895 var farið að stofna fjelög hingað og þangað til þess að safna og selja egg, en í öndverðu var hreyf- ing þessi of dreifð til þess að geta haft nokkur veru- leg áhrif á eggjasöluna í heild. Það var fyrst 1895, þegar Dansk Andels Ægexport var grundvallað, að smáfjelögin undir miðstjórn þess fengu nokkuð meiri þýðingu. Þótt langt sje frá því að fjelag þetta sje eitt ráðandi á eggjamarkaðinum, hefur það þó á liðnum árum haft gagngerð áhrif á vöruvöndun, meðferð og sölu danskra eggja. Vöxtur sjálfs fje- lagsins sjest af því, að verslunarvelta þess er nú árlega um 20 milj. kr. og útflutt egg á ári nema um 8 milj. kg. Meðlimir í sambandi þessu eru um 550 eggjasölufjelög hingað og þangað, er taka við eggj- um fjelaga sinna, en auk þess eru á 15 stöðum stofn- uð.pökkunarhús (Pakkener). Þangað eru eggin send frá einstökum fjelögum og þar er búið um þau og litið eftir því að þau sjeu boðleg verslunarvara og eru þau síðan tilbúin til útflutnings. Tala fjelags- manna í öllum fjelögunum var 1924 um 45000. Um skipulag þessarar starfsemi til eflingar út- flutnings á þriðju stærstu vörutegund danska land- búnaðarins er það að segja, að grundvöllur sam- vinnunnar liggur í eggjasölufjelögunum, sem dreifð eru um alt land, og er skipulagi þeirra hagað á venjulegan hátt. Til þess að fá nægt rekstursfje taka fjelögin þannig lán, er fjelagsmenn ábyrgjast allir saman, en stjórn fjelagsins er falin stjóm, er venjulega felur vissum manni á hendi öll dagleg störf við söfnun eggjanna. Smáfjelögin eru aftur skuldbundin „Dansk Andels Ægexport“ að svo miklu leyti sem hlutur þeirra í varasjóði, og aðeins sá hlutur, útvísar. En þessu er svo háttað, að sam- kvæmt lögum fjelagsins Dansk-Andels-Ægexport eru smáfjelögin (meðlimirnir) skyld að leggja ár- lega vissa upphæð í varasjóð. Þessar upphæðir verða ekki endurgreiddar fyr en fjelagið kann að leysast upp, og eru þær því eiginlegur fjárhagsgrundvöllur fjelagsins. Þá er þess að geta, að auk Dansk-Andels-Ægex- port hafa nokkur samvinnusláturhús auk aðalstarf- semi sinnar tekið að sjer eggjasöfnun og útflutning þeirra. Aðferðin er sú, að viðskiftamenn sláturhúss- ins flytja egg sín þangað, og tekur það þau með föstu verði, en borgar fjelagsmönnum í árslok hagn- að þann er á kann að verða sölunni í rjettu hlutfalli við eggjatölu þá er hver fjelagsmaður hefur selt sláturhúsinu. Annars er stjórn þessarar eggjasölu- deildar sláturhússins alveg aðskilin frá aðalstarf- semi þess. Um fjórðungur útfluttra eggja frá Danmörku fer í gegnum hendur Dansk-Andels-Ægexport og sam- vinnusláturhúsin. 1924 voru útflutt dönsk egg alls 41,6 milj. tvítugar og nam verð þeirra 150 milj. kr. Mikilvægust áhrif, er samvinnuhreyfingin á þessu sviði hefur haft, eru þau, að Dansk-Andels-Ægex- port kom á rækilegu eftirliti með aldri eggjanna. Þjer vitið eflaust, að með eftirlitsaðferðum þessum getur Englendingurinn með því að líta á eggið, sem stendur á morgunverðarborði hans, sjeð í svip, hvort eggin í raun og veru eru nýorpin, og ef hann vissi hvað tölumar á egginu ættu að þýða, gæti hann af þeim fundið út eiganda hænunnar, sem verpti egg- inu. Vjer höfum hjer í Danmöfku nýverið fengið samþykt lög, sem í líkingu við það er gerist um smjörið, ákveða nánara, hversu eggin skuli flokkuð, ! svo að nú eru þau seld svo sem þau í raun og veru | eru: „nýorpin, geymd, eða sprungin“. Niðurl. Auðæfi hafsins og notkun þeirra (Havets Rigdomme og deres Udnyttelse) heitir nýútkomin bók á dönsku (H. Hagerups for- lag) eftir Matthías Þórðarson frá Móum, sem nú hefur um langt skeið verið búsettur í Khöfn. Bókin er 352 bls. í stóru broti og með 150 myndum, vönd- uð að öllum frágangi og hefur fengið mikið lof í dönskum blöð- um. Höf. er vel kunnugur fiski- veiðum hjer við land, hefur verið skipstjóri hjer, formaður Fiski-t fjelags íslands og leiðsögumaður strandvarnaskipanna hjer. Bók- in gefur margvíslegar og mikil- vægar upplýsingar um fiskveið- arnar og hefur útgáfan verið styrkt bæði af Reiersenska sjóðn- um og Dansk-íslenska sambands- sjóðnum. M. L. Yde, aðalkonsúll Dana í Hamborg, sem manna mest hefur hvatt landa sína til þess að hefja stórútgerð, hrós- ar bókinni mikið og leggur til að öll alþýðubókasöfn í Danmörku eignist hana. Valtýr prófessor Guðmundsson fer einnig í Polit- iken mjög lofsamlegum orðum um bókina. Menn geta í Bókaverslun Þor- steins Gíslasonar fengið sýnis- hom, sem gefur nánari hugmynd um ritið. Þingtíðíndi. Landsbankinn. Frv. um starf og stjóm Lands- bankans, sem fyr er getið, hefur nú verið athugað í fjárhags- nefnd ed. Hefur hún skilað áliti um málið í þrennu lagi, en stend- ur samt öll að sumum breyting- ’jm þeim, sem fram em bomar. Bjöm Kristjánsson, Jónas Krist- jánsson og Jóhann Þ. Jósefsson skrifa undir álit meirihlutans, sá síðastnefndi þó með nokkrum fyrirvara. En þeir Jónas Jónsson og Jón Baldvinsson skrifa hvor sitt álit. Bankamál þessi hafa nú verið rædd og athuguð alllengi. Á þinginu 1924 komu fram tvö frv., annað frá stjóminni eða fjármálaráðherra. Kl. Jónssyni, samið af Landsbankastjóminni, þar sem gert var ráð fyrir því, að Landsb. gæti fengið seðlaút- gáfuna þegar í stað með nokkr- um skilyrðum, að ríkið legði bankanum 2 milj. fastan stofn- sjóð, og að hann gæti ennfrem- ur fengið, ef hann vildi, jafn- mikla upph. með almennu hluta- fje, og að yfirstjóm bankans yrði 5 manna bankaráð. Hitt frv. var frá B. Kristjánssyni og gerði ráð fyrir stofnun sjerstaks seðla- banka. Málið var ekki afgreitt á því þingi og á þinginu 1925 bar stjómin (Jón Þorláksson) fram nýtt frv. og samkv. því skyldi Landsbankinn verða hlutabanki og seðlabanki, með svipuðu stjómarfyrirkomulagi og fyr var ráð fyrir gert. Málið var heldur ekki afgreitt á því þingi, en ákveðið að skipa 5 manna milli- þinganefnd til að athuga það. Sátu í henni Magnús Jónsson dócent, Sveinn Bjömsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson og Ben. Sveinsson. Meirihl. þeirrar nefndar vildi gera bankann að seðlabanka, en minnihl. (B.Sv.) ekki, en var annars ósammála um ýms atriði. Ríkið skyldi leggja fram 3 milj. kr. stofnfje og starf bankans skiftast í 3 deildir: Seðla-, sparisjóðs og veðdeild með aðskildri bókfærslu og fjár hag. En yfirstjóm bankans skyldi í höndum þingkjörinnar nefndar er aftur kysi bankaráð til 4 ára, en það aftur úr sínum hópi 3 bankastjóra til 1 árs. En enn varð málið ekki afgreitt og aftur lagt fram af stjórninni nú í þing- byrjun með ýmsum breytingum frá því sem fyr var. Helstu breytingamar, sem meirihl. fjárhagsn. ed. leggur til miða að því, segir hann, að auka öryggi bankans. Telur hann einn- ig, að eftirlitsleysið, seip nú ríki með bankanum og starfsemi hans, sje mjög athugavert, þar sem engin yfirstjóm sje lengur til á borð við gæslustjórana gömlu og engin „kritisk endur- skoðun" fari fram, en viðskifti bankans orðið mjög mikil, þar sem skuldbindingar hans hafi í árslok 1925 numið um 50 milj. kr., auk ábyrgðar fyrir allstór- um reikningslánum í útlöndum, en sparisjóður bankans sje um 30 milj-. kr. — meirihl. leggur nú til, að bankinn fái 5 milj. kr. stofnfje, gullforðinn verði 40% verða 4 milj. (í stað 3), og að bankaráð 5 manna verði sett (í stað 15 manna bankanefndar og ráðh.). Þingdeildir eiga að kjósa herra). Þingdeildir eiga að kjósa sína 2 mennina hvor en ríkis- stjómin að velja formanninn, þetta bankaráð á, með nánar til- tekinni verkaskiftingu að starfa daglega í bankanum til eftirlits og yfirstjómar, og hafi form. 5 þús. kr. og hinir 3 þús. kr. á ári, með dýrtíðaruppbót og sjeu allir búsettir í Reykjavík. En fram- kvæmdastjórar verði 3 og einn þeirra valdamestur aðalbanka- stjóri. I þetta bankaráð er gert ráð fyrir að kosið verði í fyrsta sinn á þessu þingi og skipar hæstirjettur þá jafnframt nefnd 5 viðskiftafróðra manna til þess að meta allan hag bankans, úti- standandi skuldir og eignir og skal ljúka því fyrir 1. febr. 1928 og taki bankaráðið við samkv. því mati og komi bankastarfsemi á grundvelli þess í samræmi við hin nýju lög eigi síðar en 1. janúar 1929. Meirihl. er samt ekki, sem fyr segir, alveg sammála, og Bj. Kristjánsson getur þess, að sjer virðist nú sem fyr, að happasæl- ast mundi, að hafa seðlabankann sjerstaka stofnun. Jónas Jónsson heldur fram skoðunum meirihl. milliþinganefndarinnar, sem hann sat í, og leggur til að stjómar- frv. sem fyrir liggur verði samþ. með fáum breytingum, s. s. þeim að skylda opinberar stofnanir og sjóði til þess að geyma handbært fje sitt í Landsb. eða útibúum hans, og að aðalbankastjóra skal ráða, er tvö sæti losni í núver. bankastjóm. Jón Baldvinsson kveðst einnig í meginatriðum vilja byggja á grundvelli meirihl. milliþingan. frá 1925, en telur að sumar breytingar stjómárinnar sjeu til skemda, t. d. vill hann ekki hafa einn bankastjóra yfir hinum, en segir að núver. skipu- lag, með 3 bankastj. valdajöfn- um, hafi gefist vel. Yfirleitt virð- ist honum til þess ætlast að stjóm bankans verði óþarflega umsvifamikil með bankaráðstill. meirihl.Ekki vill hann láta banna þingsetu hinum þjóðskipuðu bankstjómm Islandsbanka eins og stjfrv. gerir ráð fyrir, og megi slíkt bann fremur til sanns veg- ar færa um Landsbankastjórana, því þeir óski þess sjálfir. Aðal- lega er hann samt mótfallinn ákvæðunum um endurkaupa- skyldu Landsbankans á viðskifta- víxlum Islandsbanka. Úttektina í hendur bankaráðsins vill hann láta eftirlitsmann banka- og sparisjóða framkvæma. ----o—— Prentam. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.