Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 11.05.1927, Blaðsíða 1

Lögrétta - 11.05.1927, Blaðsíða 1
LOGRJETTA xxn. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 11. mai 1927. 26. tbL Um víða veröld. Gandhi og trúarbrögðin. Indverjinn Gandhi var um eitt skeið mjög umtalaður maður. Hafði hann þá mikil áhrif á ind- versk mál, sem einn aðalleiðtogi indverskra sjálfstjómarmanna og var um tíma settur í fangelsi. Boðaði hann nokkurskonar frið- samlega byltingu og andstöðu gegn veldi Breta með því að neita viðskiftum við þá og samneyti. Litu margir á Gandhi sem píslar- vott og spámann nýrra tíma og eánnig á vesturlöndum eignaðist hann marga aðdáendur. M. a. skrifaði franski rithöf. Romain Rolland lofsamlega bók um hann. Síðan hefur aðdáun sumra nokk- uð farið forgörðum og áhrif Gandhi’s virðast hafa þorrið nokkuð, þótt sífelt sje hann vel metinn og í áliti fjölmenns flokks manna, enda mikilhæfur maður. Indversk mál hafa einnig á síð- kastið horfið nokkuð úr meðvit- und þeirra, sem um heimsmálin hugsa, fyrir öðrum, sem meira ber á, en margt er þó óleyst ennþá austur þar og sjálfsagt eiga aftir að gerast þar merkiieg tíðindi. Það er því vert nokkurr- ar athygli, að nýlega er komið út á Norðurlöndum úrval úr blaða- greinum Gandhi’s (hann hefur gefið úr blaðið Unga Indland), aem vel sýna manninn, stefnu hans og skoðanir. Gandi boðar þar látlaust hina friðsamlegu byltingu sína, bylt- ingu hugarfarsins og hann slær á strengi þjóðrækninnar, vill knýja fram hið fornindverska eðli og beita því gegn vaxandi, og að flestu leyti spillandi áhrif- am vestrænnar menningar, að hans dómi. Én erfiðleikamir eru margir á því, að koma fram slíkri stjómmálastefnu og em fyrst og fremst af trúarrótum runnir. Gandhi er sjálfur Hindúi og ved- umar helgirit hans. En hann seg- ir: Jeg álít að biblían, kóraninn og Zendavesta sjeu innblásin rit engu síður en vedumar. En það að trúa á helgirit Hindúa hefur ekki það í för með sjer, að jeg álíti hvert orð þeirra innblás- ið af guði. Um kristindóminn segir Gandhi m. a.: Ef kristnir menn hjeldu sig hreint og beint að fjallræðunni, sem er ekki ein- ungis flutt friðsömum lærisvein- um, en öllum heimi, sem þjáist, þá mundu þeir ekki leiðast af- vega, og þá mundu þeir sjá það, að engin trúarbrögð em fölsk, og að ef allir lifa í því Ijósi, sem þeim er gefið og óttast guð, þurfa þeir ekki að bera áhyggjur fyrir skipulagi og formi guðsdýrkun- arinnar . . . Samvinna við hin góðu öfl og engin samvinna við hin illu öflin, það er þetta tvent, sem við þörfnumst, ef lífið á að verða gott og hreint, hvort sem við nefnumst Hindúar, Múha- medsmenn eða kristnir. Síðustu fregnir. Vatnavextimir í Norður-Amer- íku halda áfram. M. a. er símað frá Winnipeg, að miklir vatna- vextir sjeu í Manitoba. Frá London er símað, að stjómarfrv. um verkbanns- og verkfalls- hömlumar hafi verið samþ. í neðri málstofunni við 2. umr. Franskur flugmaður hefur nýlega farist á Atlantshafsflugi. — Horfur era taldar á því að frankinn hækki, en margir telja það hættulegt iðnaði Frakklands og hóta verkamenn allsherjor- verkfalli af ótta við að gengis- hækkun hafi í för með sjer kaup- lækkun. ---o--- Þjóðminíar. Undanfarið hafa staðið í Dan- mörku allmiklar umræður og deilur um safna- og þjóðminja- mál þar í landi. Hefur mörgum mætum mönnum virsts svo, sem þau mál væri all mjög í ólestri þar og þjóðinni til nokkurrar van- virðu að ekki væri sæmilega fyr- ir þeim sjeð. Hafa þrengsli og húsnæðisekla valdið miklu um þetta og var því komið af stað fjársöfnun mikilli til þess að ráða bætur á þessu og tókst hún vel. En þegar til átti að taka kom mönnum engan veginn saman um það, hvemig heppilegast yrði fram úr málum þessum ráðið. Komu fram ýmsar tillögur og vom ræddar í blöðum og á þingi og er það að sjálfsögðu Dana einna að gera út um þau mál. En þó er rjett að geta þeirra að nokkm, einnig á íslandi, ekki ein- ungis af því, að áhugi sá, sem margir hinna merkustu Dana hafa sýnt á málum þessum mætti vera hvöt þeim hjer, sem lítinn skilning hafa á slíkum efnum, en einnig vegna þess, að íslenskum efnum hefur nokkuð verið bland- að inn í umræðumar. Ein eftirtektai’verðasta tillag- an, sem fram hefur komið í þess- um málum, er frá blaðamannin- um Kirkeby (1 Politiken). Sting- ur hann upp á því, að þjóðminjar söfnin verði flutt burt úr Kaup- mannahöfn og sett í nágrenni bæjarins og nýju skipulagi komið á öll málin, þannig að stofnaður verði einskonar þjóðgarður í lík- ingu við Nordiska Museet í Djuurgaarden við Stokkhólm eða The american museum of national history í Central Park í New York eða Imperatorski rossiiski istoritsjski muzei í Moskva. Þama vill hann láta sýna í lif- andi heild í öllum flokkum þjóð- minja sögulega afstöðu og þróun danska ríkisins og einstakra hluta þess. Till. þessar hafa vakið at- hygli og jafnframt nokkrar at- hugasemdir. Færeyingurinn Jör- gen Frantz Jacobsen hefur t. d. í Politiken sagt, að sjer virtist hugsanaferill höf. nokkuð stór- danalegur þar sem hann talar um ríkið og dregur ísland og Fær- eyjar undir Danmörku, þótt aug- ljóst sje, að þessi lönd heyri að þjóðemi og menningu til Norður- löndum í heild, en ekki Danmörku sjerstaklega. Segir hann að danski þjóðgarðurinn eigi að vera fyrir Danmörku, en munum annara þjóða eigi að skila heim aftur og nefnir til gamla færeyska kirkjustóla. Kirkeby svarar aftur og segir að kirkju- stólunum eigi að sjálfsögðu að skila af því þeir hafi minjagildi (affektionsværdi) fyrir Færey- inga, en annars verði því ekki viðkomið að skila öllu aðfengnu aftur, þá gætu Norðmenn, Svíar, íslendingar, Jótar og Fjónbyggj- ar heimtað hver sitt, en hlutimir sjeu eign danskra safna með rjetti sögunnar. Málið um skjala- og forminja- heimtur Islendinga í hendur Dön- um er gamalt deilumál og nokkr- um hluta þess nú um það bil ráð- ið til lykta þannig að báðir una sæmilega. Orð hr. Kirkebys um kirkjustólana frá Færeyjum bera þess þó vott, að góðir menn með- al Dana álíti, að sanngjamt væri að lengra yrði farið en enn er orðið um skil við Islendinga, t. d. með því að senda heim hina frægu kirkjuhurð frá Valþjófs- stað? Sumt í þessum deilum má að vísu heita harla smávægilegt, eins og Lögr. hefur áður rakið, en annað ekki, m. a. vegna þess minjagildis sem hr. Kirkeby tal- ar um. 1 skipulagsmál danskra safna fara ísl. að sjálfsögðu ekki að blanda sjer, og skiljanlegt er það, frá Dana sjónarmiði, að þeir vilji draga undir verksvið þeirra það, sem einhvemtíma hefur haft gildi fyrir sögu þeirra, þó nú horfi það öðmvísi við og sje Dönum óháð. En illa kunna Islendingar því að láta ennþá taJa um menningu sína, sem danska menningu og landið sem danskan ríkishluta þar sem vitanlegt er að hvorugt er rjett. -----o---- Játniugar. (Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum ritaði). Jeg les ritninguna aldrei, til þess eins að leitast við að gagn- rýna hana, finna í henni mót- sagnir og gera gis að efni henn- ar. Svo segja fomfróðir menn að djöfullinn lesi hana. Það er næsta trúlegt. Jeg les hinsvegar biblí- una altaf með það fyrir augum. að fræðast af henni, fræðast af henni um það, sem mjer telst, ai' mjer og öllum sje mest um vert að vita. Hún er fyrir mjer opin- bemnarbókin. Hún skýrir mjei frá hlutum, sem huldir em aug- um allra dauðlegra manna, annara en þeirra, sem það er sjerstak- lega opinberað. Hún fræðir mig ekki eingöngu um að til sje ósýni- legur, almáttugur, alrjettlátur og algóður Guð, sem alt hefur skap- að og viðheldur öllu, heldur líka hver vilji hans sje og fyrirætlun. Hún getur, ef jeg sjálfur vil þiggja það, kent. mjer þá list sem allra er erfiðast að læra, listina að lifa. Og hún segir mjer lika hvemig jeg fái látið heitustu þrá mína rætast, hvemig mjer geti orðið að ósk minni, að fá að lifa þótt jeg deyi. Um alt sem snert- ir hið innra, sál mína og undirrót og ætlun tilverunnar, segir biblí- an, að minu viti, mjer satt um. Og hún er sú eina bók sem gerir það, því allar aðrar bækur sem fræða rjett um þá hluti em á henni reistar að öllu að mestu leyti. En þetta er það sem mig varðar mest og jeg fæ ekki lifað án. — v Hvers vegna biblían er mjer heilög, er fljótsagt. Það er vegna þess, að þær opinberanir sem hún hefur að geyma em frá alhelgum Guði. Því ætti hver sem um hana fjallar, að gera það með lotning og helgi í hug, ef ekki sakir þess að honum skiljist sjálfum helgi hennar, þá til að komast hjá að særa þá sem það gera og saurga að óþörfu það sem öðram er dýr- mætast. Og enn get jeg sagt, að megin- hluti heilagrar ritningar sje inn- blásinn. Það er ósköp auðskilið mál. Þvi ýmist vom höfundar sumra ritanna, svo sem spámenn- imir, menn, sem orðið höfðu fyr- ir beinum innblæstri, eða þeir skýrðu frá sýnum og orðum ann- ara, er fengið höfðu opinberanir. Guðspjallamennimir vom ekki sjálfir innblásnir, en þeir segja sögu og flytja kenningar sonar- ins, sem gerði það eitt er haxm hafði sjeð föðurinn gera og sagði ekki annað en það sem hann vissi af munni föðurins að var

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.