Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 25.05.1927, Blaðsíða 4

Lögrétta - 25.05.1927, Blaðsíða 4
4 LOGRÍETTA öllum hug-sandi mönnum var það vel ljóst, að þama var um frarn- tíðamotkun rafmagns að ræða. Rafmagnsstöðvamar ljetu í'tje ó- keypis rafmagn til tilraunanna. Tilraunimir byrjuðu 1 Noregi 1917 og hefur þeim verið haldið áfram síðan. Sjerstaklega hefur verkfræðingur G. Jacobsen gert nákvæmar tilraunir á þessi sviði, og má nú segja að eftir um 10 éra tilraunastarfsemi, hafi hepn- ast að yfirvinna þá örðugleika sem komu fram í byrjun. Og nú þegar það er alment álit þeirra, sem einu kunnáttumenn á þessu sviði, að rafmagnshitun gróðrar- reita taki langt fram eldri að- ferðum, og að rafmagnið muni í framtíðinni gjörbreyta allra garð- rækt. Þegar Svíum varð kunnug þessi aðferð, sendu þeir til Noregs 8 manna nefnd, skipaða kunnáttu- mönnum, til að rannsaka þessa nýjung. Og eftir heimkomuna gáfu þeir síðan álit sitt svohljóð- andi: „Þetta verður alveg til gjör-breytingar“. Og að nokkmm dögum liðnum, var þegar byrjað á framkvæmdum með styrk af opinberu fje. Þeir skildu hvaða þýðingu þetta gat haft fyrir Sví- þjóð. En ætli þessi nýjung eigi nokk- urt erindi til vor Islendinga? — Við tölum um hvitu kolin sem framtíðaraflið, en oss vantar til- finnanlega bolmagn til þess að hagnýta oss það. Til þess að virkja stórfossana þarf meira fje en vjer höfum ráð á sem stendur. Slíkar framkvæmdir bíða því ef til vill enn um skeið. — En nú er að vakna almennur áhugi fyr- ir því, að virkja smáfossa til heimilisnotkunar, bæði á sveita- býlum og í kauptúnum. Þá yrði rafmagnið aðallega notað til ljósa að vetrinum, að segja þegar rafmagnsstöðvarnar fullnægja öllum þessum fyr- greindu kröfum.-Auk þess yrði ó- notað rafmagn að nóttunni alla tíma árs. Það er þetta ónotaða rafmagn, sem aðallega hefur ver- ið notað til hitunar í vermireit- um. Geta rafmagnsstöðvamar selt það mjög vægu verði, enda kemur það ekki neitt í bága við annan rekstur stöðvarinnar. Aðr- ir notendur geta fengið eins fyrir því nægilegt rafmagn til heim- ilisnotkunar. Þeir sem byggja rafmagnsstöðvar á sveitaheimil- um, byggja þær venjulegast svo stórar, að rafmagn nægir til ljósa, eldunar og upphitunar. Vor og sumar verður því mikið um ónotað rafmagn. Og lægi þá beinast við, að nota það til að hita upp gróðrarreit. Enn sem komið er, fullnægja rafmagus- stöðvar kauptúnanna lítið meira en þörf þeirra til Ijósa að vetr- inum, en vor og sumar er það þá notað til eldunar. Er því ekki að ræða um rafmagn þar, sem stendur í þessu augnamiði, nema þá til tilrauna. En þær finst mjer afaráríðandi að gerðar sjeu. Ekki þurfa tilraunareitimir að vera stórir, má auka við síðar. Þykir borga sig að leggja leiðslur í 10 m2 reit eða jafnvel minni. Tilraunir hafa sýnt, að nægi- Prjónanámsskeið hefir Prjónastofan Malin frá 15. október til áramóta og lengur ef á- stæður eru til. Kent er á venjulegar prjónavélar og sokkavélar og öll nýustu snið og gerðir á prjónafatnaði. Kenslutíminn er áætlaður 100 klst. fyrir hvern nemanda, sem þó má fram- Jengja eða stytta, ef þátttakandi álítur sér það hagkvæmara. Nemandinn leggur sér til vélar og verkefni nema um annað sé samið fyrirfram. Óskað er eftir að um- sækjendur gefi sig fram, sem allra fyrst. öllum fyrirspurnum svarað um hæl. Virðingarfylst Prjónastofan Malin Sími 1690. Reykjavík. Pósthólf 565. legt er að hafa ráð á straum í 10 kl.st. á degi, og má jafnvel komast af með minna, sje útbún- aður allur góður, þjettir gluggar og hús. Jarðvegurinn ,er slæmur hitaleiðari og heldur hitanum lengi í sjer. Best mun þó vera að nota rafmagnsstrauminn allan daginn. Ekki er það talið borga sig enn sem komið er, að byggja rafmagnsstöðvar með þessa not- kun eingöngu fyrir augum. Það sem sjerstaklega kemur til greina og verður að leggja á- herslu á í þessu sambandi, er: 1. að ónotað afl kemur að not- um. 2. að gróðrarreitir hitaðir með eldri aðferðum, auk þess sparast minna og áburður við það að hætta að nota gerjandi hrossatað til hitunar, því að vermireitimir geta staðið ó- hreyfðir frá ári til árs. Að öllu athuguðu er það mitt eindregið álit, að þessu sje sjer- staklega gaumur gefandi og gerð- ar tilraunir það fyrsta. Vildi jeg að lokum lýsa þessum aðferðum lítið eitt, og styðst jeg þá við það sem jetg kyntist því síðastliðið sumar og eins styðst jeg við ritgerðir í Norsk gart- nerforenings tidskrift. Frh. Vigfús Helgason. o- Furstinn í Lichtenstein (sjálf- stæðu furstadæmi á landamærum Austurríkis og Sviss með 10 þús. íbúum) er væntanlegur hingað í skemtiferð næstu daga, einkum til ! að stunda laxveiðar. Sendiherrann frá Júpíter, hið i nýja leikrit Guðmund^r Karnban | var leikið í fyrsta sinn í gær- kvöldi, og hlaut góðar viðtökur. Jafnframt kom leikritið út í bók- arformi. Heilsuhæli Norðurlands í Krist- nesi mun eiga að taka til starfa 1. okt. í haust. Hælislæknir verð- ur Jónas Rafnar. i Otto Benzon, danskur rithöf., er nýlega dáinn (f. 1856). Hann skrifaði ýms leikrit, sem urðu vinsæl. Eitt þeirra(En Skandale) hefur verið leikið af Leikfjelaginu hjer og var vel tekið. O. B., sem annars var lyfsali, stofnaði 25 þús. kr. sjóð til styrktar skáld- um og listamönnum. Norræna fjelagið gengst fyrir því að í sumar verði haldnir nokkrir samnorrænir fundir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, fyrir verslunarmenn, mentaskóla- fólk, kennara o. fl. Islendingar eiga óhægt um þátttöku í slíkum fundum, og misjafnt á þeim að græða, þótt ýmsir þeirra sjeu góðir og gróði að því að geta sótt þá. Tveir menn fara hjeðan á verslunarmannamót í Björgvin í næsta mánuði, Valgarður Stef- ánsson formaður verslunarm.fjel. Merkúr og Ól. Þórðarson skrif- stofumaður. — Upplýsingar um þessa fundi geta menn fengið hjá Vilhjálmi Þ. Gíslason, Reykjavík. Sjósókn í Vestmannaeyjum hef- ur, eins og kunnugt er verið mikil um langt skeið og Eyjaskeggjar annálaðir sjógarpar, þótt við ramman reip sje að draga, þar sem óveðrin eru. Jón Eyþórsson veðurfræðingur hefur skrifað fróðlega grein um sjósókn í Vest- mannaeyjum (í Ægi), m. a. eftir sjósóknarskýrslum Gísla Lárus- sonar og eins veðurathugunum. Sjest það á útreikningum hans, að ekki láta Vestmannaeyingar sjer alt fyrir brjósti brenna, en hafa þó kapp með forsjá. Ut- ræðistími er sagður í Eyjum kl. 5 að morgni í janúar, kl. 4—4i/2 1 febr., kl. 3V2—3 í mars og kl. 2 f. m. í apríl. Athuganimar sýna það, árin 1925—26, að meðalveðurhæð þegar allir bátar fara á sjó er 4i/2 vindstig (7—8 m. vindhraði á sekúndu), þegar margir fara um 5V2 stig (10—11 m.). Fáir fara úr því vindhrað- inn er orðinn 6J/2 st. (12—13 m.) og engir að jafnaði úr því veður- hæðin er orðin 8V2 st. Samt hef- ur það komið fyrir að formenn hafa róið í 8—9 st. veðurhæð. 6 HVt eil t öl Ba jor slct öl Pilener Best. — Odýrast. # Innlent. Islensk endurreisn eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Fyrsta bók: Tlmamótin í menn- ingu 18. og 19. aldar. önnur bók: Eggert ólafsson. Fást hjá bóksölum um land alt hvor um sig eða báðar saman. sinnum hefur það komið fyrir bæði árin að róið hefur verið þegar veðurhæðin var 9 st. kl. 6 að morgni (en það hefur aðeins ! verið athugað 17 sinnum) og 16 ' sinnum með 8 st. (en það hefur verið athugað 23 s.). Hörmulegt slys. Það hörmulega slys vildi til hjer á Laugavegin- um á mánudagskvöldið, að bif- reið ók á 8—10 ára stúlku, svo að hún beið bana af svo að segja j samstundis. Hún hjet Valgerður, ! dóttir ólafs Theódórs Guðmunds- | sonar trjesmiðs. Sagt er að óger- legt hafi verið að verjast slysinu, því stúlkan hafi hlaupið snögg- lega fyrir bifreiðina. Þingmenn eru nú flestir famir heimleiðis. Faust. Eins og kunnugt er lauk Bjami heitinn frá Vogi við þýð- inguna á fyrra hluta Fausts 1920 og kom hún þá út. Ætlaði hann einnig að þýða seinni hlutann, sem er að ýmsu leyti næstum sjálfstætt verk, en hafði ekki lok- ið til fullnustu nema upphafinu og var það óprentað. Sá kafli birtist nú í næsta hefti Óðins, sem kemur út innan skams. Bretar og Rússar. Símfregn í dag segir frá því, að Bretar hafi nú fastákveðið að slíta stjóm- málasambandi við Rússa. Lýsti Baldwin því yfir í ræðu, að bretska stjómin ætlaði að kveðja heim sendisveit sína í Moskva og reka burtu sendisveitina og versl- unarerindrekana í London vegna þess að við húsrannsóknina, sem fyr er frá sagt að gerð hafi verið á skrifstofum Sovjetstjórnarinnar j í London, hafi fundist skjöl, sem j sönnuðu það, að þar væri miðstöð ! hermálanjósna fyrir Rússa og byltingaundirróðurs gegn stjóm- inni. Bókaskrá stóra hefur prófessor Halldór Hermannsson nýlega gef- ið út. Er það framhald skráarinn- ar um Fiskesafnið, sem kom út 1914. Prentsm. Acta.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.