Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.05.1927, Blaðsíða 2

Lögrétta - 25.05.1927, Blaðsíða 2
2 LÖGRJETTA ■■ ..— ■ ■ I LÖGRJBTTA Utgefandi og ntstjórl f’orgtetnn 6ftlai«n Þingholts8trœtl 17. Blmi 178. Innhelrata ogr ofgrelðsla I Þingholtsstrœtt 1. Slmi 185. | , ..........................i | því er ásköpuð af Guði, getur það ekki gert það sekt við skap- arann, svo fremi að það vilji vita eins mikið og því er kostur. En að það sje dómur greinarhöf. er vafalaust af orðum hans, og eins því er hann talar um fyrirgefn- inguna í forspjallinu (Þau orð hans vil jeg ekki taka upp. Finst nóg að þau sjeu prentuð einu sinni). Hverjum manni ætti að vera það deginum Ijósara, að sá, sem þráir að vita alt sem sann- ast, og leitast við það á allan hátt, getur ekki samkvæmt fyrnefndri skoðun syndgað. Sæll er sá, er svo lítur á sjálfan sig. Hingað til vissi jeg aðeins um einn, sem sagði sig syndlausan, Jesús Krist. Nú koma nýju spámennimir fram og lýsa því sama yfir um sig. Jeg játa fúslega að þeir gera það samkvæmt þeirri skoðun, sem þeir eru sannfærðir um. En það er bara eftir að vita hvort hún er rjett — hvort þeir eru synd- iausir. Það fer nokkuð fjarri því að þeir sjeu það. Þeir eru stór- syndarar eins og jeg. Og við er- um ekki sekir gagnvart Guði fyr- ir „villu og vanþekking" okkar, sem er óskapleg — nei, einmitt ekki fyrir hana, heldur hið gagn- stæða. Við erum bersyndugir, eins og allir þeir sem kristið nafn bera (og um þá eina ræði jeg hjer) vegna þess, að við breytum vitandi vits og af frjálsum vilja gegn vilja alheilags og almáttugs Guðs. Þetta er að syndga í mín- um augum, að gera það viljandi, sem maður veit, að Guð vill ekki. Og þess vegna eru syndir vorar fleiri og meiri, en tölum verði talið, og það vegið á mannlegum vogarskálum. Jeg get ekki komist hjá að játa það, að jeg breyti móti þeim boð- um Guðs, sem mjer eru fullkunn- ug, ekki einungis einu sinn á dag, heldur svo að segja hvert augna- blik lífs míns. Jeg get tekið þess mörg dæmi. Jeg veit það, að jeg á að elska náungann eins og sjálfan mig, en jeg geri það ekki. Jeg veit, að jeg á að blessa þá, sem mjer bölva, en jeg geri það ekki af heilum hug. Jeg veit að jeg á aldrei að tala ljótt, en jeg geri það þó samt. Jeg veit að jeg á að líkjast Kristi í öllu, en jeg líkist honum í fæstu. Nei, syndir manna eru ekki að kenna vanþekkingu þeirra. Þjófn- um er það fullljóst, að hann gerir sig sekan gagnvart Guði með því að stela, meinsærismaðurinn veit vel, að hann syndgar fyrir Guði, sömuleiðis hórkarlinn og svona gæti jeg haldið áfram nálega endalaust. En nú kynni einhver að segja. Þetta er að vísu rjett. En nokkuð má úr því draga. Það verður að taka tillit til þess hve holdið má sín mikils, er sterkt. Það er flestum líkt farið og Páli, að það góða sem þeir vilja gera þeir ekki, en hið illa sem þeir vilja ekki, það fremja þeir. Síst mun jeg því neita. En — jeg veit svo vel að flestar syndir mínar og ann- ara, eru ekki sprottnar af því að viljinn til góðs er svo veikur í samanburði við holdsviljann, held ur vegna þess, að hann er svo lít- ill, hann vantar oft alveg. Þetta eru víst hörð orð — því verra að þau eru sönn. Jeg veit að jeg á að verða með sama hugarfari og Kristur var, en að þó jeg væri allur að vilja gerður lánaðist mjer það aldrei algerlega í þess- um heimi. En jeg veð ekki 1 villu um það fremur er aðrir að jeg gæti líkst Kristi miklu, miklu meira en jeg geri, ef jeg tæki á því, sem jeg á til. Jeg þarf ekki annað en huga til ýmsra helgra manna til að geta kannast við það. Jeg hugsa til Frans frá Assisi, til Bónaventúra, til Bem- harðs frá Clairvaux, eða bara til Jóns ögmundssonar og Þorláks helga. Þetta voru alt menn eins og jeg, en hve miklu lengra kom- ust þeir ekki í að breyta eftir Kristi, — af því að þeir vildu það langt um einlægar. Og þegar jeg hugsa um það, finn jeg skýrt til syndar minnar, til sektar minn- ar gagnvart Guði. Jeg er ekki í vafa um að jeg þarf að biðja hann um fyrirgefning á öllu. Hver skilur nú ekki hvílík fjar- stæða það er að kalla syndina vera fólgna í vanþekking. Krist- ur vissi glögt vilja Guðs. En hann var ekki syndlaus sakir þess. Nei, hann var syndlaus af því að hann breytti aldrei gegn því sem hann vissi að var rjett, að hann gerði altaf Guðs vilja. Syndameðvitund kynslóðar vorr- ar er harla sljó. Og næsta lítið er gert til að vekja hana. Svo er víða komið, að prestar veigra sjer við að deila hart á bresti sína og annara, vita að það skapar þeim litla lýðhylli, halda líka sumir hverjir að betri bótaleið sje, að draga sem mest fram það góða í fari manna, ætla að þá muni þeir gera sjer sem best far um að glæða það og auka. Jeg er þeirrar skoðunar, að þegar talað er til þeirra, sem hafa sundurmarin og sundurkramin hjörtu, sem liggur við örvinglun yfir sektartilfinn- ing sinni og þrá ekkert eins og syndalausn, þá sje hárrjett að færa þeim sálum frið með því að lýsa fyrir þeim kærleika Guðs og fúsleik hans til að fyrirgefa öll- um þeim sem i ð r a s t. Því að þessir menn og þeir einir skilja þann fagnaðarboðskap og geta veitt honum viðtöku. En þeir eru sárfáir, sem jeg hefi rekist á sem skilið hafa ógnarþunga sektar sinnar gagnvart Guði. Bæn toll- heimtumannsins: Guð vertu mjer syndugum líknsamur, borin fram af heilum hug og sorgþjáðu hjarta, er að jeg held nálega undantekning nú. Hugsunarhátt- ur Fariseans er hinsvegar al- mennur -— því ver og miður, bæði hjá mjer og öðrum. Þess vegna finst mjer ekkert infn nauðsjmlegt nú, som það, a«' ;r — og aðrir prestar — lritist á allan hátt við, að færa mjer og öðrum heim sanninn um, hve vjer erum syndug, hve oss vantar til- finnanlega viljann til að gera það sem Guð æskir, hve oss liggur lífið við, að biðja um kraft af hæðum til að taka sinnaskiftum, og verða nýir menn — og hve vjer þurfum óhjákvæmilega á frelsara að halda, Guðs lambinu, sem burt ber syndir vorar. Eng- in skjallyrði og velgjuleg mælgi um, að alt sje fyrirgefið (sem ekki er, sjá Mk. 3,28 v.), koma því til leiðar, heldur þarf til þess anda Krists, sem hefur andstygð á sjerhverri synd og knýr fram orð, sem eru svipuð og sverðs- högg og sem blæðir undan líkt og svipuslögum. Jeg sje það hvergi, hvemig sem jeg blaða í Nýja-testamentinu, að nokkrum manni verði fyrirgefið nema hann i ð r i s t synda sinna. Jeg sje þar heldur ekki að nokkur komist inn í himnaríki, að öðr- um kosti en þeim, að hann geri það. Því er mjer svo umhugað um að vekja iðrun bæði í eigin brjósti og annara. Jeg hef vikið að því, að eng- um manni muni fært að komast hjá að syndga eitthvað í þessum heimi. En jeg þykist einnig hafa gert það ljóst, að sá möguleiki sje fyrir hendi, að margur muni v i 1 j a syndga miklu meira en hann þarf. Jeg get meira að segja vel hugsað mjer þá menn, sem* verða blindari og blindari fyrir syndum sínum og fjarlægj- ast Guð með hverri stund. Jesús talaði altaf — þó nú sje lítið að því gert — um vegina tvo, veg- inn til Guðs, og veginn frá Guði, veg glötunarinnar og veg lífsins. Mjer dylst það ekki að jeg og hver einasti maður á um þessa tvo vegi að ræða. Jeg get altaf farið minkandi og versnandi, eins og jeg get líka stöðugt verið vax- andi og batnandi. Jeg veit að jeg verð sjálfur að velja á milli þessa. Og jeg veit líka að frá fæðingu eru þær tilhneigingar sterkari í sál minni sem toga mig út á breiða veginn, sem lokka mig á hálar leiðir syndarinnar. Til þess að velja þrönga veginn, leið lífsins — verð jeg að taka sinnaskiftum. Jeg verð að fá við- bjóð, já hatur á syndinni, og segja henni stríð á hendur. Jeg verð að láta alt líf mitt beinast að því marki, að fá alt ilt upp- rætt úr sál minni. Annars get jeg ekki verið bam Guðs og komist í himnaríki. Sjálf skyn- semin sýnir mjer fram á þetta. Jeg get ekki unað samvistum við aðra en þá sem jeg skil og elska. 1 ríki alheilags og algóðs Góðs, fæ jeg heldur ekki þrifist um ei- lífið, nema jeg verði heilagur sjálfur að lokum og hjarta mitt gagntakist af kærleikanum. Synd er brot á móti vilja Guðs — Þar sem hann er alt í öllu — getur enginn syndgað. Leiðimar eru tvær og enda- mörkin tvö; himnaríki og helvíti. Það leiðir af sjálfu sjer. Um það i. "-n',; himnaríki sje og sömu- 1 'ðis hrlvíti, veit jeg ekki nema rö mjög litlu leyti. Kristur hefur h 'vmgu lýst til hlýtar, og eng- um opinberast það öðru vlsi en mjög lítillega. Að í helvíti kvelj- ist menn í eldi brennandi trúl jeg ekki — það er aðeins líking- armál. Þess vegna ký3 jeg heldu» að nefna það myrkrið, eins og Jesús gerir oftlega. Það táknar best andstæðuna við ljósríkið og fjarlægðina frá Guði. Hvort nokkur maður lendi í myrkrinu um alla eilífð veit jeg ekki — en jeg veit að það er möguleiki til að allir geti það. Einmitt af þvi að algildur Guð „útskúfar" eng- um, en allir menn geta „ú t - Bkúfað" sjálfum sjer — valið leið syndarinnar um alla el- lífð. Guði sje lof, að margir taka sinnaskiftum og gera slíkt ekki, heldur velja þrönga veginn og leita inngangsins frá myrkrinu tD Ijóssins. Guð gefi að þeir sjeu sem flestir, að allir geri það að endingu. Jeg vona það altaf, en um leið óttast jeg að vonin kunni ekki að rætast. Sá uggur veldur ekki minstu um ábyrgðarþung- ann, er presturinn finnur til. Frh. ----o--- Fáknr. lslendingar hafa verið hesta- menn frá fomu fari. Þeir hafa ekki einungis þurft að hafa hesta af knýjandi nauðsyn vegna sam- gangna í landinu, og þá mikið al hestum, heldur hafa hestar einnig um langt skeið verið kærasta skepna þeirra og reiðmenska ein helsta íþrótt þeirra og þá lagt kapp á það, að eignast einstaka fáa góðhesta, enda góður reið- hestur talin ein besta og dýr- mætasta eign.Upp af þessu hestar- dálæti hefur m. a. sprottið sjer- kennileg íslensk kveðskaparteg- und, hestavisumar alkunnu og lýsa vel þeli manna til hestanna Hins hefur þess ekki ávalt gætt að sama skapi, að ástin á hest- unum og ánægjan af þeim, hafi komið mönnum til þess, að leggja alvarlega áherslu á skipulags- bundna og skynsamlega hrossa- rækt í þeim tilgangi að bæta kynið. Einstakir hestamenn hafa samt ávalt haft glögt auga fyrir ýmsu slíku og á síðustu árum hefur verið reynt að ýta undir þessi mál með hrossaræktar- fjelögum enda er hjer um að ræða ekki óverulegan þátt í bú- skap sumra sveita, þar sem er uppeldi útflutningshrossa. Fyrir 5 árum bættist nýr liður í þessa starfsemi, þegar stofnað var hestamannafjelagið Fákur i Reykjavík. Verkefni þess er að vísu fyrst og fremst hesta íþrótt- in, en það átti einnig að „efla áhuga og þekkingu á ágæti hesta“ og „stuðla að rjettri og góðri meðferð á þeim“. Hefur fjelaginu orðið ýmislegt ágengt og er nú farið að gefa út sjer- stakt tímarit um þessi mál (Fák- ur, ábyrgðarmaður Dan. Daníels- son). Reyndar er orðin hálfgerð- ur faraldur að þessum sjerstöku málgögnum fyrir alt mögulegt og ómögulegt, en oftast meinlaus að vísu, en ýmislegt hefur þó verið óþarfara rætt um en hestamálin.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.