Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.05.1927, Blaðsíða 3

Lögrétta - 25.05.1927, Blaðsíða 3
LÖGRJETTA S Væntanlega lætur ritið og fjelag- ið í heild sinni þessi xnál til sín taka á sem víðustum grundvelli, ekki aðeins sem íþróttamál, en einnig sem hagnýt mál fyrir bændur og búalið. Tekst því þá væntanlega að fá stuðning margra og að vinna að því að auka áhuga á þessum málum, enda standa nú þegar að fjelag- inu ýmsir áhugasamir menn. — Fyrsta hefti ritsins, sem út er komið, er snyrtilegt að frágangi. ---o---- Öræfareiðin. Nú hleypi jeg hestinum hvita. HjarniQ er þjótandi iða. Frostkaldar loítöldur leika i löðri til beggja hliða. Harðar’ og harðar’ jeg þeysi. Háfjöllin lokka og seiða. Áfram, með eldingar hraða um öræfi’ og víðlendar heiðar. Afram, með eldingar hraða. Aldrei að nema staðar . Síðustu bönd eru sorfin. Síðasta bygðin er horíin. Síðasti báturinn sokkinn. Síðasti strengurinn hrokkinn. Síðasti svanurinn floginn. Siðasti eiðurinn loginn. Jeg er á friðlausum ílótta. Feiknstafi hafði jeg sótta. Kvalið, og verið kvalinn. Kvikur með dauðum talinn. Kunnur að ástum og kvæðum. • Kunnur að lognum ræðum. Kunnur í sæng með konum. Kunnur að sviknum vonum. Oft voru skuggar í skotum. Skáldanna sálir i brotum, næmar að nautnaveði, næmar f sorg og gleði. Köld eru kvennaráöin. Komin er snurða á þráðinn, ýmsum það er að kenna. Enginn má sköpum renna. Um heiðarnar hesturinn hvíti hendist með ofsaflýti. Mögnuðum jámsporum jöklana treður ’hann. Skjálfandi af hamremmi skaflanna veður hann. þögnin á eyöimörk eilífra fanna vcitir mjer þrek til að vega og kanna framtíðarhillingar, fortiðarrökin, kennir mjer föstustu, traustustu tökin. Jeg hugsa nú rólega’ um horfnar stundir — um lífið, sem veitti mjer eldsárar undir. Sjaldan jeg undi með öðmm mönnum. Reikull var jeg i vali á svönnum. Menningin leitst mjer lævi blandin, hún var borgin, sem hrundi’ 1 sandinn, kalkaða gröfin með lifandi líkum, Djöfullinn sjálfur í Drottins flíkum. \ Rvergi jeg hræðist þó dauðann, hatrið nje eldinn rauðan. Hver og einn harðnar í þrautum — harðnar á torfærum brautum. Enginn það á mjer kennir, þótt innra frjósi og brenni. Jeg fyrirlít heiminn liálfan, hræðist — aðeins míg sjálfan. Volduga auðnl pig jeg elska, eins og jeg mennina hata. þeir líða, sem litið áttu, og lifðu til þess að glata. En nú er það alt fyrir aftan — alt er það dautt fyrir löngu. Jeg hleypi uns hesturinn springur, þá held jeg áfram á göngu. ------ Böðvar Gaðjónsson frá Hnífsdal. ---o--- Stjórnarskrármálið á alþingi. Lögrjetta hefur fyr sagt frá samþykt stj órnarskrárbreyting- anna. En um þær urðu í þing- Iokin talsvert miklar umræður og allhvassar á köflum. Helstu breytingamar, sem samþyktar voru eru þessar: Reglulegt þing komi aðeins sam- an annað hvort ár og fjárhags- tímabilið verði því 2 ár. Kjör- I tímabil landskjörinna þingmanna verði jafnt kjörtímabili hinna hjeraðskjömu, eða 4 ár, í stað 8 nú og kosningarrjettur til landkjörs og kjörgengi bundinn við 30 ár, í stað 35 nú og nái þingrof jafnt til landskjörinna og hjeraðskjörinna þingmanna, en kosningar hvorutveggju fari fram í einu. Forsætisráðherra Jón Þorláksson mælti aðallega • með breytingunni, einkum þing- | haldi annað annaðhvort ár, taldi að það mundi mjög geta orðið til þess, að koma skynsamlegri festu og íhaldi í löggjöf landsins, ekki síst á því sviði þar sem þörfin | væri mest, sem sje hinni útgjaJda- j aukandi löggjöf, auk þess sem [ beinn sparnaður yrði á þingkostn- j aðinum sjáJfum. Mikið hagræði og j talsverður spamaður væri einnig i að því, að samræma landskjör og ' hjeraðskjör og í heild sinni væru : í stjómarskrárbreytingum þess- : um mikilsverðar stjómarfarsleg- ar bætur og mundi skipulag það, sem þær gerðu ráð fyrir, einkum um þinghaldið, reynast happasæl- ar fyrir afdrif þjóðmálanna fram- vegis, eins og þær hefðu reynst áður. Framsóknarflokksmenn í nd. eða Tr. Þórhallsson sjerstaklega tóku í aðaltariðunum í sama strengixm, en í ed. voru tveir þeirra, J. J. og Ingvar Pálmason, á móti stjómarskrárbreytingunni, töldu vanta fast „plan“ í frv. og mundi ekki verða annað úr þess- ari stjómarskrárbreytingu en kosningaleikur einn. Þeirri skoðun hjeldu Jafnaðarmennimir einnig fram, að hjer væri engin alvara á ferðum hjá hvorugum aðalflokk- anna, Ihaldi nje Framsókn, hjer væri aðeins um það að ræða, að knýja fram kosningar á heppi- legum tíma fyrir íhaldið fyrst og fremst, en á óheppilegasta tíma fyrir alþýðuflokkinn. Þessu mót- mælti forsætisráðherra, sagði að stjórnin mundi ekki hafa eytt einu orði að stjómarskrárbreyt- ingu, ef hún hefði ekki talið svo, j að annað og meira mundi vinn- ast, en smávægileg kjördags- breyting við einar kosningar. En það væri sannfæring stjórnav- innar og íhaldsflokksins, að með stj ómarskrárbreytingu þessari fengjust svo mikilsverðar bætur í heilbrigða íhaldsátt, að sjálf- sagt væri að samþykkja þær, en kjörtímixm, eftir lögskipað þing- rof, væri einbert aukaatriði, en mundi verða ákveðið eins og auðið væri með tilliti til óska allra flokka, fyrst og fremst þeirra, sem að breytingunni stæðu. Kosningar hafa nú verið ákveðnar 9. júlí. Eiim þingmaður úr íhalds- flokki ed., frk. Ingibjörg H. Bjaraason, mælti allhvast á móti breytingunni á landkjörinu, kvaðst hún með engu móti vilja missa landskjörið í núverandi mynd sinni, enda hefði reynslan þegar sýnt það nokkuð, að það hefði fullnægt vel þeim tilgangi, sem því var ætlaður, að vera nokkur kjölfesta í þingskútunni, þannig, að landskjömu þing- mennirair hefðu fyrir sjerstöðu sína (þá að hafa lengra kjör- tímabil en aðrir og vera óháðir þingrofum), heilbrigðari og frjálsari aðstöðu, en oft væri um aðra þingmenn, til þess að skoða málin án tillits til stundaráhrifa stjóma, flokka og kjósenda. Með breytingu landskjörsins væri því verið að eyðileggja merkilegan og heilbrigðan íhaldsþátt í ís- lensku stjómarfari. Hún áleit eimfremur, að óþarft væri að láta kosningar fara fram í sumar, þótt breytingar yrðu samþ. á stjórnarskránni, enda væru dæmi til þess, að þingrofakosningar hefðu dregist um 4—51/2 mánuði. Jakob Möller áleit allar þessar stjómarskrárbreytingar að mestu skrípaleik, enda væru flestar breytingamar, sem fram á væri farið, spor aftur á bak og mið- uðu að því að lama þjóðræðið, að því, að veikja völd þingsins en auka völd stjómanna, með þingafækkun. Breyting lands- kjörsins mætti þó heita til bóta og í frjálslyndisáttina. ----o---- Uii liitirn príOmrríit* með rafmagni. Hin síðari árin hefur vaknað mikill áhugi fyrir garðrækt, hef- ur verið bæði rætt um það og ritað, að auka beri garðræktina, einkum síðan mönnum er orðið það ljóst, að garðávextir eru holl og heilnæm fæða, sem tæplega er hægt að vera án. Ekki rýrði það álitið á garðávöxtunum þegar farið var að rannsaka hin svo- kölluðu bætiefni (vitamin), því að sú var reyndin á við þær rann- sóknir, að þeir eru bætiefnarík- ustu fæðutegundimar, og jafn- framt því em garðávextir venju- legast borðaðir í því ástandi (lít- ið soðnir eða hráir), að bætiefnin eyðileggjast minna en í öðrum matvælum við matreiðslu og geymslu. Þetta er orðið vel þekt erlend- is, svo að allskonar grænmetis er ne>lt þai m'klum mæli. En hjer á hndi ovum við komnir mjög skamt á veg, að því er garðrækt snertir og neytslu garðávaxta. En ýms vandkvæði eru á því að stunda garðrækt í hinum norð- lægu og köldu löndum, einkan- lega þegar um mikla ræktun er að ræða á sama stað, t. d. þar sem eru garðyrkjufjelög, því að þá vill tilkostnaðurinn aukast i stærra hlutfalli heldur en tekj- umar. Loftslag íslands er frekar óhagstætt fyrir garðrækt, er þá sjerstaklega of lítill hiti og stundum frosthætta seinni hluta sumars. Af þessum sökum þríf- ast ekki algengir garðávextir ná- grannalandanna hjer á landi og ræktun sumra er einnig mjög stopul í sumum ámm. Má þar til nefna kartöflur, þegar þær skemmast af frosti seinni hluta sumars 0g fleiri garðávexti. Ef vjer hugsum til þess að rækta þær nytjajurtir, sem ekki geta orðið fullþroskaðar við vort loftslag, verðum vjer með ýms- um ráðum að bæta vaxtarskil- yrðin. En ^líkt er kostnaðarsamt Verður þá að rækta nytjajurt- iraar í vermihúsum og vermireit- um, og er það aðeins á byrjunar- stigi hjer hjá oss. Þó hefur að- ferðin verið kend við gróðrar- stöðvaraar í allmörg ár, þar sem þar hafa verið haldin verkleg garðy rk j unámsskeið. Upp á síðkastið hefur vaknað áhugi fyrir að nota jarðhita til garðræktar. Hefur það verið reynt í nokkur ár og með ágæt- um árangri. Þarf slík ræktun nauðsynlega að aukast. Oft liggja þessi jarðhitasvæði á afskektum stöðum, og er það óheppilegt vegna sölu afurðanna 0g allra að- flutninga. Heppilegast er, að garðrækt í stórum stíl sje í nánd við kauptúnin. Hitinn í vermireitum fæst d þann hátt, að grafið er ofan í þá hrossatað 0g er hrossataðslagið haft misjafnlega þykt, eftir þvl hvað óskað er eftir miklum hita. Ofan á hrossataðslagið er lagt lag af gróðrarmold. Eins og gef- ur að skilja hlýtur þessi ræktun að vera mjög takmörkuð, því að mikið þarf af hrossataði. Vermi- húsin eru aftur á móti hituð með kolum eða koxi. Er þak þeirra úr gleri og oft veggir mót sólátt líka. Þeir sem hafa ferðast erlendis kannast vel við slíka ræktun í nánd við stórbæina. Þegar fjær dregur bæjunum verða gróðrar- húsin strjálari og strjálari og að lokum hverfa þau alveg nema þá smáhús eða reitir á bændabýlun- um. Á ófriðaráranum varð slík ræktun kostnaðarsöm, vegna eldsneytisskorts. Kol og annað eldsneyti hækkaði gífurlega í verði, og urðu af þeim sökum ýmsir jarðyrkjumenn að draga saman seglin og minka fram- leiðsluna stórkostlega. — Þá fóru menn að líta í kring um sig eftir öðru eldsneyti, og var þá byrjað á tilraunum með rafmagnshitun. Voru þessar tilraunir aðallega gerðar í Noregi, enda era skil- yrðin þar góð, mikið um rafmagn en eldsneyti dýrt. Ýmsa erfiðleika varð að yfir- vinna til að byrja með. En strax voru menn hlyntir málinu, því að

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.