Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 27.04.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 27.04.1927, Blaðsíða 1
XXII. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 27. aprfl 1927. 23—24. tbl Um víða veröld. Prófessor Voronoff og yngingar hans. Vísindamaðurinn Serge Voro- noff hefur á síðustu árum vakið athygli víða um lönd vegna til- rauna sinna um yngingu manna og dýra og rannsókna á kröft- um þeim, sem ráði lífsþrótti manna. S. V. er rússneskur að ætt, en starfar í Frakklandi, við College de France í París, en hef- ur einnig haft tilraunastöðvar suður við Miðjarðarhaf og í Afríku. Starfsemi hans var illa tekið og * óvirðulega alllengi framan af og vefengdu vísinda- menn hann mjög og töldu um einberan hjegóma að ræða. En síðan hefur mörgum þeirra snú- ist hugur við þrautseigju Voro- noffs og árangur þann, sem feng- ist hefur af tilraunum hans. Hafa einnig fleiri en V. fengist við svipaðar tilraunir og er kunnast- ur þeirra Steinach í Austurríki. En milli aðferða þeirra skilur það, að St. gerir tilraunir með endur- bætur á hinum gömlu líffærum mannsins sjálfs, en V. græðir inn í hann ný líffæri úr öðrum (þ. e. a. s. úr öpum). Prófessor Voronoff hefur skrif- að um þessar tilraunir sínar ýms vísindaleg verk og svo hafa gert ýmsir fleiri, sem við þær hafa fengist og í ýmsum háskólum í Frakklandi, Italíu og Spáni eru aðferðir V. kendar. En nýlega hefur Voronoff einnig skrifað um málið stutta ritgerð (í'yrir Sam- tíðina), sem ætluð er mentuðu, en ósjerfróðu fólki og verður sagt hjer dálítið frá henni. Dauðinn hefur ávalt virtst mönnunum grimmilegt órjettlæti, því þeir hafa varðveitt hjá sjer dularfulla hugmynd um ódauð- leika. Hver einstök fruma líkam- ans, sem í upphafi var sjálfstæð vera hefur vafalaust einhvers- konar endurminningu þessa ótak- markaða, eilífa lífs og óttast þann dauða, sem sameiningin við aðrar frumur hefur bakað henni. Ennþá á okkar dögum er því svo farið, að hinar upphaflegustu frumur, fyrstu verurnar, sem komu í ljós á yfirborði jarðarinn- ar, eins og amöban, deyja aldrei, og amöbu-lík hefur aldrei fund- ist. Þær þróast við deilingu og af þeim hafa á miljónum ára mynd- ast æ samsettari og æðri verur við nýjan og nýjan samruna. En eftir því sem frumusamfjelagið varð samsettara varð jafnvægið milli frumanna oftar rofið.og þá kom frarn fyrirbrigðið dauði. Vitund mannsins, eða öllu held- ur undirvitund, getur aðeins gert sjer grein fyrir lífinu, því til lífs- ins er maðurinn skapaður, allur, frá ódauðlegri hugsun sinni til hverrar einstakrar frumu, sem varðveitt hefur minninguna um fyrsta tilgang sköpunarinnar. Við höfum aðeins tilfinningu fyrir lífinu, lífsskyn, samskonar til- finningu fyrir dauðanum höfum við ekki. Það er sama skynið, sem öldum saman hefur knúð menn til þess að leita einhvers undra- drykks, einhvers elexírs, sem fært gæti út takmörk lífsins uns mað- urinn óskaði sjálfur hvíldar og svefns, þreyttur á löngu lífi. En til allrar ógæfu hafa vísindin til þessa reynst þess ómegnug að finna nokkurt ráð við dauðanum, eða meðal til þess að fresta komu hans. Og það er skiljanlegt. Hvernig gátu menn fundið nokk- urt ráð við ellinni, boðbera dauð- ans, þegar nienn þektu ekki eðli hennar? Innri starfsemi lífsins. mátti heita að mestu ókunn þang- að til fyrir tiltölulega fáum árum og menn þektu ekki eiginlegar or- sakir þess, að á vissu aldurs- skeiði .birtast ellimörk, sem enda á dauða. Menn þektu dauðann, sem afleiðing sjúkdóma, en menn þektú ekki lífeðlislegan, fysilog- iskan dauða. Fínustu og* sterk- ustu starfsfæri lífsverunnar voru ókunn. En það er þekkingin á hinu mikilsverða hlutverki kirtl- anna fyrir hinni innri efnasíun, sem fengið hefur mönnum lykil leyndardómsins. Áður var talið svo, að líffæri störfuðu eftir einhverskonar hvöt, sem ásköpuð hefði verið þeim í upphafi, eða fyrir einhverskonar lífneista, sem kæmi þeim af stað einu sinni fyrir alt. Þessari ein- földu skoðun var fyrst kollvarp- að með hinum dásamlegu rann- sóknum Claude Bernards. En aðr- ir komu á eftir, og er einkum að geta Brown-Sequards. Eftir því sem tilraunirnar fóru að koma í stað getgátanna, lærðist mönnum það, að heilinn er ekki sjálfrátt líffæri, að hann getur ekki mót- að nokkura hugsun, ef ekki fara fram í honum efna- og lífeðlis- legar hræringar orsakaðar af vökva sem kemur frá kirtli, sem er á miðjum hálsi, alllangt frá heilanum. Án samstarfsins við þenna kirtil mundi heilinn vera lífvana frumuvefur og maðurinn vitvana vera. Ýmsir aðrir kirtlar hafa mikil áhrif, en einkum hafa rannsóknir Voronoff's beinst að kynkirtlunum og hefur hann fengist við rannsóknir á þessum efnum síðan 1910. Þessir kirtlar eru ekki einungis starfandi að myndun nýs lífs, en gefa jafn- framt frá sjer vökva beint til blóðsins í manninum sjáifum og hefur hann þannig áhrif á alla vefi líkamans með því að færa þeim þá örfun og þá orku sem einstaklingurinn þarfnast. Þessu höfðu menn fyrir alllöngu veitt nokkura athygli um dýr, sem gelt voru. En Voronoff fór fyrst fyr- ir alvöru að veita þessu athygli, er hann var læknir í Austurlönd- um og hafði m. a. ýmsa geldinga undir höndum. Myndaðist þá smátt og smátt hjá honum sú hugsun, — sem einnig hafði skotið upp hjá Brown-Sequard um aldamótin síðustu, að hnign- un og ellimörk stöfuðu af því að kirtlastarfsemi líkamans truflað- ist og hann fengi ekki lengur reglulega hina lífgandi og þrótt- gefandi vökva. En samt. átti langt í land sú djarfa hugsun, að reyna að hlaupa undir bagga með lífs- starfseminni með því að græða inn í hinn hnignandi líkama ung- an, starfandi kirtil og gefa líkam- anum þannig aftur uppsprettu yngingarinnar, taka þátt- í sköp- unarverkinu með því að líkja eftir tilburðum náttúrunnar við tryggingu fulikominnar starf- semi líkamans. Hófust nú ýmsar vandasamar tilraunir. Einkum var það erfitt, segir V., vegna hins hárfína æða- kerfis kirtlanna, að græða þá þannig inn í hinn nýja líkama, að þeir reyndust starfhæfir. Þetta tókst að lokum með því að mynda á vissan hátt ný smá- æðakerfi, eins og náttúran gerir sjálf undir vissum kringumstæð- um. Tilraunir sínar hefur V. síð- an gert á mörg þúsund dýrum, m. a. á 3 þús. sauðum, sem stjórnin í Algier átti og á meira en þúsund mönnum. Birtir V. myndir af sauðum og nautum fyrir og eftir aðgerðina til þess að sýna árangurinn. T. d. getur hann um 12 ára sauð, sem orðið hafi 20 ára vegna kirtilaðgerð- arinnar og hafði getið 5 lömb, og þó verið ógetnaðarfær í 2 ár áð- ur en aðgerðin fór fram. Dýra- læknar í þjónustu frönsku stjórnarinnar hafa einnig gert tilraunir í þá átt (1924) að græða kirtla á Voronoffs-vísu í 8—10 mánaða gömul lömb. Þeg- ar þau voru rannsökuð aftur, tveggja ára (1926) reyndust þau til jafnaðar 7 kilóum þyngri og 750 gr. ullarmeiri, en almennir sauðir, sem aðgerðin var ekki reynd á. 1 Algier segir V. að sömu tilraunir hafi verið gerðar með þeim árangri að lömb að- gerðra sauða hafi 5 mánaða gömul verið að jafnaði 8 kiló- um þyngri en önnur lömb og 300 gr. ullarmeiri. Einn maður, sem tilraun var gerð á, Georg Behr, hefur leyft að sýna mynd af sjer. 1 hann voru græddir nýir kirtlar 5. marts 1924, og var hann þá 73 ára og segir V.t að þegar hann skoðaði hann aft- ur, eftir ár, hafi hann bókstaf- lega verið óþe"kkjanlegur. Ekki segir V. að enn verði um það fullyrt, hversu varanleg þessi að- gerð reynist, en nú þegar hafi verið færðar fyrir því vísindaleg- ar sönnur, að hún dugi að minsta kosti rúml. 4 ár. Úr einum manni hefur V. tekið aftur einn kirtil, sem hann græddi í hann, eftir %y<2, ár og var hann rann- sakaður af próf. Retterer, sem talinn er einhver helsti sjerfræð- ingur í vefjafræði og sagði hann að enn væri í kirtlinum mikið lífsefni (epithelcellur). Við yng- ingartilraunir á mönnum er ekki unt að nota kirtla úr dýrum, sem tilraunir voru einnig gerðar með. Og þess var ekki að vænta, segir V., að ungt fólk vildi gefa gömlu kirtla sína og þess vegna hug- kvæmdist honum það, að nota kirtla úr hinum æðstu apateg- undum. En aparnir og* uppeldi þeirra er dýrt, en allmikið fje hafa Frakkar lagt í þessar til- raunir. — Reynsla sjerfræðing- anna verður að skera úr því hvernig þessum málum öllum reiðir af og tjáir ekki öðrum við þau að fást. En á mjög mörgum körlum og konum hafa tilraunir þegar verið gerðar með ágætum árangri, segir Voronoff, þar á m. á ýmsum læknum, og er það eitt mikilsvert, segir hann enn- fremur, að sannast hefur, að uppspretta yngingarinnar er í manninum sjálfum. Búnaðarmálin. Búnaðarf jelagið og jarðræktar- lögin. --------- Frh. III. og VII. kaf li jarðræktarlaganna. IV., V. og VI. kafli laganna verður ekki gerður að umræðu- efni — í þetta sinn —, þó tveir hinir síðasttöldu sjeu að mörgu merkir. IV. kaflinn — um jarð- ræktarlán, er aftur á móti að mestu sjálfdauður eftir að Rækt- unarsjóðslögin gengu í gildi, og hann tók til starfa. III. kafli jarðræktarlaganna — um vjelayrkju — er eins og fyr hefur verið bent á, aðallega rammi utan um það, að losa Bún.fjel. Isl. við þufnabanana, og

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.